Húnavaka - 01.05.1995, Page 281
HUNAVAKA
279
voru 18% Þjóðverjar, 11%
Skandinavar, 5% Frakkar, 3%
ítalir, 1% frá USA og 2% frá
öðrum þjóðlöndum.
I september og október komu
35 Islendingar, fimm Þjóðverjar
og einn Japani.
Þessi aðsókn er veruleg, t.d.
var aðsókn í upplýsingamiðstöð
á Selfossi til samanburðar að-
eins minni en þangað komu
2138 manns.
Ferðamálafélagið annaðist
tjaldsvæðið á Blönduósi eins og
undangengna sumarmánuði.
Fékk félagið einnig tekjurnar.
Alls var greitt fyrir 874 tjöld sem
er 60,7% aukning frá árinu
áður. Það suinar var reyndar af-
skaplega kalt og úrkomusamt
og þ\í ekki samanburðarhæft.
Árið 1992 var greitt fyrir 743
tjöld.
I liaust var frágengin upplýs-
ingamappa fyrir héraðið sem
dreift var til ýmissa ferðaskrif-
stofuaðila á ferðakaupstefnunni
Vest Norden sem haldin var í
Hafnarfirði í september. IN-
VEST veitti félaginu styrk, 200
þúsund krónur, vegna útgáf-
unnar.
I tengslum við ferðakaup-
stefnuna var tekið á móti full-
trúum frá erlendum ferðaskrif-
stofum. Var ferðast með þessa
fulltrúa um kjördæmið. I hópn-
um voru tveir bræður,
Raymond J. Georges sem býr í
Pittsburgh í USA og Bert Geor-
ges sem býr í Harrisburgh í
USA. Þeir eru ættaðir í móður-
ætt frá Ytri-Ey í Vindhælis-
hreppi. Færðu þeir Heimilisiðn-
aðarsafninu að gjöf sprotabelti
á skautbúning.
Haustmánuðina vann undir-
ritaður í tæplega mánuð við frá-
gang gamla kaupfélagshússins
að innan. Fyrst þurfti að rétta
húsið af því sökkullinn hafði
sigið um tæplega 14 cm, mælt
horn í horn. Settir voru upp
milliveggir og hurðir, lagt raf-
magn, komið fýrir snyrtingu,
tengt vatn og sett upp ný inn-
rétting fyrir kaffiaðstöðu.
Starfsmenn Stíganda hf. og
Vélsmiðju Húnvetninga hf.
unnu fagvinnuna við smíðar og
raflagnir. Síðan var allt málað;
gluggar, loft og veggir. Er hæðin
nú fullfrágengin en eftir er að
innrétta risið. Guðrún Jónsdótt-
ir, arkitekt, lagði fyrir um frá-
gang hússins. Mega eigendur
hússins sannarlega vera stoltir
af því, nú þegar fer að sjá fyrir
endann á endurgerð þess. Unn-
ið hefur verið við undirbúning
þess að ferðamenn komi með
hækkandi sól. Verið er að útbúa
gönguleiðakort, leiðarlýsingu
með ströndinni frá Skagaströnd
inn eftir og út með Vatnsnesi að
vestan. I athugun er að skipu-