Húnavaka - 01.05.1995, Page 282
280
HUNAVAKA
leggja bátsferðir og endurskoða
upplýsingar um afþreyingu í
héraðinu. Unnið er við að út
komi bæklingur með helstu
upplýsingum um héraðið, gögn
þess og gæði.
Ofeigur Gestsson.
RÆKJUVINNSLAN SÆRÚN HF.
Rækjuvinnslan Særún hf.
keypti um 3.000 tonn af rækju
til vinnslu á árinu 1994, fyrir um
233 milljónir króna. Þessi rækja
var keypt af 9 bátum og einnig
frá Dögun hf. á Sauðárkróki,
Hólanesi hf á Skagaströnd og
Kaupfélagi Steingrímsfjarðar.
Af einstökum bátum lagði
Nökk\d HU-15 mest upp eða
853 tonn og var aflaverðmæti
þess um 64 milljónir. Gissur
hvíti HU-35 landaði 541 tonni
að verðmæti 48,5 milljónir, Dag-
fari ÞH-70 um 458 tonnum fyrir
36 milljónir og Ingimundur
garnli HU-65 um 424 tonnum
fyrir um 31,5 milljónir. Aðrir
bátar lögðu minna upp hjá
Særúnu. Þeir voru Þór Péturs-
son ÞH-70, Húni HU-62, Ey-
borg EA-59, Naustavík EA-151
og Helga Björg HU-7.
Nökkvdnn seldi einnig 408
tonn beint út og var verðmæti
þess um 139 milljónir.
Verðmæti unninnar rækju hjá
Særúnu hf. var 457 milljónir kr.
og gekk vel að selja hana alla.
Um 50 manns vinna að stað-
aldri hjá Rækjuvinnslunni
Særúnu í fullu starfí eða hluta-
starfí. Námu greidd laun til
þeirra 57,1 milljón kr. Greidd
laun á skipunum: Nökkva, Giss-
uri hvíta og Ingimundi gamla
námu 112 milljónum króna.
Nokkuð gott verð fékkst fyrir
rækju á heimsmarkaði á síðasta
ári.
Kári Snorrason.
DRÆM LAXVEIÐI.
Sumarið 1994 var léleg lax-
veiði í Húnaþingi en veiði í ein-
stökum ám var sem hér segir:
Hrútafjarðará og Síká .......... 176
Tjarnará.......................... 9
Miðfjarðará .................... 668
Víðidalsá og Fitjá.............. 580
Gljúfurá......................... 21
Vatnsdalsá ..................... 525
Laxá á Ásuin ................... 805
Fremri-Laxá...................... 26
Blanda.......................... 357
Svartá.......................... 400
Laxá á Refasveit................ 144
Hallá ........................... 28
Meðalþungi laxa var mestur í
Vatnsdalsá eða 11,8 pund og
11,7 pund í Blöndu. I Fremri-
Laxá var meðalþunginn lægstur
6,9 pund, 7 pund í Gljúfurá og
7,1 pund í Laxá á Asum.
Skráðir urriðar voru 2.744 í
Fremri-Laxá og var það mesta
silungsveiði í einstakri á.
M.Ó.