Húnavaka - 01.05.1997, Page 10
8
HÚNAVAKA _____
allt abrir en Jyrir nokkrum áratugum. Eitt af því sem hefur stödugt vaxandi áhrif á
mannlífið er svoköllud fjölmiðlun. Dagblöð, útvarp og sjónvarþ flytja stöðugt fréttir og
annað efni á hvert heimili daginn út og inn árið um kring.
Þetta efni er mótað af margs konar sjónarmiðum en þó miðast það oft við að ná
eyrum sem flestra svo að viðkomandi fjölmiðill verði sem útbreiddastur og seljist sem
best. Fréttir eru ekki alltaf eins túlkaðar. Þær virðast stundum stefna afarmikið í eina
átt. Reynt er að finna deiluefni, magna uþþ ágreining og höfða þannig til áheyrenda
og viðbragða frá þeim. Leitað er eftir neikvæðum fréttum en of lítið sinnt ýmsumjá-
kvœðum fréttum um starf sem oft er undirstaða framfara og velmegunar heilla lands-
hluta. Fréttirnar eru því ekki til þess fallnar að auka vellíðan og áncegju og vera
hvetjandi heldur verka þær daþurlega á fólk. Stundum eru þær skoðanamyndandi
og sömu áherslurnar endurteknar hvað eftir annað svo að farið er að taka þœr trúan-
legar.
Um langa hríð hefur landbúnaðurinn fengið neikvæða umjjöllun. Er nú svo kom-
ið að hún hefur haft nokkur áhrif á framþróun hans og líf þeirra er hann stunda og
honum tengjast. Einnig hefur borið á hliðstæðri gagnrýni á sjávarútveginn á síðari
árum. Við þessu væri kannski ekki svo mikið að segja efjafnoft væri jjallað um bj 'órtu
hliðarnar á þessum atvinnuvegum fólksins úti á landi og mannlífinu þar. Þá fengi
sú kynslóð, sem er að alast uþþ án beinnar snertingar við lífið úti um land, hug-
myndir um að þarna vœru líka bjartar og áhugaverðar hliðar á málunum.
I Húnaþingi er margs konar menningar- ogfélagsstarfsemi sem stendur á gömlum
merg. Lengi hefur verið öflug söngstarfsemi. Tveir þekktir kórar, Karlakór Bólstaðar-
hlíðarhreþþs ogSamkórinn Björk, hafa starfað um áratuga skeið ogglatt eyru margra
bœði innan héraðs og utan. Báðir kórarnir hafa verið að vinna að því að gefa út
geisladisk með söng.
Leikstarfsemi á langa hefð á Blönduósi og Skagaströnd. Ragnar Amalds hefur
samið nýtt leikrit, Hús Hillebrandts, fyrir Leikfélag Blönduóss. Það Jjallar um frum-
herjana sem hófu verslunarrekstur við ósa Blöndu. Það varfyrir röskum 120 árum og
leiddi til þess að byggb hófst á Blönduósi. Leikritið byggir því á sannsögulegum atburð-
um og er mikill menningarlegur fengur fyrír héraðið.
A vegum Sögufélagsins Húnvetningur hefur í nokkur ár verið unnið að skráningu
á ættum og ættartölum Austur-Húnvetninga. Iþessum ættartölum er miðað við þá er
bjuggu í sýslunni árið 1940, og œtt þeirra rakin nokkuð aftur í tímann og ajkom-
enda getið. Guðmundur SigurðurJóhannsson œttfræðingur á Sauðárkróki hefur ver-
ið fenginn til að vinna að þessu með heimamönnum. Þetta verk er á lokastigi og
hafinn undirbúningur að útgáfu þess í tveimur bindum.
Fleira verður ekki tínt til hér þótt afýmsu sé að taka.
Þegar hafin var vinna við Húnavökuritið fyrir svðustu áramót og allt fram ífebrú-
armánuð leit út fyrir að vöntun yrði á efni. Ur því rœttist og barst mikið af efni. Stærð
hvers árgangs verður að takmarka og þess vegna bíður töluvert af efni næsta árs.
Húnavaka þakkar góðan stuðning og óskar lesendum sínum góðs og gjöfuls sum-
ars.
Stefán Á. Jónsson.