Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn -VITA.is Verð frá 74.900 kr. eða 25.900 kr. ámánuði vaxtalaust í 12mánuði* m.v. 2 fullorðna og 2 börn. *Innifalið 3,5% lántökugjald – enginn aukakostnaður! ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 74 29 3 04 /1 5 Sólarvika í Calpe 5.–12. júní Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Í rekstrar- og aðgerðaáætlun sem unnin var af RÚV í samráði við starfshóp þriggja ráðuneyta er ein forsenda þess að rekstur RÚV kom- ist í jafnvægi án verulegra breytinga á þjónustu sú að lífeyrissjóðsskuld- bindingar hverfi úr efnahag félags- ins. Meðal þess sem lagt er til er að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar en þær voru 3 milljarðar í haust. Morgunblaðið hefur undir hönd- um greinargerð fjárlaganefndar Al- þingis um fjárhag RÚV en þar er fjallað um umrædda áætlun. Grein- argerðin var samþykkt 28. apríl. Spá 1,5 milljarða hagnaði Samkvæmt áætluninni verður rekstur RÚV í jafnvægi á þessu sex ára tímabili miðað við gefnar for- sendur. Þannig verður 1.540 milljón króna hagnaður af rekstri RÚV rekstrarárið 2015-2016 þar sem gert er ráð fyrir að lóðasala skili 1.400 milljónum króna á árinu. Gert er ráð fyrir að tap yfirstandandi árs verði 33 milljónir. Samkvæmt áætluninni mun eiginfjárhlutfall í efnahag RÚV aukast úr 4% rekstrarárið 2014-2015 í 68,5% á yfirstandandi ári. Það ger- ist fyrst og fremst með því að lang- tímaskuldir fara úr 4,45 milljörðum niður í 402 milljónir króna. Fram kom í blaðinu í gær að fjármálaráðu- neytið hefði samþykkt áætlunina. Hagrætt á ýmsum sviðum Magnús Geir Þórðarson útvarps- stjóri vill ekki ræða einstaka þætti í áætluninni. Málið sé á viðræðustigi. Þó liggi fyrir að RÚV hafi þegar hag- rætt mikið í starfsemi sinni og undir- búi nú sölu byggingarréttar í Efsta- leiti. Mennta- og menningar- málaráðherra hyggist leggja til við Alþingi að seinni hluti lækkunar út- varpsgjalds gangi ekki eftir um næstu áramót. Þá liggi fyrir að þrátt fyrir þessa fjárhagslegu endurskipu- lagningu sé félagið enn yfirskuld- sett. Afstaða stjórnar RÚV sé sú að taka verði á þeim uppsafnaða skuldavanda til að tryggja sjálf- bærni í rekstrinum. Spurður hvenær ákvörðunar sé að vænta um til hvaða aðgerða eigi að grípa til að minnka skuldsetningu segir Magnús Geir að fjárhagsleg endurskipulagning félagsins hafi staðið yfir undanfarna mánuði og „gengið vel, í góðu samráði við ráðu- neytið“. „Það þarf að fást botn í þennan þátt sem allra fyrst – en það gerist í samstarfi ýmissa aðila.“ Ákvörðun ekki verið tekin Spurður um þá tillögu að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar RÚV segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, að ekki sé búið að taka ákvörðun um það. „Stjórn Ríkisútvarpsins horfir mjög til þessa þáttar og það er skilj- anlegt. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun þar að lútandi hjá þeim sem slíka ákvörðun þurfa að taka. Það er eitthvað sem snýr að fjármálaráðuneytinu, okkur [í ráðu- neytinu] og svo þinginu.“ Yfirtaki lífeyrisskuldir RÚV  Í áætlun RÚV og ráðuneyta er lagt til að ríkið yfirtaki 3 milljarða af skuldum  Menntamálaráðherra segir skiljanlegt að RÚV horfi til þessara skuldbindinga Fari til greiðslu skulda » Magnús Geir segir að tekjur af lóðasölu í Efstaleiti fari til niðurgreiðslu skulda. » Þær eru metnar 1,4 ma. í áætlun RÚV og ráðuneyta. » Skv. úttekt PWC í haust nema vaxtaberandi skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, þar af nemur skuldabréf vegna lífeyrisskuldbindinga um 3 milljörðum króna. Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðn- aðarsambandsins til næstu fjögurra ára á 18. þingi sambandsins sem hófst á fimmtu- dag en lýkur í dag. Á þinginu var í gær sam- þykkt ályktun þar sem samtökin krefjast þess að dagvinnulaun hækki. „Kröfur rafiðnaðarmanna miða að því að framleiðni fyrirtækja aukist samhliða hækkun dagvinnu- launa. Með þeim hætti má koma í veg fyrir að þjóðin missi tök á verð- bólgu hér á landi,“ segir m.a. í sam- þykkt sambandsins. Kristján áfram formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson  Krefjast hækkunar dagvinnulauna Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Árleg mótorhjóla- og fornbílasýning Rafta og Fornbílafélags Borgar- fjarðar verður í Borgarnesi eftir há- degi í dag og á meðal farartækja verður Soffía, um 75 ára nýuppgerð 30 manna rúta, sem fékk skoðun í fyrradag. „Þetta er stórkostlegt,“ segir Elínborg Kristinsdóttir, eigandi rút- unnar. Guðni Sigurjónsson, eigin- maður hennar, og Guðmundur Kjer- úlf smíðuðu rútuna í Reykholti í Borgarfirði á fyrstu árum sjöunda áratugar liðinnar aldar og notuðu árgerð 1940 af Bedford sem grunn. „Fyrsta ferðin var í Öræfasveit um páska 1963,“ rifjar Elínborg upp. Rútunni var lagt 1986 eftir að hafa verið notuð sem skólabíll í Reykholti og til fjallaferða í rúma tvo áratugi. „Nú verður hún fjölskyldubíll og fyr- ir vini,“ segir hún. Draumur varð að veruleika Guðni átti sér alltaf þann draum að gera rútuna upp en féll frá áður en til þess kom. Farartækið grotnaði niður og Elínborg segir að hvergi hafi verið hægt að fá húsnæði fyrir rútuna á viðráðanlegu verði fyrr en sonur hennar og félagar hans hjá Alefli byggingaverktökum í Mos- fellsbæ hafi skotið skjólshúsi yfir gripinn. Nokkrir menn hafi unnið við að gera rútuna upp og starf þeirra sé ómetanlegt. Þeir hafi mætt tvisvar í viku eftir vinnu og alla laug- ardaga í eitt og hálft ár. „Ég held að ég hafi ekki enn gert mér grein fyrir því að þetta sé orðið veruleiki,“ segir Elínborg, sem var með mönnunum við verkið og eldaði fyrir þá meðan á vinnunni stóð. „En nú er það jómfrú- ferðin,“ segir hún. Arnar og Sigurjón, synir El- ínborgar og Guðna, unnu við end- urgerðina ásamt Kristni Snæ, syni Sigurjóns, Steindóri Rafni Theó- dórssyni og fleirum. „Hann var okk- ar aðal-hjálparhella,“ segir Elínborg um Steindór. „Hann er þúsundþjala- smiður og án hans hefði þetta ekki orðið að veruleika, en allir sem að þessu hafa komið eiga skilið óend- anlegt þakklæti frá mér.“ Kristinn Snær segir að á fyrstu rútunni, sem afi hans og Guðmundur smíðuðu 1955, hafi verið sleði uppi á stýrishúsinu merktur Soffía og hafi nafnið fest við rúturnar þrjár, sem þeir smíðuðu. „Svo mikil saga teng- ist rútunni og því vildum við gera hana upp,“ segir hann. Soffía nýuppgerð 75 ára fjölskyldurúta Morgunblaðið/Kristinn Rútan Soffía Frá vinstri: Arnar Guðnason, Kristinn Snær Sigurjónsson og Elínborg Kristinsdóttir. Á myndina vantar Sigurjón og Steindór Rafn Theódórsson. Soffía hefur farið víða og verður nú fjölskyldubíll.  Jómfrúferðin á bílasýningu í Borgarnesi í dag Breyting á útgáfudögum Sú breyting hefur nú verið gerð á helgarútgáfu Morg- unblaðsins að blað með at- vinnu- og raðauglýsingum fylgir nú laugardagsblaði, en það hefur til þessa verið hluti af sunnudagsútgáfunni. Þá færist Barnablað frá laug- ardegi yfir í sunnudagsblað. Loftrýmisgæsla Atlantshafs- bandalagsins við Ísland er nú í full- um gangi en hún hófst að nýju 13. apríl sl. Að þessu sinni er það flug- sveit bandaríska flughersins sem sinnir verkefninu og gáfu sumir hermannanna sér tíma til að hreinsa rusl úr fjörum á Suður- nesjum. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi birti í gær færslu á Facebook- síðu sinni þar sem segir að her- mennirnir hafi tekið höndum sam- an við Tómas Knútsson í Bláa hernum. Vitnað er til orða Tómasar sem taldi að hópurinn hefði borið þrjú tonn af rusli frá ströndinni. Hermenn hreinsuðu Suðurnesjastrandir Í gær lauk tveggja daga fundi Íslands, Grænlands og Noregs um loðnusamning ríkjanna. Sam- komulag náðist um nokkuð breytt skilyrði í samningi fyrir vertíðina 2015 – 2016. Það er milli ríkjanna þriggja, en einnig var gert sérstakt sam- komulag milli Íslands og Græn- lands annars vegar og Íslands og Noregs hins vegar. Strandríkin ákváðu að taka upp nýja aflareglu, með aðlögun nú í sumar, sem er í samræmi við nýj- ustu ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna- ráðsins og Hafrannsóknastofnunar. Reglan mun leiða til minni heildar- afla í upphafi vertíðar vegna var- úðarsjónarmiða. Samkvæmt samningnum getur Grænland á næstu vertíð veitt allt að 35.000 tonn við suður- og vest- urströndina en hafði áður heimild til að veiða 23.000 tonn. Ákveðið var að Noregur geti veitt allar sín- ar aflaheimildir innan íslensku lög- sögunnar, en hingað til hafa Norð- menn haft heimild til að veiða 35% aflaheimilda sinna innan íslensku lögsögunnar. Ný aflaregla vegna loðnu samþykkt Loðna Breytt skilyrði veiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.