Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Ráðamönnum í Reykjavíkur-borg er annt um sálarheill barnanna. Af umhyggju sinni hafa þeir bannað hvers kyns auglýs- ingaskrum í grunnskólum. Bannað er að gefa börnum hjálma til að bera á höfði þegar þau hjóla ef nafn gef- andans er á þeim. Ekki má gefa börn- um tannbursta og tannkrem til að ýta undir betri tann- hirðu vegna þess að vörurnar eru merktar framleiðanda. Grunn- skólabörn mega ekki fá gleraugu til að horfa á sólmyrkva til eignar vegna þess að þau eru merkt fram- leiðanda.    Þá hefur verið gripið til ýtrustuaðgerða til að vernda börnin gegn trúarboðskap.    Í allri þessari umhyggju hefurgleymst að vernda börnin fyrir pólitísku skrumi.    Stjórnmálamönnum finnst gottað baða sig í sviðsljósinu. Ekki er verra þegar fréttin er jákvæð og best er þegar hægt er að stilla sér upp meðal barna.    Í Morgunblaðinu í gær sást SkúliHelgason afhenda fulltrúum Laugarnesskóla í Reykjavík hvatn- ingarverðlaun skóla- og frístunda- ráðs fyrir verkefnið Umhverfið mitt fyrir hönd borgarinnar. Á myndinni eru börn.    Sennilega finnst fæstum þettatiltökumál, en vilji meirihlut- inn í borginni vera sjálfum sér samkvæmur hlýtur hann að sjá að samkvæmt skilgreiningum hans sjálfs eru slíkar uppákomur óboð- legar fyrir viðkvæmar og ómót- aðar sálir og framvegis sýna að- gát. Skúli Helgason. Skrum og sálarlíf grunnskólabarna STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.5., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík -1 alskýjað Akureyri 1 snjókoma Nuuk 0 alskýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 7 léttskýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 11 heiðskírt London 15 skúrir París 17 heiðskírt Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 16 heiðskírt Berlín 17 heiðskírt Vín 23 skýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 1 skýjað Montreal 22 léttskýjað New York 27 heiðskírt Chicago 25 skýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:33 22:16 ÍSAFJÖRÐUR 4:18 22:42 SIGLUFJÖRÐUR 3:59 22:25 DJÚPIVOGUR 3:58 21:51 Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Fyrrverandi stjórnarmenn í Kaupþingi báru í gær vitni fyrir héraðsdómi í stóra markaðs- misnotkunarmálinu. Þar kom fram að lítið virðist hafa verið rætt um viðskipti eigin viðskipta bank- ans eða einstaka lán innan stjórnar, þótt stjórn hafi verið upplýst um stærstu lántaka árlega. Meðal þeirra sem rætt var við voru þeir Lýður Guðmundsson, Gunnar Páll Pálsson og Bjarn- freður Ólafsson. Bjarnfreður sagði við vitna- leiðslur að ekkert hefði verið rætt um kaup eigin viðskipta, nema almennar spurningar stjórn- armanna um hvort menn væru ekki innan marka. Engar umræður um tap deildarinnar Engar umræður hefðu verið um tap deild- arinnar af viðskiptum og ekkert um einstaka þætti í lánveitingum, t.d. til félagsins Holts, sem ákært er fyrir í málinu. Staðfesti hann að milli- fundasamþykki hefðu oft verið veitt milli lána- nefndarfunda, en gat ómögulega munað hvort það hafi átt við í þeim atriðum sem ákært er fyrir. Gunnar Páll sagði að einstaka lánveitingar hafi ekki verið ræddar í stjórn. Aðeins hafi verið farið yfir stærstu skuldara á árlegum fundi. Að- spurður hvort staða skuldara hafi verið rædd sérstaklega rifjaði hann upp að árið 2008, þegar óveðursský hafi verið farin að hrannast upp, hafi staða einhverra skuldara verið rædd á fundunum. Nefndi hann sérstaklega í því sam- hengi stöðu Baugssamstæðunnar. Aðspurður hvort gengi bankans hefði sérstaklega verið rætt sagði hann það hefði að sjálfsögðu komið til umræðu. Lýður bar vitni í gegnum síma frá London, en hann svaraði svo gott sem öllum spurningum saksóknara með þeim orðum að hann vísaði til fundargerða. Saksóknari hafði spurt alla stjórn- armenn álíka spurninga en gafst fljótlega upp á þessum svörum Lýðs og sagðist hafa lokið spurningum. Mikið lánað til Péturs og Páls Þá kom einnig fram að árið 2008 var mikið lánað til „Péturs og Páls úti í bæ“ til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi með veði í hlutabréfum bankans. Eftirlit áhættustýringar vegna þessara viðskipta virkaði ekki og sviðið skipti sér ekkert af þessum lánveitingum nema að litlum hluta. Þetta kom fram í samantekt frá yfirheyrslu sérstaks saksóknara yfir Lilju Steinþórsdóttur, fv. yfirmanns í innri endurskoðun Kaupþings, sem sýnd var þegar Lilja kom og bar vitni í gær. Aðeins rætt almennt um eigin viðskipti  Fyrrverandi stjórnarmenn í Kaupþingi báru vitni fyrir héraðsdómi í gær  Lítið virðist hafa verið rætt um viðskipti eigin viðskipta innan stjórnar Morgunblaðið/Styrmir Kári Vitni Bjarnfreður Ólafsson sagði stjórn ekki hafa rætt eigin viðskipti bankans sérstaklega. Isavia og Lands- bankinn hafa komist að sam- komulagi um að Landsbankinn sinni áfram fjár- málaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar til útboð hefur farið fram. Um leið hafa allar uppsagnir starfsmanna verið dregnar til baka en ákvörðun um uppsögn tólf starfsmanna í flug- stöðinni frá og með 1. febrúar síð- astliðinn var varúðarráðstöfun af hálfu bankans vegna óvissu um framhald starfseminnar þar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í til- kynningu frá Landsbankanum. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upp- lýsingafulltrúa Landsbankans, er ekki ljóst hvenær útboðið verður. Uppsagnir hafa ver- ið dregnar til baka Sátt Landsbankinn áfram í Leifsstöð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.