Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 10
Bókstöfum
og táknum
sleppt lausum
Ljósmynd/Guðlaug María Lewis
Fjör Það var nóg um að vera á opnuninni og krakkarnir voru að vonum spennt yfir hátíð sem er tileinkuð þeim.
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær
Listahátíð barna var sett í10. sinn sl. fimmtudag ensetning hennar markarupphaf Barnahátíðar ár
hvert. Hátíðin hefur tekið á sig
margvísleg form frá upphafi, enda
þemað breytilegt frá ári til árs.
Listasal Duus safnahúsa hefur
verið breytt í himingeim og haf og
hátíðargestum var boðið í afmæli í
fyrra þegar Reykjanesbær fagnaði
20 ára afmæli. Nú er viðfangsefnið
bækur og undraheimur þeirra sem
rímar vel við stefnumótun bæj-
arins í fræðslumálum þar sem lest-
ur og læsi er meðal áhersluþátta.
Auk þess að bjóða upp á
heimatilbúnar bækur og sögur á
margvíslegu formi hefur bók-
stöfum og táknum verið sleppt
lausum og leiða þau hátíðargesti
um sali safnahússins þar sem finna
má margvísleg verk eftir grunn-
skólabörn og yfir í Bíósalinn þar
sem sýningin „Þetta vilja börnin
sjá“ er hýst. Á þeirri sýningu eru
sýndar myndskreytingar úr ís-
lenskum barnabókum sem gefnar
voru út árið 2014 og Menningar-
miðstöðin Gerðuberg hefur staðið
fyrir í 13 ár. Til þess að auka við
upplifun barnanna hefur Bókasafn
Reykjanesbæjar lánað á sýninguna
bækur sem hanga við myndskreyt-
ingar úr bókinni. Einnig gefst
börnum kostur á að flatmaga á
gólfinu með bókaormi og bók eða
sitja í kjöltu og hlusta á sögu.
Framhaldsskólanemendur
með í fyrsta sinn
Listahátíðin er uppskeruhátíð
í listnámi barna í Reykjanesbæ.
Vinna við undirbúning hátíðar-
innar hefur staðið yfir lengi og
auk bókanna, læsisins og stafanna
sýna grunnskólabörn afrakstur
vinnu í margvíslegum smiðjum þar
sem saumur, leirlist, smíði og mál-
un eru stunduð, svo nokkur list-
form séu nefnd. Yfirskrift sýn-
ingar grunnskólabarna er
„Listaverk í leiðinni“. Þá koma
nemendur Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja í fyrsta sinn að hátíðinni
með sýningu á verkum útskrift-
arnema á listnámsbraut í risi
Bryggjuhússins, sem ber heitið
Mygla. Listahátíðin stendur til 25.
maí og er opin á sama tíma og Du-
us safnahús.
Guðlaug María Lewis, verk-
efnisstjóri hátíðarinnar, sagði ein-
staklega ánægjulegt að sjá fleiri
koma að hátíðinni og leiðir að því
líkur að flestar fjölskyldur í bæn-
um tengist Barnahátíðinni á einn
eða annan hátt. „Við erum að fá
Tónlistarskólann og dansskólana í
bænum með í ár og komu nem-
endur þaðan fram á mikilli hæfi-
leikahátíð sem haldin var í Stapa í
gær í bland við úrval árshátíðar-
atriða úr grunnskólunum. Það er
ekki síður ánægjulegt að geta boð-
ið upp á stærri sýningu í Duus
safnahúsum en verið hefur hingað
til,“ sagði Guðlaug.
Fjölbreyttir viðburðir
og allt ókeypis
Barnahátíðin hefur alla tíð
fengið mikla og jákvæða athygli,
bæði vegna fjölbreyttra dagskrár-
liða en ekki síður vegna þeirrar
staðreyndar að frítt er á alla við-
burði. Skessan í hellinum, sem er
gestgjafi hátíðarinnar, tekur á
móti gestum núna í morgunsárið
og þeir hraustustu eru hvattir til
að kíkja á hreystibrautina við
Vatnaveröld, en grunnskólabörn í
Reykjanesbæ hafa staðið sig frá-
bærlega í Skólahreysti á und-
anförnum árum. Svo má bregða
sér í ratleik, námskeið í bókagerð,
spurningakeppni, útileiki, á fiska-
sýningu, listasmiðju, að hitta rit-
höfunda og bregða sér á leik-
fangasölu, svo nokkur atriði séu
nefnd. „Þegar hamagangurinn
stendur sem hæst má búast við
karamelluregni og hafa sumir
brugðið á það ráð að hafa reið-
hjólahjálm í fórum sínum til þess
að varast regnið,“ sagði Guðlaug.
Hápunktur sunnudagsins er
barnaóperan Hans og Gréta sem
Óp hópurinn setur upp í Hljóma-
höll. Óperan var sett upp í Salnum
í Kópavogi í mars í fyrra og hlaut
góðar viðtökur. Tónlistin er eftir
Humperdincks og textinn eftir
systur hans, Adelheid Wette, og
hafa þau sett þetta klassísk og vel
þekkt verk í ógleymanlega skond-
inn búning sem vekur fólk jafn-
framt til umhugsunar um lífið og
tilveruna, eins og kemur fram í
kynningu.
Dagskrá barnahátíðar má
nálgast í heild sinni á vefsíðunni:
www.barnahatid.is.
Barnahátíð stendur nú yfir í Reykjanesbæ með
skemmtilegum viðburðum víðsvegar um bæinn. Hún
hófst með setningu listahátíðar barna á fimmtudag,
þar sem bækur eru í fyrirrúmi og nær hámarki í dag.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Opnun Það var freistandi að stíga dans á bókstöfum og táknum sem hafði verið sleppt lausum og margt að skoða.
Ljósmynd/Guðlaug María Lewis
Neyðin á jarðskjálftasvæðinu í Nepal
er gríðarleg og söfnun enn í fullum
gangi. Hægt er að styrkja neyðar-
söfnun UNICEF á Íslandi með því að
senda sms-ið UNICEF í númerið 1900
og gefa þannig 1.500 krónur. Einnig
er hægt að leggja frjáls framlög inn á
söfnunarreikning 701-26-102040, kt.
481203-2950, og styrkja með kredit-
korti á heimasíðunni www.unicef.is
Framlögin fara í að útvega hreint
vatn og hreinlætisaðstöðu, tjöld,
teppi, sálræna aðstoð fyrir börn,
tímabundna kennsluaaðstöðu og
vatnshreinsitöflur, svo eitthvað sé
nefnt. UNICEF hefur auk þess hafið
gríðarlega umfangsmikið bólusetn-
ingarátak og einsetur sér að bólu-
setja ásamt samstarfsaðilum hálfa
milljón barna hið fyrsta. Það er gert
til að reyna að koma í veg fyrir misl-
ingafaraldur. Hvert einasta framlag
héðan frá Íslandi skiptir máli.
Talið er að meira en 90% skóla í
þremur héruðum (Gorkha, Sindhu-
palchock og Nuwakot) hafi eyðilagst
í jarðskjálftanum. Á sumum svæðum,
t.d. í höfuðborginni Katmandú, hafa
níu af hverjum tíu skólum verið nýttir
sem neyðarskýli. Búist er við að
ástandið í menntamálum landsins
muni versna enn frekar á komandi
dögum og vikum þegar eyðilegging í
afskekktari héruðum landsins kemur
í ljós. Í neyðarástandi skiptir skóla-
hald afar miklu máli, jafnvel þótt það
fari einungis fram í bráðabirgða-
skýlum eða tjöldum. Að fara í skólann
hjálpar börnum líka að vinna úr
reynslu sinni og gefur þeim fastan
punkt í tilverunni.
Endilega …
… leggið lið í neyðinni í Nepal
© UNICEF/NYHQ2015-1104/Panday
Bólusetning Hér fær Zoffin Nakarmi
bólusetningu gegn mislingum.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015
Á vorsýningu Myndlistaskólans í
Reykjavík, sem opnuð verður kl. 14 í
dag, verða sýnd verk eftir nemendur í
sjónlistadeild og diplómanámi í ker-
amik, teikningu og textíl. Um 50 út-
skriftarnemendur sjónlistadeildar
sýna sjálfstæð lokaverkefni og 42
nemendur í diplómanámi brot af af-
rakstri vetrarins. Nemendur í ker-
amik sýna m.a. verk úr postulíni
steypt í gifsmótum og ýmsar til-
raunir með postulín og fleiri efni.
Nemendur teiknideildar sýna úrval
verkefna vetrarins, m.a. módelteikn-
ingu og teiknidagbækur, en áherslan
hefur verið á myndræna frásögn, og
nemendur textíldeildar sýna verk
unnin á námskeiðum í ullarvinnslu,
vefnaði, skapandi prjóni, litun,
mynsturgerð og þrykki.
Vorsýningin er á jarðhæð JL-
hússins, Hringbraut 121, en Mynd-
listaskólinn er til húsa á 2. og 3. hæð
í sama húsi. Sýningin verður opin 14-
17 í dag, en kl. 13-18 aðra daga. Henni
lýkur 17. maí.
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Morgunblaðið/Eggert
MIR Kristinn Guðbrandur Harðarson kennari og Áslaug Thorlacius skólastjóri.
Vorsýning á afrakstri vetrarinsStyrktarfélagið Göngum saman efnir
til fjölskylduvorgöngu víða um land á
mæðradaginn, á morgun sunnudag
kl. 11. Í Reykjavík verður gengið frá
Háskólatorgi þar sem íslenskir vís-
indamenn, sem þegið hafa styrki fé-
lagsins, kynna störf sín.
Einnig verður gengið í Borgarnesi,
Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði,
Hvammstanga, Siglufirði, Akureyri,
Vopnafirði, Egilsstöðum, Neskaup-
stað, Fáskrúðsfirði, Höfn, Vest-
mannaeyjum og Selfossi. Nánari upp-
lýsingar eru á heimasíðunni:
www.gongumsaman.is.
Mæðradagsganga
Vorganga fyrir
fjölskylduna
Gjaldfrjáls ganga Varningur frá
Göngum saman verður til sölu.