Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Ég tel allar líkur á því að við höf-
um fundið rústir klaustursins,“ segir
Steinunn Kristjánsdóttir fornleifa-
fræðingur. Hún hefur ásamt íslensk-
um og breskum samstarfsmönnum
sínum leitað ummerkja hins forna
klausturs í Þykkvabæ í Álftaveri. Er
það liður í allsherjarrannsókn á ís-
lenskum miðaldaklaustrum. Benda
gögn sem fengust úr viðnámsmæli
fyrr í þessari viku eindregið til þess
að rústir Þykkvabæjarklausturs sé
að finna steinsnar frá núverandi
kirkju, en á allt öðrum stað en áður
var talið, svokölluðu Fornufjósi þar
sem menn héldu að fjós klaustursins
hefði staðið.
Trúar- og lærdómssetur
Myndin sem viðnámsmælirinn
birtir af rústunum bendir til þess að
þarna sé um verulega stóra bygg-
ingu að ræða, um 1.500 til 1.800 fer-
metrar að grunnfleti. Til saman-
burðar segir Steinunn að heildar-
grunnflötur Skriðuklausturs, sem
hún rannsakaði á síðasta áratug, hafi
verið um 1.500 fermetrar með
kirkjugarðinum, en 800 fm ef ein-
göngu er miðað við byggingarnar á
staðnum.
Traustar ritheimildir eru um
stofnun og starfrækslu Þykkva-
bæjarklausturs í Veri frá því að það
var stofnað árið 1168 og þar til það
leið undir lok við siðaskiptin. Það var
af Ágústínusarreglu, auðugt og
áhrifamikið, í senn trúarleg stofnun
og lærdómssetur. Þar bjuggu margir
nafnkunnir menn úr íslenskri kirkju-
og bókmenntasögu. Þorlákur helgi
var fyrsti ábótinn en síðar gegndu til
dæmis Hallur Gissurarson, Brandur
Jónsson og Sigvarður Árnason emb-
ættinu. Talið er að Eysteinn Ás-
grímsson munkur hafi dvalið í
klaustrinu þegar hann orti hið fræga
kvæði Lilju sem „allir vildu kveðið
hafa“. Þá er sennilegt að Brandur
Jónsson hafi snúið Alexanders sögu í
klaustrinu, en hún er talin meðal
gimsteina íslenskrar frásagnarlistar
á miðöldum. Einnig er talið að til rit-
stofu klausturins megi rekja ein-
hverjar Íslendingasögur, til dæmis
Svínfellinga sögu og Hrafnkels sögu.
Gróf upp Skriðuklaustur
Steinunn, sem er prófessor í forn-
leifafræði við Háskóla Íslands og
sérfræðingur við Þjóðminjasafnið,
hefur undanfarin ár einbeitt sér að
rannsóknum á íslenskum klaustrum
í kaþólskri tíð. Starfar nokkur hópur
fornleifafræðinga með henni að
þessu verkefni. Rannsóknirnar hóf-
ust með hinum umsvifamikla upp-
greftri klaustursins sem rekið var á
Skriðu í Fljótsdal frá 1493 til 1554.
Sá uppgröftur leiddi í ljós að klaustr-
ið bar svipmót annarra klaustur-
bygginga í Evrópu. Það samanstóð
af þyrpingu vistarvera og veglegri
kirkju sem byggð voru við skýrt af-
markaðan klausturgarð með brunni.
Í ljós kom að hlutverk Skriðu-
klausturs virðist hafa verið sambæri-
legt við það sem var í öðrum kaþ-
ólskum klaustrum erlendis. Þar fór
fram ræktun mat- og lækningajurta.
Þar var einnig jarðað en af þeim
beinagrindum sem voru grafnar upp
má ráða að í Skriðuklaustri hafi verið
rekinn spítali. Samtals voru grafnar
upp tæplega 300 beinagrindur í
kirkjugarði Skriðuklausturs. Helm-
ingur þeirra voru bein sjúklinga.
Heildarrannsókn á klaustrum
Sumarið 2013 hófu Steinunn og
samstarfsmenn hennar vinnu við
nýja fornleifarannsókn sem miðar að
því að skrá minjar allra klaustranna
sem rekin voru á Íslandi fyrir siða-
skiptin 1550. Þau voru alls fjórtán að
tölu. Ætlunin er að greina ástæður
stofnunar hvers klausturs fyrir sig,
kanna rekstrargrundvöll þeirra og
sögu en ekki síst að finna nýjar vís-
bendingar um gerð þeirra, hlutverk
og innra starf með aðferðum forn-
leifafræðinnar. „Stóra markmiðið er
síðan að skoða áhrif klaustranna og
umsvif í íslensku miðaldasamfélagi,“
segir Steinunn.
Vinnunni hefur miðað vel og er
hægt að kynna sér vettvangs-
skýrslur frá sex klausturstöðum á
heimasíðu rannsóknarinnar á netinu.
Á síðunni er einnig að finna margs
konar fróðleik sem safnað hefur ver-
ið um gömlu klaustrin, ritheimildir
um þau, örnefni á klausturstöðum og
um muni og minjar sem þeim tengj-
ast.
Áður en viðnámsmælingarnar
voru gerðar í Veri töldu sumir að
rústir klaustursins væri að finna
sunnan við kirkjuna sem þar er, en
kirkjan hefur alltaf staðið á sama
stað. Árni Magnússon handritasafn-
ari kannaði á sínum tíma staðhætti
og taldi sig sjá móta þar fyrir rúst-
unum. Steinunn segir að aðrir hafi
talið klaustrið hafa staðið norðan við
kirkjuna þar sem nú er minnismerki
sem Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður lét setja upp. Þar stóð bærinn
sjálfur lengst af, en var fluttur á síð-
ustu öld á núverandi stað.
Líkist klaustrinu á Skriðu
„Við mældum bæði þessi svæði og
sáum miklar rústir norðan við kirkju
en þær eru líklega af bænum. Sunn-
an við kirkju fundust aðeins garðlög
– tvöföld – trúlega vegna stækkunar.
Það var allt og sumt þar, engar rúst-
ir beinlínis. Síðan mældum við rúst-
ina Fornufjós sem sagt er að sé rúst
af fjósi bræðranna, en þeir áttu yfir
100 kýr. Þá kom þessi mikla bygging
í ljós, sem var ferköntuð með minni
rýmum (40x45 m á kant allt í allt).
Hún líkist mjög klaustrinu á Skriðu
en þetta þarf að kanna með skurði
eða skurðum en ekki er víst að það
fáist vegna þess að rústin er friðlýst
sem fjós,“ segir Steinunn.
„Sé grunur okkar réttur – að
þarna hafi klaustrið staðið – þá lítur
út fyrir að tvær kirkjur hafi verið í
Álftaveri, klausturkirkja og sókn-
arkirkja. Á Skriðuklaustri voru einn-
ig klausturkirkja og heimakirkja
samtímis. Mér þykir ekki ólíklegt að
svo hafi verið víðar vegna þess að
klausturkirkja hefur öðru hlutverki
að gegna en heima- eða sókn-
arkirkja. Þá finnst mér líklegt að
klaustrin hafi staðið sér og nokkuð
frá bæjunum, eins og var á Skriðu-
klaustri og virðist vera á Þykkva-
bæjarklaustri.“
Klaustrið í Þykkvabæ fundið
Byggingin allt að 1.800 fermetrar að grunnfleti Tvær kirkjur voru á staðnum Klaustrið þar
sem Eysteinn orti Lilju og Brandur ábóti sneri Alexanders sögu Líkist klaustrinu á Skriðu
Þykkvabæjarklaustur Þetta er myndin sem viðnámsmælir fornleifafræðinganna birtir af rústunum neðanjarðar í
Álftaveri. Þær eru sláandi líkar rústum Skriðuklausturs hér til hliðar. Hver reitur er 20x20 m að stærð.
Skriðuklaustur Teikning af rústum klaustursins á Skriðu í Fljótsdal. Stein-
unn stjórnaði þeim uppgreftri sem fram fór á síðasta áratug.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Stjórnar Steinunn Kristjánsdóttir
stýrir klausturrannsóknunum.
Ljósmynd/Steinunn Kristjánsdóttir
Viðnámsmæling Fornleifafræðingar með tæki sín við Fornufjós þar sem
rústir hins forna Þykkvabæjarklausturs er að öllum líkindum að finna.
Ljósmynd úr viðnámsmæli Grampus Heritage and Training Ltd.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Glæsileg óperuferð til Veróna, einnar fallegustu og elstu
borgar Norður-Ítalíu með Elsu Waage óperusöngkonu í
broddi fylkingar. Gestum gefst tækifæri á að sjá heimsfrægar
óperusýningar í þriðja stærsta hringleikahúsi veraldar, en
einnig verður siglt á Gardavatni og ekið um vínhéruð Ítalíu.
Verð: 158.500 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Elsa Waage
8. - 13. júlí
Óperutónar í Veróna
Sumar 10