Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 15
ardier Q400 vélar – sem skipt verð-
ur út fyrir þá þær fimm Fokker 50
vélar sem nú eru í rekstri. Eru
Bombardier-vélarnar, sem keyptar
verða notaðar, væntanlegar hingað
undir lok þessa árs og á því næsta
og þá flýgur síðasti íslenski Fokk-
erinn endanlega út í bláinn.
En hvernig hefur fólkinu í land-
inu – farþegunum – líkað þessar
vélar? Sjónarmiðin eru sjálfsagt
mörg, en í meginatriðum er um-
sögnin jákvæð. „Þetta eru ferða-
vænar vélar og það fer vel um fólk.
Víða úti á landi er flugið lífæð
byggðanna. Hér áður fyrr var land-
leiðin til Ísafjarðar ekki fær nema
hálft árið og norðanverðir Vestfirð-
ir voru sem eyja í landinu. Þá varð
að stóla á flug og að Fokkerinn
næði vestur var og er á vissan hátt
birtingarmynd þess hvernig leikar í
lífinu standa. Koma dagblöðin,
brauðið og aðrar lífsnauðsynjar,
fást varahlutir í báta og fiskvinnslu
og nær fólk suður vegna nauðsyn-
legra erinda? Fokkerinn er fastur
punktur,“ segir Arnór sem starfað
hefur í flugafgreiðslunni á Ísafirði í
38 ár.
Vísa Valgeirs
Það segir jafnan sitt að fólki líki
allskonar fyrirbæri, hlutir, fólk og
fleira þannig, vel þegar um slíkt
spinnast þjóðsögur, skrýtlur og
fleira skemmtilegt. Ljósmyndurum
finnst gaman að filma Fokker sem
hefur líka orðið andans mönnum að
yrkisefni. Valgeir Guðjónsson hefur
í lögum og ljóðum oft náð að fanga
stemningu samfélagsins og í laginu
Bíldudals grænar baunir með söng-
tríóinu Jolly og Cola yrkir Valgeir.
„Sjáðu Fokkerinn fljúga yfir /
frænka Önundar kannski um borð /
þú bölvar duglega í hljóði/ og held-
ur heim og mælir ekki orð.“
Við þessa vísu Stuðmannsins er
engu að bæta. Þetta er kjarni máls-
ins - ekkert minna!
Morgunblaðið/Úr myndasafni
yfir
Farþegar Á malarflugvelli
úti á landi fyrir fjölda ára.
Vélarnar hafa dugað vel
við erfiðar aðstæður.
Ísafjörður Reykurinn stóð aftan úr flugvélinni eftir að hreyfillinn
sprakk. Hundruð manna horfðu á, af skíðasvæðinu á Seljalandsdal.
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015
SKRÁNING Á VEF SA
RJÚFUM
ÍSLANDSMÚRINN
AFNÁM HAFTA – HVENÆR OG HVERNIG?
Opinn fundur Samtaka atvinnulífsins þriðjudaginn 12. maí
kl. 8.30-10 í Silfurbergi í Hörpu.
Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8.15.
Framsöguerindi:
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir
Ásgeir Jónsson, dósent við Háskóla Íslands
Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics
Að loknum framsöguerindum mun Þorsteinn Víglundsson,
framkvæmdastjóri SA, stýra pallborðsumræðum.
Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta-
og nýsköpunarsviðs SA
„Ég átti allt efnið, ljósmyndir
og texta, allt meira og minna
tilbúið. Því var nokkuð fljót-
legt að taka sögu þessara
flugvéla á Íslandi saman og
ég er sáttur við útkomuna,“
segir Baldur
Sveinsson.
Bók hans,
Fokker í 50
ár á Íslandi,
kemur út
eftir helgina
og þar er
farið yfir
hinn langa
feril í myndum. Á hálfri öld
hefur alls 21 flugvél af þess-
ari tegund verið í útgerð á
Íslandi. Fokker F-27-vélarnar
voru við lýði í 27 ár, frá 1965
til 1992, en Fokker 50-gerðin
eftir það. Bókin er 104 blað-
síður í A4-broti með rúmlega
130 myndum og óhætt að
segja að hún sé afar vel úr
garði gerð.
Baldur Sveinsson hefur
fylgst með fluginu á Íslandi í
áratugi og skráð sögu þess
með ljósmyndum. „Fokker-
vélarnar hafa verið í ýmsum
merkjum og litum. Mér hefur
tekist að ná flestum út-
gáfum þess, en sumar mynd-
ir hafa góðir félagar í hópi
ljósmyndara lagt mér til,“
segir Baldur sem birtir með-
al annars myndir af vél FÍ
sem fórst Færeyjum fyrir 45
árum.
„Fokker hefur verið verið
þarfasti þjónninn, flugvélar
sem hafa haldið uppi teng-
ingu milli höfuðborgarinnar
og byggðanna úti á landi,“
segir Baldur Sveinsson sem
á undanförnum árum hefur
gefið út fjölda bóka með
myndum úr fluginu á Íslandi.
Er myndirnar frá ýmsum tím-
um og afrakstur starfs sem
spannar marga áratugi.
21 flugvél
á hálfri öld
SAGAN Í BÓK BALDURS
Baldur Sveinsson
Reykjavík Fokker F-27 yfir
borginni fyrir um 30 árum.
Sterkbyggðir vinnuþjarkar og
þægilegt starfsumhverfi áhafnar.
Þetta segir Þórunn Tryggvadóttir,
flugmaður hjá Flugfélagi Íslands,
þegar hún er beðin um að lýsa Fok-
ker 50 vélunum
sem hún hefur
flogið síðasta ár-
ið. „Þótt vélarnar
séu stórar þá eru
þær mjög léttar í
stýri og láta vel
að stjórn. Fokker
hentar líka afar
vel við íslenskar
aðstæður, til
dæmis ef eitt-
hvað er að veðri,
eins og þær hafa sannað í gegnum
árin,“ segir Þórunn sem hefur verið
viðloða flugið um langt árabil. Var
flugkennari í nokkur ár, en hefur
lengst starfað hjá FÍ, til dæmis við
afgreiðslu, flugumsjón, var flug-
freyja í nokkur ár og á síðasta ári
náði hún loksins því markmiði sínu
að verða flugmaður.
„Að verða flugmaður var alltaf
takmarkmið. Mig langaði þetta
mest af öllu,“ segir Þórunn sem er
ein þriggja kvenna í hópi flugmanna
FÍ.
Þórunn segir flugmönnum FÍ
líka vel við Fokker 50, enda eigi
þeir flestir langan starfsaldur að
baki.
„Flugstjórarnir sem ég starfa
með hafa því miklu að miðla þegar
maður spyr út í vélina, eiginleika
hennar, styrk og aðstæður,“ segir
Þórunn sem eftir eitt ár er komin
með 500 flognar stundir á Fokker
50. Og verkefnin eru fjölbreytt, það
er ferðir til áfangastaðanna þriggja
úti á landi og það er ekki heldur
langt til Grænlands. Ferðir þangað
eru tíðar - og til Kulusuk til dæmis
er að jafnaði um tveggja tíma flug
úr Reykjavík.
„Þetta síðasta ár sem flugmaður
á Fokker hefur verið mjög
skemmtilegt – rétt eins og ég
hlakka til að fara í þjálfun á Bomb-
ardier Q400 vélunum sem eru vænt-
anlegar,“ segir Þórunn Tryggva-
dóttir.
Vinnuþjarkar
sem hafa sannað
sig vel í áranna rás
Léttar og láta vel að stjórn
Þórunn
Tryggvadóttir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugtak Kaffivélin til Akureyrar tekur á loft til norðurs. Loftleiðahótelið og
flugturninn fremst. Flugmennirnir vögguðu vængjum líkt og í kveðjuskyni.