Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015
Grasið verður grænna og garðurinn fallegri með góðri og jafnri áburðargjöf
Áburðardreifarar
ModelWE-B
Rafhlöðuknúinn kastdreifari.
Vinnslubreidd allt að 2,5 m
Sérstaklega hentugur fyrir
minni garða
ModelWE-330
Áburðardreifari.
Rúmtak 15 lítrar.
Vinnslubreidd 41 cm
ModelWE-430
Áburðardreifari
Rúmtak 20 lítrar.
Vinnslubreidd 43 cm
ÞÓR HF
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Í draumalífinu væri frábært að
geta komist út á Sund og róið 4-5
sinnum í viku,“ segir Klara Bjart-
marz, sem á síðasta varð Íslands-
meistari kvenna í róðri á sjókajak og
var í kjölfarið valin kajakkona ársins
af Siglingasambandinu. Róðurinn
hefur þó orðið að víkja að verulegu
leyti hjá Klöru þetta vorið því annir
eru ævinlega á skrifstofu Knatt-
spyrnusambandsins í upphafi leik-
tíðar, en í vetur tók hún við starfi
framkvæmdastjóra þessa stærsta
sérsambands íþróttahreyfingar-
innar.
„Því miður hef ég ekki komist oft
til að róa undanfarið með þeirri und-
antekningu þó að ég var á námskeiði
í Wales um síðustu helgi og það var
frábært að komast á kajak fjóra
daga í röð,“ segir Klara. Hún keypti
sinn fyrsta bát árið 2009 og gerir út
frá Geldinganesi, eins og aðrir fé-
lagar í Kayakklúbbnum.
Skoða fuglana í návígi
Starfsemi klúbbsins er öflug og
hefur farið ört vaxandi. Félagar eru
nú um 500 og um 400 þeirra virkir. Á
vegum klúbbsins eru vikulegir fé-
lagsróðrar allt árið og nokkrar
skipulagðar kajakferðir á hverju
sumri. Þá heldur klúbburinn úti öfl-
ugri heimasíðu, stendur fyrir mótum
og námskeiðum og heldur sérstakan
öryggisdag árlega.
„Mér finnst fátt meira spennandi
en að fara út á kajak,“ segir Klara.
„Það er fínt að hafa einhverja öldu
og nokkur vindstig að norðan eru
bara hressandi. Á námskeiðinu í
Wales var þung alda alla dagana,
sem var frábært og mikið að gerast.
Svo er líka æðislegt að róa í kringum
Lundey í spegilsléttum sjó. Fugl-
arnir eru ekki hræddir við gestina á
þessum litlu bátum og hægt að
skoða þá í návígi. Í veðrinu undan-
farið hefur hins vegar lítið verið af
fugli og heldur kalt.“
Breytingar urðu á högum Klöru 1.
mars í vetur er hún tók við starfi
framkvæmdastjóra KSÍ af Þóri Há-
konarsyni, en áður hafði Klara starf-
að sem skrifstofustjóri KSÍ. Fjöl-
mörg verkefni eru á borði fram-
kvæmdastjórans í upphafi leiktíðar,
en meðal þess sem mestur þunginn
fer í er undirbúningur fyrir landsleik
Íslands og Tékklands á Laugardals-
velli 12. júní og úrslit í Evrópu-
keppni stúlkna hér á landi í lok júní-
mánaðar.
Styttist í miðasölu
„Þessa dagana er þetta alls ekki
átta tíma vinnudagur og það hjálpar
ekki til að ég sit enn uppi með sum af
mínum gömlu verkefnum,“ segir
Klara. „Þetta er mikil vinna og mikil
ábyrgð, en líka skemmtilegt þó svo
að dagarnir geti orðið langir. Reynd-
ar hef ég ekki trú á mjög löngum
vinnudögum og því að fólk skili
miklu eftir 10 tíma törn. Ég er held-
ur ekki hrifin af löngum símtölum
eða löngum fundum.
Ég finn vel fyrir því að það er mik-
ill spenningur fyrir fótboltasumrinu
framundan og ekki síst landsleikn-
um við Tékka á Laugardalsvelli 12.
júní, enda hefur árangur landsliðs-
ins verið frábær. Það er farið að
styttast í miðasölu og við erum að
leggja lokahönd á þann undirbúning.
Það er líka mikið spurt um Hol-
landsleikinn ytra í haust, en ég hef
ýtt honum á undan mér, en þegar
miðasala og annar undirbúningur
vegna Tékkaleiksins verður komið í
ferli þá snúum við okkur að næstu
landsliðsverkefnum. Það tekur eitt
við af öðru,“ segir Klara.
Hressandi vindstig að norðan
Næg verkefni hjá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í upphafi leiktíðar Róðurinn hefur
þurft að víkja fyrir boltanum hjá kajakkonu síðasta árs Fátt meira spennandi en að róa á kajak
Ljósmynd/Jónas Guðmundsson
Á góðum degi Hvort sem veður er stillt eða einhver öldugangur finnst Klöru fátt meira spennandi en að róa á kajak. Myndin er tekin Kvígindisfirði í Reykhólahreppi, áður Múlasveit.
Morgunblaðið/Kristinn
Boltinn á lofti Mikilvæg verkefni eru framundan hjá KSÍ í sumar.
Vorhátíð Kayakklúbbsins verður
í dag við aðstöðu klúbbsins á
eiðinu við Geldinganes. Há-
punktur hátíðarinnar er keppnin
um Reykjavíkurbikarinn sem nú
verður háð í 19. sinn, en klúbb-
urinn í Reykjavík var stofnaður
vorið 1981.
Aðalkeppnin er 10 kílómetra
róður en einnig er keppt í 3 km
róðri. Skráning í keppni hefst
klukkan níu en keppnin sjálf
klukkan 10. Á vorhátíðinni geta
þeir sem vilja fengið að prófa
sjókajaka. Byrjendur hafa þar
tækifæri á að prófa að setjast
upp í sjókajak og róa stuttan
spöl undir leiðsögn kennara.
Nytjamarkaður fyrir notaðan
kajakbúnað verður starfræktur
og árar og ýmis kajakbúnaður
fær þar endurnýjun lífdaga.
Að lokinni keppni verður boð-
ið upp á léttar veitingar og
fulltrúar í ferða- og keppnis-
nefnd sitja fyrir svörum. Nánari
upplýsingar um klúbbinn og
vorhátíðina má finna á heima-
síðu Kayakklúbbsins, http://
www.kayakklubburinn.is.
Vorhátíð við
Geldinganes
KEPPNI OG KYNNING
Veiðimálastofnun og Fiskistofa hafa
sett saman myndir sem eiga að geta
nýst veiðimönnum við að þekkja al-
geng útlitseinkenni á eldislöxum.
Reiknað er með að leiðbeiningar
verði settar upp í veiðihúsum en þær
má einnig finna í prentvænni útgáfu
með texta bæði á íslensku og ensku á
veidi.is. Eldislax getur verið án
áberandi ytri einkenna, þó að al-
gengara sé að sjá megi skemmdir á
uggum, tálknbörðum og/eða lögun
trjónu. Eldislaxar eru oft kubbs-
legir, með minni straumlínulögun,
segir á myndinni. Á síðustu árum
hefur laxeldi í sjókvíum aukist hér
við land. Umtalsverður fjöldi laxa af
uppruna kynbættra norskra eldis-
laxa eru því í eldiskvíum hér við
land. Brýnt er að eldisbúnaður og
verkferlar við eldið sé með þeim
hætti að laxar haldist í kvíum og
sleppi ekki úr þeim. Ef það gerist
geta eldislaxar gengið í ár og bland-
ist íslenskum laxi og þar með haft
áhrif á erfðir og aðlögunarhæfni
villtra laxastofna,“ segir m.a. á vef
Veiðimálastofnunar.
Myndir auðvelda
greiningu á eldislaxi