Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 18

Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Sýningin hefur verið opin í allan dag. Það er mikill léttir og allir ánægðir,“ sagði Björg Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, seinnipartinn í gær þar sem hún var í mannþröng við íslenska sýningarskálann í Feneyj- um. Óljóst var allt fram að opnun sýn- ingar Christophs Büchel, Moskan – Fyrsta moskan í sögulega hluta Fen- eyja, hvort af henni gæti orðið þar sem borgaryfirvöld höfðu ekki gefið leyfi fyrir framkvæmdinni, en Mosk- an er í afhelgaðri kirkju í borginni. Björg sagði að einhverjir teldu að formlegt leyfi væri fengið hjá yfir- völdum í Feneyjum fyrir sýningar- haldinu en sú væri þó ekki raunin. „Við fengum annað bréf frá þeim í morgun,“ sagði hún. „Við höfum enn ekki fengið formlegt leyfi og nú er tal- ið upp ýmislegt sem við megum ekki gera. Við munum svara því í sam- vinnu við lögfræðinga okkar; þetta er áframhaldandi samtal til að reyna að halda sýningunni opinni,“ segir hún. „Í bréfinu segjast yfirvöld líka vilja halda samtalinu áfram en við getum ekki sætt okkur við sum skilyrðin sem þeir setja, enda tengjast þau verkinu ekki neitt. Þetta verk snýst um samtal og nú erum við í samtali við yfirvöld hér, það er hluti af ferlinu.“ Yfirvöld höfðu sagst þurfa að hafa góða löggæslu við skálann, vegna hættu á mögulegri árás trúaröfga- manna. Björg sagði lögreglumenn þó ekki hafa sést við hann í gær. Sýningin hófst með því að flutt voru erindi, meðal annars töluðu Eiríkur Þorláksson, fulltrúi menningarmála- ráðuneytisins og formaður stjórnar Kynningarmiðstöðvarinnar, Amin Al Ahdab, formaður Félags múslima í Feneyjum, og Ibrahim Sverrir Agn- arsson, formaður Félags múslima á Íslandi. Þá var leikin tónlist, kallað til bæna og eftir bænastund múslima nutu gestir sameiginlegrar máltíðar. „Moskan var stútfull af gestum í dag. Það var mikil og stór blanda,“ sagði Björg. „Íslenski skálinn hefur aldrei fengið jafn mikla fjölmiðlaum- fjöllun og með þessu verki.“ Hún segir spurningar fréttamanna ólíkar, þeir ítölsku velti gjarnan leyf- um og slíku fyrir sér og birtast áhyggjur af innflytjendamálum og ísl- am í þeirri samræðu. Fréttamenn annarra landa horfi, að sögn Bjargar, hins vegar af meiri víðsýni á verk Büchel og hugmyndirnar að baki því. Sýningin opnuð í Feneyjum án leyfis  Íslenski skálinn hefur aldrei fengið jafn mikla umfjöllun Opnunin Við opnun sýningar Christophs Büchel í gær var m.a. leikin tónlist og kallað til bæna. Margir sóttu sýn- inguna heim, að sögn Bjargar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Ljósmynd/Guðmundur Oddur Magnússon ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Strandveiðar hafa farið vel af stað í Grundarfirði. Rúmlega 20 bátar eru gerðir út héðan og þessa fyrstu viku hafa flestir náð skammtinum þrátt fyrir norðan kaldaskít. Þorsk- urinn sem bátarnir landa er stór og fallegur. Fyrstu bátarnir eru að koma að landi upp úr kl. 2 á daginn með skammtinn og síðan koma þeir í hollum fram eftir degi, segir hafn- arstjórinn Hafsteinn Garðarsson.    Í kjölfar vaxandi ferðamanna- straums á Snæfellsnes með viðkomu í Grundarfirði hefur framboð á veit- ingastöðum verið að aukast. Auk Hótels Framness og veitingastað- arins Rúbens var í vetur opnað veit- ingahúsið Kaffi Láki í næsta ná- grenni við hafnarsvæðið. Þar er einnig afgreiðsla Láka Tours sem gerir út á hvalaskoðun ásamt fugla- skoðun og sjóstangveiði. Nýtt veit- ingahús, Bjargarsteinn, verður síð- an opnað í sumarbyrjun og er það fremst á Framnesinu og mun það státa af ægifögru útsýni út Grund- arfjörðinn með Kirkjufellið í for- grunni.    Skipulagsmál hafa verið að þvælast fyrir fyrirhuguðum stór- framkvæmdum í Grundarfirði en svo virðist sem valdsvið skipulags- mála hafi færst til Reykjavíkur þrátt fyrir að málaflokkurinn tilheyri verkefnum sveitarfélaga. Allt útlit er fyrir að tafir á afgreiðslu skipu- lagsbreytinga verði til að seinka framkvæmdum við stækkun Hótels Framness um eitt árið enn. Þá er haft eftir Guðmundi Smára Guð- mundssyni, framkvæmdastjóra GRUN hf., í síðasta tbl. Skessu- horns að erfitt sé að tímasetja fyr- irhugaða stækkun fiskvinnslufyr- irtækis GRUN hf. vegna þess að skipulagsmálum sé stjórnað frá Reykjavík.    Nýverið sótti Mikligarður ehf.um tvær lóðir í miðbæ Grundarfjarðar og fyrirhugar að reisa þar lágvöru- verðsverslun. Umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar samþykkti að taka lóðirnar frá í þrjá mánuði og óskaði eftir viðræðum um bygging- aráform Miklagarðs á svæðinu áður en lóðunum verður úthlutað.    Nokkur óvissa ríkir nú í skóla- málum í Grundarfirði þar sem skóla- stjóri og aðstoðarskólastjóri grunn- skólans, sem komu nýir til starfa sl. haust, munu hverfa á braut í lok þessa skólaárs. Þá hefur bæjarráð samþykkt að leggja til við bæjar- stjórn að ráðist verði í skipulags- breytingar á Tónlistarskóla Grund- arfjarðar í kjölfar rekstrarúttektar á skólanum. Strandveiðarnar hafa farið vel af stað í vor Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Strandveiðarnar Jón Emil Svanbergsson var fyrstur að landi á fimmtudag. Verslunareigendur hafa gagnrýnt harðlega nýja könnun, sem verð- lagseftirlit ASÍ birti á fimmtudag á verði raftækja. Að sögn ASÍ benti könnunin til þess að verð hefði ekki lækkað á heimilistækjum í sam- ræmi við afnám vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts um ára- mótin. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir gagnrýni á vinnubrögð ASÍ við gerð könnunar- innar snúa fyrst og fremst að tveimur þáttum. Könnunin miði við verðþróun frá október á síðasta ári til apríl á þessu ári en mörg fyr- irtæki hafi lækkað verð strax eftir að fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september þar sem boðað var að vörugjöldin yrðu afnumin um áramót. Þá hafi ASÍ ekki tekið tillit til gengisáhrifa í könnun sinni. „Öll fyrirtæki sem við töluðum við eru hörð á því að þau hafi skilað lækkuninni áfram,“ segir Andrés. Kristjana Birgisdóttir, verkefn- isstjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir könnunina hafa verið gerða með hefðbundnum hætti, starfsmaður hafi farið í verslanir og borið sam- an vöruverð í tvígang yfir tiltekið tímabil. Staðfestir hún að margar verslanir höfðu auglýst verðlækkun þegar verðkönnunin hófst og að til- boð í verslunum við upphaf tímabils geti því hafa haft áhrif á niður- stöður. „Tilboð getur því að sjálf- sögðu haft áhrif, það getur verið að einhverjar vörur komi illa út en ólíklegt að það eigi við um línuna,“ segir Kristjana. Hún harmar að fullyrðingar um stöðugt gengi krónunnar hafi fylgt með skýrslunni á vefsvæði ASÍ og segir það hafa verið fyrir mistök. Einungis sé um að ræða samanburð og ekki litið til annarra þátta. Ekki sé hægt að verða við kröfu versl- unareigenda um að skýra hvaða vörutegundir hafi verið skoðaðar þar sem fyrirhugað sé að gera aðra úttekt á vörunum og sjá hvort verslanir hafi leiðrétt verð hjá sér. Sjónvörp Vörugjöld féllu niður. Gagnrýna verð- könnun ASÍ  Segja ekki tekið tillit til lækkana í fyrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.