Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 19

Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Illugi Gunnarsson, menningar- og menntamálaráðherra, hefur fallist á að skipaður verði samráðshópur vegna sameiningar Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans ehf. Illugi átti í vikunni fund með Haraldi Líndal, bæjarstjóra Hafn- arfjarðar, um málið. Rósa Guð- bjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir óljóst hverjir taka sæti í þessum hópi en trúlega verði hann skipaður fulltrúum frá ráðuneytinu, bæjarstjórn Hafnar- fjarðar og Tækniskólanum. „Þetta er nýr hópur sem á að stofna um framtíð Iðnskólans í Hafnarfirði og bærinn myndi eiga fulltrúa í honum. Það sem er okkur fyrst og fremst í huga er að Iðn- skólinn og þetta iðnnám sem boðið hefur verið upp á haldist í bæjar- félaginu. Okkur er öllum í mun að styrkja og styðja iðnnám og starfs- nám í landinu öllu, þessi aðgerð á að vera liður í því og við viljum koma þar að máli,“ segir Rósa. Samráðs- hópur um sameiningu  Fjallar um iðnnám í Hafnarfirði Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjörður Bæjaryfirvöld hafa áhyggjur af iðnnámi í bænum. Malín Brand malin@mbl.is Slátrun á svínum hófst í gær eftir að undanþágur voru veittar svína- ræktendum í vikunni. Engin heil- brigðisskoðun hefur átt sér stað á sláturafurðum svínaræktenda í tæp- ar þrjár vikur vegna verkfalls dýra- lækna hjá Matvælastofnun. Var und- anþágan veitt af dýraverndarsjónamiðum þar sem þröngt var orðið um dýrin í eldishús- unum. Afurðirnar má ekki selja fyrr en að verkfalli loknu og fara þær því í frysti. Um hundrað og þrjátíu svínum frá búunum í Haga og Laxárdal á Suð- urlandi var slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands í gærmorgun sem eru töluvert færri svín en slátrað er að jafnaði í viku hverri hjá félaginu. „Til að koma til móts við bændur og vegna dýravelferðarsjónarmiða ákváðum við að gangast undir þess- ar kröfur,“ segir Guðmundur Svav- arsson, framleiðslustjóri hjá Slát- urfélaginu, og vísar þar til kröfunnar um að kjötið færi ekki á markað. „Við teljum raunar að vafi leiki á lögmæti þeirrar kröfu.“ Á Norðurlandi er staðan önnur því ekki tókst að afgreiða undanþág- urnar í tæka tíð til að hægt væri að slátra fyrir helgina. Erik Jensen, framkvæmdastjóri B Jensen ehf. á Akureyri, annast slátrun fyrir allt Norðurland og gerir hann ráð fyrir að slátra 130 svínum á mánudag og 130 á þriðjudag en lengur gildir undanþágan ekki og þarf þá að sækja um að nýju, standi verkfall enn og ekki vinnur tíminn með svínaræktendum þar sem bið eftir afgreiðslu umsókna hefur gengið hægt fyrir sig og einnig er almennur frídagur næsta fimmtudag. „Við vorum fyrst að fá staðfestinguna í gegn núna en fáum að slátra á mánudaginn,“ sagði Erik í samtali við blaðið eftir hádegið í gær. Eins og staðan er núna bíða um fimm þús- und grísir slátrunar því alla jafna er um 1.800 slátrað á viku á landsvísu sem gefur á bilinu 150-160 tonn af kjöti. Engum svínum slátrað fyrir norðan Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bið Um 5.000 grísir bíða slátrunar.  Slátrun hafin á Suðurlandi  Um 5.000 grísir bíða slátrunar vegna verkfalls Félagsmenn í Lands- sambandi bak- arameistara efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina 8.-10. maí. Bollusalan er til stuðnings styrkt- arfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjósta- krabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Þetta er í fimmta sinn sem Landssamband bakara- meistara styrkir Göngum saman með þessum hætti og hafa hingað til alls safnast hátt í fimm milljónir króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabba- meini. „Brjóstabollan í ár er gómsæt rjómabolla með berjafyllingu. Í til- efni verkefnisins verða búðir fé- lagsmanna skreyttar með bleikum blöðrum og veggspjöldum um mæðradagshelgina,“ segir í til- kynningu. Bakarar selja brjóstabollur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.