Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Fjölbreytileikanum í borginni verð- ur fagnað í sjöunda sinn í Reykjavík laugardaginn 9. maí á árlegum fjöl- menningardegi borgarinnar. Hátt í 10.000 manns sóttu hátíðina í fyrra, sem er met. Borgarstjóri setur hátíðina stund- víslega kl. 13.00 á Skólavörðuholti, að því loknu fer skrúðgangan af stað og endar við Ráðhúsið. Fjöldi fólks hefur ár hvert tekið þátt í göngunni og ræður litagleðin ríkj- um. Þegar í Ráðhúsið kemur verður opnaður fjölþjóðlegur markaður þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér menningu ýmissa þjóð- landa og á boðstólum verða þjóð- legir réttir, listmunir og annar varn- ingur. Í Tjarnarbíói og Iðnó verður boðið upp á skemmtidagskrá þar sem ýmsir listamenn koma fram. Fjölmenningardagur í höfuðborginni STUTT Hreinsunardagur verður haldinn á Seltjarnarnesi í dag, laugardaginn 9. maí. Opið verður á Eiðistorgi milli 10 og 14 þar sem Baldur Gunnlaugs- son kynnir moltugerð og Steinunn Árnadóttir garðyrkjufræðingur gefur góð ráð. Á hreinsunardeginum gefst bæj- arbúum kostur á að setja saman- bundnar trjágreinar og jarðvegs- úrgang í pokum út á gangstétt. Starfsmenn bæjarins munu svo hirða upp úrganginn næstu daga. Hreinsunardagur á Seltjarnarnesi Fjölmargar borgir í Evrópu standa fyrir hreinsunarátaki helgina 8.-10. maí bæði til að fegra umhverfið og vekja fólk til umhugsunar um neysluvenjur. Reykjavíkurborg tekur þátt í Evrópskum hreins- unardögum. Markmiðið er að fegra ásýnd borgarinnar með því að taka til í hverfinu sínu og finna leiðir til að draga úr sóun með breyttum venjum. „Helgin er kjörin fyrir íbúa, húsfélög, íbúasamtök og heilu göturnar til að fegra umhverfi sitt fyrir sumarið með því að safna rusli í svarta plastpoka,“ segir í tilkynn- ingu. Starfsfólk Reykjavíkurborgar fer um hverfin mánudaginn 11. maí og tínir pokana upp. Hreinsunarhelgi í höfuðborginni Á morgun, laugardag, munu EVEN rafbílar frumsýna Tesla Model S P85D. Verður einn slíkur bíll til sýnis í Smáralind og annar fyrir framan Vetrargarðinn. Af því til- efni verður boðið upp á reynslu- akstur, grill og gos. Með hverjum seldum rafbíl fylgir sólarlandaferð fyrir tvo til Costa Brava á Spáni. AFP Rafbíll Hin aflmikla Tesla Model S P85d. Tesla frumsýnd í Smáralind Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum þaulvön þessu hér á Norð- austurlandi. Ég held að ég geti rifjað upp býsna mörg ár þar sem allt fé var inni til 20. maí. Það fer ennþá enginn hrollur um okkur,“ segir Ein- ar Ófeigur Björnsson, bóndi á Lóni 2 í Kelduhverfi og forystumaður í fé- lagsmálum bænda. Sauðburður er hafinn um allt land en ekki viðrar vel til þess víða um norðan- og austanvert landið. Kalt er á þessum svæðum og enn frost á daginn. „Það var stórhríð á köflum hér í gær og nú er snjór yfir öllu,“ sagði Einar Ófeigur í gær. Hann tók fram að snjórinn væri ekki mikill og hyrfi um leið og eitthvað færi að hlýna. Tæp vika er síðan sauðburður hófst fyrir alvöru á Lóni 2 og voru í gær um 100 ær bornar af um 500. Einar segir að sauðburðurinn gangi ágætlega. Ekki er viðlit að hleypa fénu út í snjó, kulda og hagleysu enda segir Einar Ófeigur að flestir bændur á þessum slóðum hafi nægt húspláss til að klára sauðburðinn inni. Menn geti alltaf átt von á þess- um aðstæðum. Einstaka bóndi gæti þó lent í vandræðum. Ljósmóðir til hjálpar Einar Ófeigur og kona hans, Guð- ríður Baldvinsdóttir, hafa verið ein við sauðburðinn til þessa. Í gær- kvöldi áttu þau þó von á fólki til að- stoðar. Systir Einars ætlaði að koma. „Ég vona að það verði ekki túlkað sem verkfallsbrot,“ segir Ein- ar en systir hans er ljósmóðir í verk- falli BHM. Það hjálpar mörgum bændum á Norðausturlandi að þeir eiga mikil hey eftir gott heyskaparsumar í fyrra. Einar Ófeigur tekur þó fram að sprettan hafi verið svo góð að bændur ekki alltaf náð að slá grasið nógu snemma. Því sé ekki allt fóðrið eins gott. Það fer ennþá enginn hrollur um okkur  Bændur á Norður- landi vanir sauðburði í köldum vorum Ljósmynd/Guðríður Bóndinn Mörg handtök eru við sauðburðinn. Einar Ófeigur í fjárhúsunum. Lón Sinubrúskar standa upp úr snjó en gróður ekkert farinn að lifna við. Veðurfarið norðaustanlands hefur verið fuglum erfitt á þessu vori, en flestir eru þeir þó duglegir að bjarga sér. Þannig er varp byrjað hjá álft, en líklega seinkar varpi hjá gæs, sem enn má sjá í stórum hópum á túnum fyrir norðan, að sögn Að- alsteins Snæþórssonar, líffræðings hjá Náttúrustofu Norðausturlands á Húsavík. Hann segir að til dæmis heiðlóa, hrossagaukur og stelkur sjáist tals- vert í fjörum þar sem fuglarnir kom- ist helst í æti. Eins megi sjá hrossa- gauka víða við læki þar sem frostlaust er. Minni fuglar eins og þrestir njóti þess að fólk sé duglegt að gefa þeim og sjá megi þá í hópum í görðum fólks og heima við bæi. Ekki er allur stofn þessara farfugla kominn á sumarslóðir sínar á Norð- urlandi og virðist sem hægt hafi á fari þeirra. Ekki eru jarðbönn á þessum slóð- um, en skaflar og víða þunn snjóhula á túnum. Frost hefur verið undan- farið, en sólin er komin hátt á loft og nær að hita þegar hún skín. Austar á landinu er hins vegar meiri snjór. Sjaldgæfir flækingar Á vefnum fuglar.is má sjá að und- anfarið hafa nokkrar mjög sjaldgæf- ar tegundir komið til landsins þrátt fyrir norðlægar áttir, en þar er greint frá mjallgæs, fagurgæs, bog- nef, flotmeisu og kolönd. Algengast er að sjaldgæfar tegundir komi hingað að vori og hausti þegar far er á fuglum og þá einkum í suðaust- anátt. Aðalsteinn telur líklegt að gæs- irnar hafi slegist í för með gæsum af öðrum tegundum. Um flotmeisuna segir hann að í vetur hafi tveir slíkir fuglar dvalið á Egilsstöðum og verið á gjöf frá fólki. aij@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kuldakast Það er ekki nýtt að kalt sé í veðri í maímánuði. Á myndinni reyn- ir jaðrakan að bjarga sér í hreti í síðari hluta maí fyrir tíu árum. Bjarga sér í kuldanum  Varp byrjað hjá álftum fyrir norðan  Heiðlóa og hrossagaukur leita í fjöruna Mæðradagurinn er á morgun Gleðjum mömmu með blómum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.