Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 24

Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 24
AFP Sigurvegarinn David Cameron forsætisráðherra og kona hans, Samantha, á tröppum Downing Street 10 í gær. FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Íhaldsmenn fengu meirihluta á breska þinginu í kosningunum í fyrradag og úrslitin eru mikill sigur fyrir leiðtoga þeirra, David Cameron forsætisráðherra, sem tókst að auka fylgi flokksins þrátt fyrir erfiðar sparnaðaraðgerðir til að minnka fjár- lagahallann. Þetta hlýtur að teljast talsvert afrek í ljósi þess að aðeins einu sinni áður í nútímasögu Bret- lands hefur stjórnarflokki tekist að styrkja stöðu sína á þinginu. Fyrra skiptið var á níunda áratug aldar- innar sem leið þegar Margaret Thatcher var við völd. Cameron sætti gagnrýni í Íhalds- flokknum eftir kosningarnar árið 2010 þegar honum tókst ekki að ná meirihluta á þinginu og þurfti að mynda stjórn með Frjálslyndum demókrötum. Margir flokksbræður hans efuðust um að hann væri fær um að auka fylgi flokksins nógu mik- ið til að ná meirihluta á þinginu. Úr- slitin ættu því að styrkja stöðu hans í flokknum. Hætta á uppreisnum Til að ná hreinum meirihluta þurfti Íhaldsflokkurinn að fá 226 sæti og hann fékk 331. Meirihlutinn er naum- ur og tiltölulega fámenn uppreisn í þingliði flokksins gæti því stofnað stjórninni í hættu. Fráfarandi stjórn var með alls 363 þingsæti á bak við sig og Cameron þurfti stundum að reiða sig á stuðn- ing Frjálslyndra demókrata þegar þingmenn úr röðum íhaldsmanna risu upp gegn stjórninni. Líklegt er því að andstæðingar ESB-samrun- ans í flokknum verði í betri aðstöðu til að knýja Cameron til að taka harð- ari afstöðu gegn Evrópusambandinu. Cameron hefur sagt að hann hygg- ist aðeins gegna embætti forsætis- ráðherra í tvö kjörtímabil og það gæti aukið líkurnar á því að öflugur stjórnmálamaður bjóði sig fram gegn honum í leiðtogakjöri í flokknum síð- ar á kjörtímabilinu. Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og George Os- borne fjármálaráðherra hafa verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn hans. Cameron áréttaði í gær að hann hygðist efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild Bretlands að Evr- ópusambandinu fyrir lok ársins 2017. Hann hefur sagt að hann sé hlynntur aðildinni, að því gefnu að sam- komulag náist um breytingar á tengslum Bretlands við Evrópusam- bandið. Talið er að samningaviðræð- urnar við ESB verði erfiðar, m.a. vegna áforma Camerons um að tak- marka innflutning fólks frá aðildar- löndum Evrópska efnahagssvæðis- ins. Leiðtogar margra annarra ESB-ríkja og framkvæmdastjórnin í Brussel segja að það myndi ganga í berhögg við regluna um frjálst flæði vinnuafls, eina af meginreglum innri markaðar Evrópusambandsins. Fréttaveitan AFP hefur eftir stjórnmálaskýrendum að óvæntur kosningasigur Íhaldsflokksins geti styrkt stöðu Camerons í viðræðunum við ESB og aukið líkurnar á því að Bretland verði áfram í sambandinu. „Hættan á að Bretar gangi úr Evr- ópusambandinu hefur snarminnkað, vegna þess að Cameron hefur fengið fullt umboð kjósenda og styrkt stöðu sína í flokknum,“ hefur AFP eftir hátt settum stjórnarerindreka ESB- ríkis í Brussel. Mikið í húfi Komandi kjörtímabil gæti reynst afdrifaríkt fyrir Bretland því það get- ur ekki aðeins ráðið úrslitum um að- ild Bretlands að ESB heldur hafa einnig vaknað spurningar um framtíð Sameinaða konung- dæmisins vegna stórsigurs Skoska þjóðarflokksins sem fékk 56 af 59 þingsætum Skot- lands. Það verður því mjög spennandi að fylgjast með framgöngu Camerons á kjörtímabilinu og mikið í húfi. Styrkir Cameron á afdrifaríku tímabili  Sigurinn styrkir samningsstöðu Breta í viðræðum við ESB Samkvæmt lokatölum í gær Skipting þingsætanna Heimild: BBC Íhalds- flokkurinn UKIP (Breski sjálfstæðis- flokkurinn) Verkamanna- flokkurinn Græn- ingjar Frjálslyndir demókratar Skoski þjóðarflokkurinn ENGLAND SKOTLAND WALES NORÐUR- ÍRLAND LUNDÚNIR Aðrir Flokkar íWales og áN-Írlandi SKOTLAND Hjaltland Orkneyjar 211 56 232 331 1 8 Græningjar Íhaldsflokkurinn UKIP Verkamannaflokkurinn Frjálslyndir demókratar Aðrir Skoski þjóðar- flokkurinn Skv. lokatölum Íhaldsflokkurinn fékk meirihluta Heimild: BBC 650 sæti 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, óskaði í gær eiginmanni sínum, Stephen Kinnock, til hamingju með þingsæti sem hann fékk í kosningunum í Wales í fyrradag. Kinnock er 45 ára, sonur Neils Kinnock, fyrrverandi leiðtoga Verkamannaflokksins. Breskir fjölmiðlar hafa lýst Stephen Kinnock sem einum af „rauðu prinsunum“ svonefndu, þ.e. sonum áhrifamanna í Verka- mannaflokknum sem hafa verið valdir í framboð fyrir flokkinn í öruggum kjördæmum. Hann fékk þingsæti bæjarins Aberavon í Suður-Wales með miklum meirihluta atkvæða. Rauði prinsinn komst á þing EIGINMAÐUR FORSÆTISRÁÐHERRA DANMERKUR SIGRAÐI Stephen Kinnock

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.