Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar þriggja flokka í Bretlandi – Verkamannaflokksins, Frjáls- lyndra demókrata og UKIP – sögðu af sér í gær eftir bresku þingkosn- ingarnar. Ed Miliband tilkynnti afsögn sína sem leiðtogi Verkamannaflokksins sem fékk 232 sæti á breska þinginu, 26 færri en í síðustu kosningum árið 2010. Flokkurinn tapaði 40 sætum í Skotlandi en vann 14 sæti í Englandi og Wales. Frjálslyndir demókratar guldu mikið afhroð eftir að hafa verið í stjórn með Íhaldsflokknum á síðasta kjörtímabili. Flokkurinn missti 49 af 57 þingsætum sínum. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, náði endurkjöri á breska þingið en sagði af sér sem leiðtogi flokksins. „Úrslitin voru miklu verri fyrir flokkinn en mig hefði getað ór- að fyrir,“ sagði hann. Fylgið jókst um tæpt prósent Nigel Farage sagði af sér sem leið- togi UKIP, Breska sjálfstæðis- flokksins, sem missti annað af þing- sætum sínum. Farage tókst ekki að ná kjöri á þing í sjöundu tilraun og hafði lýst því yfir að hann myndi ekki fara fyrir flokknum kæmist hann ekki á breska þingið. Farage lagði til að Suzanne Evans, varaformaður UKIP, færi fyrir flokknum þar til nýr leiðtogi yrði kjörinn. Að sögn breska ríkis- útvarpsins er þó hugsanlegt að Far- age gefi kost á sér í leiðtogakjörinu. Samkvæmt síðustu tölum fékk Íhaldsflokkurinn 36,9% atkvæðanna, 0,8 prósentustigum meira en í síð- ustu kosningum. Verkamannaflokkurinn fékk 30,5% fylgi, 1,5 prósentustigum meira en í kosningunum árið 2010. UKIP fékk 12,6% atkvæðanna og fjórfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosn- ingum þegar hann fékk 3,1%. Frjálslyndir demókratar fengu 7,8% og fylgi þeirra minnkaði um 15 prósentustig frá síðustu kosningum. Kjörsóknin var um 66%, sam- kvæmt síðustu tölum. Hún var ívið meiri en í síðustu kosningum og sú mesta frá árinu 1997. Kannanirnar rannsakaðar Úrslitin eru ekki aðeins áfall fyrir Verkamannaflokkinn og Frjálslynda demókrata, heldur einnig fyrirtæki sem annast skoðanakannanir og vinna úr niðurstöðum þeirra. Fyrir- tækin höfðu mánuðum saman sagt að Íhaldsflokkurinn og Verkamanna- flokkurinn væru hnífjafnir eða að lít- ill munur væri á fylgi þeirra. Daginn fyrir kosningarnar voru birtar ellefu kannanir sem allar bentu til þess að kosningarnar yrðu mjög jafnar. Samtök breskra skoðanakönnuða sögðust í gær ætla að hefja rannsókn á því hvort ónákvæmni kannananna mætti rekja til þess að tilhögun þeirra hefði verið ábótavant. Tony Travers, prófessor í stjórn- málafræði við London School of Economics, segir að hugsanlega megi rekja ónákvæmnina til fylgis- sveiflu á endaspretti kosningabarátt- unnar, gallaðra könnunaraðferða, eða tregðu fylgismanna Íhalds- flokksins til að segja frá því að þeir hygðust kjósa hann. Breskir skoð- anakönnuðir virðast stundum van- meta fylgi flokksins vegna þessarar tregðu „feiminna íhaldsmanna“. Þrír flokksleiðtogar sögðu af sér  Ed Miliband og Nick Clegg draga sig í hlé vegna ósigra Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata  Nigel Farage tókst ekki að ná sæti á breska þinginu og vék því sem flokksleiðtogi AFP Sagði af sér Ed Miliband og kona hans, Justine Thornton, við höfuðstöðvar Verkamannaflokksins í Lundúnum. Galt afhroð Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata. Komst ekki á þing Nigel Farage, forystumaður UKIP. Umhverfis- skýrslan er opin öllum Kynntu þér starfsemi og áherslur Landsvirkjunar í umhverfismálum á umhverfisskyrsla2014.landsvirkjun.is Í ár eru 50 ár frá stofnun Landsvirkjunar. Kröfur til umhverfismála eru sífellt að aukast og er það markmið okkar að vera í fararbroddi á því sviði. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um upp­ byggingu á Þeistareykjum, niðurstöður fjöl- breyttra umhverfisrannsókna og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Landsvirkjun.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.