Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fáir spáðufyrir umþau úrslit
sem urðu í kosn-
ingunum í Bret-
landi á fimmtudag
og allra síst þeir sem helst gefa
sig út fyrir slíka spádóma með
vísindalegum mælingum á af-
stöðu kjósenda. Þegar horft
var til þeirra mælinga virtist
allt í járnum á milli stóru flokk-
anna tveggja, Íhaldsflokksins
og Verkamannaflokksins. Svo
komu útgönguspárnar í fyrra-
kvöld og þá virtist ljóst að
íhaldsmenn ynnu góðan sigur
þó að þeim væri enn ekki spáð
meirihluta. Mikil spenna ríkti
því áfram en þegar leið á kosn-
inganóttina og árla morguninn
eftir var orðið ljóst að David
Cameron þyrfti ekki stuðning
annarra flokka til að sitja
áfram í Downingstræti 10.
Íhaldsflokkurinn hampaði
hreinum meirihluta í einum
óvæntustu kosningum síðari
tíma.
Spennan var slík að blöðin
biðu fram undir morgun með
prentun og þegar þau komu út
leyndi sér ekki að úrslitunum
var misjafnlega tekið. „Fimm
fjandans ár í viðbót (e. Five
more damned years),“ var upp-
slátturinn á svartri forsíðu
Daily Mirror, en öllu léttara
var yfir Daily Mail: „Hallelúja!
Bretland greiðir atkvæði með
heilbrigðri skynsemi (e. Hal-
lelujah! Britain votes for sa-
nity).“
Hægt er að hafa ýmsar skoð-
anir á því hvers vegna Íhalds-
flokkurinn fékk miklu betri
kosningu en spáð hafði verið en
eitt er einmitt athyglisvert og
það er afstaða bresku dagblað-
anna. Þau höfðu í vaxandi mæli
fylkt sér að baki Íhalds-
flokknum síðustu dagana fyrir
kosningar. Fyrir utan Daily
Mirror var það aðeins The
Guardian sem studdi Verka-
mannaflokkinn, The Independ-
ent og Financial Times studdu
óbreytta ríkisstjórn frjáls-
lyndra og íhaldsmanna, en
nánast öll önnur blöð sem ein-
hvers mega sín studdu íhalds-
menn.
Svo sterkur stuðningur dag-
blaðanna kann að hafa haft
mikil áhrif á lokametrunum og
er það athyglisvert, ekki síst í
ljósi þess að umræðan er
stundum á þann veg að nýir
miðlar hafi tekið við og að vægi
blaða sé lítið orðið.
En fleira hefur vitaskuld
ráðið á lokametrunum. Í ár-
angursríkri kosningabaráttu
Bills Clintons fyrir rúmum
tveimur áratugum notaði hann
óvenjulegt slagorð, „Það er
efnahagurinn, asninn þinn“ (e.
It’s the economy, stupid), og
lagði með því George Bush
eldri. Efnahagsmálin eru alltaf
þýðingarmikil í
kosningum og að
þessu sinni kann
að vera að þegar á
hólminn var komið
hafi fólk verið
þokkalega sátt við efnahags-
ástandið í Bretlandi, ekki síst
þegar það horfði yfir sundið til
meginlandsins, og ekki viljað
hætta á að gefa Verkamanna-
flokknum tækifæri til að koma
stefnu sinni í framkvæmd.
Þar kann einnig að hafa
skipt verulegu máli að ljóst
þótti að sá flokkur gæti aðeins
stýrt með aðstoð skoskra þjóð-
ernissinna, sem Englendingum
þótti ekki álitlegur kostur.
Úrslitin norðan skosku
landamæranna eru raunar
kapítuli út af fyrir sig, þar sem
þjóðernissinnar fengu 56 af 59
þingsætum og nánast þurrk-
uðu út Verkamannaflokkinn í
Skotlandi sem löngum hefur
getað gengið að góðu fylgi þar
vísu.
Skoski þjóðarflokkurinn fær
fleiri þingmenn en efni standa
til ef horft er á fylgi á landsvísu
og þegar hann er til dæmis
borinn saman við Breska sjálf-
stæðisflokkinn, UKIP, er mun-
urinn sláandi. Sá skoski fékk
sína 56 þingmenn með innan
við 5% fylgi en UKIP fékk einn
þingmann með tæplega 13%
fylgi. Þetta er ein af afleið-
ingum kosningakerfisins
breska, sem tryggir flokkum
ekki þingstyrk í réttu hlutfalli
við stuðning, en tryggir al-
mennt stöðugleika í stjórn-
arfari og að auðveldara er fyrir
kjósendur að draga stjórn-
málamenn til ábyrgðar.
Slæm niðurstaða UKIP kom
þrátt fyrir mikla fylgisaukn-
ingu flokksins, en aðra sögu er
að segja um Frjálslynda demó-
krata, sem máttu þola fækkun
þingmanna sem var sanngjörn
með hliðsjón af miklu fylgis-
hruni.
Haft var eftir Cameron á
kosninganótt að sigurinn hefði
verið sætur en síðan hefur
hann lagt áherslu á að verk-
efnið sé að sameina Stóra-
Bretland enda telja ýmsir að
úrslitin í Skotlandi þýði enda-
lok ríkisins í óbreyttri mynd.
Forsætisráðherrans bíða
mörg önnur verkefni, til að
mynda að standa við það að
leyfa Bretum að greiða at-
kvæði um hvort þeir vilja vera
áfram í Evrópusambandinu.
Þingkosningarnar eru öðrum
þræði sigur þeirra sem hafa
efasemdir um aðild Bretlands
að ESB og ætli Cameron sér að
eiga þokkalega möguleika á að
endurtaka leikinn í næstu
kosningum er brýnt fyrir hann
að leysa spurninguna um ESB
á farsælan hátt. Hann hefur
ekki sýnt mikla tilburði í þá átt
hingað til.
Óvænt úrslit í
Bretlandi vekja
ýmsar spurningar}
Sætur sigur
P
assaðu þig á börnunum,“ sagði Egill
á eftir kærastanum sínum Daníel
þegar hann skaust á litla Yarisnum
út í Ísbúð Vesturbæjar fyrir þá.
Egill var nefnilega meðvitaður um
að á Íslandi hefur almenningsálitið fyrir löngu
breyst þannig að fórnarlömbum er ekki lengur
kennt um það sem hendir þau, heldur er sökin
lögð á gerandann. Þess vegna ætlast Egill ekki
til þess að foreldrar leggi ábyrgðina á umferð-
arslysum á börnin sín, sem yfirleitt eru lítið
sem ekkert varin í umferðinni gegn risavöxn-
um reykspúandi morðkössunum sem þeysast
um borgina, ökumenn þeirra oft of seinir, í sím-
anum, reykjandi, þreyttir, pirraðir og al-
gjörlega ómeðvitaðir um umhverfi sitt. Þrátt
fyrir málmbúrið sem umlykur þá, og fríar þá
þar með frá öllum hættum þegar þeir keyra
niður fótgangangi kjötpoka, fyrir utan ævarandi vanlíðan,
er krafan sú að þeir sem hætta sér varnarlitlir út í umferð-
ina beri höfuðábyrgð á eigin öryggi, ekki þeir sem myndu
valda skaðanum. Það er eitthvað mjög bogið við þetta.
Umræða um hjólreiðahjálma kviknaði þegar Hjálmar
Sveinsson gerðist svo djarfur að hjóla hjálmlaus. Þvílík
hneisa. Allir vita að hjálmar bjarga mannslífum. En þeir
bjarga ekki bara lífum hjólreiðamanna. Rannsóknir benda
til að höfuðáverkar á ökumönnum og farþegum bíla séu
margfalt algengari en höfuðáverkar hjólreiðamanna. Eðli-
lega, því fólk ferðast miklu fleiri kílómetra í bíl. Sé hins
vegar leiðrétt fyrir þessa breytu, þá eru höfuðáverkar
hjólreiðamanna og þeirra sem nota bíl jafn-
algengir. Hins vegar dytti engum í hug að
krefja ökumenn og farþega um að ferðast með
hjálm. Þrátt fyrir það er viðkvæðið að við sem
hjólum hjálmlaus séum að stofna lífi okkar í
óþarfa hættu, en ekki þeir sem hætta sér á
Yaris að kaupa Vesturbæjarís. Við erum í jafn-
mikilli hættu. Gamlir hundar setjast samt
seint og kerlingabækur eru þykkari en skyn-
semin.
En hvað um hættuna sem við sköpum fyrir
aðra? Einn hjálmlaus ég á hjóli á 30 kílómetra
hraða niður Túngötuna myndi örugglega stór-
slasa lítið barn sem hlypi í veg fyrir mig. Ef ég
næði að bregðst við í tíma þá myndi ég örugg-
lega stórslasa sjálfan mig í leiðinni við að reyna
að forðast áreksturinn, hruflast á höndum og
jafnvel missa nokkrar tennur. En við myndum
sennilega bæði lifa og ná fullum bata. Skriðþungi minn,
hjólsins míns og bakpoka er kannski margfeldi af 100 kíló-
um. Yarisinn sem Daníel er á er hins vegar 10 sinnum
þyngri. Þar þyrfti ekki að spyrja að leikslokum. Daníel
væri hins vegar ósár á líkama, en ísinn hefði sennilega
sullast út um allt.
Eins og til að bæta gráu ofan á svart virðist sem öku-
menn sýni hjólreiðamönnum með hjálma almennt minna
tillit en þeim hjálmlausu, því þeir virðast berskjaldaðri.
Besta vörn mín gegn stærstu hættunni á vegunum, frek-
um og ótillitssömum ökumönnum, væri því kannski að
hjóla nakinn. gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Ólafsson
Pistill
Passaðu þig á börnunum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stórsigur Skoska þjóðar-flokksins (SNP) í breskuþingkosningunum í fyrra-dag eykur líkurnar á því að
leiðtogar flokksins beiti sér fyrir
öðru þjóðaratkvæði um hvort Skot-
land eigi að lýsa yfir sjálfstæði.
Skoski þjóðarflokkurinn fékk 56
af 59 þingsætum Skotlands á breska
þinginu og bætti við sig 50 sætum.
Verkamannaflokkurinn galt afhroð í
Skotlandi, tapaði 40 sætum og fékk
aðeins eitt. Frjálslyndir demókratar
töpuðu tíu sætum, fengu eitt, og
Íhaldsflokkurinn hélt eina þingsæti
sínu í Skotlandi.
Þetta er langbesta útkoma Skoska
þjóðarflokksins í sögu kosninga til
breska þingsins. Flokkurinn vann
stærsta sigur sinn til þessa í október
1974 og fékk þá ellefu þingsæti.
Nicola Sturgeon, leiðtogi flokks-
ins, lýsti sigrinum í fyrradag sem
mestu fylgissveiflu í breskum þing-
kosningum frá árinu 1835.
„Þetta er einstæð viljayfirlýsing
frá skosku þjóðinni. Skoska ljónið
hefur öskrað yfir allt landið,“ sagði
Alex Salmond, fyrrverandi leiðtogi
Skoska þjóðarflokksins. Salmond
var á meðal þeirra sem fengu sæti á
breska þinginu, en hann sagði af sér
sem leiðtogi flokksins eftir að Skotar
höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæði í
september. Um 55% kjósendanna
greiddu atkvæði gegn sjálfstæði.
Telur upplausn Bretlands
raunhæfan möguleika
Sturgeon sagði í gær að flokkur-
inn myndi starfa í þágu allra Skota,
ekki aðeins þeirra kjósenda sem
greiddu atkvæði með sjálfstæði.
Stjórnmálaskýrendur telja þó úrslit
kosninganna auka líkurnar á því að
Skoski þjóðarflokkurinn beiti sér
fyrir nýju þjóðaratkvæði um sjálf-
stæði, einkum ef flokkurinn vinnur
annan stórsigur í kosningum til
skoska þingsins á næsta ári.
Skoska þingið var stofnað sam-
kvæmt lögum, sem sett voru 1998 og
veittu því víðtækt löggjafarvald í
innanlandsmálum. Breska þingið fer
þó áfram með utanríkis- og varnar-
mál fyrir hönd Skotlands og heldur
valdinu til að leggja á skatta. Fjár-
veitingar til opinberra verkefna
koma því frá breska þinginu.
Alex Salmond sagði að David
Cameron, forsætisráðherra og leið-
togi Íhaldsflokksins, hefði ekki feng-
ið umboð frá skoskum kjósendum til
að stjórna Skotlandi. Sturgeon sagði
að næsta ríkisstjórn kæmist ekki hjá
því að taka tillit til stórsigurs
skoskra þjóðernissinna sem eru and-
vígir þeirri stefnu Íhaldsflokksins að
minnka útjöld ríkisins til að eyða
fjárlagahallanum. „Skotland hefur
sett traust sitt á SNP og reiðir sig á
að hann láti rödd Skotlands heyrast,
láti í ljósi skýran vilja til að binda
enda á sparnaðaraðgerðirnar, bæta
opinberu þjónustuna og framfylgja
framsæknari stefnu á breska
þinginu.“
Annabel Goldie, fyrrverandi leið-
togi Íhaldsflokksins í Skotlandi, tel-
ur að sigur SNP verði til þess að
flokkurinn boði nýtt þjóðaratkvæði
um sjálfstæði í stefnuskrá sinni fyrir
kosningarnar til skoska þingsins á
næsta ári.
James Kirkup, aðstoðarstjórn-
málaritstjóri The Telegraph, telur
að eitt af meginverkefnum stjórnar
Camerons á næsta kjörtímabili verði
að afstýra því að Bretland leysist
upp. Svo kunni að fara að stjórn
Íhaldsflokksins þurfi að verða við
nánast öllum kröfum skoskra þjóð-
ernissinna til að koma í veg fyrir að
Skotland lýsi yfir sjálfstæði. „Líta
ber á upplausn Bretlands sem raun-
hæfan möguleika.“
Gæti aukið líkur á
upplausn Bretlands
AFP
Gleði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, fagnar sigrinum.
Flokkurinn fékk 50% atkvæðanna í Skotlandi en nær öll þingsætin.
Tvítug námskona, Mhairi Black,
var kjörin á breska þingið og er
yngsti þingmaður þess frá árinu
1667. Black nemur stjórnmála-
fræði við Glasgow-háskóla og
sigraði Douglas Alexander, tals-
mann Verkamannaflokksins í
utanríkismálum, í Paisley og
Renfrewshire South með
23.548 atkvæðum gegn 17.864.
Á meðal annarra sem misstu
þingsæti voru Jim Murphy, leið-
togi Verkamannaflokksins í
Skotlandi, og Charles Kennedy,
fyrrverandi leiðtogi Frjálslyndra
demókrata.
Yngsti þing-
maður í 348 ár
ÞINGLIÐ SKOTA GERBREYTT
AFP
Yngst Mhairi Black, yngsti
þingmaður Bretlands frá 1667.