Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Það er kominn nýr strákur í leikskólann minn sem heitir mjögskrýtnu nafni – sagði lítill hnokki við kvöldverðarborðið.–Hann heitir Guðmundur, sagði hann svo og bjóst við að sjáundrunarsvip á áheyrendunum og vissulega urðu þeir klumsa en ekki af sömu orsökum og sá stutti. Eins og alþjóð veit hefur nafnið Guðmundur verið með þeim algengustu á Íslandi öldum saman en samkvæmt þessum nýju tíðindum þykir það tíðindum sæta í leik- skólum. Engum blöðum er um að fletta að mörg góð og gegn íslensk nöfn hafa vikið fyrir nýrri nafnatísku. Þegar ég var að alast upp heyrði til undantekninga að börn væru ekki skírð í höfuðið á afa og ömmu og vissulega olli það fábreytni í nafngiftum. Með mér í skóla voru yfirleitt allmargar Guðrúnar að ekki sé minnst á Jóna, Guðmunda, Sigríðar og aðra fulltrúa rammíslenskra nafnasiða, en einstaka foreldrar höfðu voru þó verið svo djarfir að bregða út af venjunni og þess vegna heyrðust stund- um nöfn eins og Erna, Edda, Sóley, Vignir og Bragi. Smám saman varð svo nafnaflóran æ fjölbreyttari eins og kunnugt er. Samt var lengi vel fátítt að börn væru skírð erlendum nöfnum, eins og nú tíðkast og ég dauðvorkenni þeim sem sitja í mannanafnanefnd sem þurfa iðulega að skera úr um hvort alls kyns nöfn séu gjaldgeng í málinu, sum jafnvel skrifuð með erlendum rithætti. Nýlega heyrði ég að nafninu Natalíe hefði verið hleypt í gegn og þótti furðulegt að stúlkunafn með -e í endann hefði verið talið gott og gilt en það virðist eiga sér fordæmi í nafninu Salóme, sem lengi hefur tíðkast og enginn hefur mér vitanlega amast við. Nafnið Salóme er komið beint úr biblíunni eins og mörg önnur sem mjög hafa rutt sér til rúms á liðnum árum og áratugum, og þá er ég kannski loks komin að efninu eða stúlkubarninu Jedók sem ég las um í ritsafni Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili. Þá var vel að merkja engin mannanafnanefnd að störfum en blessuðum prestinum sem falið var að skíra barnið þessu nafni varð svo hverft við að honum hraut blótsyrði af vörum þegar hann spurði föðurinn að athöfninni lokinni: Hvernig í fjandanum datt yður í hug að nefna barnið þetta? Faðirinn svaraði að bragði að það væri komið beint úr biblíunni, nafn drottningar Sal- ómons konungs. Ekki þóttist klerkur kannast við það enda kom víst í ljós að orðið var þýðingarvilla. Líklega hefði þýðandi ekki skilið þýska orðið jedoch og breytt því í mannsnafn. Biblían sem foreldrar litlu stúlkunnar sóttu nafnið til, var víst nefnd Grútarbiblía, því að þar er oftar en einu sinni fjallað um harmagrút Salómons konungs í stað harmagráts og allmargar fleiri villur var víst þar að finna. En ekki hef ég annars staðar rekist á stúlkunafnið Jedók og vona að svo verði ekki. Af Guðmundi og Jedók Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Kosningarnar í Bretlandi í fyrradag og kosninga-baráttan sem á undan fór voru eins konar und-irstrikun á því, að þjóðir Evrópu eru í vaxandimæli að leita að sjálfum sér, uppruna sínum og rótum. Fyrir aldarfjórðungi var ekki óalgengt, ef ungur karl eða ung kona voru spurð hvaðan þau væru, að fá svarið: Ég er Evrópubúi (I am a European). Nú er líklegra að fá svarið: Ég er Skoti eða ég er velsk- ur eða ég er Katalóníumaður eða ég er Baski. Hinn aldni fjárfestir, Georg Soros, sem er af ungversk- um ættum sagði fyrir skömmu á ráðstefnu að hans kyn- slóð hefði litið á sameiningu Evrópu sem stórkostlega hugsjón. Nú væru stórir hópar ungs fólks, sem gengur um atvinnulaust, þeirrar skoðunar að sameining Evrópu væri óvinurinn. Okkur hættir til að gleyma því að sjálfstæðisbarátta Skota er ekki ný af nálinni. Þeir ásamt Írum og Walesbú- um börðust fyrir sjálfstæði sínu á seinni hluta 19. aldar og í upphafi 20. aldar og í raun og veru var það heimsstyrj- öldin fyrri 1914, sem stöðvaði þá þróun. Írar brutust svo til sjálfstæðis nokkrum árum eftir að þeirri styrjöld lauk. Nú eru Skotar að taka upp þráðinn á ný og nánast fyrir- sjáanlegt að fyrr en síðar endar sú barátta með sjálfstæði Skotlands. Það sama er að gerast víðar í Evrópu og ekki bara í Baskalandi og í Katalóníu. Er Belgía eitt ríki? Varla. Og í austurhluta Evrópu er mikil gerjun. Það er ekki svo langt síðan Tékkar og Slóvakar skildu að skiptum eftir átakamikla sjálfstæðisbaráttu Tékkóslóvakíu fyrr á 20. öldinni. Hvar eigum við Íslendingar heima í þessari breytilegu veröld? Hið hefðbundna svar hefur jafnan verið að við séum hluti af Evrópu. Þaðan erum við komin og þar liggja rætur okkar, tungu okkar og menningar. Um það verður ekki deilt. Engu að síður er það veruleiki að lega lands okkar skapar okkur sérstöðu, í sjálfu sér alveg eins og Erm- arsundið skapar íbúum Bretlandseyja sérstöðu. Við búum mitt á mili Evrópu og Norður-Ameríku. Það er líka veru- leiki. Við börðumst lengi fyrir sjálfstæði. Skilnaðurinn við Dani var ekki hnökralaus. Og fyrsta ríkið sem viður- kenndi íslenzka lýðveldið sem sjálfstætt ríki var Banda- ríkin. Ekki Evrópuríki. Reyndar hélt gamalt evrópskt nýlenduveldi áfram að reyna að arðræna auðlindir okkar fram á síðari hluta 20. aldar. Bretar áttu erfitt með að skilja að þeir voru ekki lengur heimsveldi sem gat lifað á auðlindum annarra þjóða. Og það voru heldur ekki Evrópuríki sem komu okkur til hjálpar í þorskastríðunum. Hvað eftir annað voru það Bandaríkin, sem að lokum settu Bretum stólinn fyrir dyrnar. Í heimsstyrjöldinni síðari og í kalda stríðinu í fjóra ára- tugi eftir að henni lauk létu sovézkar flugvélar, sovézkir kafbátar og sovézk herskip finna fyrir sér allt í kringum Ísland. Það voru ekki Evrópuríkin sem tryggðu öryggi okkar þá. Það voru Bandaríkin. Nú hafa nágrannar okkar og frændur á Norður- löndum vaxandi áhyggjur af stórauknum hern- aðarlegum umsvifum Rússa á ný í námunda við þá, bæði í Eystrasalti og út af Norður-Noregi. Í nýrri norskri skýrslu er talið óhjákvæmilegt að Norðmenn bregðist við með því að auka herstyrk sinn og því spáð að ógnandi nærvera Rússa geti náð til Svalbarða, sem liggur ekki langt norður af Íslandi. Ef hernaðarleg nærvera Rússa fer að nálgast Ísland á ný hafa Evrópuríkin ekki afl til þess að tryggja ör- yggi okkar einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki hernaðarlegt bolmagn til þess að tryggja eigið öryggi. En Bandaríkjamenn eru ekki þeirrar skoðunar að það sé sjálfsagt að þeir og þar með bandarískir skatt- greiðendur standi undir vörnum Evrópu. Þeir sem nýlega hafa talað við æðstu ráðamenn í Noregi verða þess varir að þeir hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn líti ekki lengur á það sem sitt hlutverk að tryggja öryggi Evrópu umfram það sem leiðir af þátttöku þeirra í Atlantshafs- bandalaginu. Varnarsamningur okkar við Bandaríkin er hins veg- ar í fullu gildi og það skiptir sköpum. Í ljósi þessara röksemda er ljóst að hið hefðbundna svar að við séum Evrópuríki og hljótum að deila örlög- um með þeim þjóðum er úrelt, þegar horft er til hags- muna íslenzku þjóðarinnar. Við erum vissulega ríki með djúpar rætur í menningu Evrópu og eigum og vilj- um eiga náin samskipti við Evrópuþjóðir. En lega landsins, öryggishagsmunir okkar og fram- tíðarhagsmunir á norðurslóðum gera það að verkum að við eigum líka mikilla hagsmuna að gæta í sam- skiptum við ríki Norður-Ameríku, bæði Bandaríkin og Kanada. Þess vegna er það röng áherzla að telja að sam- skiptin við ríkin á meginlandi Evrópu hljóti að vera kjarninn í utanríkisstefnu okkar. Þvert á móti hlýtur hún að byggjast á eðlilegu jafnvægi í samskiptum okk- ar við þessar tvær heimsálfur og áherzlan á ekki síður að vera að rækta enn nánari samskipti við Bandaríkin og byggja upp öflug samskipti við Kanada. Gleymum því ekki að í Kanada býr stærsti hópur fólks af íslenzku bergi brotinn utan heimalandsins. Í þessu samhengi er mikilvægt að binda enda á vandræðaganginn í samskiptum okkar við Evrópu- sambandið. Það getur ekki verið á valdi ESB að ákveða, hvort aðildarumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu hefur verið dregin til baka eða hvort hún verður „tæknilega opin“ í tvö ár eins og talskona fram- kvæmdastjórnarinnar sagði við blaðið European Voice hinn 13. marz sl. og talsmaður ESB segir nú við Morg- unblaðið að hafi verið rangt eftir haft. Hvar eigum við heima? Lega landsins skapar okkur sérstöðu nú sem fyrr Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Svo virðist sem allt megi segja umÍslendinga erlendis. Kristín Loftsdóttir skrifar í nýútkomnu greinasafni um bankahrunið, Gambling Debt, bls. 6-7: „Um miðja nítjándu öld var Ísland eitt af fátæk- ustu löndum Evrópu. Þótt það væri fjárhagsleg byrði á Danmörku, hafði það barist fyrir sjálfstæði í heila öld. Lokabaráttan hófst um miðja nítjándu öld undir áhrifum íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, sem mótuðust af þjóðernisstefnu í Evr- ópu. Á þessum tíma voru miðalda- bókmenntir Íslendinga (sögurnar) og tungan helstu þættirnir í því að skapa sérstaka íslenska þjóðarvit- und.“ Þetta er allt rangt nema það, að Ísland var fátækt. Sjálfstæðisbar- áttan hafði ekki staðið í heila öld í kringum 1850, heldur hófst hún um þetta leyti, ekki síst með „Hugvekju til Íslendinga“ eftir Jón Sigurðsson 1848. Í öðru lagi var Ísland ekki fjár- hagsleg byrði á Danmörku, þótt vissulega hafi gjöld danska ríkis- sjóðsins vegna Íslands verið talsvert hærri en tekjur af landinu um miðja nítjándu öld. En eins og Jón Sig- urðsson reiknaði út, hafði Danmörk verið fjárhagsleg byrði á Íslandi vegna einokunarverslunarinnar og eignarnáms konungs á jörðum. Í þriðja lagi háðu stúdentar í Kaupmannahöfn ekki sjálfstæðis- baráttuna, þótt þeir styddu hana langflestir, heldur meiri hluti Al- þingis undir forystu Jóns Sigurðs- sonar og aðrir stuðningsmenn hans, þar á meðal Tryggvi Gunnarsson og Þorlákur Ó. Johnson. Í fjórða lagi var sérstök íslensk þjóðarvitund ekki sköpuð á nítjándu öld, heldur hafði hún verið til frá öndverðu. Þegar Haraldur blátönn Danakonungur gerði íslenskt skip upptækt á síðari helmingi tíundu aldar, ortu Íslendingar um hann níð- vísur. Þegar sænsk kona hafði orð á því við Sighvat Þórðarson 1018, að hann væri dökkeygari en gerðist í Svíþjóð, orti hann um hin íslensku augu sín. Íslendingar gerðu þegar árið 1022 sáttmála við Noregskon- ung um rétt sinn í Noregi. Íslend- ingar litu aldrei á sig sem Norðmenn og því síður Dani. Í fimmta lagi hafði Arngrímur lærði þegar á öndverðri sautjándu öld bent á, að Íslendingar gætu verið hreyknir af bókmenntum sínum og tungu. Þetta var því ekkert nýtt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Furðuskrif um sjálfstæðisbaráttuna ÁRMÚLA 38 – SÍMI 588 5010 Opið mánud. - föstud. 11-18 – laugardaga 12-14 iPAL Verð 34.995,- Handa mömmu 24.995,- GJÖFIN HANDA MÖMMU...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.