Morgunblaðið - 09.05.2015, Page 29

Morgunblaðið - 09.05.2015, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Nansý Davíðsdóttir varðiNorðurlandameistara-titil sinn í aldursflokki Cá Norðurlandamóti stúlkna, sem fram fór í Kolding í Danmörku um síðustu helgi. Nansý hafði nokkra yfirburði fram yfir stöllur sínar í flokknum og hlaut 4½ vinning af fimm mögulegum. Meðal keppinauta hennar var Anna Craml- ing Bellon, sem hlaut 3½ vinning í 2. sæti, en hún er dóttir Piu Cramling, skákdrottningar Svía, og spænska stórmeistarans Juans Manuels Bel- lons. Keppt var í þremur aldurs- flokkum í Danmörku og í þeim elsta, sem skipaður var stúlkum fæddum 1994-1997, náði Hrund Hauksdóttir efsta sæti ásamt Jessicu Bengtson frá Svíþjóð, þær hlutu fjóra vinninga af fimm mögulegum en Jessicu Bengtson var dæmdur sigur eftir stigaútreikning. Frammistaða Hrundar er sérstaklega góð ef horft er til þess að áður en mótið hófst var hún númer 11 í stigaröðinni af 12 keppendum. Íslendingar áttu sex keppendur í mótinu og allar bættu stúlkurnar sig miðað við ætlaðan ár- angur. Spennandi Íslandsmót hefst í Hörpu 14. maí Háuloft, skemmtilegur salur efst í Hörpu, verður vettvangur keppni landsliðsflokks á Skákþingi Íslands sem hefst hinn 14. maí. Mótið í ár vekur sérstaka athygli fyrir þær sakir að tveir Íslandsmeistarar frá síðustu öld snúa nú aftur; stórmeist- ararnir Jóhann Hjartarson, sem tefldi á Akureyri 1997 og vann þá sigur, og Jón L. Árnason, sem tefldi síðast á Íslandsþingi í Garðabæ haustið 1991, en hann varð Íslands- meistari 16 ára gamall árið 1977. Endurkoma þeirra á sér þær skýr- ingar að í nóvember nk. teflir Ísland fram „gullaldarliði“ á Evrópumóti landsliða, en Ísland má sem móts- haldari stilla upp tveimur liðum a.m.k. Aðrir keppendur í landsliðs- flokknum verða Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson, Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielsen, Stefán Krist- jánsson, Þröstur Þórhallsson, Bragi Þorfinnsson, Sigurður Daði Sigfús- son og Lenka Ptacnikova. Leikur ársins Hollenska tímaritið New in chess heldur stöðu sinni sem virtasta skáktímarit heims. Í síðasta hefti þess er grein eftir Jan Timman um leik ársins 2015. Slíkur leikur þarf að vera nægilega fjarstæðukendur til að hljóta slíkan sess í skáksögunni og kom fyrir á Evrópumóti ein- staklinga sem fram fór í Jerúsalem í vetur sem leið: EM 2015; 10. umferð: Khismatullin – Eljanov Staðan kom upp eftir 43. leik Úkraínumannsins Eljanovs. Þó að kóngur hans sé á vergangi blæs heldur ekki byrlega í herbúðum hvíts, t.d. 44. He1 Hf6! 45 f4+ Kh4 og svartur vinnur! Hvítur lék: 44. Kg1!! og eftir 44. … Dxd1+ 45 Kh2 Hxc6 46. De7+ Kh6 47. Df8+ Kg5 kom 48. Dxf7! Hf8 (hvað annað?) 49. f4+ Kh6 50. Dxf6 De2 51. Df8+ Kh5 52. Dg7! h6 53. De5+ Kh4 54. Df6+ Kh5 55. f5! gxf5 56. Dxf5+ Kh4 57. Dg6! gafst svartur gafst upp. Það er engin haldgóð vörn gegn hótuninni 58. Dxh6+ Dh5 59. g3 mát. Þessi sigur Rússans fleytti honum í 2.-4. sæti en sigurvegari Evrópumótsins varð landi hns Evgení Najaer. Eftir skák- ina komust menn að því með aðstoð öflugra skákreikna að besti leikur svarts er annar fjarstæðukenndur leikur, 44. … Hd5! til að finna hrókn- um stað á f5. Tvöfaldur sigur á Norðurlanda- móti stúlkna Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Helgi Árnason Norðurlandameistari 14 ára og yngri Nansý Davíðsdóttir Gaman er að gleðjast yfir góðum sumar- dögum, njóta sólargeisl- anna sem verma og hafa þau áhrif að við brosum framan í lífið og tilveruna. En sólar- geislarnir geta líka ver- ið skaðlegir og því er mikilvægt að verja sig og sína og njóta sól- arinnar á skynsamlegan hátt. Krabbameinsfélagið hefur frá því árið 2004 verið í samstarfi við Geislavarnir ríkisins, Embætti land- læknis og húðlækna. Hópurinn hef- ur starfað undir átaksheitinu „Hættan er ljós“ og vann upp- haflega fyrst og fremst að því að upplýsa foreldra og forráðamenn fermingarbarna um að börn ættu ekki að fara í ljós. Stefna hópsins er að stuðla að skynsamlegri hegðun landsmanna í sól og að draga enn frekar úr almennri notkun ljósa- bekkja. Árlega er gerð könnun átakshóps- ins á ljósabekkjanotkun landsmanna og haldið verður áfram að fræða um afleiðingar óhóflegra sólbaða. Nið- urstöður síðustu könnunar staðfesta minnkandi notkun ljósabekkja hér á landi og að fáir undir 18 ára aldri fari í ljósabekki. Um 12% fullorð- inna (eldri en 18 ára) notuðu ljósa- bekki síðustu tólf mánuðina áður en könnunin var gerð, en þessi tala var um 30% árið 2004 þegar átakið hófst. Í könnuninni var ennfremur spurt hvort viðkomandi hefði brunn- ið af völdum sólar eða ljósabekkja á síðastliðnum tólf mánuðum. Með bruna er átt við að roði myndist á húð ásamt því að sviði sé til staðar. Um 72% þeirra sem svöruðu höfðu ekki brunnið sem er nokkuð há tala í samanburði við tölur í erlendum rannsóknum og tengist ef til vill því hve útfjólublá geislun var lítil í sum- ar vegna skýjafars. Samkvæmt taln- ingu Geislavarna ríkisins á fjölda ljósabekkja hefur ljósabekkjum fækkað mjög mikið í Reykjavík. Fyrir níu árum voru þeir 114 en eru nú 66. Árið 1988 voru þeir yfir 200. Krabbameinsfélagið er einnig í norrænu samstarfi um varnir gegn húðkrabbameini. Tíðni sortuæxla hefur farið vaxandi á Norðurlönd- unum á síðustu 30 árum. Á Íslandi er tíðnin þó aðeins farin að lækka eftir að hafa verið hér einna hæst. Einn helsti áhættuþáttur sortuæxla er sólbruni og ljósabekkjanotkun. Ekki er ólíklegt að minnkandi notk- un ljósabekkja eigi þátt í lækkandi tíðni. Ísland var fyrst Norður- landanna til að setja lög um 18 ára aldurstakmark varðandi ljósabekki en nú hafa Finnland og Noregur bæst í hópinn. Danir og Sví- ar eru að vinna að því sama. Norræna sam- starfið felst í því að fá ferðaþjónustuna, ferðaskrifstofur, flug- félög og fleiri í sam- vinnu um að bæta upplýsingar um ör- yggi í sólinni og hvernig skynsamlegt er að njóta sólarinnar á sem öruggastan hátt. Einnig hefur hópurinn með sér samstarf um fleira sem viðkemur sólarvörnum. Sérstaklega þarf að hafa í huga varnir fyrir börn þegar þau eru úti í sólinni. Húð barna er þynnri en full- orðinna og er því viðkvæmari fyrir skaðlegum áhrifum sólargeislunar. Beint samband er á milli þess að brenna endurtekið í sólinni sem barn og þess að greinast seinna í líf- inu með sortuæxli. Fatnaður, sól- hattur, sólgleraugu, ríflegt af sól- arvörn og skuggi eru mikilvæg atriði að hafa í huga þegar börn eru úti í sól. Einnig að forðast að vera úti þegar sólin er hæst á lofti nema þá í skugga. Börn yngri en eins árs ættu ekki að vera í sól, þau þarf að verja með passandi klæðnaði og skugga. Oft er bent á mikilvægi sólarinnar til að fá D-vítamín úr sólarljósinu. Talið er nægja fyrir barn að vera úti í sól þrisvar í viku í 15 mínútur í hvert skipti með bert andlit og hendur til að það fái nægjanlegt D-vítamín. Að sjálfsögðu þarf síðan að tryggja D-vítamíninntöku allt ár- ið með því að borða D-vítamínríka fæðu. Vertu fyrirmynd og kenndu börn- um að bera virðingu fyrir sólinni. Maí er alþjóðlegur árvekni- mánuður gegn sortuæxlum Eftir Guðlaugu Birnu Guðjónsdóttur »Húð barna er þynnri en fullorðinna og er því viðkvæmari fyrir skaðlegum áhrifum sól- argeislunar. Guðlaug Birna Guðjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali www.gljufurfasteign.is TIL SÖLU er jörðin Gautavík 159107, Djúpavogshreppi, S.-Múlasýslu. Stærð jarðarinnar er talin vera um 850 hektarar, þar af ræktuð tún um 30 ha. Á jörðinni er gott íbúðarhús á einni hæð að stærð 116,5 fermetrar. Góð gripahús með góðri vinnuaðstöðu, þurrheyshlaða og mjög gott verkstæði, en þar hefur m.a. verið rekin dekkjaþjónusta. Umhverfi jarðarinnar er fagurt. Silungsveiði með ströndinni, sem og koli og rauðmagi, auk annarrar veiði á firðinum. Aðstaða fyrir æðarvarp. Skotveiði á sjó og landi. Möguleiki á raforkuframleiðslu í Ytri-Gautavíkurá. Um 36 km að Djúpavogi, um 34 km að Breiðdalsvík og um 75 km að Egilsstöðum um Öxi. Gautavíkur er getið í Njálu og Víglundarsögu. Í svonefndri Búðavík er að finna lítt rannsakaðar verslunarminjar frá tímum Hansakaupmanna, en í Búðavík er góð lendingaraðstaða við sjóinn. Sú aðstaða skapar ýmsa möguleika til sjávarnytja. Um er að ræða athyglisverða jörð í fögru umhverfi. Óskað er tilboða. Skipti á góðri húseign á höfuðborgarsvæðinu kemur til greina.. Jörðin Gautavík í Berufirði til sölu Nánari upplýsingar eru eingöngu veittar hjá fasteignasala með tölvupósti jonholm@gljufur.is. Einkasala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.