Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Alþjóðasamtök fóta- aðgerðafræðinga, FIP, lýsa yfir að maímán- uður ár hvert sé helg- aður fótavernd og fóta- heilbrigði. Það er gert í þeim tilgangi að vekja athygli á því þýðingarmikla hlut- verki sem heilbrigðir fætur gegna í lífs- gæðum mannsins og þeirri brýnu þörf að allir geti átt að- gang að meðferð til að bæta mein fóta sinna og með því komið í veg fyrir skerðingu lífsgæða. Að þessu sinni er gaumur gefinn að fótaheilbrigði unglinga. Lengi býr að fyrstu gerð og verum minnug þess að barnafætur verða fullorðins- fætur. Það er mikið undir því komið hvernig hlúð er að fótunum frá upp- hafi hversu vel og klakklaust þeir komast í gegnum lífið. Sum fóta- mein eru meðfædd en mörg hver eru áunnin. Má ýmsu um kenna, svo sem slæmum fótabúnaði, þröngum sokkum og skóm, miklu álagi eða að ekki er gefinn gaumur að góðri fót- hirðu. Foreldrar leggja sig fram við að velja góðan fótabúnað fyrir börn- in þegar þau eru lítil en þegar fram í sækir, börnin eldast og mynda sjálf- stæðar skoðanir á því hveju þau vilja klæðast er oft gefið eftir í gæð- um og tískustraumar verða ráðandi. Það sakar ekki að vera stöku sinnum í támjó- um skóm með háum hælum eða tauskóm sem gefa lítinn stuðn- ing ef það er ekki lang- tímum saman en oftar verið í fótvænum skóm með gott tárými, góðan stuðning og dempun. Það er líka gott að skipta oft um skó og vera ekki í sömu skón- um allan daginn. Algengustu fótamein unglinga, sem fótaaðgerðafræðingar annast, eru inngrónar neglur, vörtur, svepp- ir og sigg. Inngrónar neglur eru oft afleiðing þess að ekki hefur verið rétt staðið að því að klippa þær. Auk þess sjáum við fótaaðgerðafræð- ingar þetta vandamál hjá unglingum sem stunda íþróttir þar sem mikið álag er á fætur eins og t.d. í fótbolta, handbolta, dansi og hlaupum. Mik- ilvægt er að hlúð sé vel að fótum eft- ir íþróttaiðkun og ekki verið í íþróttaskónum lengur en nauðsyn krefur. Ef eymsli myndast við nögl og grunur leikur á að hún sé e.t.v. að vaxa inn í holdið er ráðlegt að leita þegar í stað til fótaaðgerða- fræðings en reyna ekki að fást við vandann sjálf. Fótaaðgerðafræð- ingar hafa séð of mörg þjáningarfull vandamál af þessu tagi sem hefði mátt koma í veg fyrir ef nógu snemma hefði verið brugðist rétt við. Ég vil hvetja unglinga til þess að skoða fætur eldra fólks og gera sér grein fyrir hvernig þeir geti annast sína fætur með tilliti til þess að þeir aflagist ekki og haldist heil- brigðir. Margt eldra fólk hefur góða fætur og má taka til fyrirmyndar hvernig það hefur annast þá. Aðrir hafa ýmis fótamein sem geta verið ættgeng og er lítið við því að gera. Þau geta líka verið afleiðing slæms fótabúnaðar í uppvextirnum sem hægt er að læra af. Fótaaðgerðafræðingar gefa ráð og leiðbeina um rétta umhirðu fóta. Fæturnir eru undirstaða líkam- ans. Heilbrigðir fætur eru undir- staða líkamlegrar vellíðunar. Öll viljum við hafa heilbrigða fætur til æviloka. Gefum gaum að fótunum og höfum þá í fyrirrúmi. Maí – alþjóðlegur fótverndarmán- uður – tápmiklar tær táninga! Eftir Margréti Jónsdóttur » Það er mikið undir því komið hvernig hlúð er að fótunum frá upphafi hversu vel og klakklaust þeir komast í gegnum lífið. Margrét Jónsdóttir Höfundur er fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera alvarlega lasin í tæp 20 ár. Ég hef notið hefðbundinnar með- ferðar, verið svipt sjálfræði mörgum sinnum, fengið lyf, sum hafa virkað, önn- ur ekki og ég hef mis- notað þau. Vegna veikinda sem sam- anstóðu af rang- hugmyndum og sturl- un einangraðist ég. Ein birtingarmynd minna veikinda var að ég var hlaupandi og keyrandi út um alla Reykjavík vegna þess að raddirnar í höfðinu á mér sögðu mér að gera það. Ég átti erfitt með að halda uppi samræðum við fólk. Fjölskylda mín heimsótti mig reglulega til að spjalla um daginn og veginn. Ég vildi helst að þau færu bara sem fyrst. Ég hafði ekkert að tala um, átti erfitt með að vera innan um fólk, gat ekki lesið eða horft á sjón- varp og átti ekki tölvu. Ég var fangi einangrunar og eigin hugsana og vissi ekki hvernig ég átti að losna úr viðjum þeirra. Fjölskyldan reyndi eftir fremsta megni að fara með mig út, t.d. á kaffihús eða að bjóða mér heim. Ég entist mjög stutt í þessum boðum. Stundum þegar við fórum í Kringluna hélt ég út í 3-4 mínútur en þá var ég komin með kvíðakast og var keyrð heim. Dagarnir voru lengi að líða. Ég gat ekki gert neitt. Í hvert sinn sem ég opnaði augun á morgnana hellt- ist yfir mig kvíði vegna komandi dags. Á kvöldin beið ég eftir að svefninn miskunnaði sig yfir mig. En þá varð ég fyrir miklum von- brigðum því það endaði alltaf með því að ég varð andvaka. Það er sagt að svefnleysi drepi mann ekki, en það getur svo sannarlega gert mann sturlaðan. Ég hefði aldrei trúað því hversu mikil líkn svefn er nema af því að ég hef reynt það sjálf. Í desember 2009 fór frænka mín með mig í Hlutverkasetur. Ég var óviljug að fara, en ég var komin á þann stað að ég varð að gera eitthvað þó að ég kviði fyrir því og væri full vanmáttar. Tekið var vel á móti okkur í Hlutverkasetri og staðurinn kynntur. Ég skimaði yfir stað- inn og rak augun í gamalt grænt sófasett sem mér fannst mjög vinalegt. Full dagskrá var í boði fimm daga vikunnar og alls kyns námskeið í boði. Strax morguninn eftir fór ég niður í Hlutverkasetur. Það var ekkert annað í stöðunni. Ég varð að prófa eitthvað þó að það félli mér ekki í geð. Ég talaði mjög takmarkað við fólkið og leið illa, en ég var þó í það minnsta innan um fólk. Ranghugmyndirnar voru mikl- ar. Ég hélt mig við tölvuna og hlust- aði aðallega á tónlist. Ég sveiflaðist á milli þess að halda að ég hefði samið hana yfir í það að vita vel að svo var ekki. Ég upplifði mikla skömm og gjó- aði augunum á fólkið til að fylgjast með hvort það sæi hvað ég væri vit- laus. Tíminn leið og ég fór að fara á hverjum degi niður í Hlutverka- setur. Ég hlakkaði svo til þegar mánudagarnir komu því þá gat ég farið aftur niður eftir. Ég hef fengið að gera hlutina á mínum hraða. Það þýðir samt ekki að það séu ekki neinar reglur, þær eru en mjög fáar. Þarna er fólki hjálpað á þess eigin forsendum. Það eru mörg flott námskeið í boði, en þau hentuðu mér ekki og tekið var tillit til þess. Núna rúmum fimm árum seinna hef ég náð miklum bata. Batinn hef- ur komið í stökkum og stundum hefur hann gengið til baka að hluta. Ég þarf minna á staðnum að halda núna. Ég hef þrisvar sinnum, á þessu tímabili, reynt mig á vinnu- markaði. Á fyrsta vinnustaðnum fór ég í fulla vinnu sem ég stóð engan veginn undir, á öðrum vinnustaðn- um voru það fordómar vinnuum- hverfisins. Ég skynjaði að ég pass- aði ekki útlitslega séð, var ekki í réttri stærð eða fötum. Vinnuveit- andinn þar vildi styðja mig en fann að ég hafði ekki kraft í að berjast fyrir tilverurétti mínum. Á þriðja vinnustaðnum, en þar fólst starfið í því að styðja einstaklinga til sam- félagsþátttöku, uppgötvaði ég að ég þurfti að vinna meira í sjálfri mér. Í dag stýri ég sjálfshjálparhópi einu sinni í viku í Hlutverkasetri. Ég nýti mér þann stuðning sem sam- félagsteymi geðteymis LSH býður mér. Á ákveðnum tímapunkti var ég tilbúin að nýta mér námskeið þar sem aðferðir leiklistar eru nýtt- ar til að skilja betur eigin stöðu. Í framtíðinni sé ég mig stunda hluta- starf á almennum vinnumarkaði. Ég hef verið hvött til að taka eig- in ákvarðanir og vera við stjórn í eigin lífi. Það hefur tekist býsna vel. Ég er smátt og smátt að trúa því að ég eigi sama rétt og aðrir. Ég skammast mín ekki fyrir að vera geðveik og minna og minna fyrir að vera öryrki. Ég hef skoðanir á sam- félagsmálum og þori að taka virkan þátt. Ég mótmæli og samþykki með mismunandi afleiðingum. Erfiðast er að standa með sjálfri mér. Hlutverkasetur hefur ekki aðeins hjálpað mér í gegnum erfitt tímabil, það hefur einnig hjálpað fjölskyldu minni sem var undirlögð af veik- indum mínum. Fjölskyldan mín hef- ur fundið ákveðinn frið og ró við að vita að ég er ekki ein. Þau hafa svo sannarlega séð hvað Hlutverka- setur hefur gert fyrir mig. Um leið og ég óska Hlutverka- setri til hamingju með 10 ára af- mælið hinn 13. maí vil ég endilega hvetja fólk sem er einangrað að rjúfa hana og kíkja í heimsókn og athuga hvort þetta sé staður fyrir það. Hlutverkasetur er fyrir alla sem vilja halda sér virkum og vera innan um fólk til að auka lífsgæði sín eða að nota staðinn í millibils- ástandi einhverra hluta vegna. Hlutverkasetur 10 ára Eftir Ágústu Körlu Ísleifsdóttur Ágústa Karla Ísleifsdóttir »Ég var fangi ein- angrunar og eigin hugsana og vissi ekki hvernig ég átti að losna úr viðjum þeirra. Höfundur er öryrki. Í aðdraganda þess að Júlíus Sesar var ráðinn af dögum þá mælti hann hin fleygu orð og sín síðustu: ,,Og þú líka, Brútus, sonur minn?“ Sagan endurtekur sig, en þó aldr- ei eins. Nú reyna Hafnfirðingar á sér samræmda aðför, fyrst síðustu ríkisstjórnar og ekki síður hinnar núverandi. Sú hin fyrri útrýmdi hinum 85 ára St. Jósefsspítala við engan stuðning allra alþingis- manna. Sú núverandi lagði niður Fiskistofu, sem starfaði í Hafn- arfirði, síðan lagði fyrrverandi Hafnfirðingur niður embætti sýslumanns í Hafnarfirði. En allt er þá þrennt er, því nú hefur menntamálaráðherra lagt niður Iðnskóla Hafnarfjarðar. Líkt og hjá Sesari þá var það ágreiningur um trúarbrögð sem felldi hann. Hið sama er hjá Illuga ráðherra, sem í skjóli trúar sinnar á einka- væðingu útrýmir þessari grónu stofnun Hafnfirðinga. Þessi sami ráðherra er þó fóstursonur Hafn- arfjarðar og þar upp alinn. Því spyrja Hafnfirðingar í sömu undr- un og Sesar forðum: Og þú líka, bróðir Illugi? Ámundi H. Ólafsson, fyrrverandi flug- stjóri á eftirlaunum. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Og þú líka, Illugi? Hafnarfjörður Frá höfninni. Mannúðarhreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur ætíð lagt mikla áherslu á að sam- félög um heim allan byggi á gildum og hugsjónum sem end- urspegla virðingu og mikilvægi jákvæðra og uppbyggjandi samskipta. Á alþjóð- legum degi Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir 50 árum voru settar fram sjö grundvallar- hugsjónir sem eru bæði lýsandi og leiðbeinandi fyrir þá mannúðar- starfsemi sem hreyfingin er þekkt fyrir um allan heim. Síðan þá hafa hugsjónirnar verið rauður þráður í öllu starfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Ber sér- hverjum starfsmanni og sjálf- boðaliða hreyfingarinnar um heim allan að starfa samkvæmt grund- vallarhugsjónunum. Mannúðin er kjarnahugsjón Al- þjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Hreyfingin veitir þeim sem særst hafa á orr- ustuvelli hjálp án manngreinar- álits og reynir með alþjóðlegu starfi og starfi landsfélaga að koma í veg fyrir og létta þján- ingar fólks hvar sem það er statt. Hreyfingin er óhlutdræg og gerir engan mun á milli manna eftir þjóðerni þeirra, uppruna, trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórnmálaskoðunum. Hún reynir að draga úr þjáningum ein- staklinga og tekur þá eingöngu til- lit til þarfa hvers og eins en veitir forgang þeim sem verst eru staddir. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru hlutlausir svo hreyf- ingin megi áfram njóta almenns trausts. Gæta hlutleysis í ófriði og taka aldrei þátt í deil- um vegna stjórnmála, uppruna, trúarbragða eða hugmyndafræði. Hreyfingin er sjálf- stæð. Þótt landsfélög veiti aðstoð í mann- úðarstarfi stjórnvalda og lúti lög- um lands síns, verða þau ætíð að varðveita sjálfstæði sitt svo þau geti starfað í samræmi við grundvallarhugsjónir hreyfing- arinnar. Hreyfingin er borin uppi af sjálfboðnu hjálparstarfi og læt- ur aldrei stjórnast af hagnaðar- von. Í hverju landi má aðeins vera eitt landsfélag Rauða krossins eða Rauða hálfmánans. Um félagið skal ríkja eining, það skal vera öll- um opið og vinna mannúðarstarf um landið allt. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn ná um heim all- an og eru alheimshreyfing. Öll landsfélög hafa jafnan rétt og ábyrgð og sömu skyldur til gagn- kvæmrar hjálpar. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn: Grundvallarhug- sjónir í 50 ár Eftir Hermann Ottósson Hermann Ottósson »Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru hlutlausir svo hreyf- ingin megi áfram njóta almenns trausts. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.