Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Ætti ég hörpu hljómaþýða, hreina, mjúka gígjustrengi, til þín mundu lög mín líða, leita þín er einn ég gengi. Viltu, þegar vorið blíða vefur rósir kvölddögginni, koma til mín, kvæði hlýða, kveðja mig í hinsta sinni. Lífið allt má léttar falla, ljósið vaka í hugsun minni, ef ég má þig aðeins kalla yndið mitt í fjarlægðinni. Innsta þrá í óskahöllum á svo margt í skauti sínu. Ég vildi geta vafið öllum vorylnum að hjarta þínu. (Friðrik Hansen.) Ingimar Loftsson. Í dag kveð ég konu sem var mér afskaplega kær, amma mín á Iðu. Amma var ekki bara amma mín, hún var heimurinn minn, sólin mín, tunglið mitt og stjörnurnar. Ég átti því láni að fagna að alast að miklu leyti upp hjá henni og afa heima á Iðu. Hjá ömmu lærði ég að meta hesta- mennskuna, og hvað hún getur gefið manni mikið. Saman riðum við um allar þorpagrundir og höfðum mikið gaman af. Úr þessum ferðum okkar, hvort sem um var að ræða bara smá reiðtúr heima við, eða lengri hestaferðir, á ég margar og góð- ar minningar. Oft ræddum við amma saman um þessar ferðir og hlógum dátt þegar við rifjuð- um þær upp. Mest var hlegið þegar rifjað var upp er við amma vorum að ríða Hrosshagavíkina eitt skipt- ið, vorum að ríða á móti Ernu og Guðjóni á Tjörn, og Eygló í Ása- koti. Merin hennar ömmu datt með hana, og amma fram af. Sú rauða hljóp frá henni í áttina heim og ég hleypti á eftir. Það var víst skrýtinn svipurinn á fólkinu þegar það reið fram á ömmu eina labbandi í Víkinni, engin hross, og engin Magga! Eins var mikið helgið þegar rifjað var upp er við vorum að koma ríðandi heim úr Kjalferð- inni um árið og merin hennar mömmu tók „rúllubaggahlaup- ið“ niður allt túnið í Höfða! Amma var hagyrðingur mikill og á ég eftir hana dágott safn af vísum. Einnig kenndi hún mér margar vísur, flestar um hesta. Mig langar að enda þessa kveðju mína til elsku ömmu minnar á tveimur uppáhaldsvís- unum mínum eftir hana. Önnur er einskonar vísubálkur um hryssu sem mér fæddist og var mér afskaplega kær: Gola með fæturna fimu og nettu, frjálslegar rennur hún fær varla slettu, af keldunnar kolgráa loga. Um grundina grænu hún geysist sem örin, gráu í móunum sjást illa förin, af lappanna léttfæra leik. Magga í hnakknum með sælubros situr, segir hún Gola er falleg og vitur, en dálítið óráðin enn. Hin er um hest sem amma átti og Bleikur hét, og var í miklu uppáhaldi hjá henni: Ánægð ég bakið á Bleik mínum bursta, bendla og ryk úr taglinu dusta. Skipti í miðju faxinu fína, af feitinni mjúku læt hófana skína. Elsku amma mín, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna, og ert alveg örugglega bú- in að leggja á hann Bleik þinn! Var mér svo mikils virði að fá að sitja hjá þér um daginn og kveðja þig. Takk fyrir allt, elsku amma mín, söknuðurinn er erf- iður og sár en ég mun alltaf eiga allar fallegu og góðu minning- arnar um þig. Hvíldu í friði, elsku amma mín, við hittumst síðar. Þín Margrét. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Elsku amma, þá hefurðu kvatt okkur hinstu kveðju þinni. Að leiðarlokum er margs að minnast og í gegnum hugann streyma minningar um margar góðar stundir hjá ykkur afa á Iðu. Ófár stundir dvöldum við hjá ykkur þegar við vorum litlir drengir og oft þá á haustin meðan foreldrar okkar stunduðu vinnu hjá SS í Laugarási. En amma vann þá í mötuneyti SS í gamla „krossin- um“, húsnæði sem Rauði krossinn átti í Laugarási, og oft á tíðum glatt á hjalla hjá okkur að hlaupa þar um gangana og ærslast við leik. Einnig oft heima á Iðu þar sem við nutum þess að dvelja hjá ömmu og afa og njóta leiðsagnar þeirra á uppvaxtarárunum. Amma var ekki sú manngerð sem fór um með hávaða og látum, hún var hæglát manneskja, sinnti þeim verkum sem sinna þurfti og gerði það af vandvirkni og kost- gæfni. Þegar daglegum verkum var lokið við búskap og annað sem sinna þurfti voru það tvö áhuga- mál sem tóku við og henni þótti afskaplega vænt um, en það var garðurinn hennar og hestarnir. Hún var mikil hestakona og naut þess að ríða út og umgangast hestana sína. Útreiðar stundaði hún alla tíð meðan heilsan leyfði, fór í stutta útreiðartúra og hesta- ferðir á sumrin. Garðurinn henn- ar ömmu var síðan alveg einstak- ur, þar ræktaði hún fjölskrúðugan gróður og ekki síst voru rósirnar sem hún ræktaði fallegar. Allt var þetta gert af mikilli alúð og hlýju. Á unga aldri erum við ekki allt- af móttækileg eða tilbúin að taka á móti öllum þeim fróðleik sem okkur eldra fólk er tilbúið að miðla til okkar. Finnst það tíma- eyðsla að vera að hlusta á sögur um menn og málefni og gamla tíma. En þegar við eldumst förum við að skilja þetta betur og gefum okkur tíma til að setjast niður og taka á móti þessum fróðleik. Það var því ómetanlegt að ná þessum tíma að geta sest niður í kaffi hjá ömmu, þegar maður hafði þroska til, og taka á móti öllum þeim fróð- leik sem hún hafði fram að færa. Undir það síðasta hrakaði heilsu ömmu verulega uns hún kvaddi okkur. Við trúum því að nú hafi hún hitt afa, hinum megin við móðuna miklu, og þar muni þau eiga saman góða vist. Að lokum kveðjum við þig, elsku amma, takk fyrir allt sem þú gafst okkur og gerði okkur að betri einstak- lingum. Helgi (Helgi minn), Ingólfur og fjölskyldur. Minningarnar sem koma fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um elsku ömmu mína eru þær fjöl- mörgu samverustundir sem við áttum við eldhúsborðið í húsinu þeirra afa og ömmu niðurfrá í gegnum tíðina. Það voru forrétt- indi að alast upp með þau í næsta húsi, þar sem ávallt var hægt að skottast til þeirra. Áður fyrr var það aðallega til að fá eitthvað gott í gogginn, nýbakaða flatköku eða kandís, hvenær sem var dagsins. Þá var einnig í uppáhaldi að kíkja í kvöldkaffi, þar sem við amma tókum nokkra ólsenólsen og rússa með fína hestaspilastokknum hennar. Í seinni tíð, eftir að ég flutti frá Iðu, naut ég samveru- stunda okkar enn betur og þótti ómögulegt að renna í hlaðið án þess að líta aðeins inn til ömmu. Þá áttum við alltaf gott spjall sem gat farið um víðan völl. Amma átti hafsjó af sögum og vísum sem gaman var að hlusta á. Ég hef allt- af haft mikinn áhuga á þjóðlífi Ís- lands hér áður fyrr, og var því fjársjóður að heyra sögur af upp- vexti ömmu í Skagafirði við upp- haf 20. aldar. Í kjölfar þeirra sagði hún oft að hún hefði lifað tímana tvenna og voru það orð að sönnu. Amma var mikill dýravinur og hef ég reynt að fylgja hennar for- dæmi. Hún kenndi mér að um- gangast hesta og voru Gjöf, Trölli og Hrímnir miklir vinir mínir, sem ég gat eytt löngum stundum í að kemba og moka undan. Með ömmu steig ég fyrst á bak og allt- af var jafngaman þegar við fórum saman í reiðtúra. Það voru ófáir sprettirnir sem við tókum, hvort sem það var í stuttum ferðum á kvöldin eða í skemmtilegu hesta- ferðunum þar sem allir, bæði hestar og menn, fengu hafragraut í morgunmat. Slíkar minningar, og ótalmarg- ar fleiri, eru ómetanlegar á tímum sem þessum. Elsku amma, ég sakna þín sárt og þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum og þær dýrmætu minningar sem ég fæ nú að geyma. Dýrfinna Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast elsku- legrar vinkonu minnar er lést að morgni 30. apríl sl. Þegar Elínborg tengdadóttir hennar hringdi í mig til að segja mér andlát hennar þá kom það mér ekki á óvart, því er ég vakn- aði um morguninn var hún í huga mér. Vinátta okkar Möggu var ekki ný. Það eru yfir fimmtíu ár síðan við kynntumst fyrst. Þannig var að ég stelpan, nýkomin í sveit- ina, var kosin í stjórn Kven- félagsins með þeim sómakonum, henni og Önnu Magnúsdóttur í Skálholti. Var ég ákaflega kvíðin að eiga að starfa með þessum hefðarkonum og hafði ég aldrei starfað í kvenfélagi áður, en þær tóku mér afskaplega vel. Stjórn- arfundir voru alltaf haldnir heima á heimilum okkar. Er ég átti að halda fund heima hjá mér var mikill viðbúnaður, ég bakaði fyrir minnst tíu manns, gerði hreint eldhúsið og ganginn, baðaði stelpurnar mín- ar og klæddi þær í fín föt. Ég get brosað að þessu núna en það er gaman að minnast þessa. Mér er minnisstætt er ég kom fyrst að Iðu. Þar var lítill dökk- hærður drengur á hlaðinu með Tátu sína og hafði sett hana fyrir litla kerru. Það var Loftur, ekki vildi hann tala við mig, en ég mátti klappa Tátu. Svo liðu árin og héldum við alltaf vinskap okkar. Höfðum sama áhugamál, garðyrkjuna. Við gátum enda- laust talað um blóm og fóru oft á milli okkar plöntur. Er ég heimsótti Möggu síðast á heimili hennar sagði hún við mig: „Halla, mér finnst svo leið- inlegt að ég man ekkert orðið.“ Ég sagði þá: „Það gerir ekkert til, við sitjum bara hérna sam- an.“ Þetta var í síðasta sinn sem ég sá hana í þessu lífi. Ég vil einnig minnast hans Ingólfs, okkar góða vinar. Ef eitthvað þurfti að laga hér á heimilinu var alltaf sagt: „Ég tala við hann Ingólf.“ Já hann á mörg handtökin hér sem hann vann af mikilli prýði. Það er engin sorg þegar manneskja á tíræðisaldri fær hvíldina eftir gifturíkt starf, en það er söknuður yfir því sem einu sinni var og kemur ekki aft- ur og svo finnum við, að við eld- umst líka. Með innilegu þakklæti fyrir góða vini. Halla Bjarnadóttir, Vatnsleysu. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR HANSÍNA HANNESDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði mánudaginn 4. maí. Hún verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju mánudaginn 11. maí kl. 14.30. . Vilhjálmur Roe, Kolbrún Roe, Jóninna M. Pétursdóttir, Reynir Guðmundsson, Guðmundur Pétursson, Eygló Valgeirsdóttir, Guðrún M. Pétursdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, KRISTÍN SVEINSDÓTTIR, Grundargerði 12, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 28. apríl, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. maí kl. 13. . Gísli Pétur Gunnarsson, Anna Guðbjörg Guðjónsdóttir, Lára Lilja Gunnarsdóttir, Bjarni Axelsson, Ævar Sveinsson, Hildur Guðbrandsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg föðursystir okkar, HALLDÓRA INGIBJÖRNSDÓTTIR kennari frá Flankastöðum, er látin. Útför hennar fer fram frá Útskálakirkju mánudaginn 11. maí kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Ingvar Björn Ólafsson, Jón Árni Ólafsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR BENT SIGURÐSSON vinnuvélastjóri frá Ísafirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 3. maí. Jarðarför verður frá Seljakirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 13. . Sæunn Marta Sigurgeirsdóttir, Berglind Þórisdóttir Agtarap, Sonja Bent Þórisdóttir, Árni Þ. Gústafsson, Þórir Bian Agtarap, Lourdes Agtarap. Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR, andaðist á Ísafold, hjúkrunarheimili, þriðjudaginn 5. maí. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 20. maí kl. 13. . Friðrik Ingvar Friðriksson, Þuríður Sigurðardóttir, Guðjón Erling Friðriksson, Fanney Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS JÓHANNSSON, Kirkjuvegi 31, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 5. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 13.30. . Sigríður Sveinsdóttir, Elín Arndís Lárusdóttir, Guðmundur Jósefsson, Jónína Lárusdóttir, Sigurður Traustason, Sveinn E. Lárusson, Guðbjörg Eiríksdóttir, Jóhanna Lárusdóttir, Ásmundur Lárusson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, BJÖRN GUNNAR ÞORLEIFSSON, lést á heimili sínu í Sviss þriðjudaginn 14. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. maí kl. 13. . Arnar Breki Helgason, Camilla Guðbjörg Thim, Evamarie Else Bauer, Þorleifur Júlíus Matthíasson, Nang Matthiasson, Matthías Þorleifsson, Andri Þorleifsson, Anna Lilja Marshall, Hrönn Fanndal, Magnús Jónasson, Tomas Matthias og systkinabörn. Hjartkær bróðir okkar, ÓSKAR ANTONÍUSSON frá Berunesi, Hrafnistu, hjúkrunaheimili DAS, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 5. maí. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 13. maí kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á MS-félag Íslands. . Hanna Sigríður Antoníusdóttir, Stefanía Ólöf Antoníusdóttir, Anna Antoníusdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.