Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015
✝ Sveinn fæddistá Hofsósi 26.
september 1952.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 1. maí
2015.
Sveinn átti tvo al-
bræður, Rafn
Sveinsson, f. 1955,
og Jóhann Konráð
Sveinsson, f. 1961,
einnig átti hann tvo
hálfbræður sammæðra, Ragnar
Kristin Hjaltason, f. 1939, og
Skjöld Skagfjörð Gunnarsson, f.
1946.
Sveinn kvæntist Ólöfu Ástu
Jónsdóttur 1973 og áttu þau
saman tvö börn, þau skildu árið
1989. 1. Sigurbergur Sveinn, f.
1973, hann er kvæntur Sig-
urbjörgu Björgvinsdóttur og
sínum á sumrin og fór með hon-
um á vertíðir á vetrum, hann
helgaði sig fljótt sjónum, starf-
aði hjá útgerðarfélaginu Nöf á
Hofsósi á trollskipum þess
fyrstu árin, síðan Útgerð-
arfélagi Skagfirðinga á tog-
urum þess, mestan hluta ævinn-
ar, einnig var hann á Nökkva
frá Blönduósi og Sigurborg frá
Siglufirði, hann var oftast neta-
maður, vaktformaður eða báts-
maður allan sinn sjómannsferil,
þekking á netavinnu var honum
nærtæk, faðir hans og föð-
urbróðir báðir menntaðir neta-
gerðarmenn. Sveinn var hraust-
ur og traustur maður, hann
fórnaði sínum kröftum sjó-
mannsstarfinu og kom alfarið í
land fyrir nokkrum árum, þá
orðinn heilsulaus og sjóninni
farin að hraka sökum sykursýki
er hrjáði hann síðustu árin.
Útför Sveins fer fram frá
Hofsóskirkju í dag, 9. maí 2015,
kl. 14.
eiga þau þjú börn,
Rakel Ástu, f. 1993,
Björgvin Daða, f.
1999 og Keren Sif,
f. 2006, þau búa á
Siglufirði. 2. Hulda
Björk, f. 1977, er í
sambúð með
Smára Jónssyni og
eiga þau saman tví-
burana Þröst og
Arndísi, f. 2013,
hún á einnig frá
fyrra sambandi Írenu Björk, f.
1999.
Sveinn hóf sambúð með
Helgu Benediktsdóttur árið
1989 en þau slitu samvistum
1994.
Sveinn, sem gjarnan var kall-
aður Lilli, ólst upp á Hofsósi og
vann þar þau störf er til féllu,
hann stundaði sjóinn með föður
Sveinn Sveinsson bróðir okk-
ar frá Hofsósi lést að morgni 1.
maí. Sveinn var oftst nefndur
Lilli, Lilli Klöru eða Lilli
Sveins, af þeim er til hans
þekktu, hann var fæddur í
skúrnum í fjörunni og ólst þar
upp til níu ára aldurs, eða þar
til fjölskyldan flutti upp á bakk-
ann, Lilli byrjaði snemma að
fara með föður sínum á sjóinn,
og skrifaði Björn frændi hans
frá Bæ grein í Morgunblaðið
með mynd af þeim stutta, þar
sem hans var getið sem yngsta
sjómannsins. Þegar hann stálp-
aðist og fékk ekki að fara með í
róður var það ekki óalgengt að
hann stykki fram af bryggju-
endanum þegar bátur föður
hans var að koma inn í höfnina
og varð faðirinn að gæta þess
að fara nógu nálægt til þess að
geta gripið hann. Miklar snjó-
hengjur voru gjarnan af
brekkubrúninni og var það leik-
ur hans að hleypa þeim niður,
lenti hann undir einni þeirra og
var nærri kafnaður þegar for-
eldrum hans fyrir algera tilvilj-
un tókst að finna hann og grafa
hann upp.
Fjaran og bryggjan var hans
leikvangur og varð hans líf allt
mótað af því umhverfi, hann
varð snemma uppátækjasamur
og ekki óalgengt að þegar faðir
hans kom í beitningarskúrinn
þá var þar fyrir mikið magn af
rytu sem hann hafði safnað
þann daginn. Varla voru gerð
prakkarastrik í Hofsósi á þess-
um tíma nema Lilli kæmi þar
eitthvað við sögu og voru uppá-
tækin margvísleg, þótti foreldr-
um hans nóg um og voru dæmi
um að hann væri lokaður inni á
kvöldin, en samt var hann
kenndur við það sem miður fór í
þorpinu það kvöldið, þannig var
talið sjálfsagt að Lilli ætti alltaf
sök á málum.
Lilli var hraustur ungur mað-
ur, mótaður af uppeldinu og
vinnusemi frá unga aldri, hann
þótti liðtækur í fótbolta og var á
þeim tíma nefndur Lilli bomm
þar sem hann sá um hreinsun í
vörninni á sjóstígvélunum enda
sérstakir skór ekki í boði. Þegar
átti að mæta í fermingu fannst
hann úti á rifi, að vitja um net
með Einari Halls frænda sínum.
Lilli stundaði sjóinn með föð-
ur sínum og fór síðar með hon-
um á vertíðir í síldarsöltun í
Neskaupstað, til Keflavíkur þar
sem aðallega var unnið í netum
fyrir Keflavík hf., einnig á
Hofsósi í netum fyrir Frosta
sk. Hann stundaði síðan sjó-
mennsku hjá útgerðarfyrirtæk-
inu Nöf, Útgerðarfélagi Skaga-
fjarðar og Nökkva Blönduósi.
Pétri Jónssyni, forstjóra hjá
Nöf, leist vel á strákinn og sá
þar mikið sjómannsefni, vildi
hann fá að senda hann í Stýri-
mannaskólann en úr því varð
ekki, bar hann því við að kunna
ekki sund. Lilli varð því oftast
netamaður, vaktformaður og
bátsmaður á þeim bátum og
togurum sem hann var á,
marga vini eignaðist hann á
sjómannsferlinum sem stóð frá
fjórtán ára aldri þar til heilsu
hans hrakaði fyrir nokkrum ár-
um.
Lilli var í sambúð með Ólöfu
Ástu Jónsdóttur 1989 til 1994
og eignuðust þau tvö börn, Sig-
urberg Svein og Huldu Björk.
Síðustu árin voru honum erfið,
heilsan og sjónin að mestu far-
in, en alltaf hafði hann afla-
fréttir, hverjir voru að róa og
með hverjum, sannur sjómaður
til lokadags.
Við kveðjum þig, kæri bróð-
ir, og færum afkomendum sam-
úðarkveðjur.
Rafn Sveinsson og Jóhann
Konráð Sveinsson.
Þegar gamall félagi er
kvaddur rifjast margt upp um
liðna tíð. Enginn sem ég hef
kynnst frá barnæsku hefur ver-
ið jafn uppátækjasamur og
Sveinn sem alltaf var kallaður
Lilli. Það fyrsta sem kemur
upp í hugann er þegar hann
rúllaði einni risastórri raf-
magnsrúllu niður kaupfélags-
brekkuna, af einhverjum óskilj-
anlegum ástæðum breytti hún
um stefnu, annars hefði hún
farið í gegnum gamla kaup-
félagið. Launin sem hann fékk
fyrir uppátækið var að faðir
hans henti honum í sjóinn,
ósyndum stráknum. Þetta voru
hans fyrstu kynni af sjónum
sem hann átti svo eftir að eyða
starfskröftum sínum á.
Við Lilli sigldum saman til
fjölda ára bæði á bátum og tog-
urum uns leiðir okkar á sjónum
skildi vegna veikinda hans. Það
litla sem ég kann í veiðarfærum
er það sem hann kenndi mér,
saman höfum við lent í öllu því
versta sem hægt er að hugsa
sér til sjós það hefur bæði
brunnið undan okkur skip, hálf-
fyllst af sjó eftir að brotsjór
lagði allt í rúst hjá okkur, en
það sökk aldrei undan okkur.
Það fer mér seint úr minni
hugrekkið í Lilla þegar við vor-
um saman á Skafta, bremsur
biluðu á togspilunum og trollið
rann stjórnlaust á ljóshraða í
hafið. Þá sýndi Lilli þvílíkt hug-
rekki, fór inn á milli spila í öll-
um gauraganginum og náði að
reka melspíru undir bremsu-
borðana og stoppa tromlurnar
áður en allt færi í sjóinn, með-
an ósköpin gengu yfir hlupum
við hinir um allt eins og rottur
sem flýja sökkvandi skip. Eitt
sinn var verið að taka gasflösku
um borð í Skafta í Hafnafjarð-
arhöfn, Lilli stekkur á skip-
skranann og hífir hana hraust-
lega um borð. Hann verður
fyrir því óláni að hún slæst ut-
an í skipið og stúturinn brotnar
af með þvílíkum krafti og lát-
um, flaskan tekur flugið upp í
miðjan bæ en snýr aftur við
niður að höfn og stefnir beint á
brúna á Skafta, hafnarverðirnir
hentu sér flatir á bryggjuna og
skipstjórinn henti sér á brúar-
gólfið skelfingu lostinn af ótta
við að fá hana inn í brú. En að
lokum tók flaskan stefnubreyt-
ingu og endaði í sjónum aftan
við skipið, þar slapp karl með
skrekkinn. Aldrei mun ég
gleyma því þegar ég var eitt
sinn ræstur með þvílíkum öskr-
um og köllum „maður fyrir
borð“, það er maður í sjónum.
Það voru erfiðar hugsanir sem
fóru um huga minn þegar ég
reif mig í föt og hljóp upp á
dekk „nei, ekki Lilli“, það má
ekki vera Lilli, hugsaði ég,
hann sem er ósyndur og hefur
aldrei komið í sundlaug, hann
sem gekk eftir botninum og í
land eftir að pabbi hans henti
honum í sjóinn, þarna var of
djúpt til þess að ganga í land.
En viti menn, jú, það var Lilli, í
hann höfðu slegist grandarav-
írar svo hann flaug aftur úr
skutrennunni á Skafta og í sjó-
inn, það sló hratt í manni litla
hjartað þar til við náðum að
bjarga karlinum upp úr sjón-
um. Þótt hann hafi verið kom-
inn í land fór sjórinn aldrei úr
huga hans, síðustu árin ræddi
hann fátt annað við mig en afla-
brögð og sjósókn og er ég
nokkuð viss um að hann verður
klár með nýtt skipsrúm fyrir
okkur þegar við hittumst aftur
og róum saman á lygnum him-
nasjó.
Megi góður Guð geyma góð-
an dreng.
Finnur Sigurbjörnsson,
fv. skipsfélagi.
Sveinn Sveinsson
✝ Þórir Þrast-arson fæddist á
Ísafirði 8. október
1960. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða 3. maí
2015.
Foreldrar Þóris
eru Þórunn Jóns-
dóttir, f. 1941, og
Þröstur Marzellíus-
son, f. 1937. Þau
skildu. Seinni eig-
inmaður Þórunnar var Sigurður
Karl Gunnarsson, f. 1946, d.
1992. Seinni eiginkona Þrastar
er Halldóra Magnúsdóttir, f.
1937. Sonur hennar er Haraldur
Hákonarson, f. 1965, maki hans
er Þórunn G. Jónsdóttir og eiga
þau fjögur börn.
Systkin Þóris eru Sigríður
Alberta Þrastardóttir, f. 1962,
hún á tvö börn. Dagný Þrast-
þeirra eru Ísak Einar, f. 26.6.
2008, og Jökull Ernir, f. 2.5.
2010. Fyrir á Kristinn dótturina
Snædísi Birnu, f. 12.4. 1999. 2)
Þröstur, f. 8.10. 1988, d. 24.3.
2013.
Þórir ólst upp á Ísafirði til 10
ára aldurs, þá flutti hann, ásamt
móður sinni og systrum, suður
og bjó þar næstu fimm árin, en
flutti þá vestur aftur. Þórir lauk
námi í blikksmíði við Iðnskólann
á Ísafirði. Hann starfaði hjá
Blikksmiðju Erlendar meðan á
námi stóð og lauk meistaranámi
í greininni þaðan. Þórir starfaði
áfram þar í nokkur ár eða allt
þar til hann keypti fyrirtækið
og rak það um tíma. Vann síðan
hjá 3X Technology. Síðustu átta
ár starfaði Þórir sem bifreiða-
stjóri við póstflutninga, á meðan
heilsa hans leyfði. Þórir var
virkur liðsmaður í Slökkviliði
Ísafjarðar til margra ára.
Útför Þóris fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 9. maí 2015,
kl. 14.
ardóttir, f. 1963,
maki hennar er
Halldór Antonsson
og eiga þau sex
börn. Katrín Sig-
urðardóttir, f.
1972, maki hennar
er Tjörvi Ellert
Perry, eiga þau
þrjú börn. Gunnar
Sigurðarson, f.
1974, maki hans er
Aðalheiður Auður
Bjarnardóttir og eiga þau fjög-
ur börn.
Þórir kvæntist 10. nóvember
1984 Ragnheiði Huldu Dav-
íðson, f. 4.5. 1960. Foreldrar
hennar voru Sólveig og Olav
Davíðson, þau eru bæði látin.
Börn Ragnheiðar og Þóris eru:
1) Hulda Ösp, f. 12.11. 1982.
Maki hennar er Kristinn Óli
Hallsson, f. 6.5. 1979. Börn
Baráttunni lauk sl. sunnu-
dag. Þórir frændi minn hringdi
í mig um miðjan nóvember sl.
þegar hann hafði orðið var við
veikindin. Það hafa nokkrir
ættingjar okkar greinst með
höfuðmein, sem ég heyrði strax
að var af öðrum toga hjá hon-
um. Þórir fékk hjá mér upplýs-
ingar um nöfn frændsystkin-
anna og aldur þeirra, til að
bera undir læknana, en hans
mein reyndist ólæknandi.
Með dyggri aðstoð Ragn-
heiðar, eiginkonu hans, ásamt
stórum hópi vina og vanda-
manna gat Þórir dvalið heima
fram að síðustu vikunni.
Við Þórir nutum þess bæði
að dvelja í húsi ömmu okkar og
afa, þegar við vorum börn.
Hann með föður sínum eftir að
foreldrar hans slitu samvistir.
Þegar Þórir og Ragnheiður
höfðu stofnað heimili og eign-
uðust Huldu Ösp, bjuggu þau í
kjallaranum á Austurveginum
hjá ömmu okkar. Rakel yngri
dóttir mín og Hulda hafa verið
vinkonur frá fyrstu tíð, enda
fæddar sama árið og kynntust
á ættaróðalinu. Síðar fluttu þau
í næsta nágrenni við okkur og
sést vel á milli húsanna. Við
Ragnheiður erum góðar vin-
konur eins og dæturnar og hef-
ur verið mikill samgangur á
milli fjölskyldnanna auk sam-
eiginlegra vina okkar, þeirra
Árnýjar og Snorra á Heklunni
og sona þeirra.
Við fórum saman á jólahlað-
borð í nokkur ár, eða þangað til
þau fóru að mæta með sínum
vinnufélögum, en þá færðist
þetta í að bjóða hvert öðru í
snæðing við hin og þessi tæki-
færi.
Þórir var drengur góður,
vinsæll og farsæll bílstjóri á
Póstbílnum. Hann hafði auga
með ýmsu á leið sinni, hjálpaði
gjarnan öðrum sem komust
ekki leiðar sinnar í ófærð.
Oft var Ragnheiður í heim-
sókn hjá mér eða ég hjá henni,
þegar Þórir hringdi og lét vita
af sér á leiðinni. Mér varð þá
að orði að nú væri það „tilfinn-
ingarskyldan“.
Ástvinum þínum
öllum ég sendi
blóm fagurrautt
úr brjósti mínu,
legg það við sárin,
læt tárin
seytla í þess krónu,
uns sorgin ljómar.
Ekkert fær dáið
af eðli þínu,
ekkert skyggt
ástúð þína.
Sofðu í fangi ljóðs míns,
sofðu í fangi lands þíns,
glókollur bláeygur,
guðs barn –
(Jóhannes úr Kötlum)
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar, af Austurvegin-
um.
Áslaug og fjölskylda.
Ég gleymi aldrei þeirri stund
þegar ég kom inní stofu heima
hjá mér sjö ára gamall og sá
föður minn liggjandi á grúfu í
sófanum með andlitið falið í
púða. Og móðir mín bað mig að
vera hljóðlátur – Höddi bróðir
hans væri dáinn. Ég skildi ekki
dauðann og ég skildi ekki hvers
vegna þessi sterki pabbi lá hul-
inn í sófanum og enginn mátti
sjá í andlit hans.
En ég skil það núna. Í þá
daga rembdust karlmenn við að
láta ekki aðra sjá tár falla úr
augum sér. Sem betur fer eru
nú aðrir tímar. Við megum öll
gráta þegar á bjátar. Ég græt
nú þungum tárum skrifandi
þessi orð – minningarorð um
náfrænda minn, jafnaldra og
kæran æskuvin.
Við sættum okkur við að
missa afa og ömmu þótt vissu-
lega vökni hvarmur hversu
lengi sem maður hefur notið
þeirra. Að standa frammi fyrir
dauða föður eða móður er öllu
erfiðara þótt við vitum að sá er
lífsins gangur ef dauðann ber
að á sanngjörnum tíma.
Verst af öllu er þó, þegar
foreldrar þurfa að fylgja barni
sínu til grafar. Það þarf nú
Tóta frænka mín að horfast í
augu við, í ofanálag við önnur
áföll sem hún hefur orðið fyrir.
Ég veit að hún mun standast
raunina rétt einsog áður – og
hugga sig við að hún á fleiri að:
Okkur öll sem erum vön hlýjum
faðmi hennar og einlægum
hlátri.
Megi sá faðmur og lífsgleðin
sem hún ber með sér gleðja
okkur sem allra lengst. Þrátt
fyrir allt.
Hulda horfir á eftir föður
sínum alltof ung. Ragnheiður
sér á bak góðum eiginmanni.
Harmur þeirra mæðgna er því
óbærilegri að þær hafa svo ný-
lega misst bróður og son. Ég
bið stjórn heimsins að styrkja
þær í sorginni sem bíður
þeirra. Megið þið eygja hin
ljósin í lífinu. Þrátt fyrir allt.
Sigga mín og Dagný, Gunnar
og Kata.
Við skulum ylja okkur áfram
við vináttuna sem við berum
hvert til annars – og syngjum
saman enn hærra þegar við
hittumst næst, í gleði. Þrátt
fyrir allt.
Þresti og hans fólki sendi ég
líka innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Við fjölskyldan og vinir
kveðjum með söknuði mætan
mann. Þórir Þrastarson var
maður af þeirri gerð sem hent-
ar í skáldsögu hvenær sem
væri, sem dæmigerð persóna
um hinn fullkomna son. Mann-
inn sem undi glaður við sitt á
sínum stað og lét bara gott af
sér leiða.
Hann hefði getað verið að-
alpersónan í eilífu verki Lao
Tse, Bókinni um veginn.
Eiginlega þarf ekki að hafa
um hann nema fjögur orð, eins-
og Íslendingasögur lýsa bestu
mönnum: Hann var drengur
góður.
Ég hef svosem aldrei verið
samkvæmur sjálfum mér og
ætla að hafa orðin aðeins fleiri:
Þórir ólst fyrstu árin upp á Ísa-
firði. Hann flutti til Reykjavík-
ur ungur með móður sinni og
systrum. En svo skjótt sem
hann náði fullorðinsaldri fór
hann til baka í gamla plássið
sitt þar sem hann bjó ham-
ingjusamur það sem eftir var –
þar sem hann vildi helst vera,
þar sem hann vildi deyja – og
dó.
Og þar reyndist hann sam-
félagi sínu góður þegn alla tíð,
gáfum og hæfileikum gæddur,
og einörðum vilja að hjálpa
meðbræðrum. Hans verður
ekki bara minnst fyrir að vera
traustur og tryggur fjölskyldu-
faðir, hagleiksmaður á allan
hátt og sjálfstæður athafna-
maður, átthagatrúr og sam-
kvæmur sjálfum sér – við
minnumst hans fyrst og fremst
fyrir hlýjuna sem hann veitti.
Ég á svo ótal margar góðar
minningar um Þóri allt frá því
ég man eftir mér. Ég ætla að
deila þeim minningum með ást-
vinum okkar beggja til dauða-
dags. Í söng. Og gleði. Þrátt
fyrir allt.
Gunnar Þorsteinn
Halldórsson.
Þórir Þrastarson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Útfararþjónusta síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn