Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.05.2015, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 ✝ Anna Brynhild-ur Árnadóttir fæddist á Mjóeyri við Eskifjörð 18. september 1925. Hún lést á dval- arheimilinu Horn- brekku 25. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Jónína Sesselja Guð- mundsdóttir, hús- freyja, f. í Sigmundarhúsum við Eskifjörð 3.3. 1895, d. í Reykja- vík 16.6. 1973, og Árni Pét- ursson, húsa- og skipa- smíðameistari, f. á Högnastaða- stekk við Reyðarfjörð 30.6. 1893, d. í Reykjavík 9.9. 1972. Anna var elst fjögurra systkina. Látin eru Margrét Sesselja, f. á Norðfirði 12.12. 1926, d. 7.5. 2007, og Pétur Jón, f. 20.8. 1930, d. 13.8. 2010. Eftirlifandi er Guðbjörg Bergþóra, f. 17.4. 1928. Anna giftist 20. desember 1947 í Útskálakirkju Gunnlaugi Tryggva Pálmasyni, bónda á Hofi í Hörgárdal, f. á Hofi 28.2. 1923. Börn Önnu og Gunnlaugs: 1. Elín, f. 1947, grasafr. 2. Árni Jón, rafm.tæknifr., f. 1948, maki Ástu Hauksdóttur, f. 1965, Kar- en Arna rafvirki, sambýlism. Auðun Jóhann Elvarsson vél- stjóri, dóttir hennar og fv. sam- býlism., Óla Hrafns Olsens, El- ísabet Emma. Synir Hannesar og Hjördísar Ágúst Heiðar hug- búnaðarverkfræðinemi, sam- býlisk. Sandra Marín Gunn- arsdóttir tölvunarfræðinemi; Höskuldur Logi og Þorsteinn Viðar. Dóttir Hjördísar Linda Björk Hjördísar Gunnarsdóttir, verslunarstjóri, sambýlism. Sig- urvin Bjarnason sjávarlíffræð- ingur. 6. Halldóra Soffía, f. 11.1. 1965, sjúkraþjálfari og spænsku- fræðingur. Anna fluttist á fyrsta ári með fjölskyldu sinni til Norðfjarðar og við tíu ára aldur til Keflavík- ur og síðar Innri-Njarðvíkur. Á unglingsárunum vann Anna m.a. í fiski en síðar á Hótel Skjald- breið og í Valhöll á Þingvöllum, auk þess lærði hún kjólasaum. Sumarið 1942 fór hún í vist til séra Sigurðar Stefánssonar og Maríu Ágústsdóttur á Möðru- völlum í Hörgárdal og síðan aft- ur 1946. Þar kynntist hún Gunn- laugi. Heimili þeirra var fyrstu tvö árin í Innri-Njarðvík en frá 1949 á Hofi í Hörgárdal þar sem þau voru bændur frá 1950 til 1993. Síðustu þrjú árin hafa Anna og Gunnlaugur dvalið á Hornbrekku í Ólafsfirði. Útför Önnu fer fram frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal í dag, 9. maí 2015, kl.14. Berglind Snorra- dóttir, bókari, f. 1954. Dætur Anna Geirlaug gull- smíðanemi, sam- býlism. Ragnar Már Róbertsson, leik- skólakennari, sonur Úlfur Árni; og Eva Alexandra sjúkra- liði og mannfræði- nemi, sambýlism. Kári Pálsson þjóð- fræðinemi. Sonur Berglindar Rúnar Júlíus Smárason fjár- m.verkfræðingur, maki Þórunn Kristjánsdóttir, þau eiga þrjú börn. 3. Soffía, f. 1954, d. 1955. 4. Pétur Þór, byggingarverk- fræðingur, f. 1956, maki Jak- obína Ingunn Ólafsdóttir stjórn- sýslufræðingur, f. 1956. Synir Gunnlaugur Ársæll, f. 1993, og Elías Arnar, f. 1995, mennta- skólanemar. Börn Jakobínu Anna Sigríður Pálsdóttir læknir, maki Jón Ari Arason há- skólanemi, synir Hallgrímur Ari og Páll Emil; og Sveinbjörn Her- mann Pálsson. 5. Hannes Valur, f. 1963, búfræðikandidat, maki Hjördís Björk Þorsteinsdóttir smiður, f. 1965. Dóttir Hannesar og fv. sambýlisk., Matthildar Móðir mín kær. Nú hefur þú kvatt og ert farin í þá ferð sem bíður okkar allra. Ég minnist þess hve vel þið fað- ir minn önnuðust mig á uppvaxtarárunum. Þú vaknaðir með mér á morgnana og hafðir til föt, morgunmat og nesti þegar þurfti. Ekki þýddi að senda strák- inn í skólann eða aðrar ferðir svangan eða illa til fara. Þið faðir minn studduð mig í námi og starfi og þú gættir þess að námið kæmi á undan leiknum, regla sem vel hefur reynst á ferðinni gegnum lífið. Og ætíð var gott að koma heim og dvelja um skamma eða langa hríð í hlýju og kærleika. Ykkur fæ ég seint fullþakkað. En þó að á þessari stundu sé ég fullur saknaðar veit ég að í minn- ingunni lifir þú með mér um ókomin ár. Þinn Pétur Þór. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þegar þú ert farin streyma fram minningabrot, sum hver greinileg en önnur óljósari, enda er minnið skrítin skepna. Fyrsti skóladagurinn minn er ein fyrsta skýra minningin þar sem ég var óttalega kvíðin yfir þessum skóla og vildi helst ekki fara í hann. Þá tókst þú á það ráð að fara með mér í rútunni í skól- ann. Þetta nægði til þess að ég sættist á að hoppa út þegar þang- að var komið. Ein af hinum óljósari minning- um, sem í raun samanstendur af mörgum áþekkum minningum, er hins vegar þegar þú varst búin að klæða okkur tvö yngstu út og ætl- aðir að eiga smástund í friði inni. Við vorum þá gjörn á að koma fljótt inn aftur eða þurftum endi- lega að kíkja í dyrnar og spyrja eftir einhverju því að þú vissir alltaf hvar allt var. Þá varstu ekki alltaf hin ánægðasta á svipinn, sem var jú alveg skiljanlegt enda ekki margar hvíldarstundir á heimilinu, og við börn númer fimm og sex. Svo kunnir þú ekki að segja nei, sagðir alltaf já við hinum ýmsu aukaverkefnum sem þú varst beð- in um, til dæmis að hjálpa konum í sveitinni með saumaskap eða ann- að, og hafðir þar af leiðandi enn minni tíma fyrir þig sjálfa. En þannig kenndir þú mér að segja stundum nei, sem er góð lexía fyr- ir lífið. Það var ekki fyrr en ég var orðin unglingur að þú náðir að sinna peysuprjóni eins og þig langaði til, það er fyrir utan peys- ur, sokka og vettlinga á allt heim- ilisfólkið, og einhverja fleiri. Þá prjónaðir þú peysur sem birtust á síðum prjónablaða auk þess sem þú hannaðir sjálf. Síðan koma upp í hugann ótal minningar tengdar handavinnu þar sem þú kenndir mér að prjóna, hekla, sauma út og sauma í vél. Þá sýndir þú oft ótrúlegri þolinmæði. Þessi kunnátta hefur verið mér gott veganesti á ferða- lagi mínu. Einnig þurftir þú að grípa í þolinmæðissarpinn þegar þú varst að sauma á mig föt, ég hafði nefnilega oft afar nákvæmar hugmyndir um hvernig viðkom- andi flík átti að vera. Saumaklúbbarnir voru alltaf tilhlökkunarefni enda líktust veit- ingarnar í þeim meira veitingum í fermingarveislum en veitingum fyrir nokkrar konur í sveitinni eina kvöldstund. Það var alltaf til nóg af tertuafgöngum til að gæða sér á eftir þessar samkomur og í því fólst tilhlökkunin. Þú áttir líka nóg af áhyggjum og við grínuðumst oft með það. Hin síðustu ár varstu þó farin að segjast vera hætt að hafa áhyggj- ur, það þýddi ekkert að hafa þær. Þó að þú hafir flutt rúmlega tví- tug norður í Hörgárdalinn gleymdir þú ekki æskustöðvunum á Austfjörðum og „fyrir sunnan“ í Njarðvíkunum og í Keflavík og talaðir stundum um þær. Og vatnslitamyndin af Mjóeyri við Eskifjörð hékk á sínum stað á veggnum. Mér var því alltaf ljóst að ég var ekki hreinræktaður Norðlendingur. Það er gott að þekkja rætur sínar. Elsku mamma, takk fyrir hálfr- ar aldar ferðalag. Ég vona að þú sért búin að finna þér fallega rauða bandaskó á núverandi veru- stað, eins og þá sem þú lánaðir sem leikmuni en skiluðu sér ekki aftur, og þú sást alltaf eftir. Hvíl þú í friði. Þín dóttir, Halldóra Soffía. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar sem lést á dvalarheimilinu Horn- brekku 25. apríl sl. Það eru orðin 35 ár síðan ég sá hana fyrst þá langt gengin með Önnu mína og þegar við í fyrsta sinn fórum norður með hana kornunga og Anna tók nöfnu sína í fangið var eins og þær hefðu alltaf þekkst, svo vel undi hún sér hjá henni. Anna var af þeirri kynslóð sem sannarlega man tímana tvenna og efast ég um að húsmæður í dag gætu hugsað sér jafn langan og strangan vinnudag og þær urðu að láta sér lynda. Hún eldaði, saumaði, bakaði og prjónaði og féll varla verk úr hendi á meðan hún naut heilsunnar. Alltaf var hún til staðar fyrir fjölskyldu sína og hefði vaðið eld og brennistein fyrir hana. Það var gott að koma norður og vera um stund stikkfrí og vera kallaður í mat og kaffi, því helst ekkert mátti hjálpa henni því við vorum í fríi. En ég hugsaði stundum; hvenær á hún frí? Ég hefði sannarlega viljað létta af henni einhverju af heimilisstörf- unum en það tók hún ekki í mál, við áttum bara að njóta okkar. Allt stóð eins og stafur á bók sem hún lofaði og fannst mér stundum nóg um fórnarlund hennar og hefði hún kannski átt að hugsa um hvað hana langaði sjálfa til að gera í líf- inu. Það höfðu aðrir forgang og er svona fólk sjaldgæft í dag. Hún hafði mjög gaman af að fylgjast með barnabörnum sínum og talaði mikið um þau og vildi vita hvað þau væru að fást við hverju sinni. Hún hugsað mjög vel um heimili sitt og eitt sinn spurði ég hana: „Hvernig ferðu að því að hafa teppin alltaf svona hvít og fín og veggi eins og nýmálaða ár eftir ár?“ Það stóð ekki á svari hjá henni; „ég þríf með tusku og fötu!“ Já, hún var á fjórum fótum við teppaþrif á hverju vori, og veggi þreif hún líka með tusku og fötu. Myndi nú einhver nenna þessu í dag? Ég er efins um það. Anna missti heilsuna fyrir nokkr- um árum og sjónin fór að mestu leyti og Gunnlaugur hugsaði inni- lega vel um hana og voru þau tvö í kotinu í nokkur ár og hjálpaði Gunnlaugur syni sínum sem tók við búinu. Þau hjónin hafa und- anfarin ár dvalið saman í herbergi á Hornbrekku á Ólafsfirði og hef- ur vel verið hugsað um þau. Ég þakka Önnu samfylgdina undan- farna áratugi og blessuð sé minn- ing hennar. Berglind og fjölskylda. Anna Brynhildur Árnadóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Maðurinn minn og föðurbróðir okkar, VATNAR VIÐARSSON arkitekt, F.A.Í., M.A.A., er látinn. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. maí kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi til styrktar nauðstöddum á jarðskjálftasvæðunum í Nepal. . Brynja D. Runólfsdóttir, Ulrik, Susanne, Emma og Frida, Kjartan, Cecilie, Felix, Karla og Nola. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR ODDNÝ SIGURÐARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, kvaddi jarðvist sína á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni 30. apríl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. maí kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Náttúruverndarsamtök Íslands. . Edda Janette Sigurðsson, Þorsteinn Hraundal, Anna Gyða Gylfadóttir, Gunnar Kristinn Gylfason, Sif Ásthildur Guðbjartsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGURVEIGAR ÖNNU STEFÁNSDÓTTUR, Gunnólfsgötu 8, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Hornbrekku, dvalarheimilis aldraðra Ólafsfirði. . Aðalsteinn S. Gíslason, Júlía V. Valdimarsdóttir, Gísli Gíslason, Anna S. Einarsdóttir, Björn Valur Gíslason, Þuríður L. Rósenbergsdóttir, Kristín Jónína Gísladóttir, Steingrímur B. Erlingsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður, HARALDAR SVEINS EYJÓLFSSONAR, Stigahlíð 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar Landspítalans fyrir einstaka hjálpsemi og umhyggju. . Eyjólfur Þ. Haraldsson, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Eggert Eyjólfsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN MARÍA GRÍMSDÓTTIR, Gullsmára 11, Kópavogi, sem lést sunnudaginn 3. maí á Landspítalanum í Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 15. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á lungnadeild Landspítalans, A6 Fossvogi. . Grímur Halldórsson, Hildur M. Blumenstein, Guðrún E. Halldórsdóttir, Guðmundur Kr. Jóhanness., Ketill Arnar Halldórsson, Jóhanna H. Oddsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Smári Ríkarðsson, Halldór G. Björnsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést 19. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey. . Hrafn Baldursson, Haukur Baldursson, Jón Baldursson, Bryndís Baldursdóttir. Okkar ástkæra, VILBORG MARTEINSDÓTTIR, Glaðheimum 26, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 23. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan vill þakka fyrir auðsýndan hlýhug. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Karitas. . Egill Harðarson, Marta Halldórsdóttir, Tryggvi Örn Valsson, Rakel Ýr, María Rán og Viktor Jökull, Lilja Gísladóttir, Marteinn Marteinsson, Michelle Marteinsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR HAUKSSON frá Horni í Skorradal, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 20. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar í Borgarnesi. . Börn og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.