Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 39

Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 39
sagt öllum frá hvað allir hinir hefðu fyrir stafni. Þú varst rík af stórri og flottri fjölskyldu, vinum og vandamönnum og því hafðirðu oft orð á. Stundum sagðistu ekki skilja af hverju allir væru svona góðir við ykkur, en það skildi ég vel. Þú varst alltaf meira fyrir það að gefa en þiggja. Mér þykir vænt um að hafa get- að rétt ykkur afa smá hjálparhönd nú í seinni tíð á ýmsan hátt og allt- af hafðirðu orð á því að það myndi mér hlotnast gott fyrir og það veit ég. Þér þótti einstaklega vænt um uppruna þinn og úr þeim visku- brunni varstu dugleg að miðla, virðingin fyrir náunganum og gömlu góðu gildin þín geymi ég í hjarta mínu og munu þau fylgja mér í gegnum lífið, ásamt virðingu þinni fyrir trúnni, sem var þér ávallt svo kær. Með gríðarlegum söknuði, miklum kærleik, aðdáun og virð- ingu kveð ég þig elsku amma mín, þú varst mér glæsileg fyrirmynd og stórkostlegur karakter. Ég mun sakna nærveru þinnar, lífs- gleðinnar, umhyggjunnar og elskulegheitanna, en hugga mig við allt það mikla sem þú gafst af þér til mín, Björgvins og litlu strákanna minna. Fallegu mynd- ina af þér geymum við í hug okkar og hjarta. Takk fyrir alla þína væntum- þykju í minn garð alla tíð. Ég treysti á þig að fylgjast með okkur öllum og ég veit að þú gerir það. Guð geymi þig elsku amma. Þín Harpa Rut. Það er svo skrítið hve tíminn líður hratt. Það var fyrir tæpum 30 árum sem ég sá Öbbu í fyrsta sinn, hún var þá á líkum aldri og ég er nú. Við höfðum komið kvöld- ið áður, alflutt til Dalvíkur. Um morguninn kíkti ég út um glugga og þar sá ég þau vera að dútla í næsta garði, Öbbu og Kató, hann að raka saman laufum, hún að kíkja á smágróðurinn í júníbyrjun. Fljótlega þaut fjögurra ára gaur- inn minn beint yfir til þeirra. Ég fylgdi á eftir, bæði til að sækja hann og eins til að kynna mig fyrir nýju nágrönnunum. Ég mátti kynna mig en ég mátti ekki sækja strákinn. Það var nú víst í lagi að hann hjálpaði þeim, ég þyrfti líka næði til að koma okkur fyrir. Eftir það áttum við okkar annað Dalvík- urheimili hjá Öbbu og Kató. Þarna var líka grunnurinn lagður að vin- áttu okkar, vináttu sem engan skugga bar á öll þessi ár, vináttu sem ég þakka endalaust fyrir. Það var alltaf opið inn til þeirra og margar ferðir átti ég upp stigann í Hafnargötunni og inn í eldhúsið til hennar. Abba var höfðingi, alltaf glöð, alltaf fín og alltaf hjálpsöm. Húslykillinn okkar var öll okk- ar Dalvíkurár geymdur í skál í holinu hjá Öbbu og Kató, ekki ástæða til annars, við vorum jú ná- grannar, ég norðanvið og þau sunnanvið. Ég fylgdist með krökkunum hennar sem hún var svo stolt af í gegnum hana og jafn- vel þótt ég þekkti þau ekki þá þekkti ég þau samt. Svo komu ömmubörnin hennar, Abba var ekki minna stolt af þeim og ég fylgdist með. Svo snérist þetta við þegar mínir krakkar stækkuðu og þegar ég eignaðist ömmubörn þá spurði hún, ég svaraði og hún fylgdist með. Eftir að ég flutti frá Dalvík hittumst við mikið sjaldnar en áður. Þá tók síminn við, stund- um með stuttum en stundum með löngum símtölum. En núna er Abba mín farin og síminn hljóður. Ég heimsæki Öbbu ekki oftar og símtölin frá mér í hennar síma verða ekki fleiri. Vinátta eins og við Abba áttum er ekki algeng og fyrir hana mun ég alltaf þakka. Ég vona, Abba mín, að alveg þar til við hittumst aftur líði þér vel í landinu hand- anvið, landinu sem er hvorki norð- anvið né sunnanvið, bara handan- við. Eins og við kvöddumst alltaf kveð ég þig núna. Takk fyrir allt og allt og allt. Hulda norðanvið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Hljóðfæri Húsnæði óskast Einbýli eða 4-5 herb. íbúð óskast Þýska sendiráðið óskar eftir einbýli eða íbúð 4-5 herb. án húsgagna, 2 baðherb., m. bílskúr til leigu frá 01.08.2015 í 4 ár, í Reykjavík, Kópavogi eða Seltjarnarnesi. Uppl. s. 530-1100. Myndir og grunnteikningar sendist á: info@reykjavik.diplo.de Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Íþróttir Verðlaunagripir - gjafavara -áletranir Bikarar, verðlaunapeningar, barm- merki, orður, póstkassaplötur, plötur á leiði, gæludýramerki, starfsgreinastyttur. Fannar, Smiðjuvegi 6, Rauð gata, Kópavogi, sími 5516488 Til sölu Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Verslun Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. Verð 27.500 á pari með áletrun. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Þjónusta                                 ! " #$ %&& ' '' ((()*)  Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Varúð! Þessi gæs gengur laus um miðbæ Rvk í dag. Vinsamlegast ekki styggja hana fyrir brúðkaupið. SUMARLEGIR OG SÆTIR Teg. RAPTURE - þunnur, haldgóður í 32-38 D, DD, E, F, FF, G, GG skálum á kr. 9.985. Teg. DECO - létt fylltur í 30-38 D, DD, E, F, FF, G skálum á kr. 9.980. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Teg. 171 Mjúkar og þægilegar dömu-mokkasínur úr leðri og skinnfóðraðar. Litir: hvítt, beige, grátt, rautt og svart. Stærðir: 36-42. Verð: 14.685. Teg. 83 Mjúkar og þægilegar dömu- mokkasínur úr leðri, fóðraðar. Litir: svart og rautt. Stærðir: 36-42 Verð: 14.685. . Teg. 55 Mjúkar og þægilegar dömu- mokkasínur úr leðri, skinnfóðraðar. Stærðir: 36-42. Verð: 14.685. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Veiði                                        !"# !$%% Hópbílar                ! "# $  % &#'( !) Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Mótorhjól YAMAHA 1100 DRAG STAR ÁRGERÐ 2005 Gullmoli sem hefur verið séð vel um, YAMAHA 1100 Drag Star, árgerð 2005. Ekið 7.300 km. Verð 990.000. Uppl. í síma 858 8178. Húsviðhald Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is          Hreinsa þakrennur, laga vatnstjón, ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Kerrur Humbaur gæða álkerrur Bjóðum þessar léttu og sterku álkerrur frá Humbaur Þýskalandi á kr. 149.900. Gerð1380. Stærð 201 x 102 cm, burður 750 kg brúttó og 628 kg nettó. Skoðið heimasíðu okkar. www.Topplausnir.is Upplýsingar í síma 5177718. Smiðjuvegur 40, gul gata. Kópavogi. Til leigu Lokastígur, 101 Miðbær/Vesturbær — Herbergi Herbergi sem eru lítil, 10 til 15 fm með húsgögnum, sameiginlegt eld- hús, þráðlaust internet, baðherbergi með sturtu. Langtímaleiga sem þýðir 12 mánuðir og lengur, kr. 60.000 til 70.000 þúsund. Kr 50.000 trygging vegna skemmda . Tveir mánuðir fyrir- fram. Laust . Senda póst . osbotn@gmail.com TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ Verulega mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 3.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi ca 45 km frá Rvk. Vaxtalaust lán. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864. Er með stálgrindarhús til sölu 24 m á breidd og 60 m á lengd. Húsið er tilbúið til uppsetningar. Húsið er einangrað með ull og álklæðningu að utan. Upplýsingar í síma 820-3439.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.