Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 42

Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Kristinn DaníelLee Gilsdorfer upplýs- ingafulltrúi hjá bandaríska sendi- ráðinu. „Starf mitt snýst aðallega um að fylgjast með fréttum og þýða þær fyrir sendiherrann og þá í Washington og fræða þá um hvað er að gerast hér.“ Kristinn er hálfur Bandaríkjamaður og fæddist í Kaliforníu. „Faðir minn var diplómat og við bjuggum út um allan heim og það var ekki slæmt. Það er ekki verra að að hafa ver- ið í framhaldsskóla í París og háskóla- námi í Kanada og Þýskalandi. Svo kom ég alltaf til Íslands á sumrin og jólunum og var í 6. bekk og 10. bekk hérna.“ Kristinn kláraði BA-nám í sagnfræði í Concordia-háskóla í Mont- réal. „Þar kynntist ég konunni minni, Fionu Elizabeth Oliver, sem er þaðan og við bjuggum fyrst í Philadelphiu en fluttumst heim til Íslands 2003.“ Fiona er enskukennari hjá Hjallastefnunni og er í meistaranámi í kennslufræðum, Börn þeirra Kristins eru Kieran 11 ára og Amelía Rós 8 ára. „Áhugamál mín eru þetta hefðbundna, líkamsrækt, vera úti í nátt- úrunni og svo er alltaf skemmtilegt að fara í fótbolta. Einnig hef ég mjög gaman af að ferðast og er ekki búinn að losa mig við að vilja fljúga út um allan heim, held að það sé innbyggt í mig. Við förum t.d. árlega til Bandaríkjanna til afa míns, sem er 96 ára og býr á Virginia Beach, og heimsækjum tengdafjölskylduna og kynnum Bandaríkin fyrir krökkunum. Ég ætla að grilla kjöt í tilefni dagsins – ef það verður eitthvað eftir í búðunum – og hafa það gott með fjölskyldu og vinum.“ Kristinn Gilsdorf er fertugur í dag Fjölskyldan Frá Gleðigöngunni í fyrra. Ferðalöngunin hverfur ekkert Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Í dag, 9. maí, er sextugur Ólafur Kristmundsson, eigandi Loftræstihreinsunar ehf., Vogagerði 19, Reykjavík. Hann mun taka á móti vinum og vanda- mönnum á heimili sínu á afmælisdaginn kl. 15. Verið velkomin, fjölskylda og vinir. Árnað heilla 60 ára S if fæddist í Reykjavík 9.5. 1965, bjó fyrstu fjögur ár- in í Safamýri og síðan tvö ár í Sæviðarsundi meðan foreldrar hennar voru að koma sér upp húsi í Undralandi í Fossvogi: „Ég átti heima í Fossvog- inum þar til ég flutti að heiman, rúm- lega tvítug. Það var yndislegur stað- ur, næstum uppi í sveit, og nálægt Elliðaárdalnum sem var hluti af okkar leiksvæði.“ Sif fór í sumarbúðir í Ölver eitt sumar, tvisvar í Vindáshlíð og var eitt sumar í sveit á Háreksstöðum í Borg- arfirði. Hún vann hjá föður sínum í Hverf- iskjötbúðinni, Hverfisgötu 50: „Búðin var stundum kölluð Harðfiskabúðin en hún var þekkt fyrir harðfisk og þorramat allt árið. Þar byrjaði ég að vinna um helgar þegar ég var 9 ára, byrjaði á að setja vörur í poka fyrir viðskiptavini og varð mjög montin þegar mér var treyst til að verða kassadama. Ég vann þarna svo meira og minna í öllum fríum þar til búðin var seld þegar ég var rúmlega tvítug.“ Sif vann í sjoppu þegar hún var 12 ára hjá Sjönu frænku sinni í Búðardal, passaði lítinn frænda í Búðardal næsta sumar, lærði ung á píanó og Sif Ægisdóttir, gullmiður og kaupmaður – 50 ára Fjölskyldan Sif ásamt eiginmanni sínum Helga og börnum þeirra, Heklu og Nökkva í Dubai fyrir rúmu ári. Rekur Hún og hún á Skólavörðustíg Gullsmiðurinn Sif vinnur aðallega úr eðalmálmum en hefur alltaf verið dugleg að nota óhefðbundin efni með svo sem ull og bílrúðu. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.