Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 46

Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 10. maí kl. 14: Leiðsögn um sýninguna Á veglausu hafi með Kristni E. Hrafnssyni myndlistarmanni, síðasti sýningardagur Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Á veglausu hafi í Bogasal, síðasti sýningardagur Hvar, hver, hvað? og Húsin í bænum til 17. maí List án landamæra: málverkasýning Ísaks Óla Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús Listasafn Reykjanesbæjar Listahátíð barna í fjórum sölum Leikskólar – Grunnskólar - Fjölbraut 7. maí – 22. maí Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST 13.2.-10.5.2015 SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015 SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst SUNNUDAG KL. 15 - Fyrirlestur Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings; DANISH MODERN FINN JUHL OG GULLÖLD DANSKRAR HÚSGAGNAHÖNNUNAR Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Opið sunnudaga kl. 14-17. MENN Curver Thoroddsen, Finnur Arnar Arnarson, Hlynur Hallsson, Kristinn G. Harðarson Vörður Jónína Guðnadóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar ÁMUNDI: Grafísk hönnun Leiðsögn með Helgu sun. kl. 14 Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands SAFNAHÚSIÐ Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is The Greatest Shows on Earth: A Century of Funfairs, Circuses and Carnivals nefnist ný heimildarmynd í leikstjórn Benedikts Erl- ingssonar sem verður önnur tveggja opnunarmynda heimildarmyndahátíðarinnar Sheffield Doc/Fest sem hefst 5. júní nk. og stendur til 10. júní. Tónlist myndarinnar semja Georg Hólm og Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós í samvinnu við Hilmar Örn Hilm- arsson. Myndina vinnur Sagafilm og Cross- over Productions í samstarfi við National Fa- irground Archive fyrir BBC Storyville, RÚV og SVT með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. „Það er hálft annað ár síðan hugmyndin að þessari kvikmynd kviknaði,“ segir Margrét Jónasdóttir einn framleiðanda myndarinnar. „Myndin er að stórum hluta samsett úr efni frá National Fairground Archive sem þar til nýlega voru í persónulegri eigu Vanessu To- ulmin, sem ólst upp með farandlistamönnum og er prófessor í sögu afþreyingar og skemmtunar við Háskólann í Sheffield þar sem hún stýrir safninu sem nú er í eigu skól- ans,“ segir Margrét og bendir á að myndin sé sú fimmta í röð heimildarmynda úr smiðju breska framleiðslufyrirtækisins Crossover Labs þar sem spila saman ný spennandi tón- list og myndbrot úr söfnum. Meðal fyrri mynda eru The Big Melt How Steel Made Us Hard í leikstjórn Martins Wallace sem Jarvis Cocker úr hljómsveitinni Pulp samdi tónlist- ina við og Love is All. 100 Years of Love and Courtship sem Kim Longinotto leikstýrði. „Þegar Crossover Labs fékk aðgang að þessu safni kviknaði sú hugmynd að fá Sigur Rós til að gera tónlistina, því menn vildu fá íslenska tónlist við verkið. Ég gerði kröfu um að þetta yrði þá íslenskt verkefni með ís- lenskum leikstjóra. Okkur kom saman um að Benedikt Erlingsson væri bestur til verksins, enda sýndi hann með mynd sinni Hross í oss að hann er ber skynbragð á bæði menn og dýr. Við þurftum einmitt leikstjóra sem hefði húmor og djúpan skilning á tilfinningalífi manna og dýra. Spegill á skemmtanabransann Það varð úr að Georg og Orri úr Sigur Rós ákváðu að taka þetta að sér, enda kolféllu þeir fyrir myndefninu, því þetta er alveg æv- intýralegt efni sem við höfum í höndunum,“ segir Margrét og bendir á að upptökurnar séu úr sirkussýningum sem og baksviðs. Þarna geti að líta bæði dýr og menn leika ýmsar listir sínar. „Elsta efnið er frá 1897 og mikið af þessu hefur aldrei sést opinberlega áður,“ segir Margrét og tekur fram að alls hafi myndefnið verið um 20 klst. og ekkert nýtt efni verið tekið upp fyrir myndina. ,,Myndin er öll án orða og miðlar sögu sirkuss sem kemur í bæinn,“ segir Benedikt Erlingsson og viðurkennir að það hafi verið áskorun að finna verkinu dramatúrgískan strúktúr. „Sirkus er bara röð af númerum. Venjulega er byrjað á hestunum, svo koma trúðar milli atriða, síðan ljón, fílar og apar áður en sverðagleypar og hnífakastarar leika listir sínar. Það myndast einhver furðulegur galdur við það að skipa saman sýnishornum af 30 fílaatriðum frá 100 ára tímabili eða sjá fólk að gleypa sverð í 100 ár. Þetta verður undarlegur spegill á skemmtanabransann og manneskjuna sem alltaf er jafn kolklikkuð,“ segir Benedikt og bendir á að síðasti hluti myndarinnar sé helgaður áhorfendum. „Við getum sagt að þetta sé „collage“ af því sem menn kalla í dag x-factora.“ Að sögn Benedikts reyndist það skemmti- legt og mikill skóli að klippa saman mynd- efnið. „Við Davíð [Alexander Corno] sem klippti Hross í oss, höfum verið eins og tví- höfða þurs í þessu verkefni,“ segir Benedikt og tekur fram að þeir félagar hafi leitað fanga víðar en í National Fairground Archive þó að það safn myndi grunninn. „Þannig tvinnum við inn í söguna íslenskt efni, m.a. upptökur frá Jóhanni Svarfdælingi, Jóhanni risa, sem varðveitt er á Kvikmyndasafni Ís- lands, en hann fékk vini sína til að leika listir sínar baksviðs og tók upp á 8 mm einkavél sína.“ Sem fyrr segir verður myndin frumsýnd á Sheffield Doc/Fest sem er, að sögn Mar- grétar, þriðja stærsta heimildarmyndahátíðin í heiminum. „Það er þegar búið að bjóða myndinni á nokkrar aðrar kvikmyndahátíðir. Snemma á næsta ári verður hún síðan sýnd á BBC. Við gerum auðvitað ráð fyrir að sýna hana líka á Íslandi og munum kynna það bet- ur þegar þar að kemur.“ „Það myndast furðulegur galdur“  Georg Hólm, Orri Páll og Hilmar Örn semja tónlist við nýja heimildarmynd Benedikts Erlingssonar Ljósmynd/ University of Sheffield Kúnstir Fíll og snót í Sirkus Billy Smart. Birt með leyfi National Fairground Archive. Margrét Jónasdóttir Benedikt Erlingsson Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn gaf út sína fyrstu sólóplötu á dög- unum og ber platan nafnið Unnur Sara. Gerð plötunnar var aðalverk- efni Unnar í vetur ásamt undirbún- ingi á burtfarartónleikum úr söng- námi við Tónlistarskóla FÍH sem hún lauk í mars eftir sex ára nám. Fjöldi tónlistarmanna kom að gerð plötunnar, til dæmis Daníel Helga- son, Baldur Kristjánsson, Tómas Jónsson, Ragnheiður Gröndal og Halldór Eldjárn, meðlimur í hljóm- sveitinni Sykur, sem er einnig föð- urbróðir Unnar. Unnur segist vera undir áhrifum frá ýmsum tónlistarstefnum og lýsir tónlist sinni sem popptónlist, með áhrifum frá djassi og rokki. Hún kveðst alltaf hafa haldið mikið upp á franska tónlist og franska tónlistar- menn á borð við Francoise Hardy, Yelle og Edith Piaf en Unnur lærði frönsku í menntaskóla. Fyrir um ári tók hún upp á því að syngja lög Serge Gainsbourg og gerði það m.a. á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. „Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að syngja lögin hans Serge og þau virðist henta röddinni minni mjög vel. Það er líka gaman fyrir fólk að heyra lögin hans sungin með kvenmannsrödd því það er nokkuð öðruvísi. Tónleikarnir á Þjóð- lagahátíðinni komu svo upp í hend- urnar á mér því það spurðist út að ég hefði verið að syngja á frönsku. Í kjölfarið hafði Gunnsteinn Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, sam- band við mig og bað mig um að syngja á frönsku á hátíðinni. Ég hafði þá samband við föðurbróður minn, Halldór. Við ákváðum að búa til pró- gramm með lögum Serge sem er uppáhaldstónlistarmaðurinn hans.“ Unnur ákvað þegar hún var sautján ára gömul að hún skyldi gefa út plötu þegar hún yrði tuttugu og tveggja ára. Hún lét því gamlan draum rætast með því að gefa út fyrstu plötuna sína. „Ég hugsaði með mér að yrði ég tilbúin til að gefa út plötu, búin með söngnámið og komin með nógu mörg lög þegar ég yrði tutttugu og tveggja ára. Í framhald- inu hugsaði ég lítið út í þetta. Þegar ég gaf út plötuna áttaði ég mig á því að ég hefði ákveðið þetta allt áður.“ Persónulegir textar á plötunni Hún samdi sjálf textann við flest lögin á plötunni, sem eru átta talsins. „Flestir textarnir eru frekar per- sónulegir og hafa mikla þýðingu fyrir mig en geta samt í raun átt við margt annað en það sem ég var að hugsa þegar ég samdi þá. Þess vegna finnst mér gott að útskýra ekki of mikið og leyfa hlustendum frekar að skilja þá á sinn hátt.“ Lagið „Minningin“ er tileinkað föður hennar, gítarleikaranum Krist- jáni Eldjárn sem lést langt fyrir ald- ur fram, þegar Unnur var níu ára gömul. Einnig samdi Unnur laglínu og texta yfir gítarupptöku frá honum sem hann hafði tekið upp þegar hann var við nám í Helsinki árið 1998. Það lag ber heitið „Litli lampinn“. „Halldór fann upptökuna og stakk upp á að við myndum gera eitthvað við hana. Við sömdum saman laglín- una og ég samdi textann. Við fluttum lagið svo á minningartónleikum um pabba árið 2012, ásamt laginu „Minn- ingin“. Þá ákvað ég að þessi tvö lög yrðu á plötunni.“ Unnur leikur á Loft Hosteli í kvöld kl. 22 og á Gamla Gauknum 5. júní. Þá verður hún hluti af Listhópi Hins hússins í sumar og mun flytja lögin sín víðs vegar í miðbænum. Ákvörðun Unnur Sara ákvað fyrir fimm árum að senda frá sér plötu. Nýtur þess að syngja á frönsku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.