Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 47

Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Kórar Grafarvogskirkju halda sam- eiginlega vortónleika í dag kl. 17 í kirkjunni. Tónleikarnir eru tileink- aðir tónskáldunum Jóni Ásgeirs- syni og Gunnari Þórðarsyni. Kór Grafarvogskirkju, Vox Po- puli og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju koma fram ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og átta manna hljómsveit. Stjórnandi tón- leikanna er Hilmar Örn Agnarsson. Flutt verða sígild dægurlög Gunnars ásamt köflum úr Brynj- ólfsmessu, en sú messa var upp- taktur að óperunni Ragnheiði. Flutt verður biblíukantatan „Leyf- ið börnunum að koma til mín“ eftir Jón Ásgeirsson auk þekktra og sí- gildra kórlaga eftir Jón. Ber að geta þess að Brynjólfsmessan var frumflutt í Grafarvogskirkju árið 2006 undir stjórn Hákons Leifs- sonar með Kór Grafarvogskirkju, Skálholtskórnum og Kór Keflavík- urkirkju, ásamt einsöngvurum og hljómsveit. Hilmar Örn Agnarsson, stjórn- andi tónleikana, segir það vera kór- um Grafarvogskirkju sérstakt ánægjuefni að heiðra þessa tvo snillinga íslenskrar tónsköpunar á sjötugsafmælisári Gunnars og átt- ugasta og sjöunda afmælisári Jóns, sem jafnframt er sóknarbarn Graf- arvogssóknar. Hákon Leifsson er stjórnandi Kórs Grafarvogskirkju, Margrét Pálmadóttir er stjórnandi Stúlkna- kórs Reykjavíkur í Grafarvogs- kirkju og Hilmar Örn Agnarsson er stjórnandi Vox Populi. Aðgangseyrir er kr. 2.500 og fer miðasala fram í Grafarvogskirkju. Voruppskeruhátíð kóra Grafarvogskirkju Tónskáldin Tónleikarnir í í dag eru tileinkaðir tónskáldunum Jóni Ásgeirs- syni og Gunnari Þórðarsyni. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Írska rósin Svöl Róisín Murphy er vinsæl … en veit ekki af því! hún út Overpowered, straumlínu- lagaðri plötu sem fékk enn betri dóma en frumburðurinn þó að vin- sældalistar hafi ekki beint logað. Hennar tími Það er lenska að mæla virkni dægurtónlistarmanna í fjölda breiðskífna, mælikvarði sem er orð- inn dálítið úreltur á tækniöld. Murphy hefur nefnilega verið allt annað en óvirk á þessum átta árum og tónlistinni hefur hún sinnt reglu- bundið meðfram öðrum aðkallandi störfum en hún er nú tveggja barna móðir. Þannig gaf hún út nokkur stök lög árið 2009 og hefur líka komið að samstarfi við hina og þessa tónlistarmenn, hvort heldur sem gestasöngvari eða meðhöf- undur. Nokkuð sérstök stuttskífa kom svo út í fyrra, Mi Senti, þar sem Murphy syngur sex lög á ítölsku en tungumálið talar hún ekki. Tiltækið stýrist af því að unn- usti hennar og meðupptökustjóri er ítalskur, Sebastian Properzi. Nýja platan, sem er tilefni þessara skrifa, kemur svo út eftir helgi og kallast Hairless Toys. Murphy hef- ur lítið tjáð sig um vinnsluna, hún komi hins vegar frá „dýpri“ stað en fyrri verk. Gagnrýnendur, sumir hverjir, hafa kvartað yfir því að Murphy eigi skilið rýmra pláss í popp- meðvitund almennings og setja hana skýlaust á stall með Kate Bush og Florence Welch. Hver veit, kannski er hennar tími kominn núna. Ég þykist þó vita að henni sé slétt sama. Hún lötrar sem fyrr í gegnum þetta allt saman með þessa yfirmáta svölu værukærð að vopni. »Hún fyllir upp ísalinn hvert sem hún fer en tekur ekki eftir því, líkt og hún leyfi sér ekki að fullnýta sjarm- ann sem hún býr yfir.  Róisín Murphy gefur út plötu eftir átta ára hlé  Þessi fyrrverandi söngkona Moloko býr yfir óræðum sjarma TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Róisín Murphy er töff. Ég segi ekki meir, svona í blábyrjun. Hún er ein af þessu fólki sem býr yfir aðsóps- mikilli áru, er ofursvöl án þess að hafa nokkuð fyrir því að því er virð- ist. Náðarvald hefur þetta verið nefnt upp á íslensku. Síðasta sóló- plata Murphy kom út fyrir átta ár- um og reytingur af smáskífum síð- an þá en alltaf er hún þó í sviðsljósinu. Eitt af því sem heldur henni þar er staða hennar sem tískutákn en ófáar greinar hafa birst um hversu nösk hún er á það sem er „inni“ og hvað ekki auk þess sem hún hefur unnið með hinum og þessum tískugúrúum undanfarin ár. Hún ber sig í þessum efnum eins og öðrum með stóískri ró og það stafar af henni hálfgert fálæti. Hún fyllir upp í salinn hvert sem hún fer en tekur ekki eftir því, líkt og hún leyfi sér ekki að fullnýta sjarmann sem hún býr yfir. Sú hefting er eðli- leg og gríðarlega heillandi. Það er eitthvert óútskýranlegt „mojo“ í gangi hérna sem erfitt er að koma böndum á. Eru það sultuslöku gen- in frá Írlandi sem valda þessu? Rafpopp Nú eru einhverjir farnir að spyrja: Ókei, gott og blessað, en hver er þessi kona eiginlega sem Arnar getur ekki á heilum sér tekið yfir? Róisín Murphy gat sér fyrst orð sem söngkona rafpoppssveit- arinnar Moloko sem gaf út fyrstu plötu sína, Do You Like My Tight Sweater?, árið 1995. Tónlist sveit- arinnar smellpassaði inn í dans- vænt svalheitapopp tíunda áratug- arins og plöturnar I Am Not A Doctor (1998) og Things To Make And Do (2000) treystu hana frekar í sessi. Á plötunum er að finna tvo stærstu smelli Moloko, „The Time Is Now“ og „Sing It Back“. Moloko þraut örendi 2004 en strax sama ár lagði Murphy á ráðin um sólóefni og naut fulltingis hús- meistarans Matthews Herberts. Breiðskífan Ruby Blue (2005) þótti helst til súr og seldist illa þótt hún hafi fengið tvo þumla upp frá gagn- rýnendum. Tveimur árum síðar gaf Billy Elliot (Stóra sviðið) Lau 9/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl 13 Fös 5/6 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 10/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 21/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fös 22/5 kl. 20:00 Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Fim 28/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 16/5 kl. 20:00 Síðasta sýning! Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Lau 9/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Hystory (Litla sviðið) Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Blæði (Stóra sviðið) Þri 19/5 kl. 20:00 Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Aðeins þessar þrjár sýningar Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. leikhusid.is FJALLA-EYVINDUR OG HALLA – ★★★★ – SV, MBL HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Lau 9/5 kl. 19:30 14.sýn Fös 29/5 kl. 19:30 Lokas. Allra síðustu sýningar. Svartar fjaðrir (Stóra sviðið) Mið 13/5 kl. 19:30 Frums. Mið 20/5 kl. 19:30 3.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 15/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 10/5 kl. 13:30 lokas. Síðasta sýning! Fetta bretta (Kúlan) Sun 17/5 kl. 14:00 Sun 17/5 kl. 15:00 Falleg sýning fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 3 ára. Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Sápuópera um hundadagakonung Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Eldhúsið (Salurinn) Lau 23/5 kl. 14:00 Síðbúin rannsókn (Aðalsalur) Þri 12/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn) Lau 30/5 kl. 20:00 The Border (Salurinn) Mán 18/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00 Endatafl (Salurinn) Fim 14/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Hávamál (Salurinn) Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 16:00 Sun 31/5 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.