Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 4

Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 4
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 4 vörðurinn Ingvar Jónsson, skilur vissulega eftir sig stórt skarð en á dögunum fundu Stjörnumenn eft- irmann hans, færeyska landsliðs- markvörðinn Gunnar Nielsen. Hann ætti að ráða vel við að fylla skarð Ingvars. Danska tríóið Martin Rauschenberg, Niclas Vemmelund og Rolf Toft, hafa allir sagt skilið við meistarana en allir skiluðu þeir góðu framlagi með liðinu í fyrra. Stjörnumönnum hefur hins vegar borist fínn liðsauki. Halldór Orri Björnsson er kominn aftur heim og það er mikill liðsstyrkur í honum enda Halldór góður leikmaður sem kann hvergi betur við sig en í Stjörnutreyjunni. Það var snjall leikur hjá Stjörnumönnum að fá danska framherjann Jeppe Hansen aftur til liðs við sig, meann sem skor- aði 6 mörk í 9 leikjum í fyrra, og þá hefur liðið fengið varnarmanninn sterka Brynjar Gauta Guðjónsson í stað Rauschenberg. Daninn Michael Præst, sem missti úr síðari hluta tímabilsins vegna meiðsla, er allur að koma til og gæti orðið klár í byrjun móts, framherj- inn stóri og stæðilegi Garðar Jó- hannsson er orðinn heill heilsu og bakvörðurinn Jóhann Laxdal er á góðum batavegi en hann sleit kross- band snemma á síðustu leiktíð. Með þessa þrjá leikmenn heila eru Stjörnumennirnir orðnir ansi vel mannaðir og til alls líklegir. Rúnar Páll Sigmundsson var óhræddur að gefa ungum leik- mönnum Stjörnunnar tækifæri á síðustu leiktíð og það kemur þeim svo sannarlega til góða í sumar. Strákar eins og Þorri Geir Rún- arsson eru árinu eldri og margir yngri leikmenn liðsins banka á dyrn- ar og bíða eftir því að fá tækifæri á stóra sviðinu. Vel mannaðir meistarar Morgunblaðið/Ómar Stjörnumaður eitt Daníel Laxdal hefur leikið með Stjörnunni í rúman ára- tug og lagt þung lóð á vogarskálarnar við að gera liðið að Íslandsmeistara. Leikmenn árið 2015 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Gunnar Nielsen 1986 0 0 26 Motherwell ‘15 13 Arnar Darri Pétursson 1991 3 0 0 *Víkingi Ó. ‘15 25 Sveinn S. Jóhannesson 1995 2 0 0 *Skínanda ‘13 Markverðir 2 Brynjar Gauti Guðjónsson 1992 75 5 0 ÍBV ‘15 3 Aron R. Heiðdal 1995 7 1 0 *Keflavík ‘15 4 Jóhann Laxdal 1990 107 10 1 Ull/Kisa ‘14 9 Daníel Laxdal 1986 130 4 0 14 Hörður Árnason 1989 92 1 1 HK ‘11 24 Brynjar Már Björnsson 1995 0 0 0 *Skínanda ‘14 Varnarmenn 5 Michael Præst 1986 31 1 0 FC Fyn ‘13 6 Þorri Geir Rúnarsson 1995 17 0 0 7 Atli Jóhannsson 1982 233 21 0 KR ‘10 8 Pablo Punyed 1990 31 3 3 Fylki ‘14 12 Heiðar Ægisson 1995 13 0 0 *Skínanda ‘14 21 Snorri Páll Blöndal 1994 14 0 0 23 Halldór Orri Björnsson 1987 106 47 2 Falkenberg ‘15 30 Kári Pétursson 1996 0 0 0 *Skínanda ‘14 Miðjumenn 10 Veigar Páll Gunnarsson 1980 93 27 34 Stabæk ‘13 11 Arnar Már Björgvinsson 1990 84 22 0 Breiðabliki ‘14 17 Ólafur Karl Finsen 1992 79 21 2 Selfossi ‘13 18 Jón Arnar Barðdal 1995 4 0 0 *Skínanda ‘14 19 Jeppe Hansen 1989 9 6 0 Fredericia ‘15 20 Atli Freyr Ottesen 1995 8 0 0 *Skínanda ‘14 22 Þórhallur Kári Knútsson 1995 1 0 0 *Skínanda ‘13 26 Kristófer Konráðsson 1998 0 0 0 27 Garðar Jóhannsson 1980 129 40 8 Strömsgodset‘11 Sóknarmenn  Tekst Stjörnunni að fylgja eftir ævin- týrinu?  Endurheimta sterka menn STJARNAN Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Í umfjöllun um lið Stjörnunnar á sama tíma á þessum stað fyrir ári síðan skrifaði undirritaður að það gæti orðið erfitt fyrir Garðabæj- arliðið að bæta ofan á leiktíðina frá árinu áður en þá hafnaði Stjarnan í þriðja sæti og tryggði sér Evr- ópusæti í fyrsta skipti í sögu félags- ins. Stjörnumenn gáfu mér og mörg- um öðrum hins vegar langt nef. Tímabilið varð hreint út sagt eitt stórt ævintýri og mögnuð frammi- staða Stjörnuliðsins verður lengi í minnum höfð. Ekki nóg að liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari í fyrsta skipti heldur fór það í gegnum Ís- landsmótið án þess að tapa leik og náði frábærum árangri í Evr- ópukeppni en fyrst íslenskra liða náði það að spila í fjórum umferðum í Evrópudeildinni og sló þar út lið á borð við Motherwell frá Skotlandi og Lech Poznan frá Póllandi. Lítið í umræðunni Á undirbúningstímabilinu hafa ríkjandi Íslandsmeistarar verið minna á milli tannanna hjá spark- fræðingum en hefð er fyrir hvað meistaralið varðar þegar spáð er í spilin fyrir mót. Flestir þeirra hafa nefnt FH á nafn sem væntanlega kandídata að Íslandsmeistaratitl- inum og á síðustu dögum hafa KR- ingar komið inn í þá umræðu. Færri virðast hafa trú á Stjörnunni en það er engum blöðum um það að fletta að sá mannskapur sem Stjarnan hef- ur yfir að ráða er feikilega öflugur og er síst lakari heldur en í fyrra. Besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð og leikmaður ársins, mark- Rúnar Páll Sig- mundsson stýrir liði Stjörnunnar annað árið í röð en hann var áður aðstoðarmaður Loga Ólafssonar. Rúnar, sem er 41 árs gamall og lék á árum áður með Stjörnunni, stýrði HK í efstu deild seinni hluta tímabilsins 2008 og í 1. deild ári síðan. Þá var hann þjálfari norska liðsins Levanger í tvö ár áður hann sneri aftur heim til Íslands fyr- ir þremur árum. Líkt og á síðustu leiktíð verður Brynjar Björn Gunnarsson aðstoð- armaður Rúnars en Brynjar er margreyndur landsliðsmaður og at- vinnumaður til margra ára. Hann og Rúnar Páll náðu afar vel saman og bökkuðu hvor annan vel upp. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen mun verja mark Ís- landsmeistaranna í sumar og fær það vandaverk að fylla skarð Ingv- ars Jónssonar sem átti frábært tímabil í fyrra og var útnefndur besti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Hinn tvítugi Sveinn Sigurður Jóhannes- son verður Gunnari til trausts og halds. Þórhallur Kári Knútsson, tvítug- ur strákur uppal- inn hjá Stjörn- unni, mun byrja í stöðu hægri bak- varðar en ekki er reiknað með að Jóhann Laxdal verði klár í slag- inn fyrr en í júní. Hörður Árnason verður í vinstri bakvarðarstöðunni sem hann leysti svo vel af hendi á síðustu leiktíð. Daníel Laxdal verður miðvörður líkt og undanfarin ár og nú með Brynjar Gauta Guðjónsson sér við hlið. Atli Jóhannsson, Þorri Geir Rún- arsson, Pablo Punyed og Michael Præst verða líklega í helstu hlut- verkunum á miðri miðjunni en Præst er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Snorri Páll Blöndal er einn- ig til staðar. Sóknarsveit Stjörnumanna er vel skipuð með Ólaf Karl Finsen, Arnar Má Björgvinsson, Veigar Pál Gunn- arsson, Halldór Orra Björnsson, Garðar Jóhannsson og Danann Jeppe Hansen. Veigar getur spilað fyrir aftan fremstu menn þar sem hann nýtist vel í holunni frægu en Rúnar Páll þjálfari hefur marga góða kosti að spila úr hvað sóknar- leikinn varðar. Stjarnan á marga unga og efni- lega leikmenn sem fá eflaust eld- skírnina í Pepsi-deildinni í sumar en þeir hafa fengið góða reynslu með varaliði félagsins, Skínanda, sem leikur í 4. deild. Stjarnan Rúnar Páll Sigmundsson Michael Præst KOMNIR: Arnar Darri Pétursson frá Víkingi Ó. (úr láni) Aron Heiðdal frá Keflavík (úr láni) Brynjar Gauti Guðjónsson frá ÍBV Halldór Orri Björnsson frá Falkenberg (Sví) Jeppe Hansen frá Fredericia (Dan) Gunnar Nielsen frá Motherwell (Skotlandi) FARNIR: Baldvin Sturluson í Val Daníel Andri Baldursson í Aftureld. Hilmar Þór Hilmarsson í Val Ingvar Jónsson í Start (Noregi) Martin Rauschenberg í Gefle (Sví) Niclas Vemmelund í danskt félag Rolf Toft í Víking R. Breytingar á liði Stjörnunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.