Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 8

Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 8
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 8 armaður, Guðmundur Benediktsson, hafa reynt eftir bestu getu að finna leikmenn til að stoppa í götin og hafa notið liðsinnið Danans Henriks Böd- kers. Bödker, sem var duglegur að koma löndum sínum að hjá Stjörn- unni og það gæða leikmönnum, hefur látið til sín taka í Vesturbænum og KR-ingar munu tefla fram þremur Dönum í liði sínu í sumar. „Danskir dagar í Vesturbænum“ ætti að hljóma vel í fyrirsögn standi þeir Sören Fre- deriksen, Rasmus Christiansen og Jacob Schoop undir væntingum. Kræktu í einn stærsta bitann Varnarmaðurinn Skúli Jón Frið- geirsson er aftur kominn heim í heið- ardalinn og verður KR-ingum góður liðsstyrkur innan sem utan vallar og þá má ekki gleyma því að þeir rönd- óttu kræktu í einn stærsta bitann á leikmannamarkaðnum þegar þeir fengu miðjumanninn Pálma Rafn Pálmason frá Lilleström. Pálmi er leikmaður í háum gæðaflokki og mun örugglega spila stóra rullu í KR-liðinu í sumar. Þá þurfa KR-ingar gott framlag frá Gary Martin sem stóð uppi sem markakóngur á síðustu leik- tíð en góðu fréttirnar fyrir stuðnings- menn KR eru þær að Englendingnum tókst ekki að heilla forráðamenn þeirra liða sem hann reyndi fyrir sér hjá í vetur. Leikmannahópur KR er kannski ekki eins stór og sterkur og hjá að- alkeppninautunum í FH og Stjörn- unni en falli nýju mennirnir vel inn í hópinn eru KR-ingar til alls líklegir. Þjálfarinn Bjarni Guðjónsson á hins vegar eftir að sanna sig. Bjarni fékk eldskírnina í þjálfarastarfinu á síðasta ári en hlutskipti hans var að falla með Framarana. Lærdómsríkt tímabil hjá fyrrverandi fyrirliða KR-liðsins en hann er reynslunni ríkari. Blóðtaka í Vesturbænum Morgunblaðið/Eva Björk Bikarmeistarar Aron Bjarki Jósepsson með markakónginn Gary Martin á bakinu eftir að KR landaði bikarmeistaratitlinum síðasta sumar. Leikmenn árið 2015 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Stefán Logi Magnússon 1980 63 0 10 Ull/Kisa ‘14 12 Hörður Fannar Björgvinsson 1997 5 0 0 Fram ‘15 13 Sindri Snær Jensson 1986 37 0 0 Val ‘14 Markverðir 2 Grétar S. Sigurðarson 1982 218 25 0 Víkingi R. ‘08 3 Rasmus Christiansen 1989 64 3 0 Ull/Kisa ‘15 4 Gonzalo Balbi 1992 14 0 0 Terrassa ‘14 5 Skúli Jón Friðgeirsson 1988 102 3 4 Gefle ‘15 6 Gunnar Þór Gunnarsson 1985 78 1 3 Norrköping ‘11 18 Aron Bjarki Jósepsson 1989 46 4 0 *Völsungi ‘11 Varnarmenn 8 Jónas Guðni Sævarsson 1983 154 5 7 Halmstad ‘12 10 Pálmi Rafn Pálmason 1984 79 23 18 Lilleström ‘15 11 Almarr Ormarsson 1988 131 29 0 Fram ‘14 16 Kristinn J. Magnússon 1984 92 1 0 Víkingi R. ‘15 20 Jacob Schoop 1988 0 0 0 OB ‘15 23 Atli Sigurjónsson 1991 60 3 0 Þór ‘12 24 Farid Zato 1992 38 1 3 Víkingi Ó. ‘14 26 Björn Þorláksson 1995 2 0 0 *KV ‘14 28 Atli Hrafn Andrason 1999 0 0 0 29 Júlí Karlsson 1996 0 0 0 Miðjumenn 7 Gary John Martin 1990 65 33 0 ÍA ‘12 9 Þorsteinn Már Ragnarsson 1990 48 9 0 *Víkingi Ó. ‘15 19 Sören Frederiksen 1989 0 0 0 AaB ‘15 22 Óskar Örn Hauksson 1984 200 42 2 *Edmonton ‘15 27 Guðmundur A. Tryggvason 1999 0 0 0 Sóknarmenn  Stórar og miklar kanónur horfnar á braut  Danskir dagar í Frostaskjólinu KR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Eftir fjögur farsæl ár í Frostaskjól- inu er Rúnar Kristinsson horfinn á braut og það kemur í hlut Bjarna Guðjónssonar, fyrrverandi fyrirliða liðsins, að gera atlögu að stóru titl- unum með KR-liðið í sumar. Tveir Íslandsmeistaratitlar og þrír bik- armeistaratitlar var uppskera Rún- ars með KR-ingana og það bíður því Bjarna krefjandi verkefni í Vest- urbænum að fylgja þessum árangri eftir og svara kröfum stuðnings- manna sem sætta sig ekki við neitt annað en að vera bestir. Gervigrasvöllurinn í Laugardal var vettvangur fyrstu tveggja heima- leikja KR á síðustu leiktíð og upp- skeran út úr þeim leikjum gegn Val og FH var ekkert stig. Þessi byrjun reyndist KR-ingum dýrkeypt og 14 töpuð stig í fyrri umferðinni gerðu það að verkum að meistaravörnin var nær óvinnandi vegur. Þriðja sætið varð niðurstaðan og þó svo að bik- armeistaratitillinn hafi farið á loft hjá liðinu var tímabilið hálfgerð von- brigði. Lykilmenn horfnir á braut Það eru sterkir leikmenn sem KR- ingar hafa mátt sjá á eftir. Baldur Sigurðsson, Haukur Heiðar Hauks- son, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Emil Atlason eru farnir til ann- arra liða og seint á síðustu leiktíð yf- irgaf Kjartan Henry Finnbogason Vesturbæjarliðið. Engir smákarlar þarna á ferð en góðu fréttirnar fyrir vesturbæjarliðið eru þær að Óskar Örn Hauksson er kominn heim eftir stutta dvöl í Kanada. Bjarni og hans hundtryggi aðstoð- KR-ingar tefla fram nýju þjálf- arateymi. Bjarni Guðjónsson er orðinn aðalþjálf- ari liðsins í stað Rúnars Krist- inssonar og fetar þar með í fótspor föður síns Guð- jóns Þórðarsonar sem þjálfaði KR- liðið tímabilin 1994 og 1995. Bjarni, sem spilaði í mörg ár með KR og var fyrirliði liðsins, þjálfaði Fram á síð- ustu leiktíð. Guðmundur Benedikts- son, annar fyrrverandi leikmaður KR, er aðstoðarmaður Bjarna en Guðmundur var aðstoðarþjálfari Breiðabliks og tók svo við þjálfun liðsins í júní eftir að Ólafur Krist- jánsson var ráðinn þjálfari Nord- sjælland. Stefán Logi Magnússon mun standa á milli stanganna hjá KR- ingum eins og í fyrra en hlutverk Sindra Snæs Jenssonar og hins efni- lega Harðar Fannars Björgvins- sonar verður að veita Stefáni sam- keppni. Gonzalo Balbi og Aron Bjarki Jósepsson hafa spilað í hægri bak- varðarstöðunni á undirbúnings- tímabilinu og Gunnar Þór Gun- arsson hefur leyst vinstri bak- varðarstöðuna. Rasmus Christi- ansen og Skúli Jón Friðgeirsson eru fyrstu kostir í miðvarðastöð- urnar en reynslu- boltinn Grétar Sigfinnur Sig- urðarson er einnig til staðar og þá hefur Aron Bjarki oft spilað í stöðu miðvarðar. Daninn Jacob Schoop, Pálmi Rafn Pálmason og Jónas Guðni Sævarsson verða líklegast í aðal- hlutverkunum á miðjunni en KR hefur einnig úr að spila þeim Almari Ormarssyni, Kristni Jóhannesi Magnússyni og Atla Sigurjónssyni, sem hefur þó ekkert spilað á undir- búningstímabilinu vegna meiðsla. Það hefur Farid Zato heldur ekki gert en meiðsli hafa einnig verið að hrjá Tógómanninn. Óskar Örn Hauksson, sem er kominn heim eftir stutta dvöl í Kan- ada, Daninn Sören Fredriksen, markakóngurinn Gary Martin og Grundfirðingurinn Þorsteinn Már Ragnarsson eru kostirnir sem KR- ingar hafa í fremstu víglínunni. Ungir og efnilegir leikmenn hafa fengið að spreyta sig með KR-liðinu á undirbúningstímabilinu og strákar eins og Guðmundur Andri Tryggvason, sonur Tryggva Guð- mundssonar, og Atli Hrafn Andra- son gætu fengið að taka sín fyrstu skref í Pepsi-deildinni í sumar. KR Bjarni Guðjónsson Pálmi Rafn Pálmason KOMNIR: Hörður F. Björgvinsson frá Fram Kristinn Magnússon frá Víkingi R. Pálmi Rafn Pálmason frá Lilleström (Noregi) Rasmus Christiansen frá Ull/Kisa (Noregi) Skúli Jón Friðgeirssom frá Gefle (Svíþjóð) Sören Frederiksen frá AaB (Dan.) Jacob Schoop frá OB (Danmörku) Þorsteinn Már Ragnarsson frá Víkingi Ó. (úr láni) FARNIR: Baldur Sigurðsson í SönderjyskE (Danmörku) Egill Jónsson í Víking Ó. (lán) Emil Atlason í Münster (Þýsk.) Guðmundur Reynir Gunnarsson í Víking Ó. (lán) Haukur H. Hauksson í AIK (Sví.) Torfi Karl Ólafsson í Víking Ó. Breytingar á liði KR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.