Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 10

Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 10
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 10 lagaskiptin á fætur öðrum duttu í hús. Mörg ný andlit eru mætt í Vík- ina og leikmenn eins og Viktor Bjarki Arnarsson, sem kannast vel við sig og hefur sjaldan spilað betur en í Víkingstreyjunni, Finnur Ólafs- son og Hallgrímur Mar Stein- grímsson eru öflugir spilarar sem munu styrkja hópinn til mikilla muna svo ekki sé nú talað um danska sóknarmanninn Rolf Toft, sem kom frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þá binda Víkingar von- ir við serbneska varnarmanninn Mil- os Zivkovic sem kom til liðsins í vet- ur. Það var lykilatriði fyrir Víkinga að halda miðjumanninum Igor Taskovic. Það tókst en Igor var kjöl- festan í Víkingsliðinu í fyrra. En Fossvogsliðið hefur líka þurft að sjá á eftir góðum leikmönnum. Ein aðalstjarna liðsins á síðustu leik- tíð, Aron Elís Þrándarson, er kom- inn í atvinnumennsku og þeir Krist- inn Jóhannes Magnússon og markvörðurinn Ingvar Þór Kale eru farnir til annarra liða. Báðir léku þeir alla leiki Víkings í fyrra. Danski markvörðurinn Thomas Nielsen var fenginn til að fylla skarð Ingvars. Þurfa að bæta við mörkum Það var hálfgerð markastífla hjá Víkingunum á síðustu leiktíð en þeir skoruðu 25 mörk og aðeins botnliðið Þór skoraði minna. Á þessu þarf Ólafur Þórðarson að gera bragarbót og með tilkomu Rolf Tofts eru Vík- ingar vongóðir um að mörkunum fjölgi. Hann og Pape Mamadou Faye ættu að geta hrellt varnir mótherj- anna. Miklar breyt- ingar í Víkinni Morgunblaðið/Eggert Fyrirliðinn Serbneski miðjumaðurinn Igor Taskovic leikur sitt þriðja ár með Víkingum og hann hefur verið þeim ákaflega dýrmætur. Leikmenn árið 2015 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Thomas Nielsen 1992 0 0 0 AaB ‘15 12 Denis Cardaklija 1988 8 0 0 Fram ‘15 30 Kristófer Karl Jensson 1996 0 0 0 Markverðir 3 Ívar Örn Jónsson 1994 17 1 0 HK ‘13 5 Tómas Guðmundsson 1992 8 1 0 6 Halldór Smári Sigurðsson 1988 29 0 0 *Berserkjum ‘07 11 Dofri Snorrason 1990 55 2 0 KR ‘13 16 Milos Zivkovic 1984 0 0 0 Novi Pazar ‘15 22 Alan Lowing 1988 78 0 0 Fram ‘14 25 Davíð Steinn Sigurðarson 1992 0 0 0 *KV ‘15 27 Davíð Örn Atlason 1994 0 0 0 *Dalvík/Reyni ‘15 Varnarmenn 4 Igor Taskovic 1982 21 3 0 Celik Niksic ‘13 7 Hallgrímur Mar Steingrímsson 1990 0 0 0 KA ‘15 8 Viktor Bjarki Arnarsson 1983 168 26 0 Fram ‘15 9 Haukur Baldvinsson 1990 97 10 0 Fram ‘15 13 Arnþór Ingi Kristinsson 1990 9 1 0 Hamri ‘13 14 Atli Fannar Jónsson 1995 22 2 0 ÍBV ‘15 17 Tómas Ingi Urbancic 1996 0 0 0 Reading ‘15 19 Erlingur Agnarsson 1998 0 0 0 21 Bjarni Páll Runólfsson 1996 1 0 0 23 Finnur Ólafsson 1984 110 6 0 Fylki ‘15 24 Stefán Bjarni Hjaltested 1997 5 1 0 28 Eiríkur Stefánsson 1996 5 0 0 29 Agnar Darri Sverrisson 1994 11 1 0 *BÍ/Bolungarvík‘15 Miðjumenn 10 Rolf Toft 1992 11 6 0 Stjörnunni ‘15 15 Andri Rúnar Bjarnason 1990 0 0 0 BÍ/Bolungarvík‘15 18 Stefán Þór Pálsson 1995 3 0 0 Breiðabliki ‘15 20 Pape Mamadou Faye 1991 75 19 0 Grindavík ‘13 Sóknarmenn  Spennandi tímabil í vændum hjá Víkingum  Fyrsti Evrópuleikur í 23 ár VÍKINGUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Víkingur stimplaði sig inn í Pepsi- deildina með glæsibrag á síðustu leiktíð en flestum á óvart náðu Vík- ingar sem nýliðar fjórða sæti deild- arinnar og hrepptu þar með hið eft- irsótta Evrópusæti. Magnaður árangur hjá Ólafi Þórðarsyni og lærisveinum hans en nú velta margir því fyrir sér hvernig þeim röndóttu tekst að fylgja eftir frábæru tíma- bili. Það verður alla vega enginn hægðarleikur fyrir Víkinga að toppa árangur síðasta tímabils þó að keppikefli þeirra hljóti að vera að festa sig í sessi á meðal þeirra bestu. Það hefur reynst Víkingum erfitt að ná upp stöðugleika en nú eru allar forsendur til þess að það geti tekist og að liðið verði áfram í baráttu í efri hluta deildarinnar. Spennandi tímabil er í vændum hjá Víkingum en í fyrsta sinn frá árinu 1992 fá stuðningsmenn félags- ins að sjá sína menn í Evrópukeppni. Víkingar nær og fjær iða í skinninu og það finnur undirritaður vel í gegnum þrjá harða stuðningsmenn félagsins sem starfa með honum. Gústi og Siddi og Agnes Braga geta vart beðið eftir að flautað verði til leiks í Pepsi-deildinni og hvað þá að vita hver verður andstæðingur liðs- ins í Evrópudeildinni í sumar. Þau hafa tröllatrú á sínum mönnum. Víkingarnir hafa látið vel til sín taka á leikmannamarkaðnum í vetur og sér í lagi í haust þegar hver fé- Ólafur Þórð- arson og Milos Milojevic eru saman aðalþjálf- arar Víkingsliðs- ins. Ólafur hefur hefur verið að- alþjálfari liðsins frá árinu 2012 og síðustu tvö tíma- bilin hefur Milos verið aðstoð- armaður hans. Undir lok síðustu leiktíðar var svo gengið frá því að þeir Ólafur og Milos yrðu saman með liðið næstu tvö árin. Ólafur er þrautreyndur en hann hefur verið við þjálfun frá árinu 1999 og hefur stýrt liðum ÍA og Fylkis auk Víkings. Milos er öllum hnútum kunnugur í Víkinni en hann lék með liðinu áður en hann fór út í þjálfun. Milos hefur verið hér á landi í hart- nær áratug og lék með Hamri og Ægi áður en hann kom til Víkinga árið 2010. Tveir nýir markverðir komu til Víkings í vetur. Denis Cardaklija frá Fram og Daninn Thomas Nielsen. Þeir koma til með að berjast um markvarðarstöðuna sem Ingvar Þór Kale skipaði á síðustu leiktíð en Ingvar fór til Vals. Dofri Snorra- son og Ívar Örn Jónsson koma til með að verða fyrstu kostir í bakvarð- arstöðurnar. Ívar getur líka spilað á kantinum sem og Dofri og Halldór Smári Sigurðs- son í vinstri bak- varðarstöðunni. Miðvarðarpar númer eitt verður er- lent, með Skotann Alan Lowing og Serbann Milos Zivkovic. Tómas Guðmundsson og Davíð Örn Atla- son eru aðrir varnarmenn sem Vík- ingar hafa yfir að ráða. Á miðsvæðinu er nokkuð ljóst að Igor Taskovic og Finnur Ólafsson verði í veigamestu hlutverkunum og með þeim Viktor Bjarki Arnarsson, sem er kominn aftur heim í Víkinga, og Akureyringurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sem kom frá KA-mönnum. Daninn Rolf Toft og Pape Ma- madou Faye eru leikmennirnir sem Víkingar stóla á að setji flestu mörk- in fyrir þá en eitt helsta vandamál liðsins á síðustu leiktíð var að skora mörk. Haukur Baldvinsson er fljót- ur og lunkinn kantmaður og Stefán Þór Pálsson er góður kostur í stöð- unni fyrir aftan fremstu menn og skoraði talsvert á undirbúnings- tímabilinu. Þá er Andri Rúnar Bjarnason til staðar hvað sókn- arstöðurnar varðar en hann var markahæsti leikmaður BÍ/ Bolungarvíkur í 1. deildinni á síð- ustu leiktíð. Víkingur Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic Rolf Toft KOMNIR: Agnar Sverriss. frá BÍ (úr láni) Andri R. Bjarnason frá BÍ/Bol. Atli Fannar Jónsson frá ÍBV Davíð Atlason frá Dalv. (úr láni) Davíð Sigurðars. frá KV (úr láni) Denis Cardaklija frá Fram Finnur Ólafsson frá Fylki Hallgrímur Steingrímsson frá KA Haukur Baldvinsson frá Fram Milos Zivkovic frá N.Pazar (Ser.) Rolf Toft frá Stjörnunni Stefán Þór Pálsson frá Breiðab. Thomas Nielsen frá AaB (Dan.) Tómas Ingi Urbancic frá Reading (Englandi) (lán) Viktor Bjarki Arnarsson frá Fram FARNIR: Aron Þrándarson í Aalesund (Nor.) Ásgeir F. Ásgeirsson í BÍ/Bol. (lán) Darri Steinn Konráðsson í Álftanes Henry Monaghan, óvíst Iliyan Garov í Marek Dup. (Búl.) Ingvar Þór Kale í Val Kjartan Dige Baldursson, hættur Kristinn J. Magnússon í KR Michael Abnett í Dulwich (Eng.) Ómar Friðriksson í Fram (lán) Óttar Steinn Magnússon í Hött Páll Þorsteinsson í Breið. (úr láni) Sigurður H. Björnsson í Hött (lán) Todor Hristov í Arneas (Grikk.) Viktor Jónsson í Þrótt R. (lán) Breytingar á liði Víkings

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.