Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 12
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 12 landsmeistari í fyrsta sinn en alls gerði hann Hafnarfjarðarliðið að Ís- landsmeisturum í þrígang. Fyrsta verk Ólafs eftir að hann tók til starfa hjá Val var að auka breiddina í liðinu og það hefur honum tekist bærilega. Valsmenn hafa fengið til sín nokkra leikmenn sem gætu gert það gott í sumar en þar má nefna Skaga- manninn Andra Adolphsson, Tómas Óla Garðarsson, Einar Karl Ingvars- son og Orra Sigurð Ómarsson og þá hafa þeir kallað til baka úr láni leik- menn eins og Andra Fannar Stef- ánsson og Matarr Jobe. Baldvin Sturluson er einnig góð viðbót í hóp- inn sem og markvörðurinn Ingvar Þór Kale. Það voru góðar fréttir fyrir Vals- menn að ná að halda skoska miðju- manninum Iain Williamson og sænska framherjanum Patrick Ped- ersen. Það skiptir miklu fyrir þá rauð- klæddu að þeir verði í góðum gír sem og driffjöðrin á miðjunni, baráttu- hundurinn Haukur Páll Sigurðsson. Heimavöllurinn þarf að gefa betur Ég held að ég verði að hryggja stuðningsmenn Vals og ekki síst Bödda Bergs með því að telja að Val- ur muni ekki blanda sér í neina bar- áttu um Íslandsmeistaratitilinn í ár en þeir gætu tekið eitt skref áfram og gert atlögu að Evrópusæti. Til þess þurfa þó Valsarar heldur betur að hressa við gengi sitt á heimavelli. Valsmönnum hefur ekki gengið vel að safna stigum á Vodafone-velli sínum á síðustu tímabilum. Sex tapleikir á heimavelli í deildinni í fyrra eru til merkis um það og ef ég þekki Óla Jó rétt þá mun hann gera allt sem í hans valdi stendur til að breyta þessu. Möguleiki á Evrópusæti Morgunblaðið/Golli Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki á miðju Vals undanfarin ár og leikið lengst núverandi leikmanna á Hlíðarenda. Leikmenn árið 2015 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Ingvar Þór Kale 1983 119 0 0 Víkingi R. ‘15 12 Anton Ari Einarsson 1994 6 0 0 *Tindastóll ‘14 Markverðir 5 Baldvin Sturluson 1989 77 7 0 Stjörnunni ‘15 13 Darri Sigþórsson 1997 0 0 0 14 Gunnar Gunnarsson 1993 10 1 0 Gróttu ‘14 15 Þórður Steinar Hreiðarsson 1986 83 5 0 Locarno ‘14 20 Orri Sigurður Ómarsson 1995 0 0 0 AGF ‘15 21 Bjarni Ólafur Eiríksson 1982 147 7 21 Stabæk ‘13 26 Hilmar Þór Hilmarsson 1990 21 1 0 Stjörnunni ‘15 Varnarmenn 3 Iain Williamson 1988 39 4 0 Grindavík ‘13 4 Einar Karl Ingvarsson 1993 29 2 0 *Grindavík ‘15 7 Haukur Páll Sigurðsson 1987 120 22 1 Þrótti R. ‘10 10 Kristinn Freyr Sigurðsson 1991 75 7 0 Fjölni ‘12 17 Andri Adolphsson 1992 39 2 0 ÍA ‘15 19 Marteinn Högni Elíasson 1996 0 0 0 23 Andri Fannar Stefánsson 1991 51 0 0 *Leikni R. ‘15 Miðjumenn 6 Daði Bergsson 1995 4 3 0 NEC Nijmegen‘14 8 Kristinn Ingi Halldórsson 1989 89 18 0 Fram ‘14 9 Patrick Pedersen 1991 22 11 0 Vendsyssel ‘14 11 Sigurður Egill Lárusson 1992 49 5 0 Víkingi R. ‘13 16 Tómas Óli Garðarsson 1993 64 5 0 Breiðabliki ‘15 18 Haukur Ásberg Hilmarsson 1995 7 1 0 29 Ragnar Þór Gunnarsson 1994 5 1 0 *Selfossi ‘15 Sóknarmenn  Óli Jó mættur í brúna á Hlíðarenda  Ekki toppbarátta en geta náð ofar VALUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Stuðningsmenn Vals eru orðnir óþreyjufullir að bíða eftir að þeirra menn blandi sér af einhverju viti í baráttuna um stóru titlana en í ár eru átta ár liðin því að Valur fagnaði Ís- landsmeistaratitlinum síðast og þá verða tíu ár frá síðasta bikarmeist- aratitli félagsins. Einn leikmaður er eftir úr Íslandsmeistaraliði Vals 2007, varnarmaðurinn reyndi Bjarni Ólafur Eiríksson en Sigurbjörn Hreiðarsson var líka í þessu liði. Nú er Sigurbjörn kominn í þjálfarateymi félagsins. Fimmta sætið er að verða frátekið fyrir Hlíðarendaliðið en í því sæti hafnaði Valur í fyrra og það í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Það hefur ekki vantað metnaðinn og á köflum yfirlýsingar frá forráðamönnum Vals að koma Valsmönnum aftur í fremstu röð en það hefur ekki tekist sem skyldi. Eftir miklar breytingar á milli ára, tímabil eftir tímabil, var meiri ró í þeim efnum hjá Valsmönnum fyrir síðustu leiktíð og svipað hefur verið uppi á teningnum í ár. Það er góðs viti fyrir Valsmenn enda erfitt að búa til gott lið ef breytingar eru of miklar á milli tímabila. Þjálfaraskipti hafa líka verið nokk- uð tíð á Hlíðarenda og sú varð raunin eftir síðustu leiktíð. Magnús Gylfason sem hafði verið við stjórnvölinn í tvö ár steig til hliðar og var Ólafur Jó- hannesson ráðinn í hans stað. Óla þarf vart að kynna fyrir íslenskum knattspyrnuáhugamönnum. Hann er einn reyndasti þjálfari landsins og kom FH-ingum fyrstur allra á kortið en undir hans stjórn varð FH Ís- Ólafur Davíð Jó- hannesson var ráðinn nýr þjálf- ari Valsmanna í vetur en þessi 58 ára gamli Hafn- firðingur hefur víða komið við á þjálfaraferli sín- um sem hófst hjá Einherja á Vopnafirði árið 1982. Eftir átta ára hlé er Ólafur mættur til starfa í efstu deild. Ólafur var við stjórnvölinn hjá FH frá 2003 til 2007 og var síðan landsliðsþjálfari í fjögur ár. Síðustu þrjú tímabilin þjálfaði Ólafur lið Haukanna í 1. deildinni en Ólafur er uppalinn Haukamaður. Hann hefur einnig spilað með Val og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 1987. Aðstoðarmaður hans hjá Haukum var Sigurbjörn Hreið- arsson en nú eru þeir saman hjá Val. Sigurbjörn þekkir hvern krók og kima að Hlíðarenda enda leikmaður liðsins til fjölda ára og leikjahæsti maður þess frá upphafi. Valsmenn hafa tvo mjög fram- bærilega markverði í sínum röðum. Ingvar Þór Kale kom frá Víkingi og væntanlega verður hann markvörð- ur númer eitt en Anton Ari Ein- arsson mun veita honum harða samkeppni. Baldvin Sturluson kemur til með að spila í hægri bakvarð- arstöðunni en verði hann ekki búinn að ná sér af meiðslum mun Andri Fannar Stefánsson leysa þá stöðu. Bjarni Ólafur Eiríksson verð- ur á sínum stað í vinstri bakvarð- arstöðunni og í miðvarðarstöðunum Þórður Steinar Hreiðarsson og hinn ungi Orri Sigurður Ómarsson, sem kom frá danska liðinu AGF. Gunnar Gunnarsson er einnig liðtækur mið- vörður. Á miðjunni er líklegt að Haukur Páll Sigurðsson og Skotinn Iain Williamson verði í stærstu og veiga- mestu hlutverkunum. Báðir algjörir lykilmenn í Valsliðinu. Kristinn Freyr Sigurðsson og Einar Karl Ingvarsson munu spila líka á mið- svæðinu og þar getur Andri Fannar líka spilað. Í framherjastöðunum eru Vals- menn með Patrick Pedersen, sem skoraði 6 mörk í 13 leikjum í fyrra, og hinn fótfráa Kristin Inga Hall- dórsson sem hefur glímt við meiðsli. Í kantstöðunum eru Valsarar vel mannaðir og með mikla breidd en þar eru leikmenn eins og Sigurður Egill Lárusson, Andri Adolphsson, Daði Bergsson, Tómas Óli Garð- arsson og Haukur Ásberg Hilm- arsson. Valur Ólafur Jóhannesson Þórður Steinar Hreiðarsson KOMNIR: Andri Adolphsson frá ÍA Andri Fannar Stefánsson frá Leikni R. (úr láni) Baldvin Sturluson frá Stjörnunni Einar Karl Ingvarsson frá Grindavík (úr láni) Hilmar Þór Hilmarsson frá Stjörn. Ingvar Þór Kale frá Víkingi R. Orri S. Ómarsson frá AGF (Dan.) Ragnar Þór Gunnarsson frá Selfossi (úr láni) Tómas Óli Garðarsson frá Breiðab. FARNIR: Arnar Sveinn Geirsson í Víking Ó. Ásgeir Þór Magnússon, hættur Billy Berntsson í Qormi (Möltu) Fjalar Þorgeirsson, hættur Halldór Hermann Jónsson í KA Kolbeinn Kárason í Leikni R. Lucas Ohlander í Motala (Svíþjóð) Magnús Már Lúðvíksson í Fram Matarr Jobe, óvíst Tonny Mawejje í Haugesund (Noregi) (úr láni) Breytingar á liði Vals Sófinn er í senn glæsilegur og þægilegur. Hann er með hand eða rafstýrðum hvíldarstólum í öllum sætum. ISABELLA hægindasófi Nettur og þægilegur tungusófi. Hann er einnig fáanlegur sem hvíldarstóll, tveggja eða þriggja sæta og öll sæti stillanleg. DIVA tungusófi Alklæddur leðri eða í slitsterku tauáklæði. sófinn er fáanlegur í fjöldamörgum útfærslum svo sem tveggja, þriggja eða fjögura sæta. Öll sæti fáanleg með rafstýrðum skemlum. ERMES hægindasófi Góðir hvíldarstólar með háu baki og stillanlegum hnakkapúða fyrir auka stuðning. Margir litir í boði. Ezzy og MOBIUS hvíldarstólar Komdu í heimsókn –og uppfylltu drauma þína um betri hvíld LÚR Hlíðasmára 1 201 Kópavogi Sími 554 6969 lur@lur.is www.lur.is Nettir sófar og stólar með hallandi baki, sem mega standa nánast upp við vegg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.