Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 16
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 16 VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT? ÁFRAM BREIÐABLIK! Vörður styður Blika og hvetur til góðra verka á vellinum í sumar. BREIÐABLIK Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Tímabilið hjá Breiðabliki á síðustu leiktíð var vonbrigði. Búist hafði verið við Blikunum í baráttu um Evr- ópusætið en niðurstaðan varð fallbar- átta nær allt tímabilið og sjöunda sæt- ið var hlutskipti Kópavogsliðsins. Það var hálfgerður losarabragur á liðinu eftir að tilkynnt var að Ólafur Krist- jánsson, þjálfari Breiðabliksliðsins til margra ára, myndi yfirgefa félagið í byrjun júní og aðstoðarmaður hans, Guðmundur Benediktsson, tæki við stjórninni. Ólafur stýrði Blikunum í fyrstu sex leikjunum og ekki er hægt að segja að hann hafi skilið neitt sér- staklega vel við því Breiðablik var að- eins með fjögur stig eftir þessa sex leiki. Árangur Ólafs með Blikaliðið yf- ir það heila var annars mjög góður en undir hans stjórn varð Breiðablik bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins og eft- irtektarverk er að Breiðablik hefur verið duglegt að selja leikmenn til er- lendra liða. Þar má nefna menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Guðmund Kristjánsson, Sverri Inga Ingason, Finn Orra Mar- geirsson og Árna Vilhjálmsson. Blikarnir minnast hins vegar tíma- bilsins í fyrra sem tímabils jafntefl- anna. Liðið tapaði aðeins fimm leikj- um, helmingi færri en Víkingar sem höfnuðu í fjórða sæti og náðu Evr- ópusæti, en sigurleikirnir urðu aðeins 5 en jafnteflin 12 talsins. Tveir öflugir horfnir á braut Það hafa orðið breytingar í Kópa- voginum. Einn af dáðustu sonum fé- lagsins, Arnar Grétarsson, er kominn í þjálfarastólinn og hans hlutverk er að lyfta þeim grænklæddu á hærri stall. Tveir sterkir póstar hafa yfirgefið Blikana, fyrirliðinn Finnur Orri Mar- geirsson og framherjinn Árni Vil- hjálmsson, markahæsti leikmaður liðs- ins á síðustu leiktíð. Það er mikil blóðtaka í þessum leikmönnum en Breiðablik hefur á móti fengið leik- menn eins og Arnþór Ara Atlason, sem hefur sýnt flotta takta á undirbúnings- tímabilinu, bosníska framherjann Ism- ar Tandir og þá hafa Blikarnir end- urheimt Kristin Jónsson, Ósvald Jarl Traustason og miðvörðinn Kára Ár- sælsson, sem var fyrirliði Blika þegar þeir hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta og eina skipti árið 2010. Mikilvægt að fá Kristin aftur Það er mikill styrkur fyrir Breiða- blik að fá Kristin aftur í sínar raðir en bakvörðurinn knái er öflugur liðs- maður og mikilvægur í uppspili liðsins svo ekki sé talað um spyrnutækni hans. Þá hafa Blikarnir endurheimt marga af yngri leikmönnum sínum sem voru í láni en líkt og undangengin ár eru margir ungir og efnilegir til staðar hjá Breiðabliki sem bíða þess með óþreyju að komast út á stóra svið- ið. Með þann mannskap sem Breiða- blik teflir fram í ár er varla hægt að gera kröfu um að liðið blandi sér í tit- ilbaráttu en það ætti að vera raunhæft markmið hjá Arnari Grétarssyni og strákunum hans að berjast um Evr- ópusæti og stríða bestu liðum landsins. Góður árangur á undirbúnings- tímabilinu er ekki ávísun á gott gengi á Íslandsmótinu en stuðningsmenn Blika eru þó bjartsýnir enda hefur Breiðabliksliðið sýnt flott tilþrif sem hefur án efa aukið sjálfstraustið í lið- inu. Evrópusætið er raunhæft Morgunblaðið/Ómar Vörnin Elfar Freyr Helgason er í stóru hlutverki í vörn Breiðabliks en hann spilaði alla leiki liðsins í fyrra eftir tveggja ára dvöl erlendis. Leikmenn árið 2015 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 195 0 26 FH ‘13 12 Aron Snær Friðriksson 1997 0 0 0 24 Hlynur Örn Hlöðversson 1996 0 0 0 *Augnabliki ‘14 36 Arnaldur Karl Einarsson 1998 0 0 0 Markverðir 2 Ósvald Jarl Traustason 1995 15 1 0 Fram ‘15 4 Damir Muminovic 1990 53 4 0 Víkingi Ó. ‘14 5 Elfar Freyr Helgason 1989 72 2 1 Randers ‘13 6 Kári Ársælsson 1985 112 7 0 BÍ/Bolungarvík‘15 17 Alfons Sampsted 1998 0 0 0 21 Viktor Örn Margeirsson 1994 0 0 0 *HK ‘15 23 Kristinn Jónsson 1990 118 7 4 *Brommapojkarna‘15 29 Arnór S. Aðalsteinsson 1986 110 4 12 Hönefoss ‘14 31 Guðmundur Friðriksson 1994 3 0 0 *Selfossi ‘15 Varnarmenn 3 Oliver Sigurjónsson 1995 5 0 0 AGF ‘14 8 Arnþór Ari Atlason 1993 20 3 0 Fram ‘15 10 Guðjón Pétur Lýðsson 1987 98 25 0 Val ‘13 11 Olgeir Sigurgeirsson 1982 144 7 0 ÍBV ‘03 16 Ernir Bjarnason 1997 1 0 0 19 Gunnlaugur H. Birgisson 1995 1 0 0 Club Brugge ‘14 30 Andri Rafn Yeoman 1992 107 5 0 33 Gísli Eyjólfsson 1994 0 0 0 *Haukum ‘15 Miðjumenn 7 Höskuldur Gunnlaugsson 1994 17 1 0 *Augnabliki ‘14 9 Ismar Tandir 1995 0 0 0 Sacramento ‘15 13 Sólon Breki Leifsson 1998 0 0 0 22 Ellert Hreinsson 1986 92 25 0 Stjörnunni ‘13 27 Arnór Gauti Ragnarsson 1997 0 0 0 28 Davíð Kristján Ólafsson 1995 9 1 0 *Augnabliki ‘14 Sóknarmenn  Blikarnir mæta frískir til leiks  Arnar Grétarsson í brúnni Arnar Grét- arsson er nýr þjálfari Breiða- bliks en hann er öllum hnútum kunnugur hjá Kópavogsliðinu. Arnar er uppal- inn Bliki sem lék með meist- araflokki félags- ins 1988 til 1997 og aftur frá 2006 til 2009. Í millitíð- inni reyndi Arnar fyrir sér í atvinnu- mennskunni og lék með AEK Aþenu og Lokeren. Hann lék 71 leik með ís- lenska landsliðinu. Eftir að ferlinum lauk var hann ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK og fór þaðan til Club Brügge í Belgíu í sambærilegt starf. Aðstoðarmaður Arnars er Krist- ófer Sigurgeirsson, leikmaður Breiðabliks til margra ára sem hefur verið í starfi aðstoðarþjálfara hjá Fjölni undanfarin ár. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson stendur vaktina á milli stanganna eins og undanfarin ár en Gunnleifur, sem verður fertugur í sumar, er liði sínu mikilvægur jafnt innan sem ut- an vallar. Í bakvarðarstöðunum eru Blik- arnir með fyr- irliðann Arnór Svein Að- alsteinsson hægra megin og Kristin Jónsson vinstra megin og þá eru Guð- mundur Frið- riksson og Ós- vald Jarl Traustason einn- ig til staðar. Damir Muminovic og Elfar Freyr Helgason koma svo til með að spila mest í hjarta varnarinnar en reynsluboltinn Kári Ársælsson mun bakka þá upp. Guðjón Pétur Lýðsson og Andri Rafn Yeoman verða í stórum hlut- verkum í miðjuspili Blikanna ef að líkum lætur og þeir Arnþór Ari Atlason og Höskuldur Gunn- laugsson eru sprækir ungir strákar sem munu vonandi láta ljós sitt skína í sumar sem og Oliver Sig- urjónsson. Þá er Olgeir Sig- urgeirsson enn til staðar en hann getur leyst margar stöður á vell- inum. Ellert Hreinsson og Bosn- íumaðurinn Ismar Tandir eru kost- irnir í framherjastöðunum, en Ellert raðaði inn mörkum á undirbúnings- tímabilinu. Á köntunum geta leik- menn eins og Gunnlaugur Hlynur Birgisson og Davíð Kristján Ólafs- son spilað. Arnar þjálfari hefur fleiri kosti í þeim stöðum en Blikarnir hafa í sínum röðum marga unga og efnilega stráka sem koma örugglega til að fá tækifæri til að sýna sig og sanna í sumar. Breiðablik Arnar Grétarsson Kristinn Jónsson KOMNIR: Arnþór Ari Atlason frá Fram Guðmundur Friðriksson frá Selfossi (úr láni) Ismar Tandir frá Sacramento (Ba.) Kári Ársælsson frá BÍ/Bolungarvík Kristinn Jónsson frá Bromma- pojkarna (Svíþjóð) (úr láni) Ósvald Jarl Traustason frá Fram Stefán Gíslason, hættur Viktor Margeirsson frá HK (úr láni) FARNIR: Árni Vilhjálmsson í Lilleström (Noregi) Baldvin Sturluson í Stjörnuna (úr láni) Elfar Árni Aðalsteinsson í KA Elvar Páll Sigurðsson í Leikni R. Finnur Orri Margeirsson í Lilleström (Noregi) Gísli Páll Helgason í Þór Jordan Halsman í Cowdenbeath (Skotlandi) Páll O. Þorsteinsson í Keflavík Stefán Þór Pálsson í Víking R. Tómas Óli Garðarsson í Val Breytingar á liði Breiðabliks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.