Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 18
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 18 Hreinlætis- og rekstrarvörur Hótelvörur Servéttur og kerti Salernispappír, handþurrkur Plastpokar - skrjáfpokar, bréfpokar Ál- og matarfilmur Einnota glös, bakkar, box og hnífapör Hanskar - gúmmí, plast, latex og vinyl Hreinlætisvörur Áhöld - statív, box Pizzakassar o.fl. Umhverfisvottaðar vörur KEFLAVÍK Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Keflvíkingar hafa verið að hjakka í sama farinu undanfarin ár eða eftir að þeir köstuðu frá sér Íslandsmeist- aratitlinum til FH-inga haustið 2008. Suðurnesjaliðið lyfti sér um eitt sæti í fyrra, frá árunum tveimur á undan, og endaði í áttunda sætinu. Keflvíkingar geta þakkað frá- bærri byrjun að ekki fór illa en vond- ar spár sparkspekinga fyrir mótið virtust þjappa leikmönnum liðsins saman. Keflvíkingar voru með fullt hús eftir þrjár fyrstu umferðirnar en síðan hrökk í baklás hjá Suð- urnesjamönnunum. Þeir náðu aðeins að vinna tvo leiki eftir það og þeir sigrar litu dagsins ljós í tveimur síð- ustu umferðunum. Þar með var sæt- ið tryggt en mjög margir höfðu spáð Keflavíkurliðinu falli úr deildinni. Missir að Elíasi Má Það verður ekki tekið af Keflvík- ingum að baráttukrafturinn og vilj- inn er svo sannarlega til staðar en þeir hlutir duga ekki einir og sér. Fyrir síðustu leiktíð þurftu Keflvík- ingar að sjá á eftir Arnóri Ingva Traustsyni út í atvinnumennsku. Hæfleikaríkum leikmanni sem gerði mikið fyrir Keflavíkurliðið. Það sama hefur átt sér stað fyrir þessa leiktíð. Elías Már Ómarsson, sem var kjörinn efnilegsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, er farinn út í at- vinnumennsku og hann skilur eftir sig stórt skarð í liðinu. Elías var besti maður Suðurnesjaliðsins sem kom að flestum mörkum liðsins með einum eða öðrum hætti. Mikill liðsstyrkur í Hólmari og Guðjóni Góðu fréttirnar fyrir Keflavík- urliðið eru hins vegar þær að tveir af þeirra dáðustu drengjum eru komnir aftur heim. Þetta eru þeir Guðjón Árni Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson sem voru í stórum hlut- verkum með liðinu þegar það gerði harða atlögu að Íslandsmeistaratitl- inum fyrir sjö árum. Þessir tveir kappar styrkja hvaða lið sem er en Guðjón Árni er þó enn talsvert spurn- ingarmerki þar sem hann hefur lítið spilað síðustu árin vegna höfuð- meiðsla. Verði þeir Hólmar og Guðjón Árni hins vegar í góðum gír verður það liðinu mikill styrkur. Með þeim kemur mikil reynsla og yfirvegun. Þurfa aftur mörk frá Herði Keflvíkingar þurfa líka mikið og gott framlag frá framherjanum Herði Sveinssyni. Hann skilaði tveggja stafa tölu í fyrra hvað markaskorun varðar og það er lífs- nauðsynlegt fyrir liðið að Hörður verði áfram á markaskónum. Hryggjarstykkið í liðinu verða fyr- irliðinn Haraldur Freyr Guðmunds- son, Hólmar Örn og Hörður og mik- ilvægt að þeir spili vel. Það hafa oftar en ekki verið mikl- ar sveiflur í leikjum Keflvíkinga en takist Kristjáni Guðmundssyni að stilla þeim sveiflum í hóf og Keflvík- ingar gera hinn glæsilega heimavöll sinn að gryfju er vel mögulegt fyrir þá að færa sig ofar á töfluna og að þeir endi mótið um miðja deild. En þá þurfa líka hlutirnar að ganga vel upp og liðið að spila á fullum krafti allt tímabil en ekki bara í upphafi og í lokin eins og á síðustu leiktíð. Gætu þokað sér ofar í ár Ljósmynd/Víkurfréttir Marksækinn Hörður Sveinsson var markahæsti leikmaður Keflvíkinga í fyrra og þeir þurfa á því að halda að hann skori áfram reglulega. Leikmenn árið 2015 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá 1 Richard Arens 1990 0 0 0 Opheusden ‘15 12 Stefán G. Sigurjónsson 1987 0 0 0 Njarðvík ‘15 21 Sindri Kristinn Ólafsson 1997 2 0 0 Markverðir Varnarmenn 6 Einar Orri Einarsson 1989 109 5 0 7 Jóhann B. Guðmundsson 1977 160 41 8 GAIS ‘08 8 Bojan Stefán Ljubicic 1992 69 5 0 16 Páll Olgeir Þorsteinsson 1995 17 0 0 Breiðabliki ‘15 17 Hólmar Örn Rúnarsson 1981 204 25 0 FH ‘15 18 Einar Þór Kjartansson 1996 0 0 0 *Njarðvík ‘15 19 Leonard Sigurðsson 1996 1 0 0 *Njarðvík ‘15 23 Sindri Snær Magnússon 1992 27 2 0 Breiðabliki ‘14 25 Frans Elvarsson 1990 62 7 0 *Njarðvík ‘11 Miðjumenn 9 Sigurbergur Elísson 1992 46 5 0 10 Hörður Sveinsson 1983 178 54 0 Val ‘12 11 Magnús S. Þorsteinsson 1982 220 34 0 Grindavík ‘06 15 Aron Freyr Róbertsson 1996 0 0 0 *Njarðvík ‘15 22 Indriði Áki Þorláksson 1995 27 8 0 FH ‘15 26 Ari Steinn Guðmundsson 1996 2 0 0 29 Fannar Orri Sævarsson 1997 5 0 0 Sóknarmenn * var í láni 2 Samuel Jimenez 1988 10 0 0 Eldense ‘15 3 Magnús Þórir Matthíasson 1990 112 11 0 Fylki ‘13 4 Haraldur F. Guðmundsson 1981 148 4 2 Start ‘12 5 Kiko Insa 1988 15 1 0 Spánn ‘15 13 Unnar Már Unnarsson 1994 10 0 0 14 Alexander Magnússon 1989 42 3 0 Grindavík ‘15 20 Guðjón Árni Antoníusson 1983 188 16 1 FH ‘15 27 Patrekur Örn Friðriksson 1996 0 0 0 28 Arnór Smári Friðriksson 1996 0 0 0  Hafa hjakkað í sama farinu und- anfarin ár  Tveir reynsluboltar heim Kristján Guð- mundsson er þjálfari Keflavík- urliðsins en hann tók við liðinu af Zoran Daníel Ljubicic í júní- mánuði árið 2012. Áður hafði Krist- ján þjálfað Suð- urnesjaliðið frá 2005 til 2009 og undir hans stjórn varð liðið bik- armeistari 2006 og endaði í öðru sæti í deildinni eftir harðan slag fyrir FH tveimur árum síðar. Kristján þjálf- aði svo um tíma lið HB í Færeyjum og fór þaðan til Vals þar sem var í tvö ár áður en hann sneri aftur suður með sjó. Kristján verður áfram með Gunn- ar Magnús Jónsson sem sinn aðstoð- armann og þá hefur Þorkell Máni Pétursson bæst í hópinn sem aðstoð- arþjálfari en hann var í því hlutverki hjá Keflavík seinni hluta tímabilsins 2013. Keflvíkingar tefla fram hol- lenskum markverði í ár. Sá heitir Richard Arends og fyllir hann skarð Svíans Jonasar Sandqvist. Arends til trausts og halds verður hinn ungi og efnilegi Sindri Kristinn Ólafsson. Fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson verður á sínum stað í hjarta varn- arinnar og með honum Spánverj- inn Kiko Insa, sem lék með Vík- ingi Ólafsvík fyrir tveimur árum. Landi hans Samuel Jimenez, Magnús Þórir Matthíasson og hinn rúmlega tvítugi Unnar Már Unnarsson koma til með að spila í bakvarðarstöðunum að mestu. Tveir þungavigtarmenn koma til að stjórna ferðinni á miðjunni en það eru þeir Guðjón Árni Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson. Hólmar hefur að vísu átt við meiðsli að stríða og ekki líklegt að hann verði klár í slaginn í byrjun móts. Sindri Snær Magnússon, Frans Elvarsson, hinn eitilharði Einar Orri Einarsson og ellismellurinn Jóhann Birnir Guð- mundsson eru aðrir kostir fyrir Keflvíkinga á miðjunni. Hörður Sveinsson kemur til með að spila stóra rullu í sóknarleik Keflavíkurliðsins og Indriði Áki Þorláksson er kominn til liðsins og er ætlað setja nokkur mörk. Á könt- unum hafa Keflvíkingar úr að spila heimamönnunum Bojan Stefáni Ljubicic, Sigurbergi Elíssyni og Magnúsi Sverri Þorsteinssyni. Keflvíkingar hafa verið þekktir fyrir að gefa ungum og efnilegum strákum tækifæri og víst er að ein- hverjum þeirra verður hent út í djúpu laugina í sumar. Keflavík Kristján Guðmundsson Hólmar Örn Rúnarsson KOMNIR: Alexander Magnússon frá Grindav. Guðjón Árni Antoníusson frá FH Hólmar Örn Rúnarsson frá FH Indriði Áki Þorláksson frá FH (lán) Kiko Insa frá spænsku félagi Páll O. Þorsteinsson frá Breiðabl. Richard Arends frá Opheusden (Hollandi) Samuel Jimenez frá Eldense (Sp.) FARNIR: Andri Fannar Freysson í Hauka Anton F. Hauksson í Njarðvík (lán) Aron R. Heiðdal í Stjörn. (úr láni) Árni Freyr Ásgeirsson í Gróttu Elías Már Ómarsson í Vålerenga (Noregi) Endre Ove Brenne til Noregs Halldór K. Halldórsson í Leikni R. Hilmar Hilmarsson í Stjör. (úr láni) Jonas Sandqvist í Landskrona (Svíþjóð) Jón Tómas Rúnarsson í Hauka Ray A. Jónsson í Global (Filippse.) Theodór G. Halldórsson í Njarðvík Breytingar á liði Keflavíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.