Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 21

Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 21
21FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Eftir að hafa landað sínum fyrsta stóra titli með því að verða Íslands- meistarar síðasta haust léku Stjörnumenn um Meistarabikarinn í fyrsta sinn nú í aðdraganda Íslands- mótsins 2015. Þeir unnu bikarmeist- ara KR 1:0 og lyftu þar með verð- launagrip á loft í annað sinn á hálfu ári. Segja má að sigurmarkið hafi komið úr óvæntri átt en það gerði hinn tæplega tvítugi Þórhallur Kári Knútsson tíu mínútum fyrir leikslok, eftir að hafa komið inn á sem vara- maður. Þórhallur Kári kom inn á sem varamaður í einum leik með meistaraflokknum síðasta sumar en gegndi stóru hlutverki í 2. flokki Stjörnunnar, sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari. KR og FH höfðu skipt með sér sigri í Meistarakeppninni síðustu sex ár, eða frá því að Valur fagnaði sigri gegn FH árið 2008. Valsmenn hafa oftast fagnað sigri í þessum árlega leik eða átta sinnum, og Keflavík, Fram og FH hafa unnið sex sinnum hvert. KR hefur unnið fimm sinnum líkt og ÍA. Það gerðist síðast árið 2009 að lið sem vann Meistarakeppnina stóð svo uppi sem Íslandsmeistari um haust- ið, þegar FH-ingar náðu því. sindris@mbl.is Stjarnan fagnaði í frumrauninni  Sigraði KR 1:0 í Meistarakeppni KSÍ  Rauf ein- okun KR og FH Morgunblaðið/Eva Björk Meistarakeppnin Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, lyfti bikarnum eftir að Garðbæingar unnu KR 1:0 í Kórnum. Pepsi-deild karla Stjarnan 22 15 7 0 42:21 52 FH 22 15 6 1 46:17 51 KR 22 13 4 5 40:24 43 Víkingur R. 22 9 3 10 25:29 30 Valur 22 8 4 10 31:36 28 Fylkir 22 8 4 10 34:40 28 Breiðablik 22 5 12 5 36:33 27 Keflavík 22 6 7 9 29:32 25 Fjölnir 22 5 8 9 33:36 23 ÍBV 22 5 7 10 28:38 22 ––––––––––––––––––––––––––––––––––––– Fram 22 6 3 13 30:48 21 Þór 22 3 3 16 24:44 12 Markahæstir í Pepsi-deild: Gary Martin, KR.......................................... 13 Jonathan Glenn, ÍBV................................... 12 Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni.................. 11 Hörður Sveinsson, Keflavík........................ 10 Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki ................... 10 Atli Guðnason, FH....................................... 10 1. deild karla Leiknir R. 22 14 6 2 43:19 48 ÍA 22 14 1 7 46:24 43 ––––––––––––––––––––––––––––––––––––– Þróttur R. 22 11 4 7 35:27 37 Víkingur Ó. 22 11 3 8 38:32 36 Grindavík 22 10 5 7 39:24 35 HK 22 9 7 6 34:28 34 Haukar 22 9 5 8 37:32 32 KA 22 8 7 7 42:33 31 Selfoss 22 7 5 10 24:33 26 BÍ/Bolungarvík 22 7 4 11 34:45 25 ––––––––––––––––––––––––––––––––––––– KV 22 5 3 14 34:53 18 Tindastóll 22 0 4 18 15:71 4 Markahæstir í 1. deild: Garðar B. Gunnlaugsson, ÍA ...................... 19 Sindri Björnsson, Leikni R......................... 13 Eyþór Helgi Birgisson, Víkingi Ó .............. 11 Guðmundur Atli Steinþórsson, HK ........... 10 Arsenij Buinickij, KA .................................. 10 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni R ........... 10 2. deild karla Fjarðabyggð 22 15 6 1 53:20 51 Grótta 22 14 2 6 49:36 44 ––––––––––––––––––––––––––––––––––––– ÍR 22 11 7 4 41:24 40 Huginn 22 11 4 7 47:37 37 Sindri 22 9 3 10 34:37 30 Dalvík/Reynir 22 7 6 9 28:33 27 KF 22 8 3 11 29:39 27 Njarðvík 22 6 6 10 36:42 24 Ægir 22 7 3 12 22:35 24 Afturelding 22 6 4 12 35:36 22 ––––––––––––––––––––––––––––––––––––– Völsungur 22 6 4 12 35:51 22 Reynir S. 22 6 4 12 30:49 22  Höttur og Leiknir á Fáskrúðsfirði taka sæti Völsungs og Reynis í 2. deild 2015. Markahæstir í 2. deild: Brynjar Jónasson, Fjarðabyggð ................ 19 Alexander Davorsson, Aftureldingu.......... 15 Alvaro Montejo, Hugin ............................... 13 Jón Gísli Ström, ÍR...................................... 13 Björn Axel Guðjónsson, Njarðvík .............. 12 Lokastöður árið 2014  Skallagrímur er eina félagið sem hefur leikið í efstu deild og jafnframt spilað í öllum fimm deildum Íslands- mótsins. Fimmta deildin, eða 4. deild, var tekin upp árið 2013 en þar leika Borgnesingar í dag. Skalla- grímur lék í efstu deild 1997 og hafði þá farið upp um þrjár deildir á sjö árum. Félagið var hinsvegar komið niður í neðstu deild á ný árið 2003.  Víkingur Ólafsvík, ÍR, Haukar, Völsungur, HK, Fjölnir, Víðir, Leift- ur og Stjarnan hafa öll leikið í fjór- um deildum Íslandsmótsins.  Tveir erlendir leikmenn stóðu sig svo vel í Pepsi-deildinni í fyrra að þeir voru valdir í landslið þjóða sinna í fyrsta skipti síðasta haust. Það voru Pablo Punyed, Íslands- meistari með Stjörnunni, sem var valinn í landslið El Salvador, og Jo- nathan Glenn úr ÍBV, næst- markahæsti leikmaður deildarinnar, sem var valinn í landslið Trínidad og Tóbagó.  Þessi frami hjá Punyed og Glenn gæti reynst Stjörnunni og ÍBV dýr- keyptur. Bæði El Salvador og Tríni- dad og Tóbagó eru komin í loka- keppni Norður- og Mið-Ameríku- mótsins sem fer fram í Kanada og Bandaríkjunum 7. til 26. júlí. Mögu- legt er að þeir verði þar með sínum landsliðum. SAGAN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Leiknir úr Reykjavík verður 29. fé- lagið til að eiga lið í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi en Leiknis- menn þreyta frumraun sína í deild- inni þegar þeir heimsækja Valsmenn í fyrstu umferðinni sunnudaginn 3. maí. Leiknir vann sannfærandi sigur í 1. deildinni í fyrra og verður níunda félagið úr Reykjavík til að spila í deildinni, á eftir KR, Fram, Val, Vík- ingi, Fylki, Þrótti, ÍR og Fjölni. Þar með hafa öll félög í Reykjavík sem eru með yngriflokkastarf náð að leika í hópi þeirra bestu. Fara uppfyrir ÍR í september Leiknismenn munu í september fara uppfyrir granna sína í Breið- holtinu, ÍR-inga, hvað leikjafjölda varðar. ÍR-ingar léku í tíu liða efstu deild árið 1998 og spiluðu því 18 leiki á þessu eina tímabili sínu í hópi þeirra bestu en Leiknismenn verða komnir með 22 leiki í mótslok. KR-ingar eiga flesta leiki að baki frá upphafi Íslandsmótsins, árið 1912, en þeir hafa spilað 1.062 leiki, frá upphafi mótsins og eftir að deildaskiptingin var tekin upp árið 1955. KR hefur aðeins verið eitt tímabil utan efstu deildar en það var árið 1978. Valur og Fram náðu bæði að spila sinn 1.000. leik á síðasta tímabili. Valsmenn náðu þeim áfanga strax í fyrstu umferð deildarinnar, þegar þeir lögðu KR-inga á Þróttarvelli í Laugardal, en Framarar léku sinn þúsundasta leik þegar þeir gerðu jafntefli við Breiðablik á sama velli í fimmtu umferð. Nokkur bið verður á því að fleiri félög komist í þúsund leikja klúbbinn en Skagamenn og Keflvíkingar eru næstir á listanum og hafa spilað á ní- unda hundrað leiki. Níu félög hafa náð 500 leikjum, Breiðablik náði þeim áfanga síðasta sumar, en talsvert er í að tíunda lið komist í þann leikjafjölda. FH næst í þúsund stigin? Þegar horft er á samanlögð stig eru KR-ingar með talsvert forskot á Valsmenn en síðan koma Skagamenn og Framarar. Sex félög hafa náð þús- und stigum, Keflavík og ÍBV eru hin tvö, en útlit er fyrir að FH verði sjö- unda félagið sem nær því takmarki. Þó ekki á þessu ári. Eftirtalin 28 félög hafa leikið á Ís- landsmótinu 1912-1954 og í efstu deild frá 1955. Leikjafjöldi og stig fylgja, og liðunum er raðað eftir stigafjölda. Þess ber að geta að stigin í heild eru reiknuð samkvæmt þremur stigum fyrir sigur en sú regla var tekin upp hér á landi árið 1984. Fram að því voru gefin tvö stig fyrir sigur. Leikir Stig 1. KR 1062 1745 2. Valur 1021 1619 3. ÍA 866 1467 4. Fram 1017 1434 5. Keflavík 823 1124 6. ÍBV 715 1029 7. FH 562 905 8. Breiðablik 536 667 9. Víkingur R. 585 641 10. Fylkir 352 481 11. Grindavík 326 379 12. Þór 318 350 13. Stjarnan 240 319 14. KA 255 287 15. Þróttur R. 265 227 16. ÍBA 177 194 17. Leiftur 126 159 18. Fjölnir 66 69 19. Víðir 72 61 20. ÍBÍ 46 39 21. Selfoss 44 38 22. HK 40 34 23. Völsungur 36 26 24. Haukar 40 26 25. ÍR 18 17 26. Víkingur Ó. 22 17 27. Skallagrímur 18 15 28. ÍBH 21 7 Stjarnan og Fjölnir lyftu sér bæði upp um eitt sæti á þessum lista á síðasta ári.  ÍBA var sameiginlegt lið Þórs og KA á Akureyri sem lék síðast árið 1974. Þór og KA hófu keppni í 3. deild árið eftir.  ÍBÍ var lið Ísfirðinga sem lék undir þeim merkjum til 1987. BÍ hóf keppni í 4. deild árið eftir.  ÍBH var sameiginlegt lið FH og Hauka í Hafnarfirði sem lék síðast 1963. FH og Haukar hófu keppni í 2. deild árið eftir. Leiknir er 29. félagið  Níunda Reykjavíkurliðið sem spilar í efstu deild  KR-ingar eru leikja- og stiga- hæstir frá upphafi  Valur og Fram komust bæði í eitt þúsund leikina í fyrra Morgunblaðið/Eva Björk Nýliðar Leiknir úr Reykjavík hefur aldrei áður leikið í efstu deild og það verð- ur eflaust vel mætt á leikina í Efra-Breiðholti í sumar. eitt& annað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.