Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 26
FÓTBOLTINN 2015
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015
26
ÓskumLeikni Reykjavík góðs gengis í sumar
og hvetjum fólk til aðmæta á völlinn og sýna stuðning
Áfram Leiknir R
Heimavöllurinn mikilvægur
Samheldni, vinnusemi og bar-
áttukraftur er einkenni á Leikn-
isliðinu og það er góður kostur fyr-
ir Breiðhyltinga að þeir hafa flestir
spilað nokkur tímabil saman og
þekkja því vel til hver annars.
Leiknismenn verða að gera
heimavöllinn „Ghettoground“ að
vígi sínu. Þar er helsta vonin að
innbyrða stigafjöldann sem dugar
Leiknismönnum til að tolla í deild-
inni.
Eyjólfur og Hilmar lykilmenn
Markvörðurinn Eyjólfur Tóm-
asson og miðju- og sóknarmað-
urinn Hilmar Árni Halldórsson
áttu báðir frábært tímabil með
Leiknisliðinu í fyrra og nýliðarnir
þurfa nauðsynlega á því að halda
að þessir lykilmenn verði í góðum
gír.
Það var sterkur leikur hjá
Leiknismönnum að endurheimta
miðvörðinn Halldór Kristin Hall-
dórsson og þá verður fróðlegt að
fylgjast með kamerúnska vinstri
bakverðinum Charley Fomen sem
var hársbreidd frá því að ganga til
liðs við FH í fyrra.
Hlutskipti Leiknismanna í sum-
ar verður barátta í neðri hlutanum
og það yrði mikill sigur fyrir
Breiðholtsliðið ef það héldi sæti
sínu í deildinni. Það hlýtur að
verða keppikefli númer eitt tvö og
þrjú hjá liðinu. Freyr og Davíð
hafa óbilandi trú á sínu liði og ég
veit að þeir eru búnir að undirbúa
sína drengi af kostgæfni fyrir bar-
áttuna í sumar.
Breiddin er kannski ekki besti
vinur Leiknismanna en verði ekki
mikil skakkaföll á hópnum í sumar
þá held ég að Leiknisliðið verði
sýnd veiði en ekki gefin.
Sýnd veiði
en ekki gefin
Morgunblaðið/Eva Björk
Fyrirliðar Óttar Bjarni Guðmundsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson lyftu
bikarnum eftir sigur Leiknismanna í 1. deildinni á síðasta tímabili.
Leikmenn
árið 2015
Efsta deild Lands-
Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá
* var í láni
1 Arnar Freyr Ólafsson 1993 1 0 0 Fjölni ‘15
22 Eyjólfur Tómasson 1989 0 0 0 *Val ‘13
Markverðir
2 Skúli Bragason 1994 0 0 0 *Einherja ‘15
3 Eiríkur Ingi Magnússon 1991 0 0 0 KF ‘14
4 Halldór K. Halldórsson 1988 72 0 0 Keflavík ‘15
5 Edvard Börkur Óttharsson 1992 0 0 0 Tindastóli ‘14
20 Óttar Bjarni Guðmundsson 1990 0 0 0 *KB ‘09
23 Gestur Ingi Harðarson 1987 0 0 0 Berserkjum ‘13
26 Hrannar Bogi Jónsson 1993 0 0 0 *Reyni S. ‘15
30 Charley Fomen 1989 0 0 0 Clermont Foot‘15
Varnarmenn
7 Atli Arnarson 1993 0 0 0 Tindastóli ‘15
8 Sindri Björnsson 1995 0 0 0
10 Fannar Þór Arnarsson 1989 0 0 0
11 Brynjar Hlöðversson 1989 0 0 0 KB ‘07
21 Hilmar Árni Halldórsson 1992 0 0 0
25 Daði B. Halldórsson 1997 0 0 0 *KB ‘15
27 Magnús Már Einarsson 1989 0 0 0 Aftureldingu ‘14
Miðjumenn
6 Ólafur Hrannar Kristjánsson 1990 0 0 0 *KB ‘09
9 Kolbeinn Kárason 1991 57 16 0 Val ‘15
15 Kristján Páll Jónsson 1988 9 0 0 Fylki ‘13
16 Frymezim Veselaj 1995 0 0 0
18 Elvar Páll Sigurðsson 1991 18 2 0 Breiðabliki ‘15
Sóknarmenn
„Stolt Breiðholtsins“ á stóra sviðið
Mikil áskorun fyrir ungt og óreynt lið
LEIKNIR
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Efra Breiðholtið er farið að skjálfa
og nötra og skyldi engan undra því
Leiknir, „stolt Breiðholtsins“ eins
og stendur skýrum stöfum á vef
félagsins og fellur ósjaldan út úr
munni stuðningsmanna liðsins, er í
fyrsta sinn í deild bestu liða lands-
ins.
Ævintýrið varð að veruleika síð-
astliðið haust þegar Leiknir bar
sigur úr býtum í 1. deildinni og
það á afar sannfærandi hátt.
Uppaldir og með
hjartað á réttum stað
Með leikmenn þar sem uppi-
staðan er uppaldir Leiknismenn
með hjartað á réttum stað tókst
þeim að láta drauminn rætast og
partíin þar sem Pepsi-deildarsæt-
inu var fagnað stóðu yfir í marga
daga í efra Breiðholtinu. Það tók
örugglega sinn tíma fyrir þjálf-
arana ungu þá Frey Alexand-
ersson og Davíð Snorra Jónasson
að rífa sína menn niður úr skýj-
unum. Partíin eru nú löngu búin
og nú tekur við afar krefjandi
verkefni en að sama skapi
skemmtileg áskorun fyrir nýliðana.
Fæstir af leikmönnum Leiknis
hafa spreytt sig í deild þeirra
bestu og ég held að þeir sem og
hinir hæfileikaríku þjálfarar liðsins
átti sig á því að það mun verða á
brattann að sækja í sumar. Þeir
leikmenn sem áttu þátt í að
tryggja liðinu úrvalsdeildarsætið í
fyrra fá verðskuldað tækifæri en
sú stefna var tekin af þjálfurunum
og forráðamönnum félagsins að
halda tryggð við þá. Það er vel og
nú verða þessir leikmenn að sýna
að þeir eru traustsins virði.
Sömu þjálfarar
stýra Leiknislið-
inu og undanfarin
tvö ár en það eru
hinn 32 ára gamli
Freyr Alexand-
ersson og Davíð
Snorri Jónasson,
sem er 28 ára
gamall og er þar
með yngsti þjálf-
arinn í Pepsi-
deildinni í ár.
Freyr hefur gegnt starfi þjálfara
kvennalandsliðsins frá árinu 2013.
Hann þjálfaði kvennalið Vals frá
2009 til 2011 og var aðstoðarþjálfari
karlaliðs Vals tímabilið 2012 áður en
hann sneri til heimahaganna en
Freyr spilað með liði Leiknis frá
árinu 2001 til 2007. Snorri á líka leiki
með Leikni en fleiri með liði KB sem
er nokkurs konar varalið Leikn-
ismanna í 4. deildinni.
Eyjólfur Tómasson er að-
almarkvörður liðsins en hann var
einn besti markvörður 1. deild-
arinnar á síðustu leiktíð. Til vara er
Arnar Freyr Ólafsson.
Eiríkur Ingi Magnússon kemur til
með að spila í hægri bakvarð-
arstöðunni eins og í fyrra en vinstri
bakvarðarstöðuna mun Kamerúinn
Charley Fomen
manna. Sá hefur
m.a. verið í röð-
um Marseille í
Frakklandi. Hall-
dór Kristinn
Halldórsson og
Óttar Bjarni
Guðmundsson
ættu að mynda
sterkt mið-
varðapar. Edvard
Börkur Ótt-
harsson er líka góður kostur í mið-
varðarstöðunni en pilturinn sá hefur
verið að glíma við meiðsli og ekki
klárt í hvernig ástandi hann verður
þegar flautað verður til leiks.
Í miðjustöðunum mun örugglega
mest mæða á Brynjari Hlöðvers-
syni, Hilmari Árna Halldórssyni,
Ólafi Hrannari Kristjánssyni og
Sindra Björnssyni. Hilmar, Ólafur
og Sindri eru allir marksæknir og
geta hæglega spilað framar á vell-
inum en þeir skoruðu samtals 25
mörk í 1. deildinni í fyrra, Sindri 13
og Hilmar 10. Leiknismenn eru líka
með Fannar Þór Arnarsson sem
mun örugglega koma við sögu.
Í fremstu víglínu er líklegt að hinn
stóri og stæðilegi Kolbeinn Kárason
láti mikið að sér kveða en hann kom
frá Valsmönnum fyrir tímabilið.
Annar nýr leikmaður, Elvar Páll
Sigurðsson, sem kom frá Breiða-
bliki, kemur til með að spila á kant-
inum sem og Kristján Páll Jónsson.
Hinn tvítugi Frymezim Veselaj sem
spilaði 5 leiki með Leiknismönnum í
1. deildinni á síðustu leiktíð ætlar
sér svo örugglega að fá fleiri tæki-
færi.
Leiknir
Davíð Snorri Jón-
asson og Freyr Al-
exandersson
Halldór Kristinn
Halldórsson
KOMNIR:
Arnar Freyr Ólafsson frá Fjölni
Atli Arnarson frá Tindastóli
Charley Fomen frá Clermont Foot
(Frakklandi)
Elvar Páll Sigurðsson frá Breiðab.
Halldór K. Halldórsson frá Keflavík
Hrannar Bogi Jónsson frá
Reyni S. (úr láni)
Kolbeinn Kárason frá Val
Skúli Bragason frá Einherja
(úr láni)
FARNIR:
Andri Fannar Stefánsson í Val
(úr láni)
Aron Daníelsson í KB (lán)
Birkir Björnsson í Aftureld. (lán)
Matthew Horth í Atlanta (Bandar.)
Sævar F. Alexandersson í Aftureld.
Breytingar á liði Leiknis