Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 27

Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 27
DEILDABIKAR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Breiðablik varð deildabikarmeistari í vor í annað sinn á síðustu þremur árum, með sigri á 1. deildar liði KA í úrslitaleik. Breiðablik hefur átt góðu gengi að fagna í keppninni og komist í úrslitaleikinn þrjú ár í röð, og í fimm af síðustu sjö skiptum, en hins vegar aðeins landað titlinum tvisvar. Það var Ellert Hreinsson sem skoraði eina markið í sigrinum á KA, snemma leiks. FH hefur oftast allra orðið deilda- bikarmeistari frá því að keppnin fór fyrst fram árið 1996, eða sex sinn- um. KR kemur næst með 5 titla, ÍA hefur unnið þrjá og bæði Valur og nú Breiðablik hafa unnið keppnina tvisvar. Grindavík og ÍBV hafa unn- ið einu sinni hvort lið. Breiðablik lék til úrslita gegn ÍA þegar keppnin fór fyrst fram fyrir 19 árum. Blikar þurftu svo að bíða fram til ársins 2009 með að ná þang- að aftur en hafa eins og áður segir verið reglulegir gestir í úrslita- leiknum síðan þá. Fjallabaksleið hjá KA KA lék í fyrsta sinn til úrslita, eft- ir að hafa farið sannkallaða fjalla- baksleið þangað því liðið var í 5. sæti síns riðils. En eftir að bæði Leiknir R. og KR drógu sig úr keppni komst KA í 8 liða úrslitin í staðinn. Þar vann KA Fylki og svo ÍA í undanúrslitum, og varð því fyrsta 1. deildar liðið sem spilar um gullverðlaunin frá því að Keflavík gerði það árið 2003, þegar Keflvík- ingar töpuðu fyrir ÍA eftir víta- spyrnukeppni. Árangur í deildabikarnum er eng- in ávísun á góðan árangur í Pepsi- deildinni. Þegar Blikar urðu deilda- bikarmeistarar í fyrsta sinn árið 2013 höfnuðu þeir í 4. sæti Pepsi- deildarinnar, 13 stigum á eftir meisturum KR. FH (2004, 2006 og 2009), ÍA (1996) og ÍBV (1997) eru einu liðin sem hafa unnið deildabik- arinn og Íslandsmeistaratitilinn á sama ári. Tveir á þremur árum  Breiðablik vann KA með marki Ellerts Hreinssonar  Fimmti úrslitaleikur Kópavogsliðsins og annar sigurinn á sjö árum Morgunblaðið/Eva Björk Deildabikarinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson fyrirliði Breiðabliks tók við Lengjubikarnum eftir sigurinn á KA. FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 27 Kynntu þér málið á netsofnun.is Fjáröflun meðNetsöfnunhittir beint ímark! Góður ávinningur Einfalt Árangursrík fjáröflunarleið fyrir þig eða hópinn þinn! Fljótlegt Öruggt Netsöfnun.is býður félögum, fyrirtækjum og einstaklingum aðgang að einfaldri lausn til þess að standa að fjáröflun. Aðeins 923 áhorfendur mættu að meðaltali á leik í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2002 sem áhorfendur voru að meðaltali færri en 1.000, og aðsóknin var raunar sú versta frá árinu 2000, hverju sem um er að kenna. Meðalfjöldi áhorfenda var langmestur á heimaleikjum FH-inga, eða 1.741. Næstmest var aðsóknin á heimaleiki KR, 1.238, og á heimaleiki Breiðabliks mættu að meðaltali 1.038 áhorfendur. Á heimaleikjum hinna níu liðanna var aðsóknin undir 1.000 áhorfendum. Fæstir mættu á heimaleiki ÍBV eða 512 að meðaltali, sem var mikil fækkun frá árinu 2013 þegar 981 áhorfandi mætti. Næstfæstir mættu á heimaleiki Þórs, 607, og jafnframt voru fæst- ir áhorfendur að meðaltali á útileikjum Þórs, eða 591 talsins. Færri áhorfendur hjá Stjörnunni Athyglisvert er að aðsókn á heimaleiki Ís- landsmeistara Stjörnunnar minnkaði lítillega frá árinu 2013, en 969 manns mættu að með- altali á Samsung-völlinn. Stjörnumenn voru hins vegar manna duglegastir að mæta á úti- leiki en að meðaltali voru 1.415 áhorfendur á útileikjum Stjörnunnar. Á milli leiktíðanna 2013 og 2014 fjölgaði áhorfendum á heimaleikjum FH og Keflavík- ur, en fækkaði annars staðar. Mesta fækkunin var hjá KR en þar fór aðsóknin úr 1.863 í 1.238 að meðaltali á leik, og fækkaði því um 625 áhorfendur að meðaltali. Áberandi var hve mjög dró úr aðsókn á heimaleiki KR á loka- spretti Íslandsmótsins en á tvo síðustu leikina, gegn ÍBV og Þór, mættu aðeins um 300-400 manns. Met í Kaplakrika í lokaumferðinni Ef horft er til einstakra leikja var langmesta aðsóknin á úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferðinni en þangað mættu 6.450 áhorf- endur, sem er met í Kaplakrika. Næstflestir mættu á leik KR og Vals eða 2.128. Minnsta aðsóknin var á leik Vals og Þórs í þriðju síð- ustu umferð en þá mættu aðeins 145 áhorf- endur. Áhorfendatölur liðanna í deildinni árið 2014 voru sem hér segir, aukning eða fækkun frá 2013 í svigum: 1. FH (+245) 1.741 2. KR (–625) 1.238 3. Breiðablik (–97) 1.038 4. Víkingur R. (–106) 990 5. Stjarnan (–73) 969 6. Keflavík (+51) 923 7. Fylkir (–166) 895 8. Valur (–361) 789 9. Fram (–91) 688 10. Fjölnir (–220) 687 11. Þór (–242) 607 12. ÍBV (–469) 512 sindris@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Áhorfendur Stuðningsmenn Stjörnunnar voru að vonum kátir allt síðasta tímabil. Áhorfendur ekki færri frá 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.