Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 28
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 28 ÍA Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Ég veit að mörgu fótbolta- áhugafólki þykir ákaflega vænt um að ÍA sé komið í hóp þeirra bestu á nýjan leik, og hversu oft hefur maður ekki heyrt það að Skagamenn eigi hvergi annars staðar heima? Í sögulegu samhengi er ÍA stór- veldi í íslenskum fótbolta. 18 Ís- landsmeistaratitlar og 9 bik- armeistaratitlar eru vitnisburður um það. Skagamenn hafa hinsvegar ver- ið titlalausir í vel á annan áratug, urðu síðast Íslandsmeistarar árið 2001, og sú staðreynd að liðið hef- ur verið að rokka á milli úrvals- deildar og 1. deildar undanfarin ár hefur gert það af verkum að unga kynslóðin í dag veit lítið sem ekk- ert um afrek Akurnesinga. 11 stig var uppskeran síðast Skagamenn eiga ekki beint góð- ar minningar frá síðustu veru sinni í deild þeirra bestu. Ellefu stig var uppskeran í deildinni tímabilið 2013 og gamla stórveldið frá Akranesi kolféll eftir tveggja ára dvöl í deildinni. Gunnlaugur Jónsson, miðvörður liðsins til margra ára og mikill leiðtogi og sigurvegari, sneri aftur á heima- slóðir og tók við þjálfun síns gamla liðs. Honum tókst í fyrstu tilraun að stýra liðinu upp í Pepsi-deildina og verkefni Gunnlaugs er nú að festa liðið í sessi og taka burt jó- jó-stimpilinn sem hefur markað það undanfarin ár. Skagamenn hafa kannski ekki mestu breiddina en hópurinn sem Gunnlaugur hefur úr að spila er samstilltur. Vissulega átti maður von á að Skagamenn yrðu líflegri á leikmannamarkaðnum og myndu styrkja og stækka hóp sinn meira en raun ber vitni en á móti hefur liðið náð að halda flestum leik- mönnum sem léku með liðinu í fyrra. Það er alltaf kostur þegar breytingar á milli ára eru litlar en fyrir nýliða hefði verið nauðsyn- legt að fá frekari liðsstyrk. Erfitt próf strax í fyrstu umferðinni Strax í fyrstu umferð Pepsi- deildarinnar þreyta Skagamenn- irnir ansi erfitt próf. Þeir taka á móti sjálfum Íslandsmeisturum Stjörnunnar, liði sem tapaði ekki einum einasta leik í deildinni á síðustu leiktíð. Ef þessi heimsókn meistaranna er ekki góð „mótiver- ing“ fyrir leikmenn liðsins þá verð ég illa svikinn. Skagastrákarnir fá upplagt tækifæri til að stimpla sig inn í deildina með glæsibrag og öðlast um leið sjálfstraust sem er svo mikilvægt fyrir nýliða. ÍA krækti sér í góðan bita í vet- ur þegar það fékk litháíska fram- herjann Arsenij Buinickij og sókn- ardúettinn með hann og Garðar Bergmann Gunnlaugsson ætti að geta orðið ansi skæður. Nái þeir vel saman og skori jafn mikið og þeir gerðu í 1. deildinni á síðustu leiktíð mun það hjálpa mikið til fyrir þá gulklæddu að halda sæti sínu í deildinni. Garðar varð markakóngur með 19 mörk og Buinickij skoraði 10 fyrir KA- menn. Skagamenn þurfa að fá allt það besta út úr leikmönnum sínum eigi liðið að festa sig í sessi en hundtryggir stuðningsmenn liðsins verða að sýna sínum mönnum þol- inmæði og styðja þá í gegnum súrt og sætt á komandi leiktíð, því hún verður enginn dans á rósum. Markmið nýliðanna er að halda sæti sínu og það verður erfitt og krefjandi fyrir þá. Erfitt og krefj- andi verkefni Morgunblaðið/ÞórirTryggvason Marksækinn Garðar Gunnlaugsson skoraði 19 mörk í 1. deildinni í fyrra og hefur verið drjúgur með liðinu í vetur. ÍA þarf á mörkunum hans að halda. Leikmenn árið 2015 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Páll Gísli Jónsson 1983 60 0 0 Breiðabliki ‘05 12 Árni Snær Ólafsson 1991 14 0 0 30 Marteinn Örn Halldórsson 1991 0 0 0 Reyni S. ‘15 Markverðir 3 Sindri S. Kristinsson 1994 0 0 0 4 Arnór Snær Guðmundsson 1993 0 0 0 Aftureldingu ‘14 5 Ármann Smári Björnsson 1981 109 16 6 Hartlepool ‘12 15 Teitur Pétursson 1993 0 0 0 *KF ‘14 16 Þórður Þ. Þórðarson 1995 0 0 0 20 Gylfi Veigar Gylfason 1993 0 0 0 *Kára ‘14 24 Árni Þór Árnason 1997 0 0 0 *Kára ‘15 27 Darren Lough 1989 0 0 0 KA ‘14 Varnarmenn 6 Ingimar Elí Hlynsson 1992 0 0 0 BÍ/Bolungarvík‘14 8 Hallur Flosason 1993 20 1 0 11 Arnar Már Guðjónsson 1987 43 6 0 KA ‘10 18 Albert Hafsteinsson 1996 0 0 0 31 Marko Andelkovic 1984 0 0 0 Viitorul ‘15 Miðjumenn 9 Garðar B. Gunnlaugsson 1983 99 32 0 Unterhaching ‘12 10 Jón Vilhelm Ákason 1986 139 21 0 Val ‘12 13 Arsenij Buinickij 1985 0 0 0 KA ‘15 14 Ólafur Valur Valdimarsson 1990 17 2 0 19 Eggert Kári Karlsson 1991 27 3 0 22 Steinar Þorsteinsson 1997 0 0 0 23 Ásgeir Marteinsson 1994 13 3 0 Fram ‘15 Sóknarmenn  Skagamenn mættir á nýjan leik  Kominn tími til að festa sig í sessi Gunnlaugur Jónsson er á sínu öðru ári sem þjálfari ÍA en undir hans stjórn höfnuðu Skaga- menn í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni. Gunnlaugur er 40 ára gamall og lék á árum áður með Skagamönnum, þar sem hann var m.a. fyrirliði síðasta meistaraliðs ÍA árið 2001. Gunnlaugur hóf þjálf- araferil sinn hjá Selfossi árið 2009 og hefur einnig þjálfað lið Vals, KA og HK. Jón Þór Hauksson er aðstoð- arþjálfari Skagamanna líkt og á síð- ustu leiktíð en hann er heimamaður sem lék nokkra leiki með ÍA í kring- um aldamótin. Árni Snær Ólason stendur vaktina í marki Akurnesinga eins og í 1. deildinni í fyrra og honum til trausts og halds verður hinn reynslumikli Páll Gísli Jónsson. Þórður Þorsteinn Þórðarson hef- ur spilað í hægri bakvarðarstöðunni á undirbúningstímabilinu. Tvítugur strákur þar á ferð sem er af góðu fót- boltakyni en faðir hans, Þórður Þórð- arson, lék lengi í marki ÍA og var þjálfari liðsins í nokkur ár. Eng- lendingurinn Darren Lough er vinstri bakvörður liðsins en hann lék alla leiki Skagamanna í fyrra. Ármann Smári Björnsson og Arnór Snær Guðmundsson koma til með að mynda miðvarðarparið en Ármann Smári getur líka brugðið sér í sókn- ina og spilað sem fremsti maður en mikil ógn stendur af Hornfirðingnum stóra og stæðilega í vítateig and- stæðinganna. Á miðjunni eru Skagamenn með Serbann Marko Andelkovic sem kom til liðsins í vetur og er ætlað stórt hlutverk. Eggert Kári Karls- son, Jón Vilhelm Ákason, Ásgeir Marteinsson, Arnar Már Guð- jónsson og hinn ungi Albert Haf- steinsson koma til með að spila miðju- og kantstöðurnar og þá er Ingimar Elí Hlynsson einnig til stað- ar. Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Arsenij Buinckij munu skipa framherjastöðurnar. Tveir miklir markaskorarar sem Skagamenn stóla á að verði á skotskónum í sum- ar. Samanlagt skoruðu þeir 29 mörk í 1. deildinni á síðustu leiktíð, Garðar 19 og Buinckij 10. Akurnesingar eiga slatta af ungum og efnilegum spilurum sem bíða eftir því að fá tækifæri hjá Gunnlaugi og einhverjir þeirra gætu sprungið út. ÍA Gunnlaugur Jónsson Ármann Smári Björnsson KOMNIR: Arsenij Buinickij frá KA Ásgeir Marteinsson frá Fram Marko Andelkovic frá Viitorul Constanta (Rúmeníu) Marteinn Halldórsson frá Reyni S. FARNIR: Andri Adolphsson í Val Hjörtur J. Hjartarson í Augnablik Jón Björgvin Kristjánsson í Gróttu Wentzel S. Kamban í Aftureldingu Breytingar á liði ÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.