Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 32

Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 32
FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 32 www.gilbert.is FRISLAND CLASSIC TÍMALAUS HÖNNUN VIÐ KYNNUM Eins og fram kemur á bls. 30 er Kristján Finnbogason, varamark- vörður FH-inga, elsti leikmaðurinn sem er í hópi hjá liðunum tólf í Pepsi-deild karla nú í upphafi Ís- landsmótsins. Hann verður 44 ára nú í maímánuði. Kristján var 42 ára þegar hann lék síðast leik í deildinni, með Fylki gegn Víkingi frá Ólafsvík í sept- ember 2013 og var aðeins eldri þá en Dean Martin var í fyrrahaust þegar hann lauk Íslandsmótinu með ÍBV, nýorðinn 42 ára. Þá var Birkir Krist- insson nýorðinn 42 ára þegar hann lék í marki ÍBV gegn KR í ágúst 2006. Kristján getur því bætt aldursmet sitt í deildinni ef hann leysir Róbert Örn Óskarsson af hólmi í leik í sum- ar. Gunnleifur Gunnleifsson, mark- vörður Breiðabliks, er annars elstur af leikmönnum deildarinnar, þ.e. af þeim sem öruggt er að munu spila í sumar, en hann verður fertugur í júlí. Jóhann Birnir Guðmundsson, miðjumaður Keflvíkinga, kemur næstur en hann verður 38 ára í des- ember. Þetta eru einu leikmennirnir, fæddir fyrir 1980, sem eru eftir í deildinni. Dean Martin, sem er fæddur 1972, er búinn að leggja skóna á hilluna, sem og Yngvi Magn- ús Borgþórsson, fæddur 1975, sem var líka í hópi Eyjamanna í fyrra. vs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar 39 Gunnleifur Gunnleifsson verður fertugur á miðju tímabilinu. Aðeins þrír í deildinni eru fæddir fyrir 1980 ERLENDIR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Liðin í Pepsi-deild karla hefja Ís- landsmótið með samtals 43 erlenda leikmenn í sínum hópum. Þeir eru fimm fleiri en við upphaf Íslands- mótsins 2014, þegar þeir voru 38 talsins, og einum fleiri en þegar deildin fór af stað vorið 2013. Þá voru þeir 42. Þeim getur enn fjölgað þar sem opið er fyrir félagaskiptin til 15. maí og ekki ólíklegt að einhverjir eigi eftir að bætast við áður en félaga- skiptaglugganum er lokað. Eftir það verður hægt að ná sér í liðsauka á bilinu 15. júlí til 1. ágúst. Tveir koma úr 1. deildinni Af þessum 43 leikmönnum eru 16 nýir, sem hafa ekki leikið hér á landi áður. Þrír þeirra, Darren Lough og Arsenij Buinickij hjá ÍA og Samuel Jimenez hjá Keflavík, léku í 1. deild- inni í fyrra en Jimenez var með Ólafsvíkingum í efstu deild 2013. Þeir tveir erlendu leikmenn sem spiluðu í deildinni í fyrra og höfðu verið hér lengst, Dean Martin og Paul McShane, eru horfnir á braut. Martin lagði skóna á hilluna í haust en hann spilaði 42 ára gamall með Eyjamönnum í fyrra. McShane mun leika með Reynismönnum í Sand- gerði í 3. deildinni í sumar. Jeffs hefur verið lengst allra Þá er það enski miðjumaðurinn Ian Jeffs sem hefur verið lengst allra hér á landi en hann kom fyrst til ÍBV árið 2003. Árið eftir kom Matt Garner til Eyjamanna og hann hefur verið lengst allra samfellt. Garner er orðinn sjöundi leikjahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upp- hafi. Sam Tillen, enski bakvörðurinn hjá FH, leikur sitt áttunda tímabil en hann spilaði með Fram fyrstu fimm árin. Tillen missti reyndar af síðasta tímabili eftir að hann fót- brotnaði illa í Lengjubikarnum, en er nú kominn á fulla ferð á ný. Koma frá 24 þjóðum Óhætt er að segja að fjölbreytnin hafi aukist frá því í fyrra. Þá voru er- lendu leikmennirnir í upphafi móts frá sextán mismunandi þjóðum en nú koma þeir frá 24 þjóðum. Sú stóra breyting hefur líka orðið að þá hófu átta bandarískir leik- menn tímabilið með liðunum tólf en nú er bara einn eftir, og sá var ekki í hópi hinna átta í fyrra. Það er Mark Magee, sem kom til Fjölnis frá Tindastóli um mitt síðasta sumar. Nú eru hinsvegar Danir fjölmenn- astir. Þeir voru fjórir í mótsbyrjun í fyrra en eru nú átta talsins. Þar af þrír hjá KR og tveir hjá Víkingi. Einn þeirra kemur aftur eftir tveggja ára fjarveru, Rasmus Christiansen, en hann lék áður með ÍBV og er nú orðinn KR-ingur. Englendingar eru áfram næst- flestir en þeim fækkar úr sjö í sex. Erlendu leikmennirnir koma frá eftirtöldum löndum: Danmörk ....................................... 8 England......................................... 6 Serbía ............................................ 3 Skotland ........................................ 3 Holland.......................................... 2 Trínidad og Tóbagó...................... 2 Belgía............................................. 2 Spánn............................................. 2 Bandaríkin .................................... 1 Bosnía............................................ 1 El Salvador ................................... 1 Færeyjar....................................... 1 Kamerún ....................................... 1 Kósóvó ........................................... 1 Króatía .......................................... 1 Litháen .......................................... 1 Makedónía .................................... 1 Malí ................................................ 1 Noregur......................................... 1 Senegal .......................................... 1 Tógó............................................... 1 Úganda.......................................... 1 Úrúgvæ ......................................... 1 Öll liðin eru með erlenda leikmenn að þessu sinni. Eyjamenn eru með átta, FH-ingar sjö og KR-ingar sex. Breiðablik, Fylkir og Leiknir eru hinsvegar aðeins með einn erlendan leikmann hvert félag. Fleiri erlendir en í fyrra  Nú hefja 43 Íslandsmótið en voru 38 fyrir ári  Danirnir orðnir flestir en Bandaríkjamönnum fækkar verulega  Sextán hafa ekki spilað á Íslandi áður Ljósmynd/Sigfús Gunnar Marksækinn Jonathan Glenn frá Trínidad og Tóbagó lék í fyrsta skipti hér á landi síðasta sumar. Hann reyndist Eyjamönnum vel og skoraði 12 mörk fyrir þá í deildinni. Hér á hann í höggi við Hauk Lárusson úr Fjölni. Mér er enn í fersku minni þeg- ar við guttarnir úr Mosfellssveit- inni lögðum í langferð um helg- ar, úr Holtahverfinu og á Tungubakkavöll, með bolta í poka. Að okkar mati löng för og nánast háskaleg. Vaða þurfti ár og jafnvel skakklappast yfir mýrar og fen. Tungubakkavöllur var okkar í augum stærsti og flottasti fótboltavöllur sem til var. Eftirvæntingin var mikil að ná á leiðarenda og skipta í tvö lið. Peysur mörkuðu mark- stangirnar. Endalínurnar tóku mið af peysunum en meiri vafi gat leikið á hvar hliðarlínurnar lágu. Í minningunni var alltaf gott veður. Inn á Tungubakkavöll fengum við sjaldnast að stíga til æfinga. Malarvöllurinn við Varmá og malbikaðir skólavellir voru okkar aðalvettvangur. Tungubakkarnir voru spari og eiginlega bara fyr- ir hetjurnar í meistaraflokknum sem klæddust gulum keppnis- treyjum með stórum tölustöfum á bakinu og auglýsingu frá Ála- fossi hf. á bringunni. Fyrir kom þegar leikur stóð sem hæst að við vorum reknir út af vellinum þar sem svæðið var í einkaeigu og ekki í leigt til sveitarfélagsins eða Aftureld- ingar um helgarnar. Við vissum af hættunni sem stafaði af þessum helgarferðum okkar til Paradísar. En hún var þess virði þótt stundum þyrfti að hætta leik þá hæst hann stóð. Þrátt fyrir allt þetta ferðalag og „hætturnar“ sem við lögðum á okkur á leiðinni auk þeirra ógnar að eiga á hættu að vera reknir heim þá freistuðumst við til að endurtaka leikinn. Stund- um sluppum við, stundum ekki. Leikur með bolta á grasvelli tog- aði endalaust og gerir vonandi enn hjá börnum dagsins í dag. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.