Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 34
KOMNIR HEIM
Jóhann Ólafsson
sport@mbl.is
Á hverju ári snúa einhverjir
þeirra íslensku atvinnumanna sem
reynt hafa fyrir sér erlendis aftur
heim til Íslands.
Í ár komu tíu leikmenn til baka
eftir ævintýri í atvinnumennsku
erlendis. Einhverjir höfðu verið
lengi úti en aðrir einungis í eitt ár.
Í fyrra snéru sex atvinnumenn
heim og því fjölgar þeim sem snúa
heim í heimahagana.
Halldór snýr heim
Halldór Orri Björnsson er 28 ára
gamall og uppalinn í Garðabænum.
Halldór hafði einungis spilað fyrir
Stjörnuna áður en hann ákvað að
reyna fyrir sér í atvinnumennska
síðasta ár. Ævintýrið úti gekk ekki
sem skyldi og Halldór er því snúinn
heim, þar sem hann mun eflaust
styrkja lið Stjörnumanna mikið.
Hversu öflugur verður Bjarni?
Bjarni Þór Viðarsson, 27 ára, er
snúinn heim eftir atvinnumennsku
erlendis undanfarinn áratug. Sex-
tán ára gamall fór hann til enska
liðsins Everton þar sem hann
dvaldi í fjögur ár. Spilaði hann fyr-
ir unglinga- og varalið liðsins og
var tvisvar sendur á lán frá liðinu.
2008 yfirgaf hann liðið frá Bítla-
borginni og fór í smá Evrópureisu
sem endaði hjá Silkeborg í Dan-
mörku nú í vetur eftir nokkur ár
þar.
Guðmann valdi FH
Guðmann Þórisson gekk aftur í
raðir FH eftir ársdvöl erlendis.
Guðmann, sem er 28 ára, er uppal-
inn hjá Breiðabliki og lék sinn
fyrsta leik með meistaraflokki liðs-
ins 18 ára gamall. Frá Blikum
skipti hann yfir í FH árið 2012, þar
sem hann varð Íslandsmeistari það
ár. Á síðasta tímabili lék hann með
liði Mjällby í Svíþjóð en er nú kom-
inn heim og ætti að styrkja vörn
Hafnarfjarðarliðsins.
Flókið hjá Flóka
Kristján Flóki Finnbogason, 20
ára, er snúinn heim í Hafnarfjörð-
inn, eftir veru hjá FCK í Dan-
mörku, og genginn til liðs við FH.
Hann hafði leikið tvo leiki fyrir
FH í Pepsi-deild karla, einn sum-
arið 2012 og hinn 2013.
Mikið fjaðrafok var í kringum
heimkomu Kristjáns Flóka en
Breiðablik taldi sig hafa munn-
legan samning þess efnis að hann
gengi til liðs við liðið. Hvort slíkur
samningur var til staðar skal ósagt
látið en móðir hans skrifaði undir
fyrir hann hjá Fimleikafélaginu á
endanum.
Svarthvítur Skúli Jón
Skúli Jón Friðgeirsson er snúinn
aftur í Vesturbæinn eftir fremur
mögur ár í atvinnumennsku. Skúli,
sem er 26 ára gamall, steig sín
fyrstu skref í meistaraflokki KR
árið 2005 og spilaði með liðinu þar
til hann fór til Svíþjóðar eftir sum-
arið 2011. Þar gekk honum illa að
festa sig í sessi. Skúli Jón varð
bikarmeistari með KR 2008 og Ís-
lands- og bikarmeistari 2011.
Húsvíkingur í Vesturbæinn
Pálmi Rafn Pálmason er 31 árs
miðjumaður. Hann er uppalinn á
Húsavík og lék með Völsungi þar
til hann gekk til liðs við KA árið
2003. Árið 2005 flutti hann suður
og lék með Valsmönnum í fjögur
tímabil. Var hann hluti af Íslands-
meistaraliði Vals 2007. Hann fór til
Noregs 2008 þar sem hann hefur
leikið með Stabæk og Lilleström,
þar til hann kom heim í vetur.
Kristinn er Bliki
Kristinn Jónsson er 25 ára bak-
vörður. Hann hefur spilað allan
sinn feril fyrir Breiðablik, fyrir ut-
an síðasta tímabil þegar hann lék
með Brommapojkarna í Svíþjóð á
láni. Hann varð bikarmeistari með
Blikum 2009 og Íslandsmeistari
með liðinu ári síðar.
Ásgeir aftur í Árbæinn
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðju-
maðurinn öflugi, er kominn aftur
til liðs við Fylkismenn eftir að hafa
spilað eitt ár með GAIS í sænsku
B-deildinni. Mikilvægi hans fyrir
Fylkisliðið þekkja flestir.
Þá eru tveir ungir leikmenn í
viðbót komnir heim. Orri Sigurður
Ómarsson, sem fór frá HK til AGF
í Danmörku fyrir fjórum árum, er
genginn til liðs við Val og Tómas
Ingi Urbancic er kominn til Vík-
ings, uppeldisfélags síns, sem láns-
maður frá Reading á Englandi.
Morgunblaðið/Eva Björk
Fyrirliði Pálmi Rafn Pálmason gekk í raðir KR þar
sem hann var samstundis gerður að fyrirliða.
Tíu sneru heim í vetur
Bjarni Þór Viðarsson og Pálmi Rafn Pálmason eru komnir í FH og KR eftir
langa dvöl erlendis Halldór, Guðmann, Skúli, Kristinn og Ásgeir sneru aftur
Morgunblaðið/Eva Björk
Endurkoma Halldór Orri Björnsson missti af ævin-
týralegu tímabili hjá Stjörnunni en er kominn heim.
FÓTBOLTINN 2015
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015
34
gekk í raðir Lilleström, sem Rúnar
Kristinsson þjálfar og Sigurður
Ragnar Eyjólfsson er aðstoð-
arþjálfari. Rúnar lét af störfum
sem þjálfari KR og Sigurður Ragn-
ar hætti hjá Eyjamönnum.
Aron Elís Þrándarson, sókn-
armiðjumaðurinn stórefnilegi, hélt
af landi brott frá Víkingum og
gekk í raðir Aalesund í Noregi.
Finnur Orri Margeirsson yfirgaf
Breiðablik og gekk í raðir Lille-
ström, til Rúnars og Sigurðar
Ragnars. Reyndar var það með við-
komu í Hafnarfirði, þar sem hann
stoppaði stutt hjá FH-ingum seint
á síðasta ári.
KR missti þrjá
KR-ingar misstu þrjá leikmenn
og þjálfarann sinn í atvinnu-
mennsku. Haukur Heiðar Hauks-
son, var einn besti leikmaður KR á
síðasta tímabili og vann sér sæti í
A-landsliði karla. Hann gekk til liðs
við AIK í Svíþjóð.
Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR,
ákvað að reyna fyrir sér í Dan-
FARNIR ÚT
Jóhann Ólafsson
sport@mbl.is
Nokkrir sterkir leikmenn yf-
irgáfu sín lið eftir síðasta tímabil
og héldu á vit ævintýranna í at-
vinnumennskunni. Alls fóru tíu
leikmenn af landi brott í vetur og
spila nú með erlendum félagsliðum,
tveimur færri en fyrir síðasta tíma-
bil.
Óhætt er að segja að flestir
þeirra hafi verið með bestu leik-
mönnum síðasta tímabils, þar á
meðal bæði besti og efnilegasti
leikmaður Íslandsmótsins 2014.
Ingvar Jónsson, markvörður
Stjörnunnar og besti leikmaður Ís-
landsmótsins, yfirgaf liðið og hélt
til Start í Noregi.
Elías Már Ómarsson, sókn-
armaður Keflvíkinga og efnilegasti
leikmaður Íslandsmótsins, hélt í
víking til Vålerenga í Noregi.
Blikar misstu sinn markahæsta
mann út en Árni Vilhjálmsson
mörku. Gekk hann í raðir Sönder-
jyskE þar í landi.
Emil Atlason, sóknarmaðurinn
ungi, yfirgaf KR og hélt til Preus-
sen Münster í þýsku C-deildinni.
Hann er á lánssamningi sem gildir
út tímabilið í Þýskalandi.
Óskar Örn Hauksson fór til FC
Edmonton í Kanada í vetur en er
kominn aftur eftir stutta dvöl þar
og leikur með KR í sumar.
Arnar Bragi Bergsson fór frá
ÍBV til sænska félagsins GAIS og
Ray Anthony Jónsson yfirgaf
Keflavík og hélt til Filippseyja þar
sem hann spilar í ár.
Að lokum fóru tveir þjálfarar ut-
an, eins og kom fram hér að ofan.
Rúnar Kristinsson gekk frá borði í
KR eftir farsælan tíma en undir
hans stjórn vann liðið þrjá bik-
armeistaratitla og Íslandsmeist-
aratitilinn tvisvar. Rúnar er tekinn
við liði Lilleström í Noregi.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson er
aðstoðarmaður Rúnars hjá Lille-
ström. Hann hætti hjá ÍBV eftir að
hafa þjálfað liðið síðasta sumar.
Morgunblaðið/Ómar
Bestur Ingvar Jónsson var valinn besti leikmaður síðasta Íslandsmóts.
Tíu héldu af landi brott
Þrír KR-ingar og þjálfarinn freistuðu gæfunnar erlendis
Sá besti og sá efnilegasti leika báðir í Noregi á þessu ári
Ég fór í háloftin snemma í
morgun með spúsu minni á leið
okkar til Sevilla. Ég missi því af
fyrstu umferð Pepsi-deild-
arinnar og það hefur ekki gerst
frá því ég komst til vits og ára.
Mér, sem er mikill fótbolta-
áhugamaður, þykir leiðinlegt að
geta ekki drukkið í mig fyrstu
leikina í deildinni og verið á
staðnum en ég mun þó fylgjast
með úr fjarlægð eftir bestu
getu með hjálp netsins.
Væntanlega verða þó
einhverjir sem öfunda mig því
ég var svo heppinn að vinna
ferð til Sevilla og annað kvöld
verð ég ásamt betri helm-
ingnum á Estadio Ramón Sánc-
hez-vellinum í Sevilla þar sem
heimamenn, sjálfir Evrópudeild-
armeistararnir, taka á móti Evr-
ópumeisturum Real Madrid í
spænsku deildinni.
Vafalaust myndu margir
vilja vera í mínum sporum. Vera
viðstaddur leik þar sem heims-
klassa fótboltamenn leika listir
sínar í vel yfir 20 gráðum en
hætt er við því að þeir áhorf-
endur sem leggja leið sína á
leikina í Pepsi-deildinni í fyrstu
umferðinni þurfi að kappklæða
sig fyrir norðangarranum.
Eins og gengur og gerist
koma menn og fara í boltanum.
Það verður til dæmis mjög
skrýtið að sjá KR-liðið í sumar
án Mývetningsins Baldurs Sig-
urðssonar en ég veit að
stuðningsmenn FH eru mjög
sáttir að Baldur spili ekki lengur
í deildinni. Enda hefur hann svo
sannarlega gert Hafnarfjarð-
arliðinu marga skráveifuna í
gegnum árin og skorað ófá
mörkin í viðureignum liðanna.
Ég kallaði eftir því í bak-
verði í sama blaði fyrir ári að
við fengjum spennandi Íslands-
mót fram á síðustu stundu og
mér varð að ósk minni. Hreinn
úrslitaleikur FH og Stjörnunnar
um titilinn og honum hefur eng-
inn gleymt, hvorki Stjörnumenn,
FH-ingar né aðrir fótbolta-
áhugamenn. Gleðilegt fótbolta-
sumar.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is