Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 35

Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 35
35FÓTBOLTINN 2015 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 DARE WHAT THE N I GHT OFFERS YOU mundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, varð Íslandsmeistari með ÍBV árið 1997 og með FH 2005, 2006, 2008 og 2009. Að lokum hefur Reynir Leósson, aðstoðarþjálfari Fylkis, orðið Ís- landsmeistari sem leikmaður. Hann kom við sögu í einum leik þegar ÍA vann Íslandsmótið árið 1996 en lék síðan lykilhlutverk árið 2001 þegar Skagamenn urðu meistarar eftir úr- slitaleik gegn Eyjamönnum í loka- umferðinni. Heimir langlífastur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er sá þjálfari í deildinni sem hefur verið lengst með sama liðið. Hann tók við FH-ingum fyrir tímabilið 2008 og er því að hefja sitt áttunda tímabil sem þjálfari liðsins. Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, og Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, þreyta frumraun sína í þjálfun hér á landi í sumar. Arnar hefur ekki þjálf- að meistaraflokkslið áður en Jóhann- es hefur undanfarin ár verið þjálfari norska C-deildarliðsins Flekkeröy. Skagamenn sigursælir Fimm af þjálfurum liðanna tólf í deildinni í ár hafa leikið með Skaga- mönnum. Það eru Heimir Guð- jónsson (FH), Bjarni Guðjónsson (KR), Ólafur Þórðarson (Víkingi), Jóhannes Harðarson (ÍBV) og Gunn- laugur Jónsson (ÍA). Skagamenn voru gríðarlega sig- ursælir á 10. áratug síðustu aldar og unnu Íslandsmeistaratitilinn 1992- 1996 og einu sinni á þessari öld, árið 2001. Allir ofangreindir þjálfarar nema Heimir urðu meistarar á leik- mannaárum sínum uppi á Skaga. Bjarni varð meistari árin 1995 og 1996. Ólafur Þórðarson varð meistari árin 1993-1996 og 2001. Gunnlaugur Jónsson vann titilinn 1994-1996 og 2001. Jóhannes varð meistari með Skagaliðinu árin 1995 og 1996. Úrslitaleikurinn 1996 Bjarni, Ólafur og Gunnlaugur voru allir í byrjunarliði ÍA sem sigraði KR 4:1 í úrslitaleik Íslandsmótsins 1996. Jóhannes sat á bekknum. Liðin voru jöfn fyrir lokaumferðina og KR- ingum dugði jafntefli til að tryggja sér titilinn í fyrsta skipti í 28 ár. Skagamenn voru ekki á þeim bux- unum og sigruðu frekar örugglega fyrir framan 5.801 áhorfanda. Heimir Guðjónsson var í byrjunar- liði KR í umræddum leik, sem og að- stoðarþjálfarar Stjörnunnar og KR í ár, þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Guðmundur Benediktsson. Ólafur og Heimir sigursælastir  Hafa unnið flesta titla sem þjálfarar  Ólafur Þórðar og Rúnar Páll hafa líka unnið meistaratitilinn  Fimm þjálfaranna hafa orðið meistarar sem leikmenn, fjórir þeirra með Skagamönnum Morgunblaðið/Eva Björk Heim Arnar Grétarsson ákvað að snúa heim og taka við sem aðalþjálfari hjá sínu félagi, Breiðabliki. Liðið vann deildabikarinn undir hans stjórn í vor. Morgunblaðið/Eggert Kominn aftur Ólafur Jóhannesson snýr aftur í efstu deild eftir að hafa stýrt landsliðinu og Haukum í 1. deild. Hann gerði FH þrisvar að Íslandsmeistara. ÞJÁLFARARNIR Jóhann Ólafsson sport@mbl.is Fjórir af þjálfurum liðanna tólf í Pepsi-deild karla í sumar hafa stýrt liði til Íslandsmeistaratitils. Ólafur Jóhannesson stýrði FH til sigurs 2004-2006, Heimir Guðjónsson hefur unnið Íslandsmótið, einnig sem þjálf- ari FH, 2008, 2009 og 2012, Ólafur Þórðarson gerði Skagamenn að meisturum 2001 og Rúnar Páll Sig- mundsson stýrði Stjörnunni eft- irminnilega til Íslandsmeistaratitils á síðasta ári. Ólafur Þórðarson og Heimir hafa einnig báðir orðið Ís- landsmeistarar sem leikmenn og þjálfarar. Aðrir þjálfarar í deildinni sem hafa orðið Íslandsmeistarar sem leik- menn, auk Ólafs Þ. og Heimis, eru Gunnlaugur Jónsson með ÍA, Bjarni Guðjónsson með KR og ÍA og Jó- hannes Harðarson með ÍA. Nýir menn í brúnni Fjórir af þjálfurunum tólf eru að hefja sitt fyrsta tímabil sem þjálfarar sinna liða. Það eru Bjarni Guð- jónsson þjálfari KR, en hann þjálfaði Fram í fyrra með litlum árangri, Ólafur Jóhannesson sem tók við Valsmönnum eftir síðasta tímabil, Arnar Grétarsson sem er kominn heim og spreytir sig á þjálfun hjá Breiðabliki og Jóhannes Harðarson sem tekinn er við stjórnartaumunum í Eyjum. Sprækir aðstoðarþjálfarar Sex aðstoðarmenn þjálfara hafa orðið Íslandsmeistarar sem leik- menn. Einn þeirra er ennþá spilandi en það er Ólafur Páll Snorrason, að- stoðarþjálfari Fjölnis. Hann varð Ís- landsmeistari með FH 2005, 2006, 2009 og 2012. Hinir eru Brynjar Björn Gunnars- son, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Varð hann Íslandsmeistari með KR árið 2013 og lagði skóna á hilluna eft- ir það. Guðmundur Benediktsson, að- stoðarþjálfari KR, varð Íslands- meistari með KR árin 1999, 2000 og 2003 og Val árið 2007. Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var fyrirliði þegar Valur varð Ís- landsmeistari 2007. Tryggvi Guð- Stjarnan: Rúnar Páll Sigmundsson, 40 ára, 34 leikir sem þjálfari í efstu deild, einn meistaratitill. FH: Heimir Guðjónsson, 46 ára, 154 leikir í efstu deild, þrír meist- aratitlar, einn bikarsigur. KR: Bjarni Guðjónsson, 36 ára, 22 leikir í efstu deild. Víkingur: Ólafur Þórðarson, 49 ára, 202 leikir í efstu deild, einn meist- aratitill, og Milos Milojevic, 32 ára, nýliði. Valur: Ólafur Jóhannesson, 57 ára, 175 leikir í efstu deild, þrír meist- aratitlar, einn bikarsigur. Fylkir: Ásmundur Arnarsson, 43 ára, 110 leikir í efstu deild. Breiðablik: Arnar Grétarsson, 43 ára, nýliði. Keflavík: Kristján Guðmundsson, 50 ára, 197 leikir í efstu deild, einn bik- arsigur. Fjölnir: Ágúst Þór Gylfason, 43 ára, 22 leikir í efstu deild. ÍBV: Jóhannes Harðarson, 38 ára, nýliði í efstu deild. Leiknir: Freyr Alexandersson, 32 ára, og Davíð Snorri Jónasson, 28 ára, nýliðar í efstu deild. ÍA: Gunnlaugur Jónsson, 40 ára, 22 leikir í efstu deild. Þjálfararnir árið 2015

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.