Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 38
FÓTBOLTINN 2015
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015
38
velli? „Það er hvergi leiðinlegt að
dæma, það er miserfitt að dæma.“
Mér persónulega finnst mjög
gaman að dæma í Frostaskjólinu
þar sem áhorfendurnir eru alveg
ofan í manni. Einnig er mjög gam-
an að fara til Vestmannaeyja en
það er mjög erfiður völlur. Mér
finnst alltaf erfitt en mjög
skemmtilegt að dæma í Eyjum, það
er pressa á manni þar.“ Garðari
finnst viðhorf fólks í garð dómara
hafa verið voða svipað öll þau ár
sem hann hefur dæmt. Tækni nú-
tímans geri fólki auðveldara að láta
skoðanir sínar í ljós. „Þetta hefur
breyst svo mikið með facebook og
twitter og öllu þessu. Það er orðið
miklu auðveldara að hrauna yfir
dómara, nú geturðu það ekki bara á
vellinum.“ Garðar segist persónu-
lega ekki heyra þetta á vellinum og
kippi sér ekkert upp við þetta. Ekki
geti allir verið sáttir við störf dóm-
arans.
Saknaði hringiðunnar
Garðar var hættur í dómgæsl-
unni en sneri fljótlega til baka.
Hann dæmdi ekkert sumarið 2010
og kom til baka seint sumarið 2011.
En af hverju kom hann aftur? „Ég
var alveg hættur. Síðan varð ég
meiðslafrír og dauðlangaði að koma
aftur á völlinn.“ Segir hann fé-
lagsskapinn í kringum dómgæsluna
vera frábæran og hann hafi saknað
þess að vera í hringiðu leiksins.
„Ég saknaði strákanna úr fótbolt-
anum og fótboltans. Fyrst var ég
eftirlitsdómari en svo saknaði ég
þessa alls bara meir og meir.“
Stemningin í kringum dómarana er
því góð og þeir líta á sig sem eitt
lið.
Dómararnir eru, líkt og leik-
menn, farnir að hlakka til að hefja
leik á Íslandsmótinu í sumar. „Ég
er alltaf spenntur fyrir nýju móti.
Það er gaman að byrja, maður er
bara eins og beljurnar á vorin. Það
er rosalega gaman að komast á
völlinn aftur,“ segir Garðar Örn
Hinriksson dómari sem iðar í
skinninu að flauta á leikmenn í
Pepsi-deild karla í sumar.
Morgunblaðið/Golli
Virðing Garðar Örn Hinriksson að störfum í leik Stjörnunnar og Fjölnis þar sem Gunnar Már Guðmundsson virðist
vera að klaga Veigar Pál Gunnarsson fyrir dómaranum. Garðar er að hefja sitt sautjánda tímabil í efstu deild.
Veturinn er hundleiðinlegur
Garðar Örn Hinriksson er reyndasti dómarinn í ár Er að hefja sitt sautjánda tímabil í efstu deild
Hleypur um 11-12 kílómetra í hverjum leik Auðveldara að hrauna yfir dómarana en áður
DÓMARINN
Jóhann Ólafsson
sport@mbl.is
„Það er hundleiðinlegt að vera
dómari á veturna. Við hefjum æf-
ingar í byrjun nóvember og þetta
eru endalaus hlaup og æfingar. Það
er ekki mikið meira sem við getum
gert, við leikum okkur ekki með
bolta eins og leikmennirnir,“ segir
Garðar Örn Hinriksson dómari í
Pepsi-deild karla.
Hann hefur dæmt í 16 ár í efstu
deild karla og er því reynslumikill í
faginu. Dómarar reyna að halda
fjölbreytni í æfingum til að hlaupa
ekki í endalausa hringi. Einnig hitt-
ast dómarar tvisvar í viku yfir vetr-
artímann og æfa saman. Þess á
milli þurfa menn að halda sér sjálf-
ir í góðu formi. Liðin spila mikið af
æfingum, sem dómararnir flauta af
krafti.
Sama frí og hjá leikmönnum
„Liðin hefja æfingaleiki sína í
nóvember og við byrjum að dæma
þá. Við tökum sama frímánuð og
leikmennirnir, október.“ Dómarar
verða að vera í toppstandi til að
geta dæmt leik, enda þurfa þeir
helst að vera með nefið ofan í öllum
vafaatriðum leiksins.
„Hlaup í leik hafa ekki verið
mæld hérna heima, enda höfum við
ekki græjurnar til þess. En ég held
að þetta séu svona 11-12 kílómetrar
sem við hlaupum í leik.“ Dómarar
eru sendir í þolpróf fyrir tímabil og
á miðju keppnistímabili. Þegar við-
talið var tekið var þolprófinu ekki
lokið. „Ég er alltaf stressaður fyrir
þolpróf. Alveg sama hversu góðu
formi ég er í, maður finnur alltaf
fyrir stressi.“
Umhverfið hefur gjörbreyst
Dómararnir eru miklir fótbolta-
áhugamenn og ræða boltann mikið
sín á milli, ekki bara dómgæslu.
„Við værum í röngu fagi ef við
hefðum ekki áhuga á boltanum.“
Garðar segir umhverfi dómara
hafa gjörbreyst síðan hann hóf
dómgæslu. „Aðhaldið er miklu
meira. Við förum á fleiri ráðstefnur,
þolprófin eru fleiri og það er miklu
meiri stuðningur frá KSÍ og dóm-
aranefndinni svo þetta er búið að
breytast töluvert.“
En skyldi Garðari finnast erfitt
að dæma á einhverjum sérstökum
vetur til Sviss þar sem við dvöldum
samtals í átján daga. Þar vorum við
undir handleiðslu fyrrverandi dóm-
ara.“
Ívar og félagar dæmdu leiki og
hlutu kennslu. „Það er verið að móta
unga dómara í Evrópu. Virkilega
skemmtilegt og rosalega krefjandi
verkefni.“
Ívar er í toppstandi enda þurfa
dómarar að vera í góðu formi, líkt og
leikmennirnir. „Nálægðin skiptir
máli, við þurfum að geta haldið í við
flæði leiksins.“ Eldri og reyndari
dómarar hafa tekið hinum unga vel.
„Það er auðvelt að komast inn í
þennan hóp, þetta er allt mjög gott
fólk.“
Vill fleiri en færri áhorfendur
En hefur dómarinn ungi rekist á
einhverja velli sem sérstaklega erfitt
er að dæma á? „Nei, það eru engir
sérstakir vellir. En mér finnst oft
erfitt að dæma þegar áhorfendur
eru fáir því þá verður andrúmsloftið
oft allt öðruvísi inni á vellinum. Það
verður oft persónulegra.“ Honum
finnst leikmenn líka oft hegða sér
betur þegar vellirnir eru fullir.
UEFA mótar unga dómara
Í vetur tók Ívar þátt í verkefni á
vegum UEFA. „Ég og tveir aðstoð-
ardómarar vorum svo heppnir að
taka þátt í þvi. Fórum við tvisvar í
Jóhann Ólafsson
sport@mbl.is
Ívar Orri Kristjánsson er yngsti
dómari Pepsi-deildar karla í sumar,
25 ára gamall. „Ég dæmdi minn
fyrsta leik í efstu deild í lokaumferð-
inni 2013 og nokkra leiki í fyrra.
Vonandi dæmi ég marga í ár.“
Hann byrjaði að dæma fyrir al-
gjöra tilviljun árið 2010. „Þá var ég
að spila með Skallagrími, var meidd-
ur og plataður á dómaranámskeið.“
Ívar lék upp alla yngri flokkana og
tvö ár í meistaraflokki Skallagríms
og telur það hjálpa sér í dómgæsl-
unni. „Vissulega, geri ég mér grein
fyrir því um hvað leikurinn snýst.“
Hann hlakkar mikið til sumarsins
og býst við að allir sem komi að fót-
boltanum muni njóta þess.
„Ég er virkilega spenntur fyrir
sumrinu og held að það verði góð
skemmtun fyrir dómara, leikmenn
og áhorfendur.“
Er með þykkan skráp
Að endingu spyr blaðamaður
hvort það geti ekki tekið á að heyra
fólk hreyta í mann fúkyrðum. Ívar
segir svo ekki vera. „Ef ég gerði það
þá væri ég einhversstaðar annars
staðar í lífinu. Dómarar þurfa þykk-
an skráp og ákveða hvað þeir vilja
heyra og hvað ekki.,“ sagði Ívar Orri
Kristjánsson.
Morgunblaðið/Eva Björk
Ungur Ívar Orri Kristjánsson er sá
yngsti í deildinni í ár.
Erfitt að dæma þegar
áhorfendur eru fáir
Ívar Orri Kristjánsson er yngsti dómarinn í deildinni en fékk reynslu í fyrra
Kristinn Jakobsson, reyndasti
dómari landsins undanfarin ár,
lagði flautuna á hilluna að loknu
síðasta tímabili. Hans síðasti leik-
ur á Íslandsmótinu var úrslita-
leikur FH og Stjörnunnar í loka-
umferð Pepsi-deildar karla.
Í hans stað kemur jafnaldri
hans, Pétur Guðmundsson, en aðr-
ir dómarar sem hefja tímabilið eru
þeir sömu og í fyrra. Pétur dæmdi
einn leik í deildinni undir lok Ís-
landsmótsins í fyrra.
Það eru eftirtaldir dómarar, ald-
ur og leikjafjöldi í efstu deild
fylgir:
Erlendur Eiríksson 44/113
Garðar Örn Hinriksson 43/161
Guðmundur Á.Guðm.ss. 41/44
Gunnar Jarl Jónsson 31/72
Ívar Orri Kristjánsson 25/7
Pétur Guðmundsson 45/1
Valdimar Pálsson 45/9
Valgeir Valgeirsson 40/59
Vilhjálmur A. Þórarinss. 30/52
Þorvaldur Árnason 33/83
Þóroddur Hjaltalín 37/93
Örvar Sær Gíslason 41/49
Pétur er 45 ára nýliði
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er
nýr FIFA-dómari Íslands en hann
bættist í þann hóp í byrjun þessa
árs. Kristinn Jakobsson hætti í
árslok 2014 vegna aldurs.
Björn Valdimarsson og Jovana
Cosic eru nýir FIFA-aðstoðardóm-
arar en Sigurður Óli Þórleifsson er
hættur. Eftirtaldir eru nú á lista
FIFA, Alþjóða knattspyrnu-
sambandsins:
FIFA-dómarar:
Gunnar Jarl Jónsson
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Þorvaldur Árnason
Þóroddur Hjaltalín
FIFA-aðstoðardómarar:
Áskell Þór Gíslason
Birkir Sigurðarson
Björn Valdimarsson
Frosti Viðar Gunnarsson
Gunnar Sverrir Gunnarsson
Gylfi Már Sigurðsson
Jovana Cosic
Jóhann Gunnar Guðmundsson
Rúna Kristín Stefánsdóttir.
Vilhjálmur í stað Kristins