Fréttablaðið - 14.05.2015, Síða 6

Fréttablaðið - 14.05.2015, Síða 6
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Jón, á ekki ráðherra að ráða? „Skynsemin ræður.“ Jón Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðis- flokks, er ósáttur við það álit umhverfisráðu- neytisins að Alþingi geti ekki breytt flokkun virkjunarkosta nema verndar- og orkunýt- ingaráætlun hafi verið gerð. KIRKJAN Kirkjuþing unga fólks- ins sendi frá sér ályktun á laugar- daginn sem sneri að afnámi sam- viskufrelsis presta sem heimilar prestum þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli eigin samvisku. Álykt- unin verður lögð fyrir kirkjuráð þjóðkirkjunnar og líklega tekin fyrir á fundi í júní. Í kirkjuráði situr Agnes M. Sigurðardóttir biskup auk fjögurra annarra. Sjálf tjáði Agnes sig um málið í viðtali við DV árið 2012 þegar hún var nýkjörin biskup. Þá sagði hún niðurstöðu komna í málið. „Það eru örfáir prestar sem ekki treysta sér til að gifta fólk af sama kyni og þá hafa þeir fullt leyfi til þess að hafa þá skoðun,“ sagði Agnes og bætti því við að hún teldi þetta ekki lengur vandamál, það væri búið að afgreiða málið að hennar dómi. Kirkjuþing unga fólksins er ekki á sama máli. „Í dag gæti samkyn- hneigt par farið í kirkju, í þeirri sanngjörnu von um að láta gifta sig eins og hvert annað gagnkyn- hneigt par. Parið er þó í þeirri hættu á að vera hafnað af prest- inum því hann viðurkenni ekki ást þeirra sem tveir sjálfstæðir einstaklingar,“ segir í greinar- gerð sem þingið sendi frá sér um ályktunina. Varðandi fjölda presta sem hafa nýtt sér eða gætu hugsað sér að nýta samviskufrelsið segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri Biskupsstofu, þær tölur ekki liggja fyrir. Samkvæmt könnun sem 24 stundir lét gera árið 2008, þegar ný lög um staðfesta samvist voru samþykkt, kemur fram að níu prestar á landinu voru á móti því að staðfesta samvist samkynja pars í kirkju. Í greinargerðinni segir að kirkjan hafi tekið stór skref á síðustu árum í átt að jafnrétti en að það sé ekki tilefni til að hætta núna. „Við getum ekki farið hálfa leið og svo hrósað okkur og sagt þetta vera gott.“ Sigurvin Lárus Jónsson, æsku- lýðsprestur í Neskirkju og for- maður Æskulýðssambands þjóð- kirkjunnar, sem heldur utan um Kirkjuþing unga fólksins, tekur í sama streng. Hann segir stöðuna í dag ekki góða. „Eins og staðan er núna er hinsegin fólk sett í þá stöðu að þurfa að þekkja kirkju- pólitískt landslag þegar það leit- ar að presti til hjónavígslu,“ segir Sigurvin. „Agnes M. Sigurðar- dóttir biskup hefur lýst yfir því að hún vilji standa vörð um þetta samviskufrelsi en það er mjög hæpið að það standist lög að opin- ber starfsmaður eins og prest- ur hafi heimild til að mismuna á grundvelli kynhneigðar,“ bætir Sigurvin við. Í greinargerð Kirkjuþings unga fólksins segir aukinheldur: „Prest- ar þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn. Ekki á neinum öðrum opinberum starfsvettvangi geta opinberir starfsmenn hafnað fólki þjónustu út af kynhneigð sinni.“ thorgnyr@frettabladid.is Samviskufrelsi presta verði afnumið hjá Þjóðkirkjunni Kirkjuþing unga fólksins vill afnema samviskufrelsi presta. Prestar mega neita samkynja pörum um hjóna- vígslu á grundvelli sinnar eigin samvisku. Sigurvin Lárus Björnsson æskulýðsprestur segir stöðuna slæma. AFNÁM SAMVISKUFRELSIS Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur ekki viljað tjá sig um afnám reglu um samviskufrelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eins og staðan er núna er hinsegin fólk sett í þá stöðu að þurfa að þekkja kirkjupólitískt landslag þegar það leitar að presti til hjónavígslu. Sigurvin Lárus Jónsson, æskulýðsprestur. SVEITARSTJÓRNIR „Ekki var annað að skilja en að ráðherra skildi mikil vægi þess að tryggja fjár- muni til aðgerða nú þegar og einn- ig í rannsóknarverkefni sem varða Grynnslin og innsiglinguna um Hornafjarðarós,“ segir í fundar- gerð bæjarráðs Hornafjarðar um fund bæjarstjórans með innan- ríkis ráðherra. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri fór yfir fundinn með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á bæjarráðs- fundinum. Kvaðst Björn hafa farið „yfir alvarleika málsins og þá stöðu sem upp er komin“ varðandi innsiglinguna í Hornarfjarðarós. Hafi Ólöf sagst mundu funda strax með forstjóra Vegagerðarinnar og starfsmanni siglingasviðs stofnun- arinnar og fara yfir möguleikana. Bæjarráð tók undir þungar áhyggjur hafnarstjórnar. „Nú er komin upp sú staða að takmarka þarf djúpristu skipa sem sigla inn til Hafnar í Hornafirði,“ sagði hafnarstjórnin. „Þetta ástand setur sjávarútveg og aðra flutn- inga til og frá Hornafirði í upp- nám. Því er framtíð heils byggðar- lags undir í þessu máli.“ - gar Bæjarstjóri Hornafjarðar hitti innanríkisráðherra vegna vanda í innsiglingu: Skildi mikilvægi fjárveitingar BJÖRN INGI JÓNSSON ÓLÖF NORDAL ÍRAK Næstæðsti leiðtogi hryðju- verkasamtakanna Íslamska ríkis- ins (ISIS), Abdul Rahman Mustafa Mohammed, var drepinn í loftárás Bandaríkjahers í gær. Þetta stað- festi talsmaður íraskra yfirvalda. Loftárás Bandaríkjahers var á mosku í Tal Afar vestur af Mósúl í Írak. Í moskunni var leiðtoginn á fundi, ásamt tugum liðsmanna ISIS-samtakanna sem létust einn- ig í loftárásinni. Í frétt BBC seg ir að sam kvæmt óstaðfest um heim ild um hafi leið- toginn leitt aðgerðir Íslamska rík- isins síðustu vikur. - ngy Tugir liðsmanna ISIS létust: Leiðtogi ISIS fórst í loftárás STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja á næstu fimm árum 80 milljónir árlega til verk- efnisins Matvælalandið Ísland. Verkefninu er ætlað að treysta orðspor og móta ímynd Íslands sem upprunalands hreinna og heil- næmra matvæla og auka með því móti gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Í tilkynningu frá atvinnuvega- ráðuneytinu kemur fram að íslensk matvæli og matarmenning Íslendinga séu ein af grunnstoðum ferðaþjónustunnar. - ngy Styrkir matarmenningu á Íslandi: Ríkið styrkið matvælaverkefni SKÓLAMÁL Íbúasamtök Hvanneyrar og nágrennis skora á sveitarstjórn Borgarbyggðar „að halda starf- semi grunnskóla áfram á öllum stöðvum í núverandi mynd,“ eins og segir í ályktun samtakanna. „Íbúar Hvanneyrar og nágrenn- is telja mikilvægt að viðhalda grunnstoðunum til þess að efla íbúaþróun á svæðinu. Svo áfram- haldandi íbúafjölgun verði á svæð- inu teljum við mjög mikilvægt að grunnskóli sé á Hvanneyri. Skól- inn er forsenda þess að fólk komi í sveitarfélagið og velji Hvanneyri sem framtíðarheimili,“ segja íbúa- samtökin. - gar Íbúasamtök álykta um skóla: Grunnskólinn sé á Hvanneyri HVANNEYRI Heimamenn vilja fjölga íbúum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR TÓRSHAVN Norræna ráðherra- nefndin hélt fund í Tórshavn í Færeyjum í fyrradag, þar sem menningarmálaráðherra Norður- landa gáfu út sameiginlega yfir- lýsingu um ólögleg viðskipti með menningarminjar frá Írak og Sýrlandi. Í yfirlýsingunni er fólk sem umgengst og höndlar með forn- muni beðið að sýna sérstaka aðgát. „Það er grafalvarlegt að menningar- og sagnfræðilegar minjar séu teknar ófrjálsri hendi í Írak og Sýrlandi og smyglað út úr þessum löndum. Við biðjum norræna fagaðila, listaverka- safnara, listaverkasala, fornsala og starfsfólk safna að sýna sér- staka aðgát.“ Á fundinum var rætt um sölu menningarminja á ólöglegum mörkuðum til að fjármagna starf- semi hinna ýmsu öfgahópa en þann 12. febrúar á þessu ári samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun um að skylda aðildarlönd til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir slík viðskipti. Í fram- haldinu vilja menningarmálaráð- herrar Norðurlandanna að sett verði af stað átaksverkefni um málið í haust. - kbg Grafalvarlegt að menningar- og sagnfræðiminjar séu teknar ófrjálsri hendi: Vilja aðgát á Norðurlöndum MENNINGARMINJAR SELDAR Ólögleg sala menningarminja er áhyggjuefni. Sett verður af stað átak í haust. NORDICPHOTOS/GETTY DÓMSMÁL Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlis- manni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar neitaði í gærmorgun sök við þing- festingu í Héraðsdómi Reykjaness. Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögregl- unni barst tilkynning um manns- lát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna. Konan er á sextugsaldri og var strax úrskurðuð í gæsluvarðhald fram að dómi. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fang- elsi verði hún ákærð og fundin sek fyrir manndráp af ásetningi. Konan hafnaði einnig öllum bótakröfum en móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miska- bætur. Aðalmeðferð málsins hefst 18. júní. Dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðan. - sáp Ákærð fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum í Hafnarfirði: Konan neitaði sök fyrir dómi NEITAR SÖK Konan er ákærð fyrir að hafa orðið sam- býlismanni sínum að bana í febrúar. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N SPURNING DAGSINS 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 2 -4 2 B C 1 7 6 2 -4 1 8 0 1 7 6 2 -4 0 4 4 1 7 6 2 -3 F 0 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.