Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 8
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 (2.120.968 kr. án vsk) 1. Í hvaða bæjarfélagi ætla kaþólikkar að reisa nýja kirkju? 2. Hver er formaður BHM? 3. Hvar á landinu hefur þýskt fyrir- tæki áhuga á að opna vindmyllugarð? SVÖR 1. Á Selfossi. 2. Þórunn Sveinbjarnardóttir. 3. Í Grindavík. STJÓRNSÝSLA Starfsmenn Fiski- stofu þurfa ekki að flytjast bú- ferlum til Akureyrar til að halda starfi sínu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Sigurðar Inga Jóhanns- sonar sjávarútvegsráðherra en hann kynnti þessa niður stöðu sína í gær. Þeir starfsmenn stofnunar- innar sem starfa hjá Fiskistofu í Hafnarfirði hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgar- svæðisins en Fiskistofustjóri mun taka ákvörðun um staðsetningu nýrra starfsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þann 27. júní í fyrra að Fiskistofa yrði flutt til Akur eyrar. Áform ráðherranna hafa mætt mikilli andstöðu. BHM og Hafnar- fjarðarkaupstaður, auk starfs- manna Fiskistofu, hafa gagnrýnt flutninginn og talið slíka hreppa- flutninga tímaskekkju. Í nýlegu áliti gerir umboðsmaður Alþing- is athugasemdir við undirbúning flutnings Fiskistofu til Akureyrar. Kom umboðsmaður að því í áliti sínu að ráðherra þyrfti að gera starfsmönnum Fiskistofu form- lega grein fyrir stöðu þeirra nú og hvers mætti vænta um framhaldið. Batnandi mönnum best að lifa Björn Jónsson, lögfræðingur hjá Fiskistofu og fulltrúi starfs- manna, segir undanfarið ár hafa verið starfsmönnum stofnunar- innar þungbært. „Þessi hugmynd um flutning Fiskistofu og umræð- an sem hefur fylgt hefur reynst starfsmönnum erfitt. Einnig hefur síðasta ár verið erfitt fyrir stofn- unina sjálfa. Hins vegar er batn- andi mönnum best að lifa og þetta er niðurstaðan,“ segir hann. Björn telur málflutning sem starfsmenn Fiskistofu hafa haft uppi um flutninginn hafa að lokum haft sigur. „Starfsmenn Fiskistofu spyrntu við fótum um leið og ráð- herra vildi flytja stofnunina til Akureyrar. Sá málflutningur varð ofan á og því er þetta gleðiefni fyrir okkur starfsmenn sem eftir eru að hafa hér starfsöryggi.“ Krefjandi verkefni fram undan Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar sem fyrst og byggja upp höfuðstöðvar stofn- unarinnar nyrðra. Markmið ríkis- stjórnarinnar er að stuðla að fjöl- breyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu opinberra starfa. „Það sem skiptir máli er að eftir sem áður verður ráðist í flutning Fiskistofu til Akureyrar en með breyttu sniði. Um leið og lög um staðsetningu ríkisstofnana verða samþykkt mun ég flytja til Akur- eyrar og byggja upp nýjar höfuð- stöðvar. Nú taka við breyttir tímar og ég lít á þetta sem krefj- andi tækifæri að setja á laggirn- ar þessu nýju höfuðstöðvar,“ segir Eyþór. Nú taki hins vegar við tími þar sem hlúa þurfi að starfsmönn- um stofnunarinnar. „Það er mikil- vægt að ná aftur upp þeim góða starfsanda sem stofnunin hefur verið þekkt fyrir.“ Þeim starfsmönnum sem vilja samt sem áður flytja gefst áfram kostur á að fá styrk fyrir búferla- flutningnum. sveinn@frettabladid.is Starfsfólk þarf ekki norður Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að starfsmenn stofnunarinnar þurfi ekki að flytja með henni norður á Akureyri. Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. FISKISTOFA Stofnunin verður flutt hægar en ráð var fyrir gert í fyrstu. Starfsmenn Fiskistofu mótmæltu upprunalegum áformum ráðherra harðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON sjávarútvegs- ráðherra EYÞÓR BJÖRNSSON fiskistofustjóri Þessi hugmynd um flutning Fiskistofu og umræðan sem hefur fylgt hefur reynst starfsmönn- um erfitt. Einnig hefur síðasta ár verið erfitt fyrir stofnunina sjálfa. Björn Jónsson, fulltrúi starfsmanna Fiskistofu. BRETLAND Einkabréf sem Karl Bretaprins sendi til breskra stjórn- valda fyrir rúmum áratug hafa verið gerð opinber eftir langvar- andi deilur um birtingu bréfanna. Alls voru bréfin tuttugu og sjö og voru þau send hinum ýmsu ríkis- stofnunum í Bretlandi. Umrædd bréf vörðuðu hin ýmsu málefni, þar á meðal um yfirráð stórmarkaða og upplýsingar um markaðsyfirráð matvöruverslana. Bréfin voru rituð á tímabilinu 2004 til 2005. Héraðsdómur úrskurðaði neit- un stjórnvalda á birtingu bréfanna ólögmæta á síðasta ári. Hæstirétt- ur Bretlands staðfesti þann úrskurð síðastliðinn mars. Í einu bréfanna til forsætisráð- herra Bretlands, Tony Blair, sagði prinsinn að herinn væri beðinn um að taka þátt í erfiðum verkefnum án þess að búa yfir nauðsynlegum bún- aði. Í öðru bréfi til Blair lýsti hann áhyggjum sínum yfir getu flughers- ins, tækjum hans og getu flugvél- anna til flugs í háum hita. - ngy Einkabréf sem Karl Bretaprins sendi til breskra stjórnvalda hafa verið gerð opinber: Birting bréfa Bretaprins til Blair KARL BRETAPRINS Í einu bréfanna lýsti prinsinn yfir áhyggjum sínum yfir getu flughersins. UMHVERFISMÁL Íbúar Blönduóss munu í dag gera sér glaðan dag og taka til hendinni við allsherj- ar tiltekt í bænum. Byggðaráð Blönduóss segir markmið tiltekt- ardagsins vera að hvetja íbúa og fyrirtæki í bæjarins til að taka til hjá sér og í næsta nágrenni. „Sveitarstjórn mun bjóða til grillveislu klukkan 18.00 við Félagsheimilið í tilefni dagsins,“ lofar byggðaráðið. Veðurstofan gerir ráð fyrir um tíu gráðu hita þegar sem grillveislan hefst. - gar Vortiltekt á Blönduósi í dag: Taka til og slá upp grillveislu HAGSTOFAN Landsmönnum fjölg- aði um sjö hundruð á fyrsta ársfjórðungi 2015 samkvæmt Hagstofu Íslands. Í lok fyrsta árs- fjórðungs bjuggu tæplega 330 þúsund manns á Íslandi. Á höfuð- borgarsvæðinu bjuggu rúmlega 210 þúsund en um 118 þúsund utan höfuðborgarsvæðis. Á fyrsta ársfjórðungi fæddust 990, en 600 létust. Á sama tíma fluttust 290 til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstak- lingar með íslenskt ríkisfang voru 370 umfram aðflutta. - ngy Um 330 þúsund á Íslandi: Landsmönnum fer fjölgandi FÓLKSFJÖLGUN Á höfuðborgarsvæðinu búa rúmlega 210 þúsund manns. VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrirtækið Bókun sigraði í flokki íslenskra fyrirtækja í frumkvöðlasam- keppni Norðurlanda, Nordic Start up Awards í fyrradag. Sigur- vegarar sambærilegra verðlauna á Norðurlöndum koma til álita við val á sprotafyrirtæki ársins við lokaathöfnin sem haldin verður í Helsinki þann 26. maí. - jhh Keppa áfram í Helsinki: Bókun sigraði í sínum flokki VEISTU SVARIÐ? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 3 -0 3 4 C 1 7 6 3 -0 2 1 0 1 7 6 3 -0 0 D 4 1 7 6 2 -F F 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.