Fréttablaðið - 14.05.2015, Síða 48
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| BÍÓ | 32
BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS
46 ára. Cate Blanchett.
Þekktust fyrir: Lord of The Rings-
myndirnar, The Curious Case of
Benjamin Button.
Leikkonan Natalie Portman mun
fara með eitt aðalhlutverkanna í
kvikmyndinni Planetarium, ásamt
Lily-Rose Depp, dóttur Johnny Depp,
sem mun fara með hlutverk systur
Portman. Myndin gerist
í Frakklandi um 1930
og eru systurnar þeim
hæfileikum gæddar
að geta náð sambandi
við framliðna. Tökur á
myndinni eiga að
hefjast í september
og stefnt er að því
að frumsýna hana
í maí á næsta ári.
Portman talar
við drauga
Óskarsverðlaunahafinn Eddie
Redmayne er í viðræðum um
aðalhlutverk í myndinni Fantastic
Beasts, sem byggð er á bókunum
um Harry Potter, en sagt er að hann
hafi heillast af handriti
J.K. Rowling. Ekkert
hefur verið staðfest en
orðrómur er um að Red-
mayne muni fara með
hlutverk Newt Scamander.
Auk hans hafa leikar-
arnir Nicholas Hoult
og Matt Smith
verið orðaðir við
myndina.
Redmayne í Harry
Potter-mynd
Pitch Perfect 2
Gamanmynd
Helstu leikarar: Anna Kendrick,
Elizabeth Banks, Hailee Steinfeld,
Rebel Wilson.
Mad Max: Fury Road
Spennumynd
Helstu leikarar: Tom Hardy,
Rosie Huntington-Whiteley, Charlize
Theron, Nicholas Hoult.
7,2/10 9,3/10
Eftirminnilegar setningar úr Clueless
Kvikmyndin Clueless fagnar tutt-
ugu ára afmæli sínu í ár, en mynd-
in kom út þann 19. júlí árið 1995.
Í henni kynntumst við Beverly
Hills-skvísunni Cher Horowich.
Hún á moldríkan pabba sem starf-
ar sem lögmaður. Móðir hennar
lést hins vegar þegar Cher var
aðeins tólf ára, þegar fitusogs-
aðgerð sem hún var í fór úr bönd-
unum. Síðan þá hefur Cher ekki
skort einn einasta veraldlegan
hlut, eins og sjá má á fataskáp-
unum hennar, bílnum og herberg-
inu hennar. Henni er mikið í mun
að vera góð við alla og vill helst
bjarga heiminum, þótt hún eigi
það til að misskilja hann. Hún fær
sitt fram með því að vera frek á
einlægan hátt og hikar ekki við að
halda ræður til að færa rök fyrir
máli sínu.
Myndin er byggð á bókinni
Emma eftir Jane Austen, og átti
upphaflega að vera sjónvarps-
þáttur með nafnið Clueless in
California. Leikstjórinn, Amy
Heckerling, prófaði Reese
Wither spoon og Sarah
Michelle Gellar í hlut-
verkið, en hvorug
þeirra gat tekið
hlutverkið að sér.
Heckerling ósk-
aði þá eftir að
fá stelpuna sem
lék í Aeros-
mith-mynd-
böndunum og
var Alicia Sil-
verstone ráðin í
hlutverkið.
Margir af vinsælustu
frösum myndarinnar, eins og
„Baldwin“, „Betty“ og „keep-
ing it real“, voru hugmyndir
leikstjórans og slógu þeir svo
rækilega í gegn að gefin var
út bókin How to Speak Clue-
lessly. Höfðu leikarar mynd-
arinnar flestir ekki hugmynd
um hvað þessi orð þýddu
þegar þau léku í
myndinni.
Fyrir utan
frasana og lit-
ríka karakt-
era er mynd-
i n e i n n a
eftirminnileg-
ust fyrir bún-
ingana. Það
var líklega
ekki til sú
unglings-
stúlka sem ekki
dreymdi um að eign-
ast gula, köflótta dressið, hvíta
Calvin Klein-kjólinn (sem Calv-
in Klein lét endurgera árið 2010
vegna vinsælda), kragalausu
skyrtuna frá Fred Segal, Alaia-
kjólinn og rauðu satínskóna. Og
glætan að fara í eitthvað frá
Judy’s! adda@frettabladid.is
Clueless fagnar 20 ára afmæli. As if!
Það eru tuttugu ár síðan Cher Horowich fékk stúlkur um allan heim til þess að dreyma um fj arstýrðan fataskáp, kom hnésokkum í tísku
og frasarnir „As if!“ og „What ever“ urðu hluti af eðlilegu samtali. Aðdáendur hennar segja myndina einungis verða betri með árunum.
HE GAVE ME A C MINUS Eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar, þegar þær Cher og Dionne tala saman í síma, hlið við hlið.
NORDICPHOTOS/GETTY
CLUELESS Þessi frábæra mynd fagnar
tuttugu ára afmæli í ár.
ALSÆL Cher sátt
með innkaupapokana sína.
CHER: Hey, granola breath, you got
something on your chin.
JOSH: I’m growing a goatee.
CHER: Oh, that’s good. You don’t
want to be the last one at the
coffee house without chin pubes.
TAI: Cher, I don’t want to do this
anymore. And my buns, they don’t
feel nothin’ like steel.
CHER: I feel like such a heifer. I had
two bowls of Special K, 3 pieces of
turkey bacon, a handful of popcorn,
5 peanut butter M&M’s and like 3
pieces of licorice.
LUCY: I’m not a Mexican!
CHER: Great, what was that about?
JOSH: Lucy’s from El Salvador.
CHRISTIAN: You like Billie Holiday?
CHER: I love HIM.
MEL: Cher, get in here.
CHER: What’s up, Daddy?
MEL: What the hell is that?
CHER: A dress.
MEL: Says who?
CHER: Calvin Klein.
CHER: Well, I remember Mel Gibson
accurately and … he didn’t say that,
that Polonious guy did.
DIONNE: Dude, what’s wrong? Are
you suffering from buyer’s remorse
or something?
Nýr og endurbættur vefur
fasteignir.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
0
-F
2
F
C
1
7
6
0
-F
1
C
0
1
7
6
0
-F
0
8
4
1
7
6
0
-E
F
4
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K