Fréttablaðið - 14.05.2015, Side 56
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 40
ALLT ÞEGAR FERNT ER
➜
SPORT
FÓTBOLTI Nýliðarnir í Pepsi-deild
kvenna fá alvöru próf strax í
fyrsta leik í dag þegar KR og
Þróttur heimsækja tvö efstu liðin
í fyrra en þeim er jafnframt spáð
efstu sætunum í ár. KR mætir
meisturum Stjörnunnar í Garðabæ
og Íslandsmeistaraefnin í Breiða-
bliki taka á móti Þrótti.
Það vakti athygli fyrr í vikunni
þegar Breiðabliki var spáð titl-
inum en ekki Íslands- og bikar-
meisturum Stjörnunnar sem höfðu
unnið tvo úrslitaleiki við Blika á
rúmri viku með markatölunni 7-1.
Blikar hafa beðið í tíu ár eftir
sextánda Íslandsmeist-
aratitlinum en fyrirlið-
ar, þjálfarar og forráða-
menn deildarinnar
hafa meiri trú á Blik-
um heldur en Stjörnu-
liðinu sem hefur unnið
stóran titil fjögur tíma-
bil í röð og vann tvöfalt
í fyrsta sinn síðasta
sumar. Stjörnuliðið
hefur misst lykil-
menn en fékk til sín
efnilegasta leik-
mann deildarinn-
ar á síðasta sumar,
Guðrúnu Karítas
Sigurðardóttur frá
ÍA.
Stjarnan missti
landsliðsmiðvörðinn
Glódísi Perlu Viggósdóttir og
fyrir liðann Ásgerði Stefaníu Bald-
ursdóttur og óvissan er um hvaða
áhrif það hefur á hina sterku vörn
Stjörnuliðsins sem fékk á sig aðeins
16 mörk í 36 deildarleikjum tvö
síðustu sumur. Markadrottningin
Harpa Þorsteinsdóttir er á sínum
stað en hún hefur skorað 55 mörk í
36 leikjum síðustu tvö sumur.
Flestir búast áfram við einvígi á
milli Stjörnunnar og Breiðabliks.
Selfoss og Þór/KA verða í næstu
sætum samkvæmt spánni en bæði
lið hafa þó misst sterka leikmenn.
Fylkisliðið vakti mikla athygli sem
nýliði í fyrra og nú er að sjá
hvort Jörundur Áki Sveins-
son geti komið liðinu enn
ofar í töflunni.
Eyjakonum er spáð sjötta
sæti eða sæti ofar en Vals-
liðinu sem er á tímamótum
og hefur aldrei verið spáð
neðar. KR verður sá nýliði
sem nær að halda sæti
sínu á kostnað Aftureld-
ingar sem er spáð falli
ásamt nýliðum Þróttar.
Leikir dagsins eru: Valur-
Afturelding, Breiðablik-
Þróttur R., Stjarnan-KR
og Fylkir-Selfoss (allir
klukkan 14.00) og Þór/KA-
ÍBV (klukkan 15.30). - óój
Risapróf fyrir báða
nýliðana í fyrsta leik
Fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna fer fram í dag.
55 MÖRK Á
TVEIMUR
ÁRUM Harpa
Þorsteins-
dóttir úr
Stjörnunni.
LOKAÚRSLITIN 2015
Þjálfari hjá Haukum
Haukaliðið vann alla þrjá leikina við Aftur-
eldingu í lokaúrslitum og varð fyrsta liðið í
sögu úrslitakeppninnar sem vinnur alla átta
leiki sína í einni úrslitakeppni. Tvö lið höfðu
áður farið taplaus í gegnum úrslitakeppnina,
Haukar 2005 og HK 2012, en þá þurfti að
vinna færri leiki til þess að fara alla leið.
LOKAÚRSLITIN 1995
Leikmaður með KA
BIKARMEISTARI 1995
KA-liðið tapaði í framlengdum oddaleik á móti
Val í lokaúrslitunum eftir að hafa verið yfir
þegar 4,3 sekúndur voru eftir af venjulegum
leiktíma. Patrekur skoraði 28 mörk í 5 leikjum í
lokaúrslitunum. Patrekur var kosinn leikmaður
ársins og besti sóknarmaðurinn.
LOKAÚRSLITIN 1996
Leikmaður með KA
DEILDARMEISTARI 1996
BIKARMEISTARI 1996
KA-liðið tapaði 3-1 á móti Val í lokaúrslitunum
en KA var með heimavallarrétt í úrslitunum.
Patrekur skoraði 23 mörk í 4 leikjum í
lokaúrslitunum. KA-liðið var búið að vinna alla
titla tímabilsins fyrir úrslitakeppnina, meira
að segja Meistarakeppnina í byrjun þess.
Patrekur var kosinn besti varnarmaðurinn.
LOKAÚRSLITIN 2014
Þjálfari hjá Haukum
DEILDARMEISTARI 2014
DEILDARBIKARMEISTARAR 2014
BIKARMEISTARAR 2014
Haukaliðið tapaði 29-28 á heimavelli á móti
nýliðum ÍBV í oddaleik um Íslandsmeistara-
titilinn. Haukaliðið var búið að vinna alla titla
tímabilsins fyrir úrslitakeppnina.
ÚRSLITIN 1995 Patrekur Jóhannesson með Alfreð Gíslasyni
í vörn KA og í baráttu við Geir Sveinsson sem er að setja
hindrun fyrir Ólafs Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR GAUTI
SIGURSTUNDIN Patrekur Jóhannesson með leikmönnunum Árna Steini Steinþórssyni og Jóni Þorbirni
Jóhannssyni eftir leikinn á mánudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
HANDBOLTI „Ég fór bara heim, náði
í konuna og við skelltum okkur á
Ásvelli þar sem var móttaka fyrir
liðið. Það var samt skóli hjá krökk-
unum daginn eftir þannig við
vorum bara til tólf,“ segir Patrekur
Jóhannesson, þjálfari Íslands-
meistara Hauka í handbolta, léttur
og kátur í viðtali við Fréttablaðið.
Haukar lyftu Íslandsbikarnum
í tíunda sinn í sögu félagsins að
Varmá á mánudaginn og í níunda
sinn síðan árið 2000. Sigurganga
liðsins hefur verið ótrúleg.
„Lokahófið hjá yngri flokkunum
byrjar klukkan fimm og svo er hjá
okkur í kvöld [gærkvöld]. Maður
verður kannski aðeins lengur í
kvöld enda eiga menn auðvitað að
fagna þessum árangri.“
Vissi að þetta myndi lagast
Haukarnir voru ekki góðir fyrir
áramót og að berjast í neðri helm-
ingi deildarinnar. Þeir komu sterk-
ir inn eftir áramót og fóru svo í
gegnum úrslitakeppnina án þess
að tapa einum einasta leik.
„Ég vissi alltaf skýringarnar á
þessu. Tjörvi var ekki heill, ekki
Janus heldur og Adam var að spila
sitt fyrsta tímabil sem aðalskytta.
Elías Már var líka farinn þannig
að ég gerði mér alveg grein fyrir
því að þessar breytingar myndu
taka sinn tíma,“ segir Patrekur
sem hafði þó fulla trú á að hlut-
irnir myndu komast í lag.
„Það þurfti bara að púsla þessu
saman. Það voru margir efins
framan af en ekki ég, ekki Þorgeir
formaður og ekki Óskar aðstoðar-
þjálfarinn minn. Ég settist niður
með liðinu eftir tap gegn Aftur-
eldingu í desember og ég fann að
allir voru tilbúnir að stefna á það
sama. Við fórum líka bara strax
í gang eftir HM og töpuðum ekki
mörgum leikjum,“ segir hann.
Til alvarlegri hlutir en að tapa
Patrekur var hársbreidd frá því
að vinna Íslandsmeistaratitilinn
í fyrra en tapaði á sigurmarki
Agnars Smára Jónssonar á síðustu
sekúndu leiksins.
Finnst ég vera á réttri leið
Patrekur Jóhannesson gerði Hauka að Íslandsmeisturum á mánudagskvöldið þegar liðið lauk fullkominni
úrslitakeppni með því að sópa Aft ureldingu í lokaúrslitum. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Patreks.
„Það var erfið stund enda
vorum við fjórum mörkum yfir
í seinni hálfleik og höfðum verið
betra liðið allt tímabilið. Ég var
kannski aðallega svekktur þegar
ég sá þetta aftur því hann stökk
svona langt inn í teig,“ segir Pat-
rekur og hlær við. Hann staldraði
ekki lengi við það grátlega tap.
„Það er nú bara þannig að ég
er alltaf jafn einbeittur á næstu
æfingu og strax eftir leik þurfti
ég að fara að gera hluti klára fyrir
leiki með Austurríki. Ég er ekk-
ert í því að fara að væla eftir leiki
og gerði það ekki heldur sem leik-
maður. Það eru til verri hlutir í líf-
inu en að tapa handboltaleik með
einu marki,“ segir Patrekur.
Titlar segja ekki allt
Þrátt fyrir langan og farsælan
feril var Íslandsmeistaratitillinn
sem Patrekur fagnaði á mánu-
dagskvöldið sá fyrsti sem hann
vinnur.
Hann fór tvisvar í úrslit sem
leikmaður KA á tíunda áratugnum
en tapaði í bæði skiptin fyrir Val
áður en kom að tapinu gegn ÍBV
í fyrra.
„Auðvitað er ánægjulegt að
vinna þetta loksins. Silfrin tvö
með KA voru svekkjandi. Við
unnum ekki titilinn þá en liðið
var samt tilnefnt sem eitt besta
handboltalið sögunnar sem segir
sitt. Sumir þjálfarar og leikmenn
komast aldrei í úrslitaleiki en ég
var áður búinn að vinna bikarinn
fimm sinnum,“ segir Patrekur
sem segist alveg hafa getað lifað
án Íslandsbikarsins á ferilskránni.
„Auðvitað segja titlar ýmis-
legt en þeir segja ekki alla sög-
una. Hefðu það verið mín örlög að
vinna titilinn aldrei hefði það bara
þurft að vera þannig. Þetta er svo
mörgum breytum háð eins og með
hvaða liðum menn spila.“
Alltaf að læra
Þjálfaraferillinn fór hægt af stað
hjá Patreki en hann hefur náð
miklum árangri
undanfarin miss-
eri. Hann viður-
kennir að hann sé
búinn að þroskast
mikið sem þjálf-
ari.
„Mér finnst ég vera á réttri leið
núna. Þegar ég kom heim 2005
og hætti sem atvinnumaður fór
ég í nám. Á þeim tíma hélt ég að
ég vissi þetta allt saman sem var
bara algjör vitleysa. Auðvitað
lendir maður í ýmsu en lykillinn
er að vera alltaf tilbúinn að læra
af öðrum,“ segir Patrekur og held-
ur áfram:
„Ef menn eru að væla yfir ein-
hverju sem þeir lenda í eða eftir
tapleiki eiga þeir bara að snúa sér
að einhverju öðru. Ég veit alveg
að ég kann þessa íþrótt en hvort
ég muni alltaf vera vinnandi titla
kemur bara í ljós. Það tekur eng-
inn af mér það sem ég hef unnið í
dag,“ segir Patrekur Jóhannesson.
tomas@365.is, ooj@frettabladid.is
➜
➜
11 kg2 kg 5 kg 10 kg
Smellugas er einfalt,
öruggt og þægilegt!
Gas fyrir grillið,
útileguna og
heimilið
Vinur við veginn
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
3
-0
3
4
C
1
7
6
3
-0
2
1
0
1
7
6
3
-0
0
D
4
1
7
6
2
-F
F
9
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K