Fréttablaðið - 14.05.2015, Síða 32

Fréttablaðið - 14.05.2015, Síða 32
Skólar og námskeið FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 20154 Háskólanám eykur í flestum tilfellum möguleika fólks á betri störf- um og hærri tekjum. Ýmsir háskólar í Bandaríkjunum kenna þó óvenjuleg fög sem gagnast sjálfsagt misvel á vinnumarkaði eða í líf- inu almennt þótt þau séu vissulega skemmtileg. University of Wisconsin kennir áhugasömum nemendum álfa- málið úr Hringadróttinssögu. Það nýtist vafalaust helst í þröngum hópi aðdáenda bókanna og myndanna. Zombies in Popular Media heitir fag sem kennt er í Columbia College í Chicago-borg. Þar er farið sérstaklega yfir uppvakninga í kvikmyndum og bókmenntum út frá ýmsum skemmtilegum sjón- arhornum. Tupac Shakur er talinn einn besti og áhrifamesti rappari allra tíma. Nemendur við University of Washington geta sótt fag þar sem kafað er djúpt í textagerð rapparans og lífshlaup á sama tíma. Oberlin Experimental College í Ohio-ríki er á skyldum slóðum og býður upp á fagið „Nuthin’ but a ‘G’ Thang“. Þar er nemendum gert kleift að vera hluti af glæpahyski í eina önn og upplifa örlítið óþokka- líferni þótt vafalaust fari það allt fram innan veggja skólastofunnar. Cornell University í New York er meðal virtustu háskóla landsins. Skólinn býður meðal annars upp á fag þar sem kenn er hvernig skuli klífa tré hratt og örugglega. Annar virtur háskóli, Temple University, kennir fag sem heitir „UFOs in Americ- an Society“ en þar er farið yfir við- brögð landsmanna undan- farna áratugi við fljúg- andi furðuhlutum og geimverum af ýmsu tagi. Misgagnlegur fróðleikur Hægt er að læra álfamálið úr Hringadróttinssögu í bandarískum háskóla. Samspil 2015 er fræðslu-átak um upplýsingatækni ætlað kennurum. Verkefnið er styrkt af Rannís og er byggt á sérþekkingu sem til hefur orðið á Menntamiðju og svo kölluð- um torgum, sem eru starfssam- félög skólafólks á netinu. „Þegar við fórum af stað með þetta höfð- um við velt því fyrir okkur hvern- ig best væri að kenna þetta. Eins og fólk veit hafa tæknibreytingar verið mjög örar á undanförnum árum svo ef við kenndum það sem er til staðar í dag gæti það orðið úrelt mjög fljótt. Á námskeiðunum leggjum við því áherslu á tækni- þróun sem slíka og kannski minna á tiltekna tækni,“ segir Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri Mennta- miðju og Samspils. „Við horfum á hvernig tækniþróun hefur áhrif á nám og kennslu til framtíðar og einnig hvernig við getum reynt að stýra því hvaða áhrif tækni hefur á nám og kennslu. Ef við erum nógu meðvituð um hvað er að ger- ast í tækniþróun ættum við að geta gert það.“ Upplýst samfélag Tryggvi segir það vera nauðsyn að kennarar séu upplýstir og með- vitaðir um það sem er að gerast í tengslum við tækni. Markmið með námskeiðinu Samspil er að fræðslan skapi og styðji við sam- félög kennara þar sem kennarar eru virkir í að miðla eigin reynslu og þekkingu. „Þar eru það jafnt kennarar sem eru reynslubolt- ar sem hafa brennandi áhuga á tækni og fylgjast vel með sem eru virkir í að miðla til þeirra sem eru ekki eins uppteknir af því að fylgjast með þróuninni og einnig samfélagið sem slíkt sem heldur sér upplýstu um hvað sé í gangi, hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvernig best sé að miðla upplýs- ingum,“ útskýrir Tryggvi. Deila reynslu og þekkingu Námskeiðin eru byggð þannig upp að kennarar mæta á fimm klukku- stunda námskeið þar sem farið er yfir Samspils-fræðsluátakið, til hvers það sé ætlað, hver staða tækniþróunar sé í dag, hvern- ig kennarar fylgjast með henni og sérstaklega hvernig þeir nýta samfélagsmiðla til þess að deila reynslu og þekkingu. „Allir kenn- arar þurftu að hafa með sér ein- hvers konar tæki, fartölvu, síma eða spjaldtölvu. Við kynntum svo ákveðin öpp og þess háttar sem kennarar gætu nýtt í námi og kennslu. Framhaldið fer síðan fram að mestu leyti á netinu, sem vefnámskeið og þátttaka á sam- félagsmiðlum, við erum til dæmis með Facebook-hóp með öllum þátt- takendum og umræðuvettvanginn #menntaspjall á Twitter í sam- starfi við Ingva Hrannar Ómars- son, kennsluráðgjafa á Sauðár- króki, þar sem hægt er að fylgjast með skipulegum umræðum annan hvern sunnudag. Allir þátttakend- ur koma sér upp ferilbók á netinu þar sem þeir skrá hvað þeir hafa gert, hvaða öpp þeir hafa próf- að, hver árangurinn var og fleira. Þeir nýta til þess ýmsa miðla svo sem blogg og Pinterest-síður. Aðrir þátttakendur geta fylgst með.“ Alls kyns kennarar tekið þátt Samspil 2015 hófst í janúar síðast- liðnum og hafa um 350 kennarar af öllu tagi tekið þátt. Ætlast er til að þeir sem hafa skráð sig séu virkir allt árið. „Við höfum tekið mismunandi þemu fyrir í hverjum mánuði. Í maí er til dæmis lögð áhersla á notkun upplýsingatækni í skapandi skólastarfi og sérstak- lega möguleika á að nota tækni til að fara út fyrir veggi skólans. Alls kyns kennarar hafa tekið þátt, fólk sem kennir mismunandi greinar, á öllum stigum skóla- starfs, í leik-, grunn- og fram- haldsskólum. Þeir eru allt frá því að hafa mjög litla reynslu af notk- un tækni upp í að vera tæknistjór- ar í sínum skólum. Skráningar á námskeiðin hafa farið fram úr áætlunum og við höfum þurft að bæta við námskeiðum. Við erum einnig að horfa á samlegðaráhrif þeirra sem tekið hafa námskeið- in. Þeir smita út frá sér og deila þekkingu og reynslu innan síns nærsamfélags. Það eru ekki færri en um tíu þúsund kennarar á Ís- landi og við vonumst til að ná til töluvert margra með þessum 350 sem skráðir eru,“ segir Tryggvi bjartsýnn. Samfélagsmiðlar nýttir í kennslu Samspil 2015 er heildstætt verkefni þar sem nýttar eru fjölbreyttar leiðir til að stuðla að og styðja við notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Nauðsynlegt er að kennarar séu upplýstir og meðvitaðir um það sem er að gerast í tengslum við tækni. Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, sam- verkefnisstjóri Samspils og verkefnisstjóri UT-torgs. Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri Menntamiðju og Samspils. Samspil 2015 hefur fengið góð viðbrögð þátttakenda. Frekari upplýsingar um Samspil má finna á menntamiðja.is. NÆRANDI ÞÆTTIR Á NÝJU VEFSVÆÐI VÍSIS Fylgstu með þessum fróðlegu örþáttum á visir.is/heilsuvisir. Vísir.is er hluti af Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 0 -F 2 F C 1 7 6 0 -F 1 C 0 1 7 6 0 -F 0 8 4 1 7 6 0 -E F 4 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.