Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 12
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 12 Styrktarþjálfun vinnur betur á bumbunni en þolþjálfun. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Harvard-háskólann í Banda- ríkjunum. Fylgst var með æfingum 10.500 heilbrigðra karla yfir fertugu á ár- unum 1996 til 2008. Þeir sem juku styrktarþjálfun sína um 20 mínútur á dag fengu minni aldurstengda búkfitu en þeir sem stunduðu þolþjálfun. Minnsta búkfitu fengu þeir sem stunduðu bæði styrktarþjálfun og þolþjálfun. Þeir sem stunduðu eingöngu þolþjálfun þyngdust minna en þeir sem stunduðu bara styrktar- þjálfun. - ibs Styrktarþjálfun vinnur betur á bumbunni LÓÐUM LYFT Þeir sem vilja minnka búk- fituna ættu að huga að réttri þjálfun. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Þegar sjúklingar sem eru með byrjunarstig Alzheimerssjúk- dómsins taka reglulega á í lík- amsrækt batnar minni þeirra og einbeitingin eykst. Þetta eru niður stöður nýrrar danskrar rannsóknar sem greint er frá á vef danska ríkisútvarpsins. Haft er eftir Sten Hassel balch, stjórnanda rannsóknarinnar sem gerð var á vegum danska ríkisspítalans, að stífar líkamsæfingar auki líkam- lega vellíðan og hafi jákvæð áhrif á andlega færni. Við miðunar hópur sem ekki tók þátt í æfingunum sýndi ekki batamerki. Þátttakendur í rannsókninni gerðu þol- og styrktaræfingar þrisvar í viku. Að sögn Hassel- balch var mestur árangur sjáan- legur þegar gerðar voru stífar æfingar. Hins vegar geti vel verið að teygjur og annars konar æfing- ar hafi áhrif. Þátttakendur gerðu æfingar saman í litlum hópum. Félagsskapurinn kann að hafa átt þátt í aukinni vellíðan Alzheim- ers sjúklinganna, að því er Hassel- balch greinir frá. Rannsóknin stóð yfir í þrjú ár og er sú fyrsta sem sýnir fram á gagnsemi hreyfingar hjá sjúkling- um með Alzheimer á byrjunar- stigi, að því er bent er á á vef danska ríkisútvarpsins. Vísinda- mennirnir vita hins vegar enn ekki hvernig æfingarnar hjálpa. „Við vitum ekki hvort það er bara vegna betri líðanar almennt eða hvort eitthvað gerist í heilanum. Við ætlum að rannsaka það,“ segir Hasselbalch. Svava Aradóttir, framkvæmda- stjóri Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga, segir fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi hreyfingar sem forvarnar. „Það hefur að undan- förnu verið lögð mikil áhersla á hreyfingu í þessu skyni.“ Að sögn Svövu er markviss andleg og líkamleg þjálfun í dag- þjálfun fyrir Alzheimerssjúklinga en slík þjálfun er á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er hins vegar spurning um hvernig við náum til allra hinna sem ekki koma í dagþjálfun en þurfa á hreyfingu að halda. Fólk með Alzheimer getur átt í erfiðleikum með að skipuleggja sjálft líkams- æfingar með öðrum. Sjúkling- arnir kunna auk þess að þurfa aðstoð til að komast á milli staða.“ Í Finnlandi er samstarf á milli íþróttafélaga og Alzheimers- félaga, að sögn Svövu. „Slíku samstarfi þyrfti að koma á lagg- irnar hér. En þá komum við enn og aftur að því sama, nefnilega skorti á fjármagni og starfsmönn- um.“ Stjórnandi rannsóknarinnar í Danmörku mælir með því að Alz- heimerssjúklingar þar hafi sam- band við sveitarfélagið sitt til þess að fá hjálp og stuðning til þess að stunda líkamsrækt. Hann tekur fram að þótt menn geri ekki miklu meira en að fara í göngu- túr geti það haft góð áhrif. Það sé góð byrjun. Aðalatriðið sé að vera virkur yfir daginn. Þetta er hins vegar spurning um hvernig við náum til allra hinna sem ekki koma í dagþjálfun en þurfa á hreyfingu að halda. Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Minni Alzheimerssjúklinga batnar við reglulegar líkamsæfingar Regluleg líkamsrækt eykur líkamlega vellíðan og andlega færni sjúklinga með Alzheimer á byrjunarstigi samkvæmt niðurstöðum nýrrar danskrar rannsóknar. Samstarf er milli íþróttafélaga og Alzheimersfélaga í Finnlandi. Slíkt þyrfti að komast á hér á landi. Borgarbókasafnið býður upp á rit- listarkennslu fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Námskeiðið fer fram í öllum söfnum dagana 15.-19. júní og er ýmist fyrir eða eftir hádegið. Frí er á 17. júní, að því er segir á vef safnsins. Skráning hefst í hverju safni 18. maí og námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Markmið nám- skeiðsins er fyrst og fremst að örva sköpunarkraft barnanna og fá þau til að nýta hann í að búa til sögu. Í Árbæ verður smiðjan með öðru móti því þátttakendur fá leiðsögn í því að breyta sögu í leikrit að auki og fá þeir að setja upp leikritið í lokin. Fjöldi rithöfunda hefur komið að ritsmiðjunum í gegnum árin og í sumar eru það rithöfundarnir Gunnar Helgason (Gerðubergi og Sólheimum), Ævar Þór Benedikts- son (Kringlunni og Grófinni), Hilm- ar Örn Óskarsson (Spönginni) og Ólöf Sverrisdóttir (Árbæ) sem sjá um smiðjurnar. Ritlistarkennsla fyrir 9-12 ára börn án endurgjalds í Borgarbókasafninu: Læra að skrifa sögur, breyta í leikrit og setja upp sýningu RITLIST Ungir höfundar spreyta sig við að búa til sögu. MYND/BORGARBÓKASAFNIÐ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is GÓÐAR GRÆJUR Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ 1400W, 360 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox Black&Decker háþrýstidæla max bar 110 14.990,- 1700W, 370 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5,5 metra barki, sápubox Black&Decker háþrýstidæla max bar 130 29.990,- 2100W, 420 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn, 8 metra málmbarki, sápubox, með bursta Black&Decker háþrýstidæla max bar 150 52.990,- Arges HKV-100GS15 1000W 1000W, 15 lítrar 24.900,- LÍKAMSRÆKT Minnið batnar og einbeitingin eykst þegar sjúklingar með Alzheimer gera reglulega líkamsæfingar. NORDICPHOTOS/GETTY Vögguvísur eru í harðri samkeppni við sjónvarp, leiki og tækninýjungar. Þetta segir Lisa Bonnár í Noregi, sem skrifað hefur doktorsritgerð um vögguvísur. Rannsókn hennar sýnir að færri syngja vögguvísur en áður. Þeir sem gera það eru þó margir. Bonnár segir vögguvísur ganga í erfðir frá kynslóð til kynslóðar. Nokkrar nýjar bætist þó við, einkum þær sem hafi orðið þekktar í sjón- varpi eða þær sem börnin hafi lært á leikskóla. Að sögn Bonnár eru það fyrst og fremst langskólagengnir for- eldrar sem halda hefðinni við. Hún bendir á að söngur vöggu- vísna veiti börnum öryggistilfinningu samtímis því sem foreldrarnir fá tækifæri til að rifja upp góðar minn- ingar úr bernsku. Bæði börnin og foreldrarnir fyllist góðum tilfinningum. - ibs Vögguvísur ganga í erfðir ÖRYGGI Vögguvísur veita börnum öryggistilfinningu. NORDICPHOTOS/GETTY Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ibs@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 2 -1 6 4 C 1 7 6 2 -1 5 1 0 1 7 6 2 -1 3 D 4 1 7 6 2 -1 2 9 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.