Fréttablaðið - 14.05.2015, Side 34

Fréttablaðið - 14.05.2015, Side 34
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar og námskeið FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 20156 Vigdís segir að fáir viti að á fyrstu önninni á Bifröst hafi hún stundað nám í við- skiptafræði. „Mér fannst það allt of létt nám og liggja svo í augum uppi eins og til dæmis markaðsfræði- kúrsinn sem ég tók. Ég tók því ákvörðun um að hefja nám í við- skiptalögfræði á annarri önn. Þar sló ég í raun tvær flugur í einu höggi því ég tók viðskiptatengdu fögin með lögfræðinni og skildi „kjaftafög“ viðskiptafræðinnar eftir,“ svarar Vigdís þegar hún er spurð hvers vegna hún hefði farið í lögfræði. „Ég var 38 ára þegar ég fór í skóla á ný. Ég var ekki með stúdentspróf þannig að ég byrj- aði í frumgreinadeildinni. Hafði verið þrjú ár í framhaldsskóla (Fjöl- braut á Selfossi og Garðyrkjuskól- anum) og hafði mikla atvinnu- reynslu. Ég uppfyllti því skilyrðin til að hefja nám, en hafði ekki hug- mynd um hvort ég kynni enn að læra. Þegar upp var staðið er þetta það besta sem ég hef gert á lífsleið- inni og námið gekk vel. Endaði skólagönguna með því að fá verð- laun fyrir bestu mastersritgerðina við skólann. Hún bar heitið „Hver á losunar heimildirnar“ og bar ég saman kvótakerfi í landbúnaði og sjávarútvegi við þessa nýju auðlind og er ritgerðin byggð á auðlinda- og umhverfisrétti, eignarrétti og stjórnskipunarrétti,“ segir hún. Breytingar í lífinu Vigdís segist hafa þurft að gera breytingar á lífi sínu þegar hún hóf nám á nýjan leik. „Já, ég flutti með börnin mín tvö, þau Hlyn og Sól- veigu, úr Reykjavík og upp á Bif- röst. Sonurinn var þá 11 ára og dóttirin, 5 ára. Þarna bjuggum við í fallegum Borgarfirði í fimm ár. Það besta við námið var að þá voru keyrðar sumarannir þann- ig að ég tók námið eins og vinnu, tók bara fimm vikna sumarfrí á hverju sumri. Við breyttum um gír á haustönn 2006 og fórum til Winnipeg en ég tók þá önn við Manitoba-háskóla og krakkarnir fóru hvort í sinn skólann. Það var afar ánægjulegur tími og mikil lífsreynsla fyrir okkur öll. Snæ- dís, systurdóttir mín, var með og Vigdís fór úr garðyrkju í lögfræði Vigdís Hauksdóttir alþingismaður lauk prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1984. Árið 2003 ákvað hún að söðla um í lífinu og fór í lögfræði við Háskólann á Bifröst, þá 38 ára. Vigdís segir það hafa verið góða ákvörðun. Útskriftarhópur á Bifröst. Vigdís Hauksdóttir Það var gott félags- líf á Bifröst, meðal annars Bifróvision. Vigdís var öflugur stuðningsmaður en hún er hér til vinstri á myndinni. hjálpaði mér með börnin; skutlaði og sótti í skólann og fleira.“ Skemmtilegt í skóla Vigdís segir að það hafi verið skemmtilegt að setjast aftur á skólabekk. „Ég fann mig vel í náminu. Skólasamfélagið á Bif- röst er líka einstakt, allir á sama stað í lífinu, að læra og klára sitt nám. Það var mikill kraftur í unga fólkinu og ég fann aldrei fyrir aldursmun. Stundum hugs- aði ég, aumingja fólkið, nýkomið úr menntaskóla að gera verkefni með eldra fólki. Ég fann þó aldrei fyrir því að það setti það eitthvað fyrir sig.“ Vigdís hafði hug á að nýta námið og starfa á lögfræðistofu. „Ég var ákveðin í að taka mál- flutningsréttindi en þá gripu ör- lögin inn og ég var kosin á þing. Hins vegar hefur námið nýst mér á mörgum sviðum. Í starfi mínu er gott að þekkja réttarsviðin. Sömuleiðis leita vinir og vanda- menn oft ráða hjá mér í hinum ýmsu málum.“ Vigdís hvetur eldra fólk til að hefja nám hafi það áhuga fyrir að breyta til og feta nýjar braut- ir. „Námið hefur nýst mér mjög vel í starfi. Eftir á að hyggja hefði ég ekki getað hugsað mér að vera þingmaður án lögfræðikunnáttu. Að kunna að lesa frumvörp, til- gang laga og greinargerðir spar- ar mér mikinn tíma í vinnunni.“ Gott félagslíf Áttu skemmtilega sögu frá náms- árunum? „Þær eru nú margar og margt og mikið var brallað utan skólatíma. Bifróvision hélt enn velli þegar ég var í námi, það var árshátíð nemenda og kennara byggð á Eurovision. Ég tók reynd- ar aldrei þátt enda vita laglaus en var því betri stuðningsmaður þess atriðis sem mér fannst best. Síðan stofnaði ég ásamt f leira góðu fólki Framsóknarfélag Bif- rastar og var það mjög öflugt og hátt í 100 félagsmenn þegar mest var. Það lognaðist út af stuttu eftir að ég flutti en var nýverið endur- vakið.“ Skemmtilegar sögur af skelfilegum dreng! www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 1 -2 4 5 C 1 7 6 1 -2 3 2 0 1 7 6 1 -2 1 E 4 1 7 6 1 -2 0 A 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.