Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar og námskeið FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 20156 Vigdís segir að fáir viti að á fyrstu önninni á Bifröst hafi hún stundað nám í við- skiptafræði. „Mér fannst það allt of létt nám og liggja svo í augum uppi eins og til dæmis markaðsfræði- kúrsinn sem ég tók. Ég tók því ákvörðun um að hefja nám í við- skiptalögfræði á annarri önn. Þar sló ég í raun tvær flugur í einu höggi því ég tók viðskiptatengdu fögin með lögfræðinni og skildi „kjaftafög“ viðskiptafræðinnar eftir,“ svarar Vigdís þegar hún er spurð hvers vegna hún hefði farið í lögfræði. „Ég var 38 ára þegar ég fór í skóla á ný. Ég var ekki með stúdentspróf þannig að ég byrj- aði í frumgreinadeildinni. Hafði verið þrjú ár í framhaldsskóla (Fjöl- braut á Selfossi og Garðyrkjuskól- anum) og hafði mikla atvinnu- reynslu. Ég uppfyllti því skilyrðin til að hefja nám, en hafði ekki hug- mynd um hvort ég kynni enn að læra. Þegar upp var staðið er þetta það besta sem ég hef gert á lífsleið- inni og námið gekk vel. Endaði skólagönguna með því að fá verð- laun fyrir bestu mastersritgerðina við skólann. Hún bar heitið „Hver á losunar heimildirnar“ og bar ég saman kvótakerfi í landbúnaði og sjávarútvegi við þessa nýju auðlind og er ritgerðin byggð á auðlinda- og umhverfisrétti, eignarrétti og stjórnskipunarrétti,“ segir hún. Breytingar í lífinu Vigdís segist hafa þurft að gera breytingar á lífi sínu þegar hún hóf nám á nýjan leik. „Já, ég flutti með börnin mín tvö, þau Hlyn og Sól- veigu, úr Reykjavík og upp á Bif- röst. Sonurinn var þá 11 ára og dóttirin, 5 ára. Þarna bjuggum við í fallegum Borgarfirði í fimm ár. Það besta við námið var að þá voru keyrðar sumarannir þann- ig að ég tók námið eins og vinnu, tók bara fimm vikna sumarfrí á hverju sumri. Við breyttum um gír á haustönn 2006 og fórum til Winnipeg en ég tók þá önn við Manitoba-háskóla og krakkarnir fóru hvort í sinn skólann. Það var afar ánægjulegur tími og mikil lífsreynsla fyrir okkur öll. Snæ- dís, systurdóttir mín, var með og Vigdís fór úr garðyrkju í lögfræði Vigdís Hauksdóttir alþingismaður lauk prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1984. Árið 2003 ákvað hún að söðla um í lífinu og fór í lögfræði við Háskólann á Bifröst, þá 38 ára. Vigdís segir það hafa verið góða ákvörðun. Útskriftarhópur á Bifröst. Vigdís Hauksdóttir Það var gott félags- líf á Bifröst, meðal annars Bifróvision. Vigdís var öflugur stuðningsmaður en hún er hér til vinstri á myndinni. hjálpaði mér með börnin; skutlaði og sótti í skólann og fleira.“ Skemmtilegt í skóla Vigdís segir að það hafi verið skemmtilegt að setjast aftur á skólabekk. „Ég fann mig vel í náminu. Skólasamfélagið á Bif- röst er líka einstakt, allir á sama stað í lífinu, að læra og klára sitt nám. Það var mikill kraftur í unga fólkinu og ég fann aldrei fyrir aldursmun. Stundum hugs- aði ég, aumingja fólkið, nýkomið úr menntaskóla að gera verkefni með eldra fólki. Ég fann þó aldrei fyrir því að það setti það eitthvað fyrir sig.“ Vigdís hafði hug á að nýta námið og starfa á lögfræðistofu. „Ég var ákveðin í að taka mál- flutningsréttindi en þá gripu ör- lögin inn og ég var kosin á þing. Hins vegar hefur námið nýst mér á mörgum sviðum. Í starfi mínu er gott að þekkja réttarsviðin. Sömuleiðis leita vinir og vanda- menn oft ráða hjá mér í hinum ýmsu málum.“ Vigdís hvetur eldra fólk til að hefja nám hafi það áhuga fyrir að breyta til og feta nýjar braut- ir. „Námið hefur nýst mér mjög vel í starfi. Eftir á að hyggja hefði ég ekki getað hugsað mér að vera þingmaður án lögfræðikunnáttu. Að kunna að lesa frumvörp, til- gang laga og greinargerðir spar- ar mér mikinn tíma í vinnunni.“ Gott félagslíf Áttu skemmtilega sögu frá náms- árunum? „Þær eru nú margar og margt og mikið var brallað utan skólatíma. Bifróvision hélt enn velli þegar ég var í námi, það var árshátíð nemenda og kennara byggð á Eurovision. Ég tók reynd- ar aldrei þátt enda vita laglaus en var því betri stuðningsmaður þess atriðis sem mér fannst best. Síðan stofnaði ég ásamt f leira góðu fólki Framsóknarfélag Bif- rastar og var það mjög öflugt og hátt í 100 félagsmenn þegar mest var. Það lognaðist út af stuttu eftir að ég flutti en var nýverið endur- vakið.“ Skemmtilegar sögur af skelfilegum dreng! www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 1 -2 4 5 C 1 7 6 1 -2 3 2 0 1 7 6 1 -2 1 E 4 1 7 6 1 -2 0 A 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.