Fréttablaðið - 14.05.2015, Síða 24
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Elskuð systir okkar, mágkona og frænka,
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR NIELSEN
hjúkrunarfræðingur,
andaðist á Roskilde-sjúkrahúsinu í
Danmörku 1. maí sl. Hún hvílir nú við hlið
manns síns í Vest Broby-kirkjugarðinum í
Sorö.
Sigríður Ólafsdóttir
Hildigunnur Ólafsdóttir Hilmar Sigurðsson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐFINNA K. ÓLAFSDÓTTIR
(GAUJA FRÁ FAGRADAL)
áður til heimilis að Vallargötu 6
í Vestmannaeyjum,
lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal,
laugardaginn 9. maí. Jarðarförin fer fram
frá Víkurkirkju laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Blóm og kransar
afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á að
láta Hollvinasjóð Hjallatúns (kt.: 430206-1410, banki 0317 – 13
– 300530) njóta þess.
Sigrún Ósk Ingadóttir Guðmundur Sigurðsson
Ingi S. Ingason Katrín Þorbjörg Andrésdóttir
Ólafur Erlendsson Gunnhildur V. Kjartansdóttir
Kjartan Erlendsson Rikke Kiil Erlendsson
barnabörn og barnabarnabörn hinnar látnu.
Fósturfaðir okkar og bróðir,
ALF WILHELMSEN
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. maí
síðastliðinn.
F.h. aðstandenda,
Bjarni F. Einarsson
Halldór E. Faust
Olga Vatle
Körfuknattleiksmaðurinn Earvin „Magic“
Johnson hætti iðkun körfuknattleiks
þennan dag fyrir nítján árum. Johnson
greindist með HIV-smit árið 1991 og lagði
þá skóna á hilluna, sem reyndist svo vera
tímabundið. Hann lék hinn svokallaða
Stjörnuleik árið 1992 og hugðist aftur
láta staðar numið í iðkun körfubolta eftir
Ólympíuleikana það sumar. En 36 ára
að aldri tók hann skóna fram að nýju og
lék 32 leiki með félagi sínu Los Angeles
Lakers, áður en hann hætti endanlega.
Johnson er einn besti leikmaður í
sögu NBA. Hann varð fimm sinnum
meistari með LA Lakers, hann var þrisvar
sinnum valinn mikilvægasti leikmaður
ársins, lék tólf sinnum í stjörnuleikjum
og lék með Draumaliðinu svokallaða á
Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.
Síðan Johnson hætti að leika körfubolta
hefur hann gegnt ýmsum störfum. Hann
var um stund í þjálfun og hefur verið
áberandi í fjölmiðlum. Hann er í hópi
eigenda kvennakörfuboltaliðsins LA
Sparks og hafnaboltaliðsins LA Dodgers.
Johnson hefur einnig verið talsmaður
HIV-smitaðra og barist ötullega fyrir rétt-
indum þeirra.
ÞETTA GERÐIST 14. MAÍ 1996
„Magic“ hætti endanlega að spila
MERKISATBURÐIR 14. MAÍ
1643 Loðvík XIV. tekur við völdum í Frakklandi fjögurra ára
gamall.
1811 Paragvæ fær sjálfstæði frá Spáni.
1919 Átta klukkustunda vinnudagur er lögfestur í Danmörku.
1922 Fimm skip farast og með þeim 44 sjómenn í ofsaveðri
sem gengur yfir norðan- og austanvert landið.
1939 Lína Medina eignast son einungis fimm ára að aldri og
verður þar með yngsta móðir sem vitað er um í heiminum.
1948 David Ben-Gurion forsætisráðherra lýsir yfir stofnun
Ísraels ríkis.
1955 Varsjársamningurinn er formlega undirritaður.
1959 Pétur Ottesen, sem verið hafði þingmaður lengur en nokk-
ur annar, hættir þingmennsku eftir 43 ár.
1965 Fokker Friendship-flugvél Flugfélags Íslands, sú fyrsta
sinnar tegundar, kemur til landsins.
1973 Fyrsta bandaríska geimstöðin, Skylab, er send á sporbaug.
1998 Jóhanna Sigurðardóttir talar samfellt í fimm og hálfa
klukkustund á Alþingi.
2000 Rúta með fjörutíu eldri borgurum veltur í Hvalfirði.
2004 Friðrik, krónprins Dana, giftist Mary Donaldson í Kaup-
mannahöfn.
„Þetta er stór stund fyrir mig og
Ísland,“ segir Ámundi Ámundason
útgefandi hlæjandi. Hann á afmæli í
dag, er sjötugur, og er fullur af kímni í
tilefni dagsins: „Við sjáum hvað afmæl-
ið mitt skiptir þjóðina miklu máli. Hún
fékk meira að segja frí í vinnunni og
hér er víða flaggað.“
Ámundi á viðburðaríka starfsævi
að baki og er enn í fullu fjöri. Hann
gefur út tólf blöð í gegnum útgáfuna
Fótspor. „Ég byrjaði að vinna níu ára
gamall. Ég var farinn á sjóinn 13 ára
gamall og hef alltaf verið að frá því að
ég man eftir mér. Ég man til dæmis vel
eftir því þegar ég réð mig á Elliða árið
1962. Við veiddum þorsk og síld fyrir
utan sunnanvert landið. Þar var Árni
Gíslason skipstjóri.“
Með sjómennskunni sinnti Ámundi
öðru starfi; hann var umboðsmaður
margra íslenskra hljómsveita. „Þetta
voru Hljómarnir, Dúmbó og Steini,
Haukarnir og fleiri góðar hljóm-
sveitir. Ég ákvað svo að hætta í sjó-
mennskunni, því ég var farinn að hafa
meiri tekjur af umboðsmennskunni.“
Ámundi rifjar upp skemmtilegar tón-
leikaferðir sem farnar voru víða um
land. „Ég skipulagði tónleika í nán-
ast hverju bæjarfélagi landsins.“ Auk
umboðsmennskunnar gaf Ámundi út
hljómplötur. „Ég gaf út 57 plötur. Og
þetta eru margar af perlum íslenskr-
ar tónlistar. Ég er mjög stoltur af því.“
Reynslan af skipulagningu tónleika
kom sér vel í öðru starfi sem Ámundi
gegndi. Hann starfaði sem fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins um
tíma og átti í miklu samstarfi við vin
sinn Jón Baldvin Hannibalsson. „Ég
skipulagði fundaferð um allt land með
Jóni og enduðum við í Laugardalshöll
þar sem fimm þúsund manns mættu.“
Ámundi var í miklu samstarfi við fjöl-
marga stjórnmálamenn og á enn góða
vini úr þeim geira. „Össur Skarphéð-
insson hringdi í mig og tilkynnti mér
að hann ætlar að gefa mér dýra gjöf
í tilefni dagsins. Ég vil meina að ég
hafi komið honum til manna þegar ég
dró hann úr Alþýðubandalaginu yfir í
Alþýðuflokkinn á sínum tíma,“ segir
Ámundi og skellir upp úr.
Ámundi segir að engin veisluhöld
séu skipulögð í tilefni afmælisins.
„Ég býð börnunum og barnabörnunum
bara út að borða á einhverjum dýrum
veitingastað. Ég hélt nefnilega svaka-
legt „game“ þegar ég varð fimmtugur.
Og maður á ekki að endurtaka gott
partí!“
Ámundi segir annars að það standi
til að skrifa ævisöguna, þar sem farið
verður yfir góðar sögur og skemmti-
lega tíma. „Ég er sannfærður um að
stórir aðilar í þjóðfélaginu muni berj-
ast um bókina, sem mun bera titilinn Í
námunda við Ámunda.“
kjartanatli@365.is
Ætlar að skrifa bókina
Í námunda við Ámunda
Ámundi Ámundason útgefandi er sjötugur í dag. Hann ætlar sér að halda upp á daginn
með fj ölskyldunni. Ámundi rifj ar upp skemmtilegar minningar í tilefni dagsins.
SÁTTUR Á AFMÆLISDAGINN Ámundi Ámundason er sjötugur í dag.
VINIRNIR TVEIR Ámundi Ámundason og Jón Baldvin Hannibalsson eru góðir vinir.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
3
-5
2
4
C
1
7
6
3
-5
1
1
0
1
7
6
3
-4
F
D
4
1
7
6
3
-4
E
9
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K