Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 2
12. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Krít
Frá kr.
129.900
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
íbúð/herbergi/stúdíó. Netverð á mann frá kr. 178.900 m.v. 2 í
íbúð/herbergi/stúdíó.
21. maí í 11 nætur
Bókaðu sól á
á stökktu
tilboði
ATVINNULÍF „Faxaflói er eitt
mikil vægasta hvalaskoðunar-
svæði landsins,“ segir Gísli
Ólafsson, formaður Hvalaskoð-
unarsamtaka Íslands, en samtök-
in mótmæla harðlega áframhald-
andi veiðum á hrefnu á svæðinu.
Samtökin hafa meðal annars
áhyggjur af því að hvalatalningar
Hafrannsóknastofnunar síðustu
ár hafa sýnt fram á mikla fækk-
un hrefnu.
„Þessar veiðar hefjast þrátt
fyrir þverpólitískan vilja borgar-
stjórnar Reykjavíkur um stækk-
un griðasvæðis hvala í Faxaflóa
frá desember síðastliðnum og
samhljóðandi niðurstöðu ráðgef-
andi nefndar sjávarútvegsráð-
herra um stefnumótun um vernd
og veiðar á hvölum sem lögð var
fram í maí 2013,“ segir Gísli.
„Venjulega hafa veiðar byrjað
í maí og er það á sama tíma og
ferðaþjónustan er alveg í blóma,“
segir María Gunnarsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Hvalaskoðunar-
samtökum Íslands, og bætir við
að samtökin vilji alls ekki að
ferðamenn verði vitni að veiðun-
um. „Hrefnuveiðimenn eru held
ég alveg sammála okkur í því að
ferðamenn sjái ekki veiðarnar en
oft eru þó einungis tvær sjómílur
á milli bátanna.“
Samtökunum er einnig umhug-
að um velferð dýranna. „Ljóst er
að veidd hrefna verður hvorki
veidd né sýnd aftur,“ segir Gísli
og bætir við að ábyrg hvalaskoðun
byggist hins vegar á því að nýta
megi auðlindina margsinnis. - ngy
Hvalaskoðunarsamtök Íslands lýsa yfir áhyggjum af fækkun hrefnu við eitt mikilvægasta hvalaskoðunarsvæði landsins:
Mótmæla hrefnuveiðum við Faxaflóa
HVALASKOÐUN Hvalaskoðunarsam-
tökum Íslands er umhugað um velferð
dýranna. MYND/SPECIALTOURS
SAMFÉLAG Konur sem eru ísl-
amstrúar þurfa staðfestingu eða
rökstuðning annars tveggja trú-
félaga hér á landi til þess að fá
að bera höfuðklút (hijab) á vega-
bréfsmynd. Á dögunum vildi
kona, sem er múslimi, endur-
nýja vegabréfið sitt en fékk synj-
un. Hún er ekki skráð í annað
tveggja trúfélaga hér á landi.
Í gamla vegabréfinu sínu var
hún án hijab en aðstæður í lífi
hennar eru breyttar og nú ber
hún slíka slæðu öllum stundum.
Hún vildi bera slæðuna á mynd-
inni í vegabréfi sínu og fór fram á
það hjá Sýslumanninum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Í lögum um vegabréf er tekið
fram að mynd í vegabréfi skuli
uppfylla ákveðin skilyrði. Mynd-
in skal vera andlitsmynd, tekin
þannig að andlit snúi beint að
myndavél og bæði augun sjáist.
Þá má umsækjandi til að mynda
ekki bera sólgleraugu eða höf-
uðfat. Þó er tekið fram að það
megi heimila ef umsækjandi um
vegabréf fer fram á það af trúar-
ástæðum. Á heimasíðu Þjóðskrár
er tekið fram að ef umsækjandi
fer fram á að bera höfuðfat sé
ávallt óskað eftir rökstuðningi
viðkomandi og skuli hann leggja
fram staðfestingu eða útskýringu
viðkomandi trúfélags á þeirri
nauðsyn.
Konan fékk að lokum að bera
höfuðklút í myndatöku eftir að
hafa fengið staðfestingu hjá trú-
félagi um að hún væri sannarlega
múslimi.
Sverrir Agnarsson, formaður
Félags múslima á Íslandi segir
það fremur fyndið að það þurfi
sérstakan rökstuðning trúfélags
til þess að múslimakonur fái að
bera hijab. „Ég er enginn sér-
stakur stuðningsmaður þess en
margar konur vilja ganga með
höfuðklúta og slæður og ég get
alveg vottað að þær séu múslim-
ar. En það er ferlega fyndið fyr-
irkomulag,“ segir hann og segir
konurnar fullfærar um að votta
slíkt sjálfar.
Þórólfur Halldórsson, sýslu-
maður höfuðborgarsvæðis, segir
að samkvæmt venjulegum verk-
reglum beri að taka myndir af
öllum án höfuðfats en vilji konur
undanþágu þurfi þær að sýna
fram á ástæðu þess. „Þær þurfa
að sýna fram á að þær séu í trú-
félagi og senda erindi til okkar,
við reynum þá að greiða úr þessu.
Kjarni málsins er að þeim konum
sem bera höfuðklút af trúar-
ástæðum er veitt undanþága frá
meginreglunni,“ segir Þórólf-
ur, sem annars vísar á Þjóðskrá
sem setji reglur um verklag sem
embætti sýslumanns beri að fara
eftir.
Anna Katarzyna Wozniczka,
formaður félags kvenna af
erlendum uppruna, segir reglurn-
ar óskýrar. „Þarf einstaklingur
að vera skráður í trúfélag til þess
að fá staðfestingu? Hver getur
lagt fram svoleiðis staðfestingu
eða útskýringu, hvað nákvæm-
lega á að koma fram í henni og
hver hefur rétt til að meta lög-
mæti þess? Getur einstaklingur
ekki rökstutt trúna sína sjálfur?“
kristjanabjorg@frettabladid.is
Þurfa staðfestingu
trúfélaga vegna hijab
Konur þurfa staðfestingu trúfélags til að fá að bera hijab, höfuðklút, á vegabréfs-
myndum. Kona sem er íslamstrúar var beðin um rökstuðning frá trúfélagi um trú
sína hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Verklagið harðlega gagnrýnt.
ÞURFA RÖKSTUÐNING Konur sem vilja
bera höfuðklút á vegabréfum, hijab,
þurfa staðfestingu trúfélags til þess.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þarf
einstaklingur
að vera
skráður í
trúfélag til
þess að fá
staðfestingu?
Hver getur lagt fram
svoleiðis staðfestingu eða
útskýringu, hvað nákvæm-
lega á að koma fram í
henni og hver hefur rétt til
að meta lögmæti þess?
Getur einstaklingur ekki
rökstutt trúna sína sjálfur?
Anna Katarzyna Wozniczka,
formaður Félags kvenna
af erlendum uppruna.
KÖNNUN Fréttablaðið hefur bætt
við sig lesendum á milli mánaða
og nú lesa 51,79 prósent lands-
manna blaðið. Rúmlega 45 pró-
sent lesenda Fréttablaðsins eru á
aldrinum átján til fjörtíu og níu
ára. Þetta kemur fram í nýrri
prentmiðlakönnun Gallup sem
birt var í gær.
Lestur DV fellur hins vegar á
milli mánaða. Nú lesa 7,44 pró-
sent landsmanna blaðið.
Í Prentmiðlakönnun Gallup
er lestur dagblaða mældur með
samfelldum hætti allt árið. - ngy
Bætir við sig lesendum:
Flestir lesa
Fréttablaðið
STJÓRNMÁL Fjórða þingmanna-
ráðstefna hinnar Norðlægu
víddar fór fram í gær. Á ráð-
stefnunni ræddu meðal annarra,
þingmenn Alþingis, Noregs og
Rússlands áskoranir og tækifæri
á sviði umhverfisvænnar orku,
sjálfbæra nýtingu lifandi sjávar-
auðlinda á norðurslóðum og jafn-
réttismál. Forseti Alþingis opnaði
ráðstefnuna og forseti Íslands
tók til máls í kjölfarið. Auk þess
ávarpaði Gunnar Bragi Sveinsson
utanríkisráðherra ráðstefnuna.
- kbg
Þingmenn komu saman:
Sjálfbær nýting
sjávarauðlinda
SUÐUR-KÓREA Hárið var rakað af þessum unga dreng í athöfn sem
kallast „Börn verða búddamunkar.“ Hún er haldin í tilefni af afmæli
Búdda. Í athöfninni er hárið rakað af höfði barnanna sem dvelja svo í
Búddahofinu í fjórtán daga. Búdda er talinn hafa fæðst fyrir um það
bil 2.559 árum og þrátt fyrir að nákvæm dagsetning sé ekki ljós þá er
haldið upp á afmæli hans á fullu tungli í maí í Suður-Kóreu. Í ár verð-
ur það hinn 25 maí. - vh
Börnin halda upp á afmæli Búdda á fullu tungli:
Dvelja í munkahofi í 14 daga
NORDICPHOTOS/GETTY
STJÓRNMÁL Fjármála- og efna-
hagsráðherra segir að það eigi
ekki bara að vera vandamál
ríkisins að tryggja kjarabætur
fyrir þá lægst launuðu. Atvinnu-
rekendur verði að leggja sitt af
mörkum.
Þingmenn lýstu yfir þungum
áhyggjum af stöðunni á vinnu-
markaðnum á Alþingi í gær. Þá
var Bjarni Benediktsson, fjár-
mála- og efnahagsráðherra,
spurður hvernig stjórnvöld ætl-
uðu að bregðast við.
„Varðandi það sem að ríkis-
stjórnin getur gert til þess að
skapa hér betri stöðu fyrir gerð
kjarasamninga. Já, skattkerf-
in eru til skoðunar. Það þarf að
lækka aftur skatta sem voru
hækkaðir hér á síðustu árum,“
segir Bjarni Benediktsson.
Þá sagði Bjarni að það hlyti að
koma að því á einhverjum tíma-
punkti að atvinnurekendur tækju
að sér að greiða mannsæmandi
laun.
„Það getur ekki bara verið
vandamál ríkisins,“ sagði ráð-
herrann.
- lvp
Fjármálaráðherra segir að atvinnurekendur verði að leggja sitt af mörkum:
Ekki bara vandamál ríkisins
LÆKKA SKATTA Bjarni Benediktsson vill lækka aftur skatta sem hækkaðir voru á
síðustu árum, þetta kom fram í máli hans á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEÐUR
Í dag dregur úr norðanáttinni og léttir til
um norðaustanvert landið. Það verður
áfram kalt í veðri, og einungis útlit fyrir
5-6 stiga hita syðst, og áframhaldandi
frost fyrir norðan.
4°
10°
6°
9°
6°
10
8
7
6
11
SJÁ SÍÐU 20
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
D
-D
C
F
C
1
7
5
D
-D
B
C
0
1
7
5
D
-D
A
8
4
1
7
5
D
-D
9
4
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K