Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 12. maí 2015 | FRÉTTIR | 11 ÞÝSKALAND Það voru ekki bara sovéskir hermenn sem nauðg- uðu þýskum konum við lok seinni heimsstyrjaldarinnar og á tím- anum þar á eftir, heldur einnig bandarískir. Þetta kemur fram í nýútkominni bók, Als die Sol- daten kamen (Þegar hermenn- irnir komu), eftir þýska sagnfræ- ðiprófessorinn og blaðamanninn Miriam Gebhardt. Í viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter kveðst Gebh- ardt hafa fundið gögn í Bæjara- landi um nauðganir bandarískra hermanna. Það hafi vakið for- vitni hennar þar sem áður hafi eingöngu verið skrifað um nauðg- anir hermanna í Rauða hernum. Bandaríkjamenn hafi hins vegar ekki bara verið frelsarar. Gebhardt segir að í kalda stríð- inu hafi nauðganir Rauða hers- ins verið notaðar í pólitískum til- gangi. Ekki hafi verið um að ræða samúð með konunum. Það er mat sagnfræðiprófess- orsins að um 860 þúsundum þýskra kvenna hafi verið nauðg- að á fyrrgreindu tímabili. Mat hennar er byggt á vitneskjunni um þann fjölda barna sem þýsk- ar konur eignuðust með hermönn- unum og að fimm prósent þeirra hafi fæðst í kjölfar nauðgunar. Að sögn Gebhardt var ekki um skipanir að ofan að ræða. Hún kveðst hafa fundið dæmi um harða dóma yfir hermönnum. Flestir hafi þó sloppið. - ibs Bæði bandarískir og sovéskir hermenn beittu konur í Þýskalandi kynferðislegu ofbeldi í lok stríðsins: Hundruðum þúsunda kvenna nauðgað Í LOK STRÍÐSINS Sovéskir hermenn í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Velferðarráðu- neytið styrkir geðsvið Sjúkra- hússins á Akureyri um 10 millj- ónir króna og starfsaðstöðu sálfræðings, samkvæmt sam- komulagi sem Eygló Harðar- dóttir félagsmálaráðherra og Bjarni Jónasson, forstjóri sjúkrahússins á Akureyri, skrifuðu undir fyrir helgi. Markmiðið er sagt að aðstoða í auknum mæli þolendur ofbeld- is. Skrifað var undir í Seli, dag- og göngudeild geðsviðs sjúkra- hússins. - srs Koma til móts við þolendur: Styrkja geðsvið sjúkrahússins UNDIRRITUNIN Ráðuneytið styrkir geðsvið FSA um 10 milljónir. MYND/VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ DÝR Umhverfisráðuneytið aug- lýsir eftir umsóknum um styrki vegna hrossaræktunar. Markmið styrkveitingarinnar er að efla markaðssókn og rækt- un íslenska hestsins og fylgja eftir þeirri fagmennsku sem hefur hlotist í þjálfun hestsins. Lögð er áhersla á að styrkja nýsköpunarstarfsemi sem getur orðið sjálfbær eftir þróunar- tímabil. Sjóðurinn mun hafa rúmar sex milljónir til ráðstöf- unar í ár. Umsóknarfrestur vegna styrk- veitinga rennur út 3. júní. - srs Styðja við þjálfun hrossins: Styrkja nýsköp- un í hrossarækt ÍSLENSKA HROSSIÐ Efla á markaðs- sókn hestsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON STJÓRNSÝSLA Ríkisskattstjóri er stofnun ársins samkvæmt könn- un SFR stéttarfélags í almanna- þágu. Könnunin fór nú fram í tíunda sinn og er gerð í samstarfi við Gallup og fjármálaráðuneytið. Ríkisskattstjóri hefur áður verið tilnefndur sem stofnun árs- ins og hlaut annað sætið í könn- uninni í fyrra. Valið byggist á svörum 12 þúsund manna á almennum og opinberum markaði en 50 þúsund fengu könnunina senda. - srs Voru í öðru sæti í fyrra: Ríkisskattstjóri stofnun ársins Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum vörum. Allt að 50% afsláttur af eldri heimilistækjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn af freistandi afmælistilboðum. Freistandi afmælistilboð Kæliskápur, KGV 36UW20. Afmælistilboð: 79.900 kr. Fullt verð: 102.600 kr. Örbylgjuofn, HMT 75M421. Afmælistilboð: 17.900 kr. Fullt verð: 21.900 kr. 20% afsláttur af Múmín-vörum. 20% afsláttur af Babell-kökudiskum. Expressó-kaffivél, TCA 5309. Afmælistilboð: 64.900 kr. Fullt verð: 79.900 kr. Þvottavél, WAQ 24461SN. Afmælistilboð: 89.900 kr. Fullt verð: 122.400 kr. Afmæli Bosch-búðarinnar 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 D -F F 8 C 1 7 5 D -F E 5 0 1 7 5 D -F D 1 4 1 7 5 D -F B D 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.